Eintak

Árgangur
Tölublað

Eintak - 23.06.1994, Blaðsíða 11

Eintak - 23.06.1994, Blaðsíða 11
ekki nægja loforð um að Alþingi gengi frá ríkisábyrgð þegar það kæmi saman í enda janúar heldur heimtuðu bráðabirgðalög strax. Samhliða þessum samningaumleit- unum stóðu yfir viðræður við Hekluhópinn en þær viðræður gengu einnig fremur hægt. Síðustu dagar desember voru ævintýralegir. Tíminn var svo til enginn þar sem Verslunarbankinn þurfti að hafa sín mál klár á hádegi á gamlársdag. Eftir stífa næturfundi í forsætiráðu- neytinu og heima hjá Hans Krist- jáni fóru leikar svo að hvorki ríkið né Hekluhópurinn áttu þátt í að leysa fjárhagsvandamál Stöðvar 2. Þess í stað var málið leyst á elleftu stundu þannig að hlutafé Stöðvar 2 var aukið úr 5,5 milljónum í rúm- lega 400 miljónir, og kom nýstofn- að Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans inn með 250 milljónir og frumkvöðlarnir þrír kæmu sjálfir með 150 milljónir. Var 250 milljóna hluti Eignarhaldsfélagsins strax til sölu. Þremenningarnir voru mjög kát- ir með þessi málalok en Hekluhóp- urinn þóttist illa svikinn og fannst sem hann hefði verið dreginn á asnaeyrum. Þessir menn héldu samt sem áður hópinn og stofnuðu saman félag undir nafninu Áramót sem átti síðar eftir að koma mikið við sögu Stöðvar 2. Atburðarásin í samningaviðræð- unum um framtíð Stöðvar 2 í des- ember er hér mjög einfölduð, inn í þær blönduðust meðal annars miklar deilur um hver raunveruleg skuldastaða Stöðvar 2 væri, Versl- unarbankinn sagði rúmlega 1300 milljónir en Hekluhópurinn taldi þær að minnsta kosti 200 milljón- um meiri, og fléttan í kringum fyr- irhugaða sölu á landi Vatnsenda sem þremenningarnir lögðu fram sem tryggingu fyrir 150 milljóna hlutafénu er of flókin til að rekja í stuttu máli. Fjórmenningarnir koma til sögunnar En hasarinn var aldeilis ekki yfir- staðinn með samkomulagi þre- menninganna og Verslunarbank- ans á gamlársdag. Það næsta sem gerðist var að Haraldur Haralds- son í Andra, Jón Ólafsson í Skíf- unni, Jóhann J. Ólafsson í sam- nefndri heildsölu og Guðjón Oddsson í Litnum, keyptu í byrj- un janúar 150 milljónir af hlutafé Eignarhaldsfélags Verslunarbank- ans í Stöð 2. í framhaldi af þessu var Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskólans og varaformaður stjórnar Eignarhaldsfélagsins, ráð- inn sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 frá og með 1. ferbrúar. Þótti sá gjörningur nokkuð einkennilegur í ljósi þess að Þorvarður gæti átt erfitt um vik ef hagsmunir Stöðvar 2 og Eignar- haldsfélagsins stönguðust á. Bráða- birgðastjórn Stöðvar 2 ákvað enn fremur um miðjan janúar að auka hlutaféð um 100 milljónir og festu fjórmenningar fyrrnefndu sér þann hlut. Sameignarfélagið Fjölmiðlun var stofnað í kringum 150 milljóna króna hlutinn sem fjórmenning- arnir keyptu fýrst en aðilar að því voru, auk þeirra, meðal annars As- geir Bolli Kristinsson í Sautján, Skúli Jóhannesson í Tékkkristal, Garðar Siggeirsson í Herragarð- inum og Ólafur Njáll Sigurðs- son. Jón Óttar, Hans Kristján og Ólafur H. voru mjög ósáttir við sölu Eignarhaldsfélagsins en stóðu engu að síður við hlutafjárloforðið sem þeir gáfu í samkomulaginu á gamlársdag. Fengu þeir í lið með sér gamla félaga Ölafs H., til dæmis Gunnstein Skúlason í Sólningu og Stefán Gunnarsson í Hús- virki. Þannig að í febrúar 1990 var stað- an orðin sú að nýju hluthafarnir áttu 250 milljónir, frumkvöðlarnir 155 milljónir og Eignarhaldsfélag JÓN ÓTTAR RAGNARSSON Menrt sem þekkja til fæðingar Stöðvar 2 eru allir sammála um að hana megi fyrst og síðast þakka Jóni Öttari, frumkvæði hans og krafti, og þeim hæfi- leika að geta sannfært aðila heima og erlendis um að þetta væri mögulegt. HARALDUR HARALDS- SON einn fjórmenninganna svoköll- uðu sem keyptu fyrstir kaup- sýslumanna stóran hlut fStöð 2. Það gerðist skömmu eftir áramót 1990. JÓN SIGURÐSSON Fjármálstjóri Stöðvar 2 um tíma. Einn þáttur aðhaldsaðgerðanna sem hann ákvað þegar hann kom til starfa á Stöð 2 var að ekki mætti ákveða nein útgjöld án þess að hann legði blessun sína yfir þau, hversu smávægi- leg sem þau væru. Honum gekk hins vegar illa að hafa taumhald á ákafa frumkvöðlanna við dýra dagskrárgerð. HANS KRISTJÁN ÁRNASON og Jón Óttar lögðu upp með fimm milljónir í hlutafé þegar Stöð 2 var stofnuð, og þar af höfðu aðeins þrjár verið borg- aðar. JÓN ÓLAFSSON Það var í upphafi árs 1992 sem aftur tók að krauma hressilega í kringum Stöð 2. Sumum hlut- höfum þóttu umsvifJóns Ólafs- sonar innan fyrirtækisins vera orðin fullmikil. ÓLAFUR H. JÓNSSON frumkvöðull Stöðvar 2 ásamt Hans Kristjáni og Jóni Óttari. Þeir voru hugmyndasmiðirnir á bak við dæmið en Ólafur var peningamaðurinn. INGIMUNDUR SIGFÚSSON forystumaður Áramótahópsins svokallaða sem taldi sig illa svikinn í umræðum um kaup á Stöð 2 í árslok 1989. Áramóta- hópurinn keypti árið 1992 100 milljóna króna hlut Eignarhalds- félags Verslunarbankans í Stöð- inni og myndaði nýjan meiri- hluta í fyrirtækinu. JÓN SIGURÐSSON Stöðvar 2 mönnum tókst að vekja ótta ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar um að menn af hægri vængnum væru íþann mund að læsa klónum í Stöðina. Jón Sigurðs- son, þáverandi viðskiptaráð- herra, beitti sér fyrir þvíað Jóni Óttari og félögum yrðu útveguð ríkisábyrgðir á lán. SIGURJÓN SIGHVATSSON keypti sjö prósenta hlut í ís- lenska útvarpsfélaginu í kjölfar hatrammrar baráttu um völd í fyrirtækinu 1992. Rúmlega tvö- faldaði hlut sinn í vor og mynd- aði nýjan meirihluta í félaginu. réttan. Bæði var athugað að fá kaupverðið lækkað sem og hrein- lega að rifta hlutafjárkaupsamning- um. Stöðvar 2 menn fengu því framgengt í mars að Eignarhaldsfé- lagið tókst á hendur sjálfsskuldar- ábyrgð á 90 milljóna skuld Stöðvar- innar við íslandsbanka. Þessi slagur var svo harðskeyttur að alger trúnaðarbrestur varð milli hinna nýju eigenda Stöðvar 2 og Gísla V. Einarssonar, formanns Eignarhaldsfélags Verslunarbank- ans. I framhaldi af þessu var gerð atlaga að Gísla á stjórnarkjöri Eign- arhaldsfélagsins í endaðan apríl og Haraldur Haraldsson kosinn for- maður þess. Það sést best hvað þessi mál voru ótrúlega snúin og flækt, og hve þröngur hópur stóð að sölu Eignar- haldsfélagsins á hlutabréfunum í Stöð 2, að Þorvarður Elíasson, sjón- varpsstjóri Stöðvar 2, var varafor- maður Eignarhaldsfélagsins þegar salan átti sér stað og að Haraldur Haraldsson varð formaður Eignar- haldsfélagsins sem hann var sjálfur í grimmilegri baráttu við. Það lýsir kannski best ástandinu að Jóhann J. Ólafsson sagði í samtali við Morg- unblaðið 11. júlí 1990 að samkomu- lag hinna nýju eigenda Stöðvar 2 og Eignarhaldsfélagsins og íslands- banka væri „með eindæmum stirt“, og þá var Haraldur þar enn for- maður. lonkoma Aramótahópsins Eins og áður hefur verið sagt frá var á árinu 1989 farið að huga að stofnun annarrar einkarekinnar sjónvarpsstöðvar. Voru þetta mest aðilar innan auglýsingabransans og kvikmyndagerðarmenn, sem voru óhressir með sukkið í kringum auglýsingasamninga Stöðvar 2 og undirboð Islenska myndversins við gerð sjónvarpsauglýsinga. Tóku eir sig saman og stofnuðu Sýn hf.. september fékk Sýn úthlutað sjón- varpsleyft og sjónvarpsrás á VHF tíðnisviði. Höfðu menn engar vöfl- ur á, festu kaup á dýrum tækjum og stefndu ótrauðir á að ráðast í sjón- varpsútsendingar um helgar og leggja áherslu á ódýrt erlent afþrey- ingarefni. 1 febrúar 1990 voru út- sendingar ekki enn hafnar og Sýn- armenn vantað fjármagn inn í dæmið og fóru á fjörurnar við Ára- mótahópinn sem þóttist hafa verið illa hlunnfarinn í samningaviðræð- um um kaup á hlut í Stöð 2. Ingi- mundur Sigfússon og Sigurður Gísli Pálmason svöruðu ekki kalli Sýnarmanna en það gerðu aftur á móti Árni Samúelsson, Lýður Frið- jónsson og Þorgeir Baldursson. Þeir komu inn í Sýn á sama tima og Sveinn R. Eyjólfsson í Frjálsri fjölmiðlun og Jónas Krisfjáns- son, ritstjóri DV. Sýn náði til sín lykilmönnum ffá Stöð 2 og sýningarétti á vinsælum sjónvarpsþáttum sem áður höfðu verið sýndir á Stöðinni. Og skyndi- lega var Sýn orðin veruleg ógnun við Stöð 2 sem mátti ekki við mild- um hremmingum. Það reyndi þó aldrei á samkeppnina milli þessara stöðva því um vorið keyptu for- ráðamenn Stöðvar 2 meirihluta í Sýn. Til að byrja með voru hug- myndir uppi um að senda út á tveimur rásum og átti önnur að vera lögð undir ýmislegt léttmeti en hin menningarlegri með áherslu á fréttir, innlenda dagskrárgerð og íþróttir. Til stóð að stærstu hluthaf- ar Sýn fengju greitt með hlutabréf- um í Stöð 2 en á endanum var sam- ið um að greiðslan yrði í formi aug- lýsingasamninga upp á tugi millj- óna króna. Fjandinn verður laus Snemma komu upp nokkrar væringar innán hópsins sem mynd- aði Fjölmiðlun sf.. Fjórmenningarir voru þar í öruggum meirihluta og undu ýmsir minni aðilar hópsins hag sínum illa. Fór sérstaldega í taugarnar á mönnum Jdásúla stofn- samningsins Fjölmiðlunar um að meirihlutinn gæti ráðstafað at- kvæðum alls hópsins. Árin 1990 og 1991 liðu án stór- árekstra og stórtíðinda nema hvað deilurnar við Eignarhaldsfélag Verslunarbanka héldu áfram og Þorvarður Elíasson sneri aftur í stól skólastjóra Verzlunarskólans og Páll Magnússon tók við starfi hans. Það var síðan í upphafi árs 1992 sem aftur tók að kxauma hressilega í kringum Stöð 2. Sumurn hluthöf- um þóttu umsvif Jón Ólafssonar innan fyrirtækisins vera orðin full- mikil og óánægja minnihluta Fjöl- miðlunar sf. fór stigvaxandi. Og á Verslunarbankans 100 milljónir. Eins og sést á þessum tölum gat hlutur Eignarhaldsfélagsins haft úr- slitaáhrif á valdajafnvægið innan Stöðvar 2. En þegar Eignarhaldsfé- lagið seldi fjórmenningunum 150 milljóna króna hlutinn hafði verið gert samkomulag um gagnkvæman 14 daga forkaupsrétt á hlutabréfun- um og að staðið yrði sameiginlega að tilnefningu í stjórn Stöðvar 2 við stjórnarkjör á hluthafafundi. Hafði samningurinn gildistíma til 1. maí 1992. Stjórnin var kjörin 20. janúar og hana skipuðu: Jóhann J. Ólafs- son, sem var stjórnarformaður, Haraldur Haraldsson, Jón Ólafs- son, Orri Vigfússon, sem fulltrúi Eignarhaldsfélagsins, ög Ólafur H. Jónsson sem fulltrúi fyrri eigenda. Slagurinn við Eignar- haldsfélag Verslunar- bankans Fljótlega kom í ljós að bankaráð Verslunarbankans hafði vanmetið skuldir Stöðvar 2 svo skeikaði um 200 milljónum og tæplega 160 milljóna króna tap var á rekstri Stöðvarinnar árið 1989 en sam- kvæmt upplýsingum Verslunar- bankans átti reksturinn að standa á núlli. Þetta kollvarpaði þeim for- sendum sem nýir hluthafar í Stöð 2 höfðu lagt til grundvallar hluta- bréfakaupunum og upphófst nú harðvítug barátta þeirra við Eignar- haldsfélagið til þess að fá hlut sinn aðalfundi félagsins í apríl má segja að fjórmenningarnir sem mynduðu meirihluta Fjölmiðlunar verði und- ir í stjórnarkjöri en hin fylking Fjöl- miðlunar, með Bolla Kristinsson, Jóhann Óla Guðmundsson og Skúla Jóhannesson fremsta í flokki, styrkti verulega stöðu sína. Það tókst þeim með því að hafa samráð við aðra helstu hluthafahópa í stjórnarkjörinu. í lok júní kom svo sprengjan. Áramót hf., hópur Ingimundar Sig- fússonar, Vífilfells, Hagkaups, Árna Samúelssonar í Bíóhöllinni og Þor- geirs Baldurssonar í Odda, keypti 100 milljóna hlutafé Eignarhaldsfé- lagsins í Stöð 2. Á sama tíma rann út samstarfssamningur Fjölmiðl- unarhópsins og gátu því menn inn- an hans ráðstafað hlutafé sínu að eigin vilja og var þá þegar ljóst að minnihlutinn færi í samstarf með Áramótahópnum. Staðan innan íslenska útvarpsfé- lagsins (nafnið sem félagið hlaut eftir sameiningu Stöðvar 2 og Bylgjunnar undir einn hatt) skipt- ust þá þannig að fjórmenningarnir réðu yfir 200 milljónum, Áramóta- hópurinn yfir 100 milljónum, minnihluti Fjölmiðlunar hf. var með 50 milljónir og aðrir hluthafar 100 milljónir en 50 milljóna hlutafé var enn óselt í félaginu. Fjórmenn- ingarnir réðu sem sagt yfir 200 milljónum en hin biokkin yfir 250 milljónum. Upp úr þessu varð fjandinn laus. Fjórmenningarnir reyndu að verja meirihluta sinn með því að selja þriðja aðila öll hlutabréf Fjölmiðlunar sf., Útherja hf. og olli sá gjörningur gríðarlegri reiði minnihluta Fjölmiðlunar, töl- uðu menn um þjófnað og umboðs- svik og svo fór að kaupin gengu til baka. Það er á þessum tímapunkti sem Sigurjón Sighvatsson kom inn i íslenska útvarpsfélagið með kaup- um á 7 prósenta hlutafjár í félaginu að nafnvirði 38 milljónir króna. I framhaldi af því var ný stjórn kjör- in og Haraldur Haraldsson, Jón Ól- afsson, Jóhann J. Ólafsson og Guð- jón Oddsson lentu í minnihluta. Sigurjóns þáttur Sighvatssonar Flestum ætti að vera kunnugt um næstu stórtíðindi af Stöð 2 sem gerðust núna í vor, Sigurjón Sig- hvatsson jók mjög hlut sinn í félag- inu og tók upp samstarf við íjór- menningana títtnefndu. Þetta fór vægast sagt illa í fráfarandi meiri- hluta sem brást við með umdeildri sölu á eignarhluta íslenska útvarps- félagsins á Sýn. Það skondna í sam- bandi við það mál er að aðalrök- semd minnihlutans í Fjölmiðlun 1992, þegar meirihlutinn seldi Út- herja öll hlutabréf Fjölmiðlunar, var sú að salan bryti gegn 249 gr. hegningarlaganna sem hljóðar svo: Ef tnaður semfengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem ann- ar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðm á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög tniklar sakir eru, í allt að sex ára fangelsi. En þetta er einmitt sú lagagrein sent hinn nýi meirihluti heldur fram að meirihlutinn hafi brotið gegn, bæði með sölunni á Sýn og starfslokasamningnum við Pál Magnússon. Þau mál eru langt frá því til lykta leidd, en á hluthafa- fundi sem boðaður hefur verið 2. júlí mun hinn nýi meirihluti óska eftir heimild til þess að fara í skaða- bóta- og sakamál við fráfarandi meirihluta. íslenska þjóðin fylgist með af ákafa og hún á örugglega eftir að standa á öndinni yfir tilfæringum manna kringum Stöð 2, langt fram á næstu öld. O FJMMTUDAGÚR 23. JÚNÍ 1994 11

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað: 28. Tölublað (23.06.1994)
https://timarit.is/issue/259436

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. Tölublað (23.06.1994)

Aðgerðir: