Eintak - 23.06.1994, Qupperneq 36
'JK
Margir hafa rætt um „heppni"
Skagamanna í sumar og segja að
liðið hafi leikið ósannfærandi það
sem af er. Sé það rétt, hljóta önnur
lið að fara að leika illa því Skaga-
menn hafa ekki tapað einum ein-
asta leik það sem af er og aðeins
gert eitt jafntefli. Sigurður Jóns-
son einn besti knattspyrnumaður
landsins, hefur verið meira og
minna meiddur og sömuleiðis Ól-
afur Þórðarson. Árangur liðsins
hlýtur að teljast athyglisverður þeg-
ar haft er í huga að ekki hefur enn
tekist að stilla þeim saman í byrjun-
arlið. Mihajlo Bibercic er orðinn
markahæsti leikmaður Islands-
mótsins. Hvort að Mikki, eins og
hann er kallaður, taki við gullskón-
urn af Arnari Gunnlaugssyni og
Þórði Guðjónssyni, sem urðu
markakóngar í fyrra og hitteðfyrra,
skal ósagt látið en þessi árátta
Skagamanna að finna alltaf menn í
manns stað er lítt skiljanleg.
Skagaliðið er með mörg stig og
hefur gert flest mörk allra. Liðið á
að mæta KR-ingum á morgun og
þá fyrst reynir á hvort um heppni
eða hæfileika er að ræða.
Hörður Hilmarsson, þjálfari
FH-inga, hefur náð frábærum ár-
angri með liðið. Þrátt fyrir að
margir kvarti og segi að liðið spili
leiðinlega knattspyrnu eru það stig-
in sem skipta máli er upp er staðið
og eins og er hafa FH-ingar yfir
engu að kvarta. Vörn liðsins hefur
verið feiknasterk og liðið hefur í
heildina leikið mjög vel.
KR-ingar hafa verið misjafnir í
upphafi mótsins. Þeir hafa leikið
glimrandi vel og dottið niður á
milli. Töp gegn FH og ÍBV voru
mikið áfall en góður sigur gegn
Fram lyfti brúnum í Vesturbænum.
Guðjóni Þórðarsyni hafa verið
gefm tvö ár til athafna með liðið og
því er ekki ætlast til of mikils. Hinu
er ekki að leyna að með þennan
mannskap eiga lið að verða í
fremstu röð.
Keflvíkingarnir hafa kannski
ekki alveg staðið undir væntingum
manna til liðsins. Lið sem gerir
fjögur jafntefli í sex leikjum verður
aldrei ofarlega á töflunni þegar upp
verður staðið og leikmenn liðsins
þurfa nauðsynlega að ná upp meiri
baráttu. Búast má við því að það
eigi þó eftir að bæta sig eftir því sem
á líður.
Vestmannaeyingar hafa enn einu
sinni blásið á allt bölsýnistal og
safna stigum. Þeir hafa ekki enn
beðið skipbrot í deildinni og stund-
um náð upp stórleik, til dæmis
gegn KR. Liðið er skipað ungum
leikmönnum og þeir eiga svo sann-
arlega framtiðina fyrir sér.
Þórsarar eru eitt þeirra liða sem
hafa valdið vonbrigðum. Liðið hef-
ur leikið leiðinlega knattspyrnu og
mörkin hafa ekki komið í kippum.
Eitthvað virðist Eyjólfur þó vera að
hressast því liðið rústaði Vals-
mönnum 5:1 í síðasta leik.
Frammarar hafa ekki leikið vel í
sumar. Þeir hafa toppað með frá-
bærum leikjum en hreinlega hrap-
að þess á milli. Sóknin er það sem
stendur upp úr hjá liðinu en vörnin
er hriplek.
Valsarar eru vonbrigði sumars-
ins. Liðið leikur leiðinlega knatt-
spyrnu sem öll lið virðast kunna
auðveld ráð við. Kristinn Björns-
son situr í heitu sæti um þessar
mundir og ef ekki fer að rofa til
fljótlega er sætið laust.
Stjarnan hefur átt erfitt upp-
dráttar það sem af er. Liðinu hefur
gengið illa að skora þrátt fyrir mjög
lipurt miðjuspil og ágætan leik.
Liðið er á uppleið og á mikið inni.
Mihajlo Bibercic
er markahæsti leikmaður ís-
landsmótsins, hefur gert sex
mörk íjafnmörgum leikjum.
Blikar eru með lélegasta lið
deildarinnar í ár. Stórtöp gegn KR,
Keflvíkingum og Skagamönnum
segja okkur það. Inga Birni Al-
bertssyni hefur ekki tekist að ná
fram nægri baráttu til að klára leik-
ina og því hefur liðið oft hrunið á
lokamínútunum þegar mest hefur
legið við.
Liðin eiga eftir að leika tvo þriðju
hluta Islandsmótsins. Liðin sem
hallmælt er í greininni hafa ekki
spilað nógu vel og því er þeim eng-
inn greiði gerður með því að fela
sannleikann. Betra er að vita vamm
sitt og bregðast rétt við í tíma. ©
WorldCupU$k§4
Ítalía - Noregur
Halda Norsarar
áfram?
Brasilía gegn Kamerún
Með hveijum halda
íslendingar?
Þriðjungur íslandsmótsins að baki
E I N T A KS L
Nú þegar að þriðjungi íslands-
mótsins í knattspyrnu er lokið spáir
EINTAK í spilin og kannar hvar liðin
standa. Hverjir hafa komið mest á
óvart og hverjir hafa valdið von-
brigðum? Hvaða leikmenn hafa
komið sterkir til leiks og hverjir
ekki?
Eftir þriðjung mótsins hafa val-
inkunnir „knattspyrnusérfræðing-
ar“ komið saman úrvalsliði EIN-
TAKS sem sýnir hvaða menn hafa
skarað fram úr það sem af er.
Stefán Arnarsson, FH. Stefán
hefur staðið sig frábærlega það sem
af er mótinu og aðeins fengið á sig
tvö mörk í sex leikjum. Stefán þykir
mjög traustur markvörður og gerir
fá mistök.
Sturlaugur Haraldsson, ÍA.
Sturlaugur hefur styrkt Skagaliðið
mikið með endurkomu sinni eftir
erfið meiðsli. Hann er ómissandi
hlekkur í varnarkeðju Skagamanna
og sérstaklega góður í að snúa vörn
í sókn.
Zoran Miljkovic, ÍA. Zoran var
ekki ætlað auðvelt hlutverk við
komu sína til Skagamanna. Hann
átti að taka við hlutverki hins frá-
bæra Lúkasar Kostic í vörninni.
Zoran hefúr staðið sig með mikilli
prýði, gerir fá mistök og skilar bolt-
anum vel frá sér.
Petr Mrazek, FH. Petr hlýfúr að
fá sæti í iiðinu vegna frábærrar
varnar FH liðsins. Vörn FH liðsins
með Petr í broddi fylkingar hefur
ekki hleypt mörgum í gegn og sýnir
markatalan það glögglega. Helsti
styrkur Petr er sá að hann gerir sér
grein fyrir annmörkum sínum og
reynir því ekki of mikið.
Ólafur H. Kristjánsson, FH.
Það kemur varla á óvart að FH-ing-
ar eigi tvo varnarmenn og mark-
mann liðsins. Ólafur hefur leikið
geysilega vel með FH liðinu, er
mikill keppnismaður og kórónaði
- unnnstöðuna með glæsjlegu. g
I Ð I Ð
1
Hilmar Björnsson
'
m li
Petr Mrazek
Zoran Miljkovic
| Ólafur H. Kristjánsson
Sturlaugur Haraldsson
- 'A' "'k-
mmB
Mj -1
Stefán Arnarsson
It'V-V
marki gegn ÍBK í síðustu
umferð.
Kristinn Hafliðason,
Fram. Það verður að segj-
ast eins og er að tæpt var
að Frammarar eignuðust
fulltrúa í úrvalsliðinu.
Þeir hafa ekki verið sann-
færandi í leik sínum og
meðalmennskan hefur
verið ráðandi. Kristinn
hefur verið mjög duglegur
og sókndjarfur í leik sín-
um og fær sæti í liðinu
vegna mikilla framfara
sem hann hefur sýnt milli
ára.
Hallsteinn Arnarson,
FH. Fjórði leikmaður FH-
inga í liðinu er miðju-
maðurinn Hallsteinn
Arnarsson. Hann hefur
leitt öflugt miðjuspil FH-
inga það sem af er. Hann
fær kannski ekki verðlaun
fyrir skemmtilegustu
knattspyrnuna en árang-
ursrík er hún.
Hilmar Björnsson,
KR. Hilmar er af mörgum
talinn besti kantmaður
landsins. Hann er mjög
ógnandi í leik sínum og
duglegur að koma boltan-
um fyrir á framherjana.
Hilmar er þó ekki enn bú-
inn að finna þann kraft
sem einkenndi hann hjá
FH og því liggur leiðin
upp á við.
Einar Þór Daníels-
son, KR. Knattspyrnufé-
lag Reykjavíkur á báða
kantmenn liðsins. Einar
Þór hefur verið mjög vax-
andi í leik sínum síðan
hann komst úr leikbanni
og í síðasta leik, gegn
lann alveg á
Tryggvi Guðmundsson, KR.
Það er í raun alveg stórmerkilegt að
Tryggvi skuli komast í liðið þar sem
hann hefur aðeins leikið tvo heila
leiki í mótinu. Tryggvi hóf fyrstu
þrjá leikina í leikbanni og síðan
kom hann inn á sem varamaður í
fjórða leiknum. Því dæmist hann
auðvitað bara af þeim tveimur
leikjum sem hann hefur leikið og
frammistaða hans í þeim og glæsi-
legt mark gegn Fram tryggir hon-
um sæti í liðinu.
Mihajlo Bibercic, ÍA. Marka-
hæsti leikmaður Islandsmótsins
með mark í leik er auðvitað sjálf-
kjörinn í liðið. Bibercic er snilling-
ur í því að reka endahnútinn á
sóknir og er mjög markheppinn.
Hann byrjaði mótið ekki vel en eft-
ir að hann hætti að plaga dómara
og sneri sér að markvörðunum hef-
ur leiðin verið greið. ©
Hjólreiðar
Hjólreiðafélag Reykjavíkur
gekk á dögunum í íþrótta-
bandalag Reykjavíkur. Hjól-
reiðar njóta vaxandi vinsælda á
landinu og keppt er í götuhjól-
reiðum, íjallahjólreiðum og al-
mennum hjólreiðum í allt
sumar. Æfingar eru nú þrisvar i
viku og fara þær fram við Veit-
ingahúsið Sprengisand. Nokkr-
ir félagar í hjólreiðaklúbbnum
hyggja á keppnisferðalag til
Danmerkur í ágúst og standa
æfingar fyrir þá ferð yfir.
Á myndinni er Ingþór
Hrafnkelsson, stigahæsti hjól-
reiðamaðurinn, að fagna sigri
sínum í Höfðakeppninni á
Knattspymu-
undrið frá Afr-
íku
Naglam-
irfrá
Nígeríu
írum gengur vel á HM
Er Chartton
að hætta?
Hvemig starfa dómaramir?
Óbeint, beirvt og allt
þar á milli
Draumalið allra
tíma
Terry
Venables
velur sitt
lið