Eintak

Eksemplar

Eintak - 23.06.1994, Side 31

Eintak - 23.06.1994, Side 31
WorldCup 94 Ítalía - Noregur Paolo Maldini 25 ára vinstri bakvörður hinnar sterku varnar A.C. Milan og ítalska landsliðsins, er af mörgum talinn einn besti bakvörður sem uppi hefur verið, ekki síst vegna þess hve geysi- lega fjölhæfur hann er. Rispurhans upp vinstri kantinn ísóknina eru ekki síður mikilvægar ítalska landsliðinu og Milan en yfirveg- aður varnarleikur hans. Ítalía og Noregur mætast í kvöld á Giants leikvanginum í New York, á sama stað og Italir töpuðu frekar óvænt fyrir írum á laugardaginn var. Fyrir þann leik höfðu margir spáð ftalíu góðu gengi í Bandaríkj- unurn, janvel því að liðið myndi endurtaka leikinn frá Spáni ‘82 og hampa styttunni eftirsóttu. ítalska liðið er geysilega sterkt á pappírunum og glæsilegur sigur A.C. Milan á Barcelona í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í vor benti til sterkrar stöðu ítalskrar knattspyrnu í heiminum og var sig- urinn ekki til að draga úr bjartsýni manna um góðan árangur lands- liðsins. Þessar raddir hljóðnuðu snögglega eftir mjög ósannfærandi leik Itala gegn írunt. í staðinn fékk gagnrýni sú sem þjálfari ftala, Ar- iggo Sacchi hafði fengið á störf sín fyrir keppnina byr undir báða vængi en hann var ásakaður af ýmsum á Ítalíu fyrir handahófs- kennd vinnubrögð og of mikfa til- raunastarfsemi með landsliðið. Þegar á það er litið að Sacchi hefur reynt 72 leikmenn með landsliðinu síðan hann tók við því 1991 er vel hægt að gera sér í hugarlund af hverju menn hafa verið að hnýta í hann. Ítalía lék ekki vel í æfmgaleikjum fyrir keppnina og það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fýrir ftali að lykilleikmenn liðsins, Baresi, Maldini, Signori og Baggio hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit með landsliðinu. Enn frentur hefur lítið farið fyrir þeim sóknarleik sem Sacchi lofaði. Ef þessir leikntenn komast hins vegar á skrið getur fátt stöðvað ftalíu. Á Ítalíu eru menn hræddir fýrir leikinn við Noreg. Stjarna þeirra á HM ‘82, Paoli Rossi, lét hafa eftir sér að það væri ekki hughreystandi að Norðmenn beita svipaðri leikað- ferð og frar, sem hentar ítölum mjög illa, nema hvað Norðmenn geri það enn betur. Noregur sannaði á sunnudaginn í leiknum við Mexíkó að það ,er engin tilviljun að liðið er á HM. Norðmenn voru mun sterkari aðil- inn í fýrri hálfleik gegn Mexíkó og voru óheppnir að skora ekki. En þeir voru jafn heppnir að skora mark í síðari hálfleik og sleppa frá honum án þess að fá sjálfir á sig mark. Hitinn reyndist þeim greini- lega erfiður og það er augsýnilegt að æfingar þeirra í lopapeysum heima í Noregi í maíhitanum hafa ekki dugað til þess að undirbúa þá undir loftslagið. Norðmenn eru þó vafalaust mjög fegnir því að vera búnir með leikinn við Mexíkó- menn sem eru öllu vanari svækj- unni en þeir og að eiga nú eftir í riðlakeppninni leiki við evrópsk lið sem hitinn hefur svipuð áhrif á. Leikmenn norska liðsins eru mjög sterkir líkamlega og spila fast- an, ákveðinn og hingað til, mjög ár- angursríkan fótbolta. f leiknum á sunnudaginn sýndu þeir að það er varla veikur hlekkur í liðinu og það sýnir best styrkleika þess að þjálfar- inn, Egill Olsen, gat leyft sér að hafa Kjetil Rekdal, markahæsta leikmann norska liðsins í undan- keppninni ekki í byrjunarliðinu. Það er full ástæða til þess að ætla að Norðmenn eigi góðan möguleika á að sigra hinn sterka E-riðil en þá verða þeir líka að standa sig gegn ítalska landsliðinu í leiknum í kvöld. 0 Lars Bohinen 25 ára miðvallarleikmaður. Er einn margra leik- manna norska liðsins sem ieikur í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði með Nottingham Forest síðasta keppnistimabil. Sögu- sagnir herma að fulltrúar ítalska liðsins Cremonese hafi hann undir smásjánni. Bohinen þykir leiftrandi leikmaður en aðall hans eru langar hnitmiðaðar sendingar sem minna á stundum á þá bolta sem Platini sjálfur sendi frá sér þegar hann var upp á sitt besta. En Platini er einmitt helsta fyrirmynd Bohinen og hans átrúnaðargoð. Noregur slær hvergi af Holland og Belgía eigast við á laugardag í derby leik E- riðils í Sí- trónuskálinni í Orlando. Bæði liðin unnu fýrstu leiki sína í keppninni en gerðu það með litlum glæsibrag og má segja að það hafi verið hefðin og heppnin sent tryggðu þeint sig- urinn gegn frískum „nýliðum" í fótbolta. Belgar hafa verið með í HM óslit- ið frá Spáni ‘82 og hafa jafnan sýnt skemmtilega knattspyrnu. Að þessu sinni tefla þeir fram liði sent ekki er líklegt til stórafreka, að minnsta kosti ekki eftir frammistöðu þess gegn Marokkó að dænta. Það sem ræður sjálfsagt mestu þar urn er hár meðalaldur liðsins. Yngsti leikmað- ur Belgíu í leiknum við Marokkó var 27 ára en sá elsti 36 ára. Þetta kann ekki góðri lukku að stýra þeg- ar leikið er við svo erfiðar aðstæður eins og gert er í Bandaríkjunum, mikfnn hita og raka. Reynslan skil- ar Belgíumönnum hins vegar miklu, sérstaklega gegn áköfum og ungum knattspyrnuþjóðum eins og Marokkó og Saudi- Arabíu. Nágrannar Belga í Evrópu, Hol- lendingar, áttu í hinu mesta basli með fjöruga leikmenn Saudi-Arab- íu og voru mjög heppnir að inn- byrða sigurinn. Ruud Gullit yfirgaf æfmgabúðir Hollendinga skömrnu áður en keppnin hófst, svartsýnn á gengi liðsins í Bandaríkjunum, eftir þennan leik cr fyllsta ástæða til að taka mark á orðum hans. Hollenska liðið virðist hálf vængbrotið án Van Basten og Gullits og Iangt frá sínu besta þegar þeir félagar léku með því. Nýjasta stjarna Hollendinga Dennis Bergkamp náði sér ekki á strik í leiknum en félagi hans hjá Inter Milan, Wim Jonk, var aftur á móti mjög sterkur. Gamla stjarnan Frank Rijkaard stóð fyrir sínu en Ronald Koeman átli slakan dag. Hann er orðinn þungur á sér og hægur enda fóru snöggir og liprir Saudarnir oft illa með hann. Það var einmitt Koeman sent missti af Fuad Amin þegar hann skallaði í net Hollendinga. Ef mætti skipta mönnum óhindrað inn á og út af í fótbolta eins og í handbolta væri Marc Overmars 21 árs hægri kantmaður. Þessi smávaxni (112 cm) og snaggaralegi leikmaður var einn fárra Hollendinga sem sýndi góðan leik gegn Saudi-Arabíu en svo til eina ógnun hollenska liðsins framan af leiknum var á hægri vængnum. Over- mars leikur með Ajax íheimalandi sínu. Hann lék sinn fyrsta landsleik ífyrra og leikurinn gegn Saudi-Arabíu var hans sjöundi fyrir Hollands hönd. Koeman draumavaramaður hvers þjálfara, þá væri hægt að setja hann inn á til að taka aukaspyrnur ná- lægt vítaleig andstæðinganna en láta hann verma bekkinn annars. Þrátt fyrir dapran opnunarleik er langt frá því að hægt sé að afskrifa Hollendinga. Stóru liðin frá Evrópu: Þýskaland, Ítalía og Holland byrjuðu öll illa en hafa sýnt það í gegnum tíðina að þau vaxa þegar líður á keppnina. 0 Luc Nilis 27 ára, mjög útsjónarsamur og harðskeyttur framherji. Hann fyrirliði Anderlect sem vann tvöfalt í Belgíu síðasta tímabil. Nilis leikið mjög vel fyrir og skorað mörg mörk en hann á enn eftir að í landsliðinu. Hann varfrískurí fyrsta leiknum gegn Marokkó og mun væntanlega reynast varnarmönnum Hollands erfiður íleiknum á laugardaginn. FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994 Sá sem á að byggja upp spilið hjá Brasitíu- mönnum er Rai sem varð hálfgerð þjóðsagnar- persóna þegarhann lék með liði Sao Paolo i heima- landi sinu. Rai lék með Paris Saint Germain i Frakklandi i vetur og hafa Brasiliumenn mjög grátið frammistöðu hans þar og halda þvi fram að Frakkarnir séu á góðri leið með að.eyðiteggja hann sem knattspyrnumann. Brasiliumenn hafa hins vegar bundið miklar vonir við að hægt yrði að endur- hæfa Rai og koma honum i sitt gamla form i æfingabúðum lands- liðsins áður en HM byrjar. Pað sést greinilega hvaða karl- manns skírnarnafn er vinsælast i Rússlandi þegar nafnalisti rúss- neska landsliðsins er skoðaður. Af þeim ellefu sem byrjuðu leikinn gegn Brasiliu á mánudaginn heita fimm Dímítríj að fornafni. Said Al Owairan, sóknarleik- maður saudí-arabíska landsliðs- ins, bjargaði bandariskum skipu- leggjendum HM og forráðamönn- um FIFA frá martröð þegar hann skoraði sigurmark Saudi-Arabiu i leik liðsins við írak. Það mark tryggði Sádum farseðilinn á HM en gerði um leið út um vonir iraka að komast þangað. Það þarf varla að fara mörgum orðum um vand- ræði þau sem hefðu hlotist af því ef iraska landsliðið hefði unnið sér þátttökurétt á HM i Bandarikjun- um svo stuttu eftir Persaflóastrið- ið. Owairan þessi er annars ekki óvanur að koma tuðrunni i netið en hann skoraði sjö mörk i ellefu leikjum á leið Saudi-Arabiu á HM. E 31 'port

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.