Eintak

Tölublað

Eintak - 23.06.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 23.06.1994, Blaðsíða 6
Jónjj^aldvin um afsögn Jóhönnu Sigurðardóttur sem félagsmálaráðherra henni engin skilyrði Segir ákvörðun um eftirmann verða tekna af réttum aðilum á réttum tíma „Ég setti Jóhönnu Sigurðar- dóttur engin skilyrði, alls engin. Þessi ákvörðun er hennar einnar og ég á engan hlut að þessari ákvörð- un,“ sagði Jón Baldvin Hanni- baisson, formaður Alþýðuflokks- ins, í samtali við eintak í gær um fund þeirra Jóhönnu Sigurðardótt- ur félagsmálaráðherra á sunnudag- inn. Jóhanna segir að sér hafi ekki þótt niðurstaða fundarins gefa neitt tilefni til að hún sæti áfram í ráð- herrastóli. Hún sagði í 19:19 á þriðjudaginn að hún hafi ekki get- að sætt sig við þau skilyrði sem Jón Baldvin hafi sett henni á fundi þeirra á sunnudaginn og því sagt af sér ráðherradómi. Hún hefur einnig sagt að hún hafi ekki viljað afsala sér sannfæringu sinni, stefnu og áherslum íyrirfram og því sem hún hafi staðið fyrir í pólitik. „Þessu afsala ég mér ekki fyrir ráð- herrastól," sagði hún. „Ég hef ekkert um málið að segja Fyrir tveimur árum lét Davíd Davídsson af prófessors- stöðu í lífefnafræði við Há- skóla íslands. Staöan var að sjálf- sögðu auglýst og þar eð menn eru ráðnir eftir pappírum tók það tím- ana tvenna að velja hinn rétta af þeim þremur eða fjórum sem sóttu um. Umsækjendur héldu líka fyrir- lestra til að sýna hvað þeir kunnu. Að lokum var Ingvar Bjarnason ráðinn. Hann var þó ekki fyrstur í stöðumatinu því það var Bogi And- ersen, en af einhverjum ástæðum hafnaði læknadeildin honum og tók Ingvar fram yfir. Ingvar kom hins vegar Háskólamönnum að óvörum með því að hætta við að taka við stöðunni. Því þarf að auglýsa hana upp á nýtt og fara aftur í gegnum sama tímafreka ferlið... Hinn eiturvíðförli trúbador og kunna Júróvisjónbakrödd, Ingi Gunnar Jóhannsson. er kominn til landsins á nýjan leik eftir að hafa gert það gott á íslend- ingasamkundum í Stokkhólmi og Jönköping í tilefni af 17. júní. Hann ætlar að halda uppi miklu stuði í Turnhúsinu annað kvöld. Þeir sem vilja fagna heimkomu Inga Gunnars er bent á að leggja leið sína þang- að... Fyrir eigi alllöngu síðan fór fram kosning deildarforseta í Læknadeild við Háskóla ís- lands en Helgi Valdimarsson hef- ur gegnt henni undanfarin ár. Bauð hann sig fram aftur. Fyrir þá sem gaman hafa af heimilishögum fólks skal þess getið að Helgi er eigin- maður Guðrúnar Agnarsdóttur, læknis og fyrrverandi þingmanns. Hvaö sem þvi líður þykir Helgi ekki hafa staðið sig sérlega vel sem deildarforseti og það sást í kosn- ingunum. 41 greiddi atkvæði; Helgi fékk 19 en hinir skiluðu auðu. Helgi mun því sitja í embætti næstu ár- in... nema eftirfarandi: Jóhanna efndi til þess sem hún kallaði uppgjör á flokksþingi um forystu og boðaði breytingar á stefnu,“ sagði Jón. „Flokksþingið varð við þessum óskum hennar, það kvað upp úr um hverjir skyldu gegna forystu í Alþýðuflokknum og á flokksþing- inu var enginn málefnaágreiningur, alls enginn, sem sést best á því að mikilægasta ályktun flokksþingsins, stjórnmálaályktun, var samþykkt í einu hljóði. Reyndar var það svo að Jóhanna sýndi ekki flokksþinginu þá virðingu að sitja flokksþingið eftir formannskjör né taka þátt í stefnumótuninni til dæmis í um- ræðunni um stjórmálaályktun. Flokksþingið hefur með öðrum orðum svarað þessu. Ég hef ekki sett Jóhönnu nein skilyrði og á eng- an hlut að þessari ákvörðun sem mér barst símleiðis frá henni þegar ég var hér (Finnlandi) á fundum á vegum ráðherraráðs EFTA.“ Orð gegn orði Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra sagði í 19:19 á þriðjudaginn að hún hafi ekki getað sætt sig við þau skiiyrði sem Jón Baldvin hafi sett henni á fundi þeirra á sunnudag- inn og því sagt af sér ráð- herradómi. Jón Baldvín Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins sagði í sam- tali við EINTAK í gær að hann hafi engin skilyrði sett. „Ég tel að ég hafi staðið frammi fyrir því,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir á þriðjudaginn, „að annað hvort láta af ráðherradómi eða að þurfa fýrirfram að afsala mér sann- færingu minni, stefnu og áherslum og því sem ég hef staðið fyrir í pól- itíkinni. Þessu afsala ég mér ekki fyrir ráðherrastól.“ Þetta lét Jó- hanna hafa eftir sér á blaðamanna- fundi sem hún boðaði til í kjölfar afsagnar sinnar sem félagsmálaráð- herra á ríkisstjórnarfundi á þriðju- dagsmorgun. „Ég átti fund með Jóni Baldvini á sunnudaginn og við fórum yfir ágreiningsmál okkar, flokksþingið og niðurstöður þess og það sem er framundan í pólitíkinni. Niður- stöðurnar af því samtali gefa mér lítið tilefni til áframhaldandi setu sem ráðherra.“ Jóhanna sagði að hún hafi átt í fjölmörgum samtölum við stuðn- ingsmenn víðs vegar af landinu áð- Þú sagðir eftir flokksþitigið að þti myndir hitta hana að máli og setja henni ákveðin skilyrði. „Ég talaði ekki um nein skilyrði. Ég sagðist að sjálfsögðu mundu ræða við Jóhönnu að loknu flokks- þingi og það var aðeins einni spurningu sem þurfti að svara, hvort við værum öll sömul reiðu- búin til að una niðurstöðum flokksþingisins, bæði að því er varðaði stefnu og forystuna og breyta vinnubrögðum að því leyti að koma fram framvegis sem sam- hentur samstarfshópur. Þetta eru ekki skilyrði heldur skilaboð frá flokksþinginu." ur en hún hafi tekið endanlega ákvörðun. „Þetta var erfið ákvörð- un því ég hafði fengið hvatningu frá fjölda stuðningsfólks um að halda áfram. Skoðanir þessa fólks voru þær að styrkur minn væri mikill innan flokksins og meiri en niður- stöður flokksþingsins segðu til um. Hin sjónarmiðin voru þau að í for- mannskjörinu hefði verið tekist á um grundvallaratriði í framkvæmd á stefnu flokksins, niðurstaða feng'- ist og úrslit hefðu verið afgerandi. Jón hafi fengið afgerandi kosningu og ætti því að fá tækifæri til að manna sitt lið að nýju.“ Jóhanna sagði að ágreiningur milli sín og Jóns Baldvins hafi stað- ið lengi um framkvæmd á stefnu flokksins. Nefndi hún sem dæmi velferðarmál, ríkisfjármál og einka- væðingu. „Ég sá það að ég gat ekki mikið iengur við það búið sem ráð- herra að axla ábyrgð á pólitík Jóns Baldvins sem er önnur en mín pól- Féllst Jóhanna ekki á þetta? „Það er ekki mitt að svara því. Hún verður að skýra þessa ákvörð- un sína sjálf." Aðspurður um hvort þau hefðu rætt framtíð hennar í flokknum sagði hann: „Við töluð- uin heilmikið um stjórnmál án þess að ég orðlengi það neitt frekar." Um það hefur verið rætt að ein- hver ráðherra Alþýðuflokksins taki einnig að sér félagsmálaráðuneytið. Þetta var borið undir Jón. „Ég veit ekkert hvað talað er um í þessu sambandi, en ákvörðun um það verður tekin af réttum aðilum á réttum tíma. Menn verða að átta sig á því að lausnarbeiðni ráðherra itík. Það var til dæmis þess vegna seni ég ákvað að gefa kost á mér sem formaður Alþýðuflokksins.“ Þegar borin voru undir Jóhönnu ummæli Sighvats Björgvinsson- ar um að hér væri fyrst og fremst um persónulegan ágreining að ræða, enda hafi fullkomin málefna- niðurstaða náðst á flokksþinginu virtist fjúka nokkuð í Jóhönnu. „Það er mjög furðulegt þegar samflokksmenn mínir segja að hér sé aðeins um persónulegan ágrein- ing að ræða. Hvar hafa þessir menn verið? Við höfum deilt mjög lengi, mörg misseri, um framkvæmd á stefnu flokksins. Þótt að einhver niðurstaða sé fengin á flokksþingi, eins og til dæmis á flokksþinginu 1992, þá tel ég að stefnan hafi ein- faldlega ekki verið framkvæmd eins og ég vildi. Eins má segja að þótt nú hafi fengist einhver niðurstaða á flokksþingi sem menn segja að hafi verið sátt um, sem er rétt, þá er er lögð fram til forsætisráðherra og það er forsætisráðherra sem ákveð- ur hvernig menn skuli fara og hversu fljótt og það mun hann að sjálfsögðu í samsteypustjórn gera í samráði við samstarfsflokkinn en við höfum ekki haft tíma til að ræða þetta mál neitt að ráði,“ sagði hann. Davíð sagði að loknum ríkis- stjórnarfundinum, þegar Jóhanna afhenti honum lausnarbeiðni sína, að Jón væri búinn að ákveða hver tæki við af Jóhönnu. Þegar Jón var spurður að því hvern hann hefði valið sagðist hann ekki vilja svara því fyrr en hann væri kominn heim þetta alltaf spurning um fram- kvæmd á stefnunni. Þar tel ég að hafi orðið verulegur misbrestur á. Ég mun sitja áfram í þingflokknum og starfa sem þingmaður, ég mun skoða málin hverju sinni og sjá hverju fram vindur í þessum mál- um. Þegar Jóhanna var spurð að því hvort hún gæti starfað undir Jóni Baldvini þegar hún væri algerlega ósátt við hans stefnu sagði hún: „Hann fékk umboð til að leiða flokkinn áfram. Ég verð að virða þá niðurstöðu. Ég tel að það sé best gert með því að ég segi af mér ráð- herradómi. Ég vil gefa Jóni eðlilegt svigrúm til að sanna sig núna þegar hann náði endurkjöri. Hann fékk mótframboð og ég varð undir og mér finnst eðlilegt að hann fái ein- hvern tíma. Ég sagðist ekki ætla að kljúfa flokkinn í kjölfar ósigurs í formannskjöri. Það ætla ég ekki að gera.“ og búinn að ræða við samstarfs- menn sína betur. Hann sagðist enga skýringu kunna á ummælum Rannveigar Guðmundsdóttur, þingflokksformanns Alþýðuflokks- ins, um að hann hafi eldkert umboð til að skipa ráðherra eins og fram hefur komið í fréttum. Er hér á ferðinni enn eitt dœmið um samskiptaörðugleika í Alþýðu- flokknum? „Ég kannast ekki við neina sam- skiptaörðugleika. Ég hef verið á stífum fundarhöldum og haft tak- markaðan tíma til að vera í síman- um eða taka símann.“ <D Aðspurð sagðist Jóhanna ætla að halda áfram að styðja ríkisstjórnina en „meta hvert mál fyrir sig.“ Þegar kemur að næstu kosning- um sagðist Jóhanna myndu „sjá hvernig landið Iiggur og meta stöð- una í heild.“ Um sérframboð sagði hún: „Það hafa ýmsir velt upp ýms- um möguleikum við mig.“ Jóhanna aftók að hún væri hætt í pólitík. Um arftaka sinn sagði Jóhanna: „Ég veit alveg hver innan þing- flokksins ég tel að hafi mesta hæfi- leika til að taka við af mér sem fé- lagsmálaráðherra. Það er Rann- veig Guðmundsdóttir. Að öðru leyti ætla ég ekki að hafa skoðun á því.“ Þegar Jóhanna var minnt á um- mæli sín „minn tími mun koma,“ og spurð hvort það þýddi annað framboð gegn Jóni sagði hún: „Ég mun bíða átekta.“ 0 Samtal okkar Jóns gafmér ekki tilefni til áframhaldandi setu segir Jóhanna Sigurðardóttir en segist ekki vera á leiðinni úr pólitík. 6 FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.