Eintak - 23.06.1994, Blaðsíða 12
LETTVIQT
EINTAK
Gefið út af Nokkrum íslendingum hf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Framkvæmdastjóri: Hafsteinn Egilsson
Auglýsingastjóri: Örn (sleifsson
Dreifingastjóri: Trausti Hafsteinsson
HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI
Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bjarni Hinriksson,
Björn Ingi Hrafnsson, Björn Malmquist, Bonni, Davíð Alexander,
Friðrik Indriðason, Gauti Bergþóruson Eggertsson, Gerður Kristný,
Hallgrímur Helgason, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson,
Jón Kaldal, Jón Magnússon, Júlíus Kemp, Loftur Atli Eiríksson,
Óttarr Proppé, Sigrún Sigurðardóttir.
Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf.
• Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
Verð í lausasölu kr. 195.
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósenta afslátt.
Hvað vill Jóhanna?
Eftir flokksþing krata var sagt hér á þessum stað að eðlileg
viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra við
úrslitum formannskjörsins væri að segja af sér ráðherra-
embætti og gefa Jóni Baldvini Hannibalssyni eftir forystu í
flokknum. Nú hefur Jóhanna gert það fyrra, sagt af sér
embætti og gengið úr ríkisstjórn. Það er hins vegar ekki að
sjá á yfirlýsingum hennar að hún ætli að láta af andstöðu
sinni innan flokksins. Og í raun virðast illsakir þeirra Jó-
hönnu og Jóns það djúpstæðar að það verður ekki séð að
hún geti setið á sér við að koma á hann höggi.
Þær skýringar sem Jóhanna gefur fyrir afsögn sinni eru
tvenns konar. Annars vegar segir hún að ástæðurnar séu
fyrst og fremst málefnalegar. En Jóhanna virðist nota það
orð á sama hátt og aðrir íslenskir stjórnmálamenn. Þegar
þeir taka sér það í munn getur fólk hengt sig upp á að
ástæðurnar séu persónulegar. Enda bendir Jóhanna ekki á
neitt ákveðið mál heldur slær um sig með víðum hugtökum
á borð við ríkisíjármál. Hvað er það nákvæmlega sem Jón
Baldvin er að fara að gera í ríkisfjármálum og Jóhanna veit
um, sem fær hana til þess að standa upp frá ríkisstjórnar-
borðinu svo samviska hennar óhreinkist ekki? Spyr sá sem
ekki veit og engin svör hafa heyrst frá Jóhönnu.
En í aðra röndina gefur Jóhanna persónulegri skýringar á
ástæðum þess að hún hvarf úr ríkisstjórn. Hún segist hafa
átt þriggja stunda langt samtal við Jón og að ekkert í því
samtali hafi gefið henni ástæðu til að dvelja lengur í ráð-
herrastól. Þetta hljómar eins og lýsing af þrasi gamalla
fjandvina sem leiðir til þess eins að sannfæra þá um vilja-
leysi sitt til einhverra sátta.
Frá því Jóhanna sagði af sér hefur hver maður á fætur
öðrum stigið fram og reynt að draga þær ályktanir af þess-
ari ákvörðun að um einhvers konar uppgjör hægri og
vinstri arms floldcsins sé að ræða. Að eftir að Jóhanna gangi
út úr stjórn standi hún í raun sterkari eftir en Jón inn í
stjórn. Og að á endanum muni hennar tími koma — tími
nolckurs konar vinstri jafnaðarmanna.
Nú má það vel vera að eftir útgöngu Jóhönnu blási ekki
byrlega fyrir Jóni. Og í raun er engin ástæða til að sýta það
sérstaklega. Það er hins vegar full ástæða til að vara við
þeirri hugsun að Jóhanna sé stjórnmálamaður sem geti leitt
svokallað félagshyggjufólk saman. Til þess er pólitík hennar
of rýr og pólitíska sýn hennar of þröng.
1 raun afhjúpaði hún þetta í kosningaslagnum fyrir
flokksþingið. Aðaltromp hennar var að hún ætlaði sér að
breyta ímynd flolcksins og ná honum upp í 20 prósenta fylgi
innan tveggja ára. Þetta hljómar eins og markaðsfræðingur
sem leggur til nýjar umbúðir og ákveðnari auglýsingaher-
ferð til að koma út gamalli vöru.
Almenningur þarf á flestu öðru frekar að halda en stjórn-
málamönnum sem ætla að gera út á ímynd sína. Á sínum
tíma aflaði Albert Guðmundsson vel með ekki ósvipaðri
ímynd og Jóhanna. Hann var, eins og hún, vinur litla
mannsins og stóð vörð um hann. Hann var ódæll í sam-
starfí ef hann fékk ekki sínu fram og jafn ódæll í stjórnar-
andstöðu. En það fór aldrei mikið fyrir skarplegri gagnrýni
eða glöggri þjóðfélagssýn í orðum hans. Hann spilaði frek-
ar á tilfinningar en rök.
Það er dálítið hjákátlegt að í fyrsta sinn sem háttsettur
stjórnmálamaður segir af sér af sjálfsdáðum á íslandi skuli
það gerast sem eins konar pólitísk hefnd. En hvernig sem til
þessarar ákvörðunar er stofnað er hún söguleg. Kjósendur
eiga því ef til vill fullan rétt á að skilja hana og fá greið svör
hjá Jóhönnu um hvað hún ætli sér og hver tilgangurinn sé.
Þau hafa ekki komið enn. ©
Ritstjórn og skrifstofur
Vesturgata 2,
101 Reykjavík
sími 1 68 88 og fax 1 68 83.
Kerrur tími Jéh
einhwern timann
Nokkrir kratar vetta fyrir sér framhaldinu.
og henni hafi tek-
ist það einni. Þegar
henni mistekst tal-
ar hún aftur á móti
um að flokknum
hafi mistekist,“
segir Guðmundur.
„Hugsi Jóhanna
sér að fara ein
fram er hægt að
benda á ýmis vafa-
söm dæmi um
slíkt. Hannibal
Valdimarsson og
StefAn Valgeirs-
son fóru í fússi úr
flokkum sínum og
fóru frarn gegn
fyrri samherjum.
Hvort það varð
þeim til frægðar
JÓHANNAÁ
FLOKKSÞINGINU
„Minn tími mun koma“
„Það sem Jóhanna átti við með
því að hennar tími kæmi var að
hún ætlaði sér að kljúfa flokkinn og
fara í sérframboð," segir Bolli Val-
garðsson, formaður Félags ungra
jafnaðarmanna í Reykjavík. „Hún
ætlar að rústa flokknum. Verði
henni bara að góðu. Þetta er ein-
tóm valdabarátta og prímadonnu-
háttur. Jóhanna nýtur stuðnings 40
prósenta flokksmanna og á það
fýllilega skilið. Uppsögn hennar er
vonbrigði fyrir þennan fjölda
stuðningsmanna. Hún nýtur líka
stuðnings almennings sem fýlgist
ekki með stjórnmálum."
eintak leitaði til valinkunnra
Alþýðuflokksmanna og fékk þá til
að spá í stöðu Jóhönnu Sigurðar-
dóttur nú þegar hún hefur sagt af
sér embætti félagsmálaráðherra.
Sighvatur Björgvinsson ráð-
herra er þögull um hugmyndir sín-
ar um pólitíska framtíð Jóhönnu.
„Ég hef mínar hugmyndir en vil
ekki láta þær í ljós,“ segir Sighvatur.
Guðmundur Oddsson, formaður
framkvæmdastjórnar Alþýðu-
flokksins, er þeirrar skoðunar að
Jóhanna hafi sagt að sinn tími muni
koma spontant og að ekkert sé á
bak við þau orð.
„Ég trúi öllu upp á konur í pólit-
ík,“ segir Guðmundur. „Jóhanna
hefur oft haldið því ffam að hún
ætli ekki að kljúfa Alþýðuflokkinn.
En ef þessi leið er ekki sú besta til
þess, veit ég ekki hverjar þær eru.
Hún hefúr sagt lengi að hana langi
til að sjá einn stóran og sterkan
Jafnaðarmannaflokk. Jóhanna hlýt-
ur því að ætla að fara fram á móti
flokknum sem kann ekki góðri
lukku að stýra.
Vissulega eru fordæmi fyrir því
að forystumenn flokka takist á. Jó-
hanna hefur feikilega sterka stöðu
innan flokksins og það er ekki laust
við að nú hrikti í stoðum hans.“
Sigurður Pétursson sagnfræð-
ingur hefur enga trú á að Jóhanna
ætli sér að kljúfa flokkinn.
„En smám saman er verið að
gera henni ókleift að vinna innan
flokksins því þar rúmast aðeins
einn hugsunarháttur, það er að
segja formannsins. Jóhanna ætlar
ekki að láta kæfa sig,“ segir Sigurð-
ur. „Mér skilst að farið sé að tala
um að hafa ekki neitt prófkjör í
Reykjavík fyrir þingkosningarnar
því það sé úrelt fyrirbæri. JÓN
Baldvin er bara hræddur við að
fara í prófkjör á móti Jóhönnu.
Hún hlýtur að ætla sér í framboð
fyrir Aljiýðuflokkinn. En ef komið
verður í veg fyrir það með brögð-
um getur hún gert hvað sem er.“
Sorgarsaga fyrir
vinstrimenn
Magnús Árni Magnússon, for-
maður Sambands ungra jafnaðar-
manna, segir að samkvæmt sinni
bestu vitund ætli Jóhanna að sitja
áfram í þingflokki Alþýðuflokksins.
„Hún hlýtur að hafa séð á flokks-
þinginu að hún nýtur það mikils
stuðnings innan Alþýðuflokksins,"
segir Magnús.
Pétur Sigurðsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísa-
firði, segir uppsögn Jóhönnu vera
sorgarsögu fýrir vinstrimenn.
„Hún átti að halda út kjörtíma-
bilið,“ segir hann. „Hún sagði:
„Minn tími mun koma“ og hann
átti að koma innan Alþýðuflokks-
ins. Hún átti 40 prósent fylgisins á
flokksþinginu og ég er sannfærður
um að hún hefur átt miklu meira
úti í flokknum. Auðvitað kemur
alltaf maður í manns stað en ég vil
Jóhönnu frekar. Hún er ákveðin
táknmynd fýrir vinstri vænginn.“
Hefur ekki ígrundað
stöðu mála
„Þegar Jóhanna hefur komið
málum í gegn hefur hún látið eins
„Hún ætlar að rústa flokknum.
Verði henni bara að góðu. Þetta
ev eintóm vaídabarútta ogprim-
adonnnháttur.
Bolli Valgarðsson
„Jóhanna hlýtur því að cetla að
farafram á móti flokknum sem
kann ekki góðri lukku að stýra.“
Guðmundur Oddsson
„En stnám saman er verið að
gera henni ókleift að vinna inn-
anflokksins því þar rúmast að-
eins einn hugsunarháttur, það er
að segja formannsins. Jóhanna
cetlar ekki að láta kcefa sig. “
Sigurður Pétursson
„Auðvitað kemur alltaf maður í
manns stað en ég vil Jóhönnu
frekar. Hún er ákveðin tákn-
mynd fyrir vinstri vcenginn. “
Pétur Sigurðsson
ætla ég ekki að
dæma um. Annars held ég að Jó-
hanna hafi ekki ígrundað stöðu
mála. Hafi hún ætlað sér að vinna
Alþýðuflokknum gagn með upp-
sögn sinni mun það ekki ganga eft-
ir.“
Hvað er í gangi milli
Jóhönnu og Jons
Baldvins?
„Ég hef spurt mig aftur og aftur
hvaða grundvallar ágreiningur sé á
milli Jóhönnu og Jóns Baldvins en
þótt leitað sé með logandi Tjósi
finnst enginn,“ fullyrðir Gúð-
mundur. „Aðeins er hægt áð finna
ágreining varðandi gerð fjárlag-
anna því Jóhanna vildi fá aukið fé
til félagsmálanna sem væri þá tekið
frá öðrum ráðuneytum. En í mál-
um á borð við Evrópumál og utan-
ríkismálum er enginn ágreiningur.“
Raddir hafa heyrst um að staða
Jóhönnu í Alþýðuflokknum líkist
stöðu Alberts Guðmundssonar
innan Sjálfstæðisflokksins. Magnús
er ekki sammála því: „Jóhanna er
pólitíkus en Albert var eitthvað allt
annað. Hann var bara að gera sjálf-
um sér og vinum sínum greiða.“
Sigurður bendir á að Jóhanna sé
málsvari lítilmagnans en lengra nái
líkingin ekki.
„Hún er heilsteyptari stjórn-
málamaður og pólitísk lína hennar
er skýrari. Það helsta sem fundið
hefur verið að við hana er að hún sé
of einhæfur stjórnmálamaður. Hún
hefur sinnt málaflokkum sínum
ákaflega vel en það hefur sýnt sig að
þegar kemur til dæmis að skatta-
málum er hún líka vel heima í
þeim,“ segir Sigurður.
Hvað hefur
Jóhanna gert?
„Jóhanna hefur gjörbylt og tryggt
fyrirgreiðslu í húsnæðiskerfmu sem
var að hrynja. Það er nægjanlegt.
Hún ætti raunverulega að vera hús-
næðismálaráðherra næstu tíu árin.
Að auki hefur hún tryggt stöðu
vangefinna og fatlaðra.
Mér skilst að Öryrkjabandalagið
hafi sent Jóhönnu sérstaka beiðni
um að hún segði ekki af sér ráð-
herradómi,“ segir Pétur.
Sigurður tekur undir það að
uppstokkun húsnæðiskerfisins sé
mesta afrek Jóhönnu.
„Það var afrek að velta því kerfí
sem Sjálfstæðisflokkurinn, Fram-
sókn og verkalýðshreyfmgin höfðu
búið til. Enda reyndu allir að flækj-
ast fyrir," segir Sigurður.
Jóhanna hefur eflt félagsmála-
ráðuneytið mjög mikið. Hún hefúr
gert meira þar á sínum sjö árum en
allir forverar hennar frá stofnun
þess.
Jóhönnu hefur líka tekist að verja
hagsmuni fatlaðra og öryrkja í
þeim niðurskurði sem beitt hefur
verið undanfarin ár en jafnframt
staðið sig vel í að hagræða. Það er
líka afrek.“
Magnús segir Jóhönnu ekki hafa
staðið í neinum stórorrustum.
„Helstu afrekin sem hún hefur
unnið er bara dugnaðurinn og
hvað hún hefur staðið sig vel í
ráðuneytinu. Hún hefur unnið vel
jafnt og þétt og ekki verið í neinum
sýndarsigrum. Það er ekki fyrr en
núna sem hún háir orrustu.
Jóhanna nýtur mikils trausts og
fólki þykir mjög vænt um hana. Ég
veit til þess að mörgum ungum
jafnaðarmönnum þótti vont að
gera upp á milli Jóhönnu og Jóns
Baldvins. Það var eins og að þurfa
að gera upp á milli foreldra sinna.
Ég vona að Alþýðuflokkurinn fái að
njóta krafta jóhönnu áfram. Ég veit
að það er einlæg ósk mjög margra
ungra jafnaðarmanna.“ O
12
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994