Eintak - 23.06.1994, Side 35
Hollendingar heppnir
gegn Saudum
Reynslu-
leysið
tapaði
Holland-
Saudí-Arabía.. ..2:1
Wim Jonk, Gaston Taument - Fuad
Anwar Amin
Hollendingar höfðu reynsluna
sem þurfti til að'sigrast á skemnrti-
legu og léttleikandi liði Saudí-Ar-
aba á mánudagskvöldið. Leikurinn
þótti opinn og skemmtilegur og
ekki var mikið búið af honurn þeg-
ar Amin skallaði boltann glæsilega í
net Hollendinganna. Eftir þetta
sóttu Saudar mun meira en tókst
ekki að bæta rnarki við og staðan
var því 1:0 í hálfleik.
I seinni hálfleik fór hins vegar
leikur Hollendinganna að þyngjast
jafnt og þétt. Markið lá í loftinu og
frábær markvörður Saudanna
þurfti oft að hafa sig allan við.
Hann réð þó ekkert við glæsilegt
langskot Wim Jonks og gerði mis-
tök í úthlaupi þegar varamðurinn
Gaston Taument skallaði boltann
auðveldlega í netið og færði Hol-
lendingum öll stigin þrjú. 0
Svíar taka á móti
Rússum
Stálin stinn
mætastí
Detroit
Seinasti leikur föstudagsins verð-
ur svo leikur Svía og Rússa í B-riðli.
Bæði lið urðu í raun undir í íyrstu
leikjum sínum í keppninni, Rússar
áttu aldrei von gegn Brasilíumönn-
um og Svíar máttu teljast heppnir
að fá stig út úr viðureign sinni við
Kamerún.
Sergej Júran og Thomas
Brolin, helstu stjörnur liðanna,
náðu sér ekki á strik í ieikjunum og
vilja því örugglega gera sitt í leikn-
um. Martin Dahlin er metnaðar-
gjarn framherji Svíanna og hefur
örugglega hug á að halda áfram að
safna mörkum, en hann skoraði
einmitt jöfnunarmarkið gegn
Kamerún.
Það er því ljóst að hvorugt liðið á
eftir að gefa þumlung eftir og barist
verður til þrautar. Þetta er sá leikur
í dauðariðlinum sem liðin hafa lík-
lega bæði ætlað sér sigur í og ef
hann á að nást verður baráttan að
vera í lagi. 0
Fetagarrnr Johannes R. Johannesson og Ásgeir Ásgeirsson munda billjardkjuðana einbeittir. Þeir eru á leiðinni til Ungverjalands að bera
, út hróður íslensks snókers.
Islenska snókerævintýrið heldur áfram
,/Etlum okkur stóra hluti“
Snóker er ekki fyrirferðarmesta
íþróttin á Islandi í dag. Þó heyrist af
og til af afrekum íslenskra snóker-
spilara úti um heirn og við getum
til dæmis státað okkur af heims-
meistara unglinga í greininni, sem
er Kristján Helgason.
Fyrir nokkrum árum varð mikil
vakning í íþróttinni á Islandi og
frægir kappar eins og Steve Davis,
Alex Higgins, Neal Foulds og
Stepehen Hendry komu hingað
til lands og kepptu. Síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar og
menn tala um að áhugi lands-
manna hafi dalað mjög mikið. Þó
eigum við enn nokkra unga spilara
í fremstu röð og einn tilvonandi at-
vinnumann, Kristján heimsmeist-
ara.
Ásgeir Ásgeirsson og Jóhann-
es R. Jóhannesson eru í hópi
efnilegustu snókerspilara Evrópu.
Jóhannes hefur off orðið ofarlega í
heimsmeistaramótum yngri spilara
og Ásgeir varð þriðji í úrtökumóti
sem haldið var fyrir skömmu þar
sem Jóhannes vann. Þeir félagarnir
fóru í gær til borgarinnar Búdapest
í Ungverjalandi þar sem fram fer
Evrópumeistaramótið í snóker í
flokki áhugamanna dagana 25. júní
til 2. júlí.
„Við erum búnir að æfa okkur
mjög vel fyrir þetta mót,“ segja þeir
félagar. „Þetta hefúr verið lágmark
fjórir tímar á dag enda þýðir ekkert
annað ef einhver árangur á að
nást.“
Hver eru markmiðin hjá ykkur á
mótinu?
„Við teljum að raunhæft mark-
mið sé það að við náuni báðir í átta
manna úrslit. Æfingarnar og til-
kostnaðurinn hjá okkur er það
mikill að takmarkið verður að vera
hátt. Þetta er 32 manna útsláttar-
mót og Englendingarnir verða að
teljast sigurstranglegastir. Við erum
taldir nokkuð ofarlega og til marks
um það er Jóhannes talinn þriðji
besti spilarinn fyrirfram."
Argentínumenn greinilega með öflugt lið
Mamdona
ermættur
Argentína - Grikk-
land....4ö
Gabriel Batistuta 3, Diego Maradona.
Argentínumenn mættu gríðar-
Iega öruggir til leiks gegn Grikkjum
á þriðjudag greinilega staðráðnir í
að klófesta öll stigin sem í boði
voru. Eftir aðeins 83 sekúndur lá
boltinn í marki Grikkja eftir ótrú-
legt upphlaup Gabriels Batistuta
sem endaði með mjög lausu skoti
framhjá vörninni og markmanni
Grikkja. Áður en hálfleikurinn var
allur hafði Batistuta skorað annað
mark, ekki síður glæsilegt — efst
upp í markhornið hægra rnegin.
Seinni hálfleikurinn var einnig
samfelld atlaga að gríska markinu.
Claudio Caniggia fór illa með
fjölmörg góð tækifæri auk þess sem
Diego Armando Maradona,
kóngurinn sjálfur, skoraði glæsilegt
mark efst í vinstra markhornið, al-
gjörlega óverjandi fyrir búlgarska
markvörðinn.
Fjórða og síðasta mark Argent-
ínumanna kom síðan úr vítaspyrnu
FHVTMtllJÐAGUR ‘23’tjÖNÍ ,'f§§4'
eftir að liggjandi maður í vítateig
Búlgara hafði handleikið knöttinn.
Batistuta fullkomnaði þrennu sína
með firnaföstu skoti á mitt markið
°g öruggur sigur Argentínumanna
var í höfn. O
Gabriel Batistuta
er orðinn markahæsti maður
keppninnar. Hann skoraði fyrstu
þrennu úrslitakeppninnar á
þriðjudag þegar lið hans Arg-
entína vailtaði yfir Grikki 4:0.
Diego Armando Maradona
Eins og við sögðum í síðasta blaði er Maradona mættur til leiks í
HM. Hann er að sönnu feitur, hægur og latur en töframátturinn er
til staðar og aðeins snillingar gera mörk eins að það sem hann
gerði á móti Grikkjum í fyrradag.
Er þetta ekki dýrt?
„Þetta er auðvitað mjög dýrt og
ekki hlaupið að þessu. Fyrirtæki
hafa verið dugleg að styrkja okkur
°g annað verðum við bara að bera
sjálfir. EINTAK styrkir okkur meðal
annars fyrir þetta mót.“
Hvað gerist síðan?
„Síðan taka við önnur mót. Jó-
hannes keppir á heimsmeistara-
móti áhugamanna í nóvember og
áður í keppni yngri spilara. Þetta er
einfaldlega svo skemmtileg og
spennandi íþrótt að annað jafnast
ekki á við hana.“
EINTAK mun fýlgjast með árangri
kappanna á mótinu og greina frá
úrslitum eftir því sem þau berast.0
Nígeríumenn frískir
Frábærknatt-
spyma Níger-
íumanna
Nígería - Búlgaría.. .3.0
Yekini, Amokachie, Amunike.
Nígeríumenn sýndu það og
sönnuðu gegn Búlgörum á mið-
vikudagskvöld að þeir eru til alls
líklegir í keppninni og titillinn Afr-
íkumeistarar er engin tilviljun.
Sóknarmenn liðsins svo og
miðjumenn eru alls óhræddir við
að geysast fram og taka varnar-
mennina oftsinnis á með miklum
hraða og útsjónarsemi.
I fyrri hálfleik skoruðu þeir Rac-
hid Yekini og Daniel Amokachie
fyrir Nígeríumenn en glæsileg
aukaspyrna Búlgarans Hristo Sto-
ichkov gilti ekki þar sent um
óbeina spyrnu var að ræða.
I seinni hálfleik var það síðan
Emmanuel Amunike sem gerði
þriðja mark Nígeríumanna sem allt
eins hefðu getað gert fleiri mörk.
Clemens Westerhof þjálfari
Nígeríumanna var ekkert að spara
yfirlýsingarnar eftir leikinn: „Við
berum mikla virðingu íyrir mót-
herjanum en hræðumst ekkert lið.
Við getum varla beðið eftir leikn-
um við Argentínu og við getum al-
veg hugsað okkur Brasilíu seinna í
keppninni.“ O
Pétur
spair
Pétur Pétursson er margreyndur
knattspyrnukappi. Hann hefur
komið víða við í boltanum og veit
eitt og annað um knattspyrnuna.
Pétur nýtir hér skyggnigáfuna les-
endurn til handa og spáir í 7. um-
ferðina á íslandsmótinu.
KR - Akranes—.-l:1
Pressan er á KR-ingunum þvíþeir
verða að vinna þennan leik. Skaga-
menn koma öllu rólegri en vilja þó
vinna Guðjón Þórðarson, sinn
gamla þjálfara. Þetta verður hörku-
leikur.
ÍBV - FH....O:Q
Þetta verður markalaust jaftitefli.
Það er alitaf erfitt að spila í Eyjum
og ég er klár á því að það verður
jafnt.
ÍBK - Fram...3:1
Égþekki náttúrlega marga leikmenn
Keflvíkinga og þjálfarann Ian Ross.
Frammarar verða þeim engin hindr-
Valur - Stiarnan—-2:0
Valsmenn eru í vondum tnálum og
verða að taka sig á. Þeir munu ör-
ugglega standa vel saman í leiknum
og vinna örugglega.
1. deild
Staðan
IA 6 14:2 16
FH 6 5:2 13
KR 6 11:3 10
ÍBK 6 8:5 7
ÍBV 6 4:5 7
Þór 6 9:7 6
Fram 6 9:10 6
Valur 6 4:11 5
UBK 6 4:18 4
Stjarnan 6 3:8 4
Markahæstir:
Oli Þór Magnússon: 4
Tómas Ingi Tómasson: 4
Mihajlo Bibercic: 6
Ríkharður Daðason: 3
Bjarni Sveinbjörnsson: 4
o
A mánudögum og
fimmtudögum