Eintak - 23.06.1994, Qupperneq 18
4
Eftir viku verða Bíódagar Friðriks Þórs Friðrikssonar frumsýndir.
í viðfali við Gerði Kristnýju ræðir hann um gróða ríkisins af styrkjum
til kvikmyndagerðar, gerð íslenskra kvikmynda erlendis vegna skilningsleysis
stjórnvalda, nauðsyn á kvikmyndastjörnum fyrir evrópskar bíómyndir,
Bíódaga sjálfa og væntingar um gott gengi hennar erlendis.
Tel Bíódaaa hafa alla
burði til að fá tilnefhingu
til Oskarsverðlauna
„Hver einasti leikstjóri gerir ein-
hvern tímann æskuminningamynd.
Bille August er búinn að því
með Zappa og Tru, háb og kærlig-
hed þótt hann hafi gert þær eftir
skáldsögum. Truffaut gerði 400
högg, Fellini gerði Amacord og
Woody Allen gerði Radio Days.
Titill Bíódaga vísar í hana. Hins veg-
ar hélt ég að ég fengi ekki tækifæri
til að gera þessa mynd fyrr en ég
yrði eldri. En það er upplagt að
ljúka henni af meðan heilinn er til-
tölulega óskemmdur,“ segir Friðrik
Þór Friðriksson kvikmyndagerð-
armaður um nýjustu mynd sína
Bíódaga sem frumsýnd verður 30.
þessa mánaðar.
Myndin gerist sumarið 1964 og er
sögð frá sjónarhóli 10 ára drengs,
Tómasar að nafni. Hún er tekin í
Reykjavík sem og í Skagafirði, en
þangað er Tómas sendur í sveit.
Herinn, Keflavíkurgöngur, Bítlar,
draugar og brennivín koma meðal
annars við sögu.
Hugmyndin að Bíódögum kvikn-
aði út frá örsögum sem Árni Ósk-
arsson skráði eftir Friðriki um
æskuminningar hans og birtust í
NT.
„Sögurnar voru hugsaðar sem
bókmenntaverk og verða gefnar út
hjá Máli og menningu í haust. Við
gerðum um 120 örsögur sem skipt-
ust í þrjú tímabil; steinsmiðju, þar
sem ég vann mjög lengi, Stórholtið,
þar S£m ég ólst upp, og sveitina sem
ég ávaldist í á sumrin. Þegar við
Einar Már Guðmundsson fórum
að skrifa handritið að Bíódögum
byggðum við það að hluta til á ör-
sögunum," segir Friðrik.
Hann segir þann tíma sem mynd-
in gerist á hafa verið mjög merkileg-
an.
„íslenskt sjónvarp var ekki til og
kvikmyndir voru ekki textaðar. Bíó-
menningin var allt önnur en í dag,“
segír hann. „Fólk tók meiri þátt í
bíósýningunum og stappaði og
öskraði. Þrjúbíóin voru sérstakur
% ■ m
heimur. Ég fer lítillega inn á hann í
myndinni."
Líkist hún þá ekki Cinema Parad-
iso?
„Nei, í Cinema Paradiso er horft
til baka,“ svarar Friðrik. „Mörgum
fannst handritið að Bíódögum
minna fyrst í stað á Cinerna Parad-
iso en þegar þeir fóru að ígrunda
það komust þeir að hinu gagnstæða.
Sagnaheimur Bíódaga er svo ís-
lenskur. Honum er stillt upp á móti
fantasíuheimi kvikmyndanna þar
sem draugar og önnur fýrirbrigði
verða raunveruleg."
Bíódagar er ekki
heimiTdamynd
Fjöldi barna fer með hlutverk í
Bíódögum. Örvar Jens Arnarson
fer með hlutverk Tómasár en Orri
Helgason fer með hlutverk hins 15
ára Nikulásar bróður Tómasar. For-
eldra þeirra leika Sigrún Hjálmtýs-
dóttir og Rúrik Haraldsson.
Var ekki erfitt að vinna með krökk-
unum?
„Nei, ég hafði gott aðstoðarfólk
eins og til dæmis Maríu Sigurðar-
dóttur aðstoðarleikstjóra,“ svarar
Friðrik. „150 börn sendu inn um-
sóknir þegar auglýst var eftir leikur-
um. María valdi 20 börn af þeim og
tók þau upp á myndband. Ég hitti
Betri dreifing
á Bíódögum en
Börnum náttúrunnar
Bíódagar hafa þegar hlotið meiri
dreifingu á heimsmarkaði en aðrar
íslenskar bíómyndir og þar með tal-
ið Börn náttúrunnar. Hún hlaut af-
ar góðar viðtökur á sölusýningu í
Cannes.
„Það mikilvægasta er að velja
réttu hátíðirnar," segir Friðrik. „Við
vorum að velta fyrir okkur hátíð-
inni í Montreal þar sem við byrjuð-
um með Börn náttúrunnar. Svo
komumst við að því að hátíðin í
Toronto sem fram fer í september
væri betri hátíð fyrir evrópskar
myndir þótt engin keppni fari þar
fram. Myndin verður því frumsýnd
þar í Norður-Ameríku.
Það er bara hægt að taka þátt í
einni stórri keppni í Evrópu. Þær
eru í Cannes, Berlín og Feneyjum og
Locarno í Sviss. Söluaðilinn okkar
vill ekki fara til Feneyja því hún var
með mynd þar í fyrra sem fékk Silf-
urljónið og það hjálpaði víst ekkert.
Ég leyfi henni líklega að ráða.
Smærri keppnirnar eru eins og til
dæmis þær norrænu eða sú í Troja í
Portúgal þar sem Ingaló og Börn
náttúrunnar fengu verðlaun. Þær
hátíðir skipta _____
máli
engu
Hjalti Rögnvaldsson með krakkaskara í bíl.
Friðrik Þór Friðriksson
„150 börn sendu inn umsóknir þegar auglýst var
eftir leikurum."
Örvar Jens fyrst á skrifstofunni fyrir
tilviljun og leist strax mjög vel á
hann.“
Þú sérð enga ástœðu til að forðast
að vinna með börn ogdýr eins ogaðr-
ir leikstjórar?
„Nei, nei, María var líka búin að
vinna mjög vel með krökkunum áð-
ur en tökur hófúst,“
Er ekki hálfhœttulegt að fjalla um
atburði sem hafa átt sér stað? Get-
urðu ekki átt von á því að einhver segi
við þig: „Þetta var ekki svona. Þú lýg-
urþessu. “
„Jú, jú, en þetta er náttúrlega
skáldskapur. Hálfbróðir minn er til
dæmis ekki í myndinni. Það eru
takmörk fyrir því hvað hægt er að
koma mörgum persónum fyrir í
kvikmynd. Við reyndum þó að láta
persónurmar líkjast fyrirmyndun-
um.“
Friðrik segist vera mjög ánægður
með Bíódaga enda hafi hann gengið
lengi með hana í hausnum og nógir
peningar fengist til að gera hana
eins og vilji stóð til. Myndin kostar
alls 137 milljónir og voru 26 milljón-
ir fengnar úr Kvikmyndasjóði.
Hann fer þó varlega í allar spár
um velgengni myndarinnar: „M^nn
fá ekki tilnefningu nema einu sinni
eða tvisvar á starfsferiinum. En ég
tel Bíódaga hafa alla burði til að fá
útnefningu. Óskarinn sjálfur skiptir
ekki máli. Ef myndin fær almenni-
lega dreifmgu í Bandaríkjunum eins
og ítalska myndin, sem vann 1992 á
hún ágæta möguleika."
Eru Bíódagar eðlileg þróun eftir
Hringinn og Brennunjálssögu?
„Bíódagar eru mjög eðlileg þróun
eftir Skytturnar og Börn náttúrunn-
ar. Sami andinn ríkir til dæmis í
Börnunum og Bíódögum og töku-
staðurinn í sveitinni er sá sami.“
varðandi
dreifmgu.“
Keppnin í
Locarno fer
fram í ágúst
og er keppt
um Leopard-
inn svo það er
effir einhverju
að slægjast
þar. En Bíó-
dagar halda
líka til Sao
Paulo í Súð-
ur-Ameríku
til að taka þátt í keppni þar.
Friðrik segir myndina ekki fara
að gefa af sér pening fyrr en hún
verður sýnd í sjónvarpi.
„í Bandaríkjunum kostar svo
mikið að auglýsa myndir. Auglýs-
' ingakostnaður er um sexfaldur
kostnaður myndarinnar ef vel á að
vera. Sýning í einni borg getur kost-
að 14 milljónir og í því felst mikil
áhætta. Það gefur auga leið að þegar
ég fæ aðeins 26 miiljónir úr Kvik-
myndasjóði á ég ekki mikið í mynd-
inni.“
Þatinig að þú ríður ekki feitum
hesti frá þessari bíómynd?
„Nei, nema hún gangi mjög vel.
Ég legg allan minn pening í næstu
myndir og í tæki og tól. Við erum
nú að kaupa eitt besta hljóðver á
landinu, Bíóhljóð. Helsti Akkilesar-
hæll íslenskra kvikmynda var alltaf
hljóðið. Nú höfum við komið í veg
fýrir það og erum með besta hljóð-
ver á Norðurlöndum.“
Bíódagar er fyrsta íslenska kvik-
myndin sem er alfarið hljóðunnin á
Islandi.
„Við leggjum líka fé í aðrar
myndir,“ segir Friðrik. „Við erum
meðframleiðendur að Benjamín
dúfu í leikstjórn Gísla Snæs Er-
lingssonar og Einkalíf Alexand-
ers í leikstjórn Þráins Bertels-
sonar. Ég á engar fasteignir.“
Langar þig ekki ífasteign?
„Nei, ekki nema þá undir fyrir-
tæki.“
Ætlaðirðu alltaf að verða svona
þegar þú yrðir stór? Langaðir þig
aldrei í hús, bíl eða mótorhjól?
„Ég tók ekki bílpróf fýrr en á síð-
asta ári. Ég sá mig aldrei fyrir mér á
mótorhjóli en kannski í eigin húsi.
Það kaupa allir sér einhvern tímann
hús. En það skiptir ekki máli leng-
ur.“
Litlir peningar -
vanaaðri handrit
íslenska kvikmyndasamsteypan
er stærsta kvikmyndafyrirtæki
landsins og það eina sem
fjármagn-
að kvik-
myndir að
n o k k r u
leyti.
„Við er-
um líka
með ágætis
sambönd,
svo það eru
margir sem leita til okkar með
handrit,“ segir Friðrik.
Er eitthvað íþeim?
„Jú, jú, en það er margt sem má
bíða. Þegar menn eru að gera mynd
fyrir litla peninga finnst mér þeir
eiga að vanda handritin og þá meira
en gert er.“
Nú halda menn utan í stríðum
straumum til að lœra handritagerð;
finnst þérþað nauðsynlegt?
„Það er mjög gott að fá erlend
viðhorf á það sem maður er að gera.
Frásagnartækni kvikmyndaforms-
ins er allt önnur en það er hægt að
bulla á tölvu án þess að hugsa um
það hvað þetta eða hitt kostar í
framkvæmd. Það eru nokkrir rit-
höfundar sem hafa náð tökum á
þessu formi eins og til dæmis Ein-
ararnir, Friðrik Erlingsson og
Þráinn Bertelsson."
Islenska kvikmyndasamsteypan
hefur verið að aðstoða Jóhann Sig-
marsson að undanförnu við mynd
hans Ein stór fjölskylda.
„Mér finnst algjört afrek af Jonna
að hafa lokið kvikmyndatökum á
Einni stórri íjölskyldu styrklaus.
Veggfóður var líka afrek á sínum
tíma,“ segir Friðrik.
Injga
Lisa
Middleton
er lofandi
Meðal þeirra ís-
lensku kvikmynda-
manná sem hann hef-
ur hvað mest álit á er
Inga Lísa Middleton.
„Hún er mjög lof-
andi kvikmyndagerð-
armaður og það er
skrýtið að hún hafi
ekki fengið styrk til að
halda kvikmyndagerð sinni áfram
því það er mjög erfitt að komast í
stuttmyndakeppnina í Cannes,“
segir Friðrik. „Venjulega er veðjað á
þá sem komast þangað sem leik-
stjóra framtíðarinnar. Jane
Champion frá Nýja Sjálandi sem
gerði Píanó var til dæmis íýrst með
stuttmyndir þar og ef hátíðin stend-
ur á bak við einn leikstjóra er hann á
grænni grein. Því er mikilvægt að
Inga Lísa geri kvikmynd sem fýrst.
Mér finnst þau Óskar Jónasson
og Kristín Jóhannesdóttir einnig
mjög góðir leikstjórar. Og svo nátt-
úrlega Hrafn. Hann kann þetta al-
veg. Hann er bara búinn að yfir-
keyra sig. Hann ætti að taka sér frí í
góðan tíma. Hann er með ágætis
verkefni sem hann ætti að gefa sér
góðan tíma í.“
Fyrir skömmu var stofnuð hér á
landi umboðsskrifstofan Rauði
dregillinn og auglýsti hún eftir stat-
istum í fjórar íslenskar kvikmyndir.
„Það eru bara glaðir amatörar,“
segir Friðrik. „Það er engin þörf á að
stofna fyrirtæki til að útvega statista.
Það er heldur ekki hægt að gera það
með því einu að setja sig í adressu-
bækur. Rauði dregillinn er fínn ef
18
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ1994 ^