Eintak - 23.06.1994, Síða 33
WortdCup 94 31 EE
Stórleikur á föstudag
Einbeittir írar
mæta Mexíkó
Á morgun mætast á hinum
glæsilega Citrus-leikvangi í Or-
lando lið Ira og Mexíkóa. Leikur-
inn, sem hefst kl. 16:30 að okkar
tíma, verður sýndur í beinni út-
sendingu Ríkissjónvarpsins.
Nokkuð ljóst þykir að liðin mæta
til leiks með nokkuð ólíku hugar-
fari. írar koma til leiks einbeittir,
líklega staðráðnir í að fá að minnsta
kosti stig út úr viðureigninni, sem
tryggir þeim að öllum líkindum
sæti í annarri umferð. Mexíkó-
menn töpuðu hins vegar fyrir
Norðmönnum í fyrsta leik og gefa
því allt í þennan leik.
Irar sigruðu Itali nokkuð sann-
færandi í fyrsta leiknum og eru til
alls líklegir. Jack Charlton þjálfari
þeirra var reyndar áhyggjufullur
fyrir keppnina og sagði að aldur
leikmanna væri orðið töluvert
vandamál í liðinu. Hann brá því á
það ráð að kalla á nokkra efnilega
leikmenn, sem allir virðast hafa
smollið inn í liðsheildina. Strákar
eins og Terry Phelan og Gary
Kelly hafa byrjað vel og Jason
McAteer sem kom inn á fyrir Ho-
ughton á móti Itölum gerði Paolo
Maldini, einum besta varnarmanni
heims, lífið leitt. Enn einu sinni
breytti Charlton rétt. Hann gerði
nauðsynlegar breytingar á hárrétt-
um tíma. Ekki of seint og ekki of
snemma.
Mexíkómenn eru líklega ekkert
allt of ánægðir með sinn fyrsta leik.
Gegn Norðmönnum leit lengi vel
út fyrir að þeir ætluðu að hafa þetta
af í lokin, en þá klikkaði vörnin og
varamaðurinn Kjetil Rekdal skor-
aði. Campos, hinn frábæri mark-
vörður þeirra fer örugglega að
hlaupa í sóknina ef ekki fer að
ganga betur og ljóst er að Hugo
nokkur Sanchez á meira inni en
hann hefur nú þegar sýnt. ©
Hugo Sanchez er
stjarna Mexíkómanna.
Þessi frábæri framherji
hefur að sönnu að
nokkru glatað töfrun-
um úr tánum, en það
er bara eðlilegt —
hann er orðinn hálffer-
tugur.
Hann er hins vegar
enn metnaðargjarn og
ákveðinn í að sýna
hvað íhonum býr.
Sanchez er einn fárra
sem leikið hafa með
öllum félagsliðum
Madrídar, höfuðborgar
Spánar. Atletico, Real
og Rayo Vallocano
hafa öll notið liðsstyrks
hans og í vetur lék
hann með þvísfðast-
talda. Framtíð hans
með félaginu er nu
óljós, það féll úr fyrstu deildinni f vor og mikið veltur þvíá
frammtistöðu hans nú í keppninni hvort hann heldur heim eða
dvelur áfram i Evrópu.
Paul McGrath er Stjarna íra. Hann er fæddur 4. desember
1959 og hófekki að iðka knattspyrnu fyrr en eftir tvítugt!
McGrath er stórkostlegur varnarmaður, sem knattspyrnusér-
fræðingar skilja ekki bofs í. Fyrst af öllu átta þeir sig ekki á þvi
hvernig maður, sem byrjar svona seint nær svona langt. Síðan
skilja þeir ekki hvernig maður í svona líkamsástandi — hann þyk-
ir of þungur og má varla æfa milli leikja þar sem bæði hnén eru
of slöpp - getur spilað svona vel og síðan skilja þeir ekki hugar-
ástand kappans þvíhann á það til að hverfa. Síðast í vetur hvarf
hann í tvær vikur og Ron Atkinson, þjálfari Aston Villa, endaði á
að auglýsa eftir honum. McGrath fannst heldur illa til reika inni á
skuggalegu öldurhúsi ofurölvi.
Samt sem áður er þessi 34 ára gamli varnarmaður í byrjunarliði
l'ra. Og ekki bara það. í fyrsta leik íra við itali „pakkaði" McGrath
Roberto Baggio, leikstjórnanda ítala, bara saman og Baggio,
sem er dýrasti og besti knattspyrnumaður heims, mátti sín litils.
McGrath er einfaldlega knattspyrnumaður af Guðs náð. Hann er
kannski ekki sá liprasti með boltann en hann gerir það sem hann
á að gera og hann gerir það mjög vel.
Draumalið einvaldsins
Teny Venables velurbesta liðið
Þegar Terry Venables, einn
frægasti þjálfari Englands, var beð-
inn um að velja draumaliðið sitt
fýrir heimsmeistarakeppnina, sagð-
ist hann ætla að gera það almenni-
lega. Það varð að vera vel skipað lið,
ekki samansafn snillinga sem gætu
ekki spilað saman.
Fáir Englendingar
Fyrsta sem kemur upp í hugann
þegar liðið hans er skoðað, er að
þar er fáa Englendinga að finna.
Aðeins einn kemst á blað, Gordon
Banks „Ég valdi Banks fram yfir
Peter Shilton eða Sepp Maier,
því Banks á glæsilegustu mark-
vörslu sem ég hef nokkurn tímann
séð, þegar hann varði skallann frá
Pelé í Mexíkó 1970,“ segir Vena-
bles.
Þétt vörn
Vörnin í þessu liði er þétt og þar
er að finna menn á borð við Franz
Beckenbauer og Carlos Alberto
sem var fyrirliði Mexíkómanna í
keppninni 1970. „Alberto var einn
fjölhæfasti varnarmaður sem ég hef
séð og hann átti einmitt fýrirgjöf-
ina, þegar Banks varði frá Pelé.
Unglingurinn í hópnum er Pa-
olo Maldini, sem er sálin í hinni
frægu vörn AC Milan. „Ég sá Mald-
ini í sínum fyrsta leik með Milan og
hef síðan þá haft mikið álit á hon-
um. í Évrópubikarnum sýndi
Maldini síðan að hann er mjög
traustur varnarmaður."
Venables átti síðan erfitt að gera
upp á milli Bobbys Moore og
Franz Beckenbauers, en valdi
hinn síðarnefnda að lokum. „Bob-
by var mikill vinur minn, en það
mátti ekki ráða valinu. Mér fannst
ég ekki geta valið þá báða og mér
fannst Beckenbauer vera fljótari en
Moore. Daniel Passarella var
auðvelt val. Hann er sterkur varn-
armaður og getur bæði verið létt-
leikandi og gríðarlega fastur fyrir.“
Terry Venables
„Einbeiting Cruyffs og
hugsun hans í leiknum
gera hann sennilega að
þeim besta i liðinu. “
Sterk miðja...
Hlutverk leikstjórnandans fór til
Lothars Mattheus. Platini kom
sterklega til greina, en „...þýski fýr-
irliðinn er meiri sigurvegari, í öll-
um skilningi. Honum hefur gengið
mjög vel á síðustu árum og hann
getur drifið liðið áfram."
Með Mattheus á miðjunni eru
tveir af bestu leikmönnunum sem
hollenskur fótbolti hefur alið, Jo-
hann Cruyff og Ruud Gullit. „Ég
held að þessir tveir séu í draumalið-
um flestra sem eitthvað fylgjast
með knattspyrnu. Ég setti Gullit á
hægri kantinn, en hann gæti svo
sem spilað hvar sem er. Einbeiting
CruyfTs og hugsun hans í leiknum
gera hann sennilega að þeim besta í
Iiðinu," segir Venables.
...og snillingar
í sokninni
Á bak við toppinn á „jólatrénu"
eins og Venables kallar draumalið-
ið sitt, eru þeir Pelé og Diego
Maradona. „Pelé er auðvitað goð-
sögn,“ segir Venables, „og Marad-
ona er ekki langt frá því. En ef ég
ætti ekki eingöngu að láta getu ráða
valinu, heldur líka drengilegan leik,
myndi ég sennilega ekki velja Mar-
adona, heldur einhvern annan. En
gleymum því hins vegar ekki að fýr-
ir utan markið sem Maradona
skoraði með hendinni á móti Eng-
lendingum 1986, þá skoraði hann
annað mark í sama leik, og það var
fullkomlega löglegt og gullfallegt
þar að auki.“
Van Basten er síðan fremstur í
sókninni því „...hann er einfald-
lega besti sóknarmaður sem ég hef
séð til í nútíma knattspyrnu," segir
Venables.
Menn liðsheildarinnar
Draumaliðið hans Venables er
hópur knattspyrnumanna sem allir
hafa áunnið sér sess í sögu íþróttar-
innar sem snillingar á sínu sviði. En
þeir eru fýrst og fremst leikmenn í
ellefu manna hóp. „Þetta er eitt af
einkennum góðra leikmanna. Þeir
eru ekki aðeins hæfileikaríkir, held-
ur eru þeir allir vinnuhestar á vell-
inum. Það sem gerir þá góða er vit-
und þeirra um samvinnu liðsins.
Það þýðir lítið að vera stjarna, ef
liðið þitt getur ekki unnið sam-
an.“ ©
A-riðill
Staðan;
Sviss 1 5:2 4
Rúmenía 1 4:5 3
Bandaríkin 1 1:1 1
Kólumbía 1 1:3 0
Þessum leikium er lokið
Bandaríkin - Sviss....1:1
Kólumbía - Rúmenía....1:3
Sviss - Rúmenía....4:1
Næstu leikir
26/6 kl. 20.05 Sviss - Kólumbía
26/6 kl. 23.00 USA - Rúmenía
B-riðill
Staðan:
Brasilía 1 2:0 3
Kamerún 1 2:2 1
SvÍÞJÓÐ 1 2:2 1
Rússland 1 0:2 0
Þessum leikium er lokið
Kamerún - Svíþjóö....2:2
Brasilía - Rússland....2:0
Næstu leikir
24/6 kl. 20.05 Kamerún - Brasilía
24/6 kl. 23.30 Rússland - Svíþjóö
C-RIÐILL
Staðan;
Þýskaland 2 2:1 4
Spánn 2 3:3 2
S-Kórea 1 2:2 1
Bólivía 1 0:1 0
Þessum leikium er lokið
Þýskaland - Bólivía....1:0
Spánn - S-Kórea....2:2
Þýskaland - Spánn....1:1
Næstu leikir
23/6 kl. 16.30 S-Kórea - Bólivía
D-riðill
Staðan:
Argentína 1 4:0 3
Nígería 1 3:0 3
Búlgaría 1 0:3 0
Grikkland 1 0:4 0
Þessum leikium er lokið
Argentína - Grikkland....4:0
Nígería - Búlgaría....3:0
Næstu leikir
25/6 kl. 23.30 Argentina - Nígería
26/6 kl. 20.05 Búlgaria - Grikkland
E-riðill
Staðan:
Írland 1 1:0 3
Noregur 1 1:0 3
Ítalía 1 0:1 0
Mexíkó 1 0:1 0
Þessum leikium er lokið
Noregur - Mexíkó. ...1:0 .
Ítalía - írland....0:1
Næstu leikir
23/6 kl. 23.30 Ítalía - Noregur
24/6 kl. 20.05 Mexíkó - írland
F-riðill
Staðan;
Holland 1 2:1 3
Belgía 1 1:0 3
Sádi-Arabía 1 1:2 0
Marokkó 1 0:1 0
Þessum leiklum er lokið
Holland - Sádi-Arabía....2:1
Belgía - Marokkó....1:0
Næstu leikir
25/6 kl. 16.30 Belgía - Holland
25/6 kl. 20.05 S-Arabía - Marokkó
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994
I?
33
'port