Eintak - 23.06.1994, Qupperneq 16
Af einhverjum óútskýranlegum orsökum hefur sá siður komist hér á að láta fyrirmenni
stíga á stokk, þegar eitthvert tækifæri er til hátíðabrigða. Áramótin eru vinsælt tilefni
og flestir landsmenn hafa einhvern tímann misst af ávarpi forsætisráðherra, Útvarpsstjóra
eða forsetans í sjónvarpi annarra landsmanna. Síðasti ræðuskammtur dundi á þjóðinni
á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins þegar hvert mikilmennið á fætur öðru ávarpaði ótínda
alþýðuna úr ræðustól á Þingvöllum. En hvers eðlis voru þessar ræður? Voru þær
innihaldslausar klisjur eða magnþrungin speki? Björn Malmquist leitaði álits sérfræðinganna.
. Góðir
Islendingar
„ ogaðnr j
Islendingar.J
„Hér á Þingvöllum
hafa lög verið sett og
réttlœtinu fullnœgt í
rúmlega þúsund ár...
Grundvallarsjónar-
miðin umfrelsi og
réttindi einstaklingsins
sem eru grundvöllur
hins íslenska samfélags
hafafomar og traust-
ar rcetur í sögu lands-
ins.((
Karl GústafXVI. Svíakonungur
„...tengsl [íslands og
Danmerkur] byggjast
ekki einungis áform-
legu sambandi þeirra
um aldabil, heldur á
þeirri samstöðu sem
sem einkennir sam-
skipti Norðurland-
anna allra, sameigin-
legri lýðrceðishefð og
djúpstceðri virðingu
fyrir einstaklingnum
og rétti þjóða til sjálfs-
ákvörðunar.((
Margrét Þórhildurll. Danadrottning.
„Þetta voru allt svona kjarkmikl-
ar og hvetjandi ræður og allar voru
þær líkar hver annarri,“ segir Indr-
iði G. Þorsteinsson rithöfundur
um ræðurnar sem fluttar voru á
lýðveldishátíðinni á Þingvöllum
síðastliðinn föstudag. „í þeim öll-
um var að fmna þessa upphöfnu
tilfinningu um lýðræðið og frelsið,
en það er vissulega nokkuð kald-
hæðnislegt að hlusta á svona ræður,
þegar ástandið í þjóðfélaginu er
eins og það er. Það er alveg rétt að
menn þurfa stundum að hvíla sig á
íjósverkunum, eins og sagt er, en
það sem segja má um allar þessar
ræður, er að í þeim var litla sem
enga tengingu að finna við raun-
veruleikann."
EINTAK leitaði til hóps fólks sem
fengist hefur við að semja ræður og
fjalla um íslenskt mál og framsögn
og bað það að meta ræður forseta,
erlendra gesta, biskups fslands og
þingmanna, sem fluttar voru á
þingfundi og hátíðardagskrá á
Þingvöllum. Alit þeirra flestra var
að ræðurnar hefðu flestar verið
keimlíkar og lítið hefði farið fyrir
frumleika í þeim.
„Fyrsta sem kom í huga mér,
þegar ég byrjaði að lesa þessar ræð-
ur, var að ég hef lesið þær allar ein-
hvern tímann áður,“ segir Soffía
Auður Birgisdóttir bókmennta-
fræðingur. „Þær eru flestar ótrúlega
ófrumlegar og hver annarri líkar.
Sem dæmi gæti ég trúað því að þótt
skipt hefði verið á ræðum Ragnars
Arnalds og Páls Péturssonar,
hefðu þeir ekki tekið eftir því; þær
eru svo til nákvæmlega eins.“
„Ég held að megineinkenni
þeirra hafi verið það að ræðumenn
höfðu ekki almennilega áttað sig á
því, upp á hvað var verið að halda,“
segir lllugi Jökulsson rithöfundur
og útvarpsmaður. „Það var tromm-
að upp einhverjum pólitíkusum og
forsetanum, en það má líka spyrja
sig að því, hvar íslensku
þjóðskáldin voru
föstudaginn."
Einsleitar ræður
Stefán Pálsson, ræðu-
kappi úr ræðukeppninni
MORFfS, segir að lítil von
sé til þess að hátíðargestir
gætu rifjað upp ræðurnar,
þótt líf þeirra lægi við.
„Þetta voru afskaplega ein-
sleitar ræður, fullar af há-
tíðlegum orðum sem fyrir
löngu eru búin að tapa
merkingu sinni. Mönnum
tekst ekki einu sinni að
súmmera þetta upp í al-
mennileg slagorð!“
f sama streng tekur Ellert
B. Schram ritstjóri. „Þessar
ræður voru uppskrúfaðar og
hátíðlegar og ég held að ræðu-
menn hafi almennt misskilið
hlutverk sitt á hátíðinni og
þingfundinum. Ræðurnar
voru alltof langar og alltof líkar.
Ég held reyndar að fólk hafi
gaman af því að heyra ræður
um land og þjóð, en það má
hins vegar ekki vera í of stórum
skömmtum, þá hættir fólk ein-
faldlega að hlusta. Stemmningin
hefur auðvitað áhrif en það má
alls ekki ofgera þessu,“ segir EU-
ert.
Frumlegheit?
„Nei, alls ekki,“ segir Guð-
mundur Andri Thorsson rithöf-
undur og bókmenntafræðingur.
„Ég leitaði mikið að stílbrögðum,
myndmáli og líkingu, en fann í
rauninni ekkert. Þessar ræður voru
almennt séð mjög flatar. Það var
helst Davíð Oddsson sem var að
reyna eitthvað. Ræða hans byrjaði
vel og var einhvern veginn „lax-
nesk“, en hún dó fljótlega, og varð
eins og allar hinar. Davíð notaði
16
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994