Eintak

Tölublað

Eintak - 23.06.1994, Blaðsíða 26

Eintak - 23.06.1994, Blaðsíða 26
ÉQ VEIT PAÐ EKKI Úrkynjun að frönskum hœtti Ég veit það ekki. Ég er bara á rölt- inu um borg sem heitir París og er ein af höfuðborgum vestrænnar menningar. Á Champs Elysées eru verkamenn að leggja hellusteina i gangstétt, tveir menn berir að ofan og brúnir af kyn- þætti ffekar en sól, annar ffá Alsír, hinn Tyrki, og umhverfis þá grind- verk þar sem við stöndum, ég og eldri franskur hundeigandi og horfúm á þessa útlendinga leggja hornsteinana að franskri menningu ffamtíðar. Þó seint sé, rennur það endanlega upp fyrir manni að í Frakklandi, sem öðr- um vestrænum þjóðfélögum, eru verkamenn ekki lengur til. Alþýðan, undirstaða hvers þjóðfélags er horfin og vandinn leystur með erlendu vinnuafli sem státar eigin tungu og tilheyrir í raun ekki frönsku þjóðfé- lagi. I hinum geysifina Parc Monceau þar sem hvorki má ganga á grasinu né reykja það sippa veltamin börn burgeisanna í sextánda hverfi eftir göngustígum á meðan barnfóstrurn- ar sitja sarnan á bekk og tala saman á affísku. „Mömmurnar" eru hér allar svartar en börnin hvít. Hinar frönsku lífffæðilegu mæður eru í vinnunni eða að versla, úti að borða með vin- konunum eða að sofa hjá viðhaldinu og koma svo heim í kvöldmatinn sem tælenska öskubuskan er búin að elda, þéra börnin sín og segja við þau „halló litla dúlla“ áður en þau fara í háttinn og mömmumar halda aftur út á skemmtanalífið í nýju kjólunum sem þær keyptu þann daginn. Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur af sínum brjóstmylkingum; rétt fyrir miðnætti kemur „brjóstmóðirin“, sú sem tekur næturvaktina. Hún er frá Senegal, en sú á dagvaktinni er frá Malasíu. Franskir hvítvoðungar totta til skiptis heimsálfúrnar tvær, Afríku og Asíu. Fólk er hætt að vinna heiðarlega verkamannavúinu og hætt að sjá um börnin sín. öskukallarnir eru al- banskir. Pípararnir pólskir. Bygg- ingaverkamenn grískir. Götusóparar frá Nígeríu. Klóaksleggjendur frá Kúrdistan. Ákiptingarkonur ffá Eg- yptalandi. Au-pair stelpur úr Mos- fellsbæ. Á meðan situr franska þjóðin við sjónvarpið - þar sem aðeins hvítir ryk-ffakkar fá að koma ffam, sól- brúnir upp úr sundlaugunum við Cannes eða ofur-mediteraðir effir ferð með Club-Med - eða að sínu daglega sumbli í rauðvínum og ost- um, þríréttaðri tilvist þar sem enginn þarf að elda, bera ffam, vaska upp eða skeina sér. Útlendingarnir sjá um að. Loksins hefur draumur Frönsku byltingarinnar ræst: öll þjóðin er orðin að aðalsfólki. Og aðallinn nýi kýs hægrimenn eins og Pasqua sem hótar að reka alla óhvíta menn úr landi. Um kvöldið fórum við feðginin indverskt út að borða og á næsta borði sitja fjórar franskar mæður, hlæjandi glaðar og áhyggjulausar með börnin sín heima á stórum, svörtum brjóstum og bragðlaukana vatnsósa af tilhlökkun, í öruggum indverskum höndum. Þær ræða létt um innkaup dagsins og hvað blússan fari vinkonunni vel og hún eigi það svo sannarlega skilið að hafa splæst þesu á sig, en fá svo matseðilinn og henda gaman að curry og tandoori. „O, það er alltaf svo gaman að fá sér indverskt." Hvað segirðu Stephanie? Hvað ertu að hugsa um að fá þér í.. .í for- rétt?“ „Já, ég veit það ekki...kannski bara þrastarbringu að Punjab- hætti...og þó nei ætli ég skelli mér ekki ffekar á tandoori-læri...“ „Já, o hvað mér líst vel á það hjá þér...“ „Já það er svo langt síðan ég hef fengið kjöt...“ „Já segðu, mér líst svo vel á að þú fáir þér kjúkling, þú ert líka búin að standa þig svo vel í megruninni und- anfarið...“ „Já, finnst þér það ekki, ég er alveg að verða til fyrir lyftinguna.. .en hvað ætlar þú að fá þér Julie?“ „Já ég veit það ekki, það væri kannski gaman að prófa önd, ég hef aldrei fengið indverska önd...“ „Já, nei það er satt, ekki ég held- ur...o hvað mér líst vel á það hjá þér.. .indversk önd.. .mmm.. ,en þið stelpur, hvað segið þið? Sandrine, þú ert svo hugguleg eitthvað með þessa nýju klippingu...“ „Já finnst ykkur það ekki? Ég bara sló til_“ „Já o eins og þú áttir það skilið að gera eitthvað fyrir sjálfa þig, eins og þetta er nú búið að vera erfitt hjá þér...ertu búin að finna nýja mömmu fyrir litla kút?“ „Já hún byrjaði með hann á brjósti í gær og það gekk bara eins og í sögu.. .eða ég veit ekki betur.. .hún er ffá...æ ég man nú ekki hvað það heitir.. .hún er alla vega með skásett augu...ha,ha,ha...“ „Já þær kínversku eru ekki sem verstar þó auðvitað séu þær ekki með eins góð brjóst og þessar svörtu, en ég var með Mathien litla á brjósti hjá japanskri í fyrra og hann var alveg al- sæll...þær eru svo þægilegar líka á heimili...þó það geti verið erfitt að skilja þær...“ „Já þessi talar svotil enga ffönsku, ég skil nú annars ekki hvað fólk er að hugsa að koma hingað svona alveg mállaust..0 flöskuna. „Ég elska gott vín,“ segir hann og býður mér sæti. Chicago- Beau líður vel á Islandi. „Ég verð auðveldlega þreyttur á stórborgar- lífinu og þess vegna finnst mér mjög afslappandi að koma til Is- lands. Náttúran og andrúmsloftið virkar á mig eins og vímuefni. Fólk- ið hér er líka mjög indælt og ég hef eignast marga góða íslenska vini.“ Hvernig stóð á því að þú fórst að spila með Vinum Dóra? „Ég kom fyrst til Islands vegna tímarits sem ég gaf út og var prent- að í Odda. Þá segir einn kunningi minn mér frá því að hann þekki mann sem sé mikill djassunnandi, við hittumst og þessi maður reynd- ist vera Halldór Bragason, sá sem vinirnir kenna sig við. Stuttu síðar hófst samstarf okkar og Vinir Dóra komu og spiluðu meðal annars með mér á Chicago Blues Festival. Það voru stórgóðir tónleikar og hljómsveitin stóð sig fýllilega sam- anborið við önnur bönd.“ Þú hefur gejið út nokkra geisla- diska og spilað á alls kyns samkom- um en aldrei lagt það í vana þinn að spila í klúbbum í Bandaríkjunum. Afhverju stafar það? „Ég Íít á tónlist sem menningar- lega upplifun og þess vegna þykir mér ekki gaman að spila í klúbbum fyrir framan fullt af útúrdrukknu fólki. Ég vil hafa einhverja reisn yfir öllu sem ég geri og það er alls engin reisn yfir þessum klúbbum, svo er einfaldlega ekki nógu vel borgað fýrir að spila í klúbbum." Nú spilar þú bæði á sveitaböllum og klúbbum á Islandi. Er það allt annað mál? „Tónlist er bæði menningarleg upplifun og skemmtun og ég held að þetta tvennt blandist ágætlega saman hér á Islandi. Ég skemmti bæði sjálfum mér og öðrum þegar ég spila hér á landi og það er auð- vitað það sem maður vill helst gera.“ Hvað með nafnið þitt? Þú gengur undir nafninu Chicago-Beau en heitir raunverulega Lincoln Beau- champ. Kallar þú þigþetta í virðing- arskyni við heimabœ þinn? „Nei, ég get eiginlega ekki sagt það. í bandaríska blúsheiminum er algengt að kenna listamennina við heimabæi sína, þannig eru til að mynda tilkomin nöfn eins og Memphis-Slim og Detroit-junior. Svo eru önnur viðurnefni eins og til dæmis Big-time Shara en sú kona var frekar þéttvaxin og alltaf í góðu skapi þannig að það þótti tilvalið að kalla hana þessu nafni.“ Hver er mesti djassisti sem uppi hefur verið, að þínu áliti? „Það fer dálítið eftir út frá hverju þú miðar, en ég get nefnd Charlie Parker, Miles Davis, Murry Wat- ers, B.B. King, Betty Smith og Billy Holiday sem voru öll frábær á sínu sviði.“ Nú býr sjálfur Bogomil Font í Chicago, hefur þú átt eitthvert sam- starf við hann? „Já, hann var einmitt í mat hjá mér um daginn og við skemmtum okkur vel saman. Ég spilaði einu sinni með honurn hér á Islandi og þá sýndi hann á sér hina hliðina, trommarann Sigtrygg Baldurs- son og ég viðurkenni að við erum að vinna saman að ákveðnum hlut- um úti í Chicago.“ Þú hefur einnig fengist við að kenna tónlist, er það ekki? „Jú ég kenni níu til tíu ára svört- um krökkum í fátækustu hverfum borgarinnar einu sinni í viku. Þú verður að láta fólkið þitt fá eitthvað í staðinn fýrir það sem þú hefur erft frá því. Þessi börn frá fátækrahverf- unum þurfa á einhverju eins og tónlist að halda til þess að halda sig frá vandamálunum. Þessir krakkar eru líka óvenju taktviss og hafa sterka tilfinningu fýrir tónlistinni. Þegar ég kenni í skólum þar sem meirihluti nemenda kemur frá miðstéttarfjölskyldum tek ég eftir að þau eru miklu stífari og þving- aðari en krakkarnir úr fátæku skól- unum í miðbænum." Nú hefur þú haldið fyrirlestra um afríska menningu í vestrœnu samfé- lagi um öll Bandaríkin og einnig í Evrópu. Ertu sjálfur menntaður t „Hringurinn lofaðurr erlenda pressan heldur tæplega vatni QvT' Íst ■chs- „1 heild sinni er sýningin á háu plani...og grunnvinnan er svo góð að það mætti bjóða Islensku óperunni með Niflungahringinn til Kaupmannahafnar. Hin nor- ræna veröld Wagners er einnig okkar.“ Svona skrifar gagnrýn- andi Politiken um uppfærslu Is- lensku óperunnar á styttri útgáfu Niflungahringsins eftir Wagner, sem sýnd var hér við góðar undir- tektir í maí síðastliðnum. Og aðrir erlendir gagnrýnendur virðast heldur ekki liggja á lofinu. Die Zeit fjallar um sýninguna undir fyrirsögninni „Gelungen ist ihnen das Ringlein“ , sem í laus- legri þýðingu verður: „Ykkur tókst þetta“. Gagnrýnandi blaðs- ins lýkur lofsorði á uppfærsluna og minnist sérstaklega á leikarana tvo sem tengdu saman atriði með texta Þorsteins Gylfasonar. „Uppfærsla þessarar styttu útgáfu Niflungahringsins hefur tekist vel og allir þeir sem þátt tóku eiga þakkir skildar fýrir verkið." Barátta góðs og ills „Uppfærslan virkar nor- ræn...og leikstjórinn, Þórhildur Þorleifsdóttir segir vel sögur af fólki í hinni eilífu baráttu góðs og ills,“ segir í gagnrýni Jyllands Post- en um sýninguna. Söngvarar og hljómsveit fá einnig góða dóma. „Hljómsveitin, sem auðvitað er mun minni en í venjulegri uppfærslu óperunnar, gefur góða mynd af tónlistinni og í kringum „innflutta“ söngvara spinnur hópur Islendinga megin- þemað um valdið gegn kærleikan- um,“ segir í blaðadómi Politiken. Svipaðan tón er að finna í Svenska Dagbladet. „Sýningin var dúndrandi success, þar var aldrei dauðan punkt að finna og fullt af óvæntum atburðum.“ Gagnrýn- andi blaðsins segir að áherslan í sýningunni hafi verið lögð á allt sem norrænt er í henni og það sem minnti á germanska menn- ingu verið strokað út. Og hann sér einnig spaugilega hlið á uppfærsl- unni. „Fyrir utan það litu valkyrj- urnar út eins og íslenskar kven- réttindakonur og guðinn Þór minnti á ofvaxið skinhead." O Síðasti ■ vinur Dóra Chicago-Beau kallast maður sem er stór og mikill, svartur á hör- und og mikil munnhörpusnilling- ur. Hann er einn af þeim sem hefur verið stimplaður íslandsvinur og virðist taka þann titil alvarlega, að minnsta kosti er hann kominn til landsins í fjórða skiptið á jafn mörgum árum til þess að spila með djasssveitinni Vinum Dóra. Beau hefur nú þegar spilað á nokkrum tónleikum með sveitinni og var meðal annars á tónleikunum á Gervigrasinu um síðustu helgi. I kvöld verður hann með Dóra og vinum hans í Þjóðleikhúskjallaran- um, á föstu- dag verða þeir á djasshátíð á Egilsstöðum, á laugardag á bryggjuhátíð á Reyðarfirði og seinna um kvöldið á Höfn í Hornafirði. Ég hitti Beau í íbúð sem hann dvelur í á Eggertsgöt- unni. Hann býður mér rauðvín og ég sé að hann er langt kominn með BÍÓBORGIN Fjandsamlegir gíslar Hostile Hostages ★★ Nokkuð nálægt því aö vera „dúndur grinmynd", eins og segir í auglýsingunni. Angie ★★★ Mannleg mynd, indæl og þó nokkuð fyndin. Af lífi og sál Heart and Souls ★ Sjaldan fynd- in en alltaf væmin mynd um fólk sem dinglar milli lífs og dauða vegna óuppgerðra hluta úr jarðvistinni. Sem sagt eitt þreyttasta efni kvik- myndasögunnar, Hús andanna The House of the Spirits ★★★★ Frábær leikur. Myndin verður aldreí leiðinleg þrátt fyrir þriggja tíma setu. BÍÓHÖLLIN Þrumu-Jack ★ Astralir elska Paul Hogan og þreytastellaust ekki á að sjá hann I þessari mynd. Öðru máli gegnir um (slendinga. Ace Ventura ★★★★ Ógeöslega, ógeðslega fyndin í fyrsta sinn en tóll sinnum leiðinlegri I næsta skipti, — segir Oavíð Alexander, níu ára gagnrýnandi barnaefnis í EINTAKI. Fúll á móli Grumpy Old Man ★★ Bessi og Árni þeirra Ameríkana, Jack Lemmon og Walt- her Matthau, í tiltölulega saklausu og góðlát- legu gríni sem gengur ekki mjög nærri hlátur- taugunum. En það má stundum brosa. Hvað pirrar Gilbert Grape What's Eating Gilbert Grape ★★★ Ein af þessum myndum sem maður gleymir sér yfir. Pelikanaskjalið The Pelican Brief ★★ Prált fyrir ágætt efni kemst þessi mynd aldrei á flug. Bókin er betri. í það minnsta fyrir þá sem hafa þokkalegt ímyndunarafl. Leynigarðurinn The Secret Garden ★★ Hug- Ijúf fjölskyldumynd, sem er falleg frekar en skemmtileg. Rokna Túli ★★★ Talsett teiknimynd sem börnum finnst bara nokkuð gaman af. HÁSKÓLABÍÓ Brúðkaupsveislan The Wedding Banquet ★★ Gamanmynd um homma í telum. Blue Chips ★ Mynd um þjálfara sem spillist al sigurlöngun og brýtur lögmál áhugamennsk- unnar. Eins konar áskorun til KR- inga að halda þolinmæðinni. Þrátt fyrir góða meiningu drukknar boðskapurinn í eigin væmni. Þeir sem ekki hafa gaman at körfubolta þjást. Beint á ská 331/3 Naked Gun 331/3 The Final Insult ★ Frekar dapurleg tilraun til að halda Iffi f þessari seríu. Með góðum hug má þó hlæja hér og hvar. Backbeat ★★ Mynd um frekar óspennandi samband Stu Sutcliffe og Astrid Kirchher. Það bjargar myndinni að það er skiliö við sögu Bítl- anna á þröskuldi frægðarinnar og viö dyrnar heima hjá Ringó. Stjarna myndarinnar er lan Hart — Kannski ekki furða þar sem hann leikur stjörnu Bltlanna, Lennon. Nakinn Naked ★★★ Hin ágætasta skoðunar- ferð um lægstu lendur Englands, neðan mittis og hungurmarka. Blár Blue ★★ Kieslowski-myndirnar verða þynnri og þynnri eftir því sem þær verða lleiri. Listi Schindler’s Schindler's List ★★★★ Verðskulduð Óskarsverðlaunamynd Spielbergs. Allir skila sínu besta og úr verður heljarinnar mynd. - Munið 200 metrana! LAUGARÁSBÍÓ Lögmál leiksins Above The Rim ★ Mynd um körfubolta og gæja. Síðasti útlaginn The Last Outlaw ★ Vondur vestri með sukkboltanum Mickey Rourke. Myndirnar hans eru á hraðari niðurleið en hann sjálfur. Eftirförin The Chase ★★ Dágóður þriller ef veðrið væri verra. Ögrun Sirens ★★ Innihaldslaus og snubbótt saga sem hefði mátt klára fyrir hlé. Þótt sumar konurnar séu full jussulegar geta karlar skemmt sér viö að horfa á prestsfrúna. Og konurnar á Hugh Grant. Þessi tvö eiga stjörnurnar. REGNBOGINN Sugar Hill ★ Sýrópiö og sykurinn drýpur af tjaldinu I einn og hálfan tíma áður en myndin byrjar fyrir alvöru. Stuttu síðar er hún búin. Nytsamir sakleysingjar Needful Things ★★ Djöfullinn stígur upp til jarðar og breytir frið- sömu þorpi i hálfgert helvíti. Venjubundinn Stephen King. Trylltar nætur Les Nuits Fauves ★★★ Hrá mynd sem fjallar ef til vill frekar um ástsýki en alnæmi. Ung leikkona, Romane Bohringer, stel- ur senunni I sjálfsævisögulega hlutverki leik- stjórans. Píanó ★★★ Óskarsverðlaunaður leikur (að- al- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga. Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol- ate ★★★ Ástir undir mexíkóskum mána. STJÖRNUBÍÓ Stúlkan mín 2 My Girl 2 ★★★ Mynd sem er um og fyrir gelgjur — og ágæt sem slík. Þeir sem eru komnir yfir hana eða hafa aldrei orðið fyrir henni geta meira að segja haft nokkuð gaman af. Tess í pössun Guarding Tess ★★★ Hæg, Ijúf og líklega indæl gamanmynd með smá spennu í lokin. Söguþráðurinn skiptir í sjálfu sér ekki miklu eins og I mörgum svipuðum myndum heldur andinn sem svífur yfir vötnun- um. Fíladelfía Philadelphia ★★★★ Frábærlega leikin. Það hala allir gott af að sjá þessa mynd og ekki kæmi á óvart þótt hún yrði notuð sem kennsluefni í alnæmisvörnum þar til annað betra býðst. Dreggjar dagsins Remains of the Day ★★★★ Magnaðverk. S Ö G U B í Ó Bændur í Beverly Hills The Beverly Hillbilli- es ★ Ef til vill er það vegna þess að (slendingar voru aldrei aldir upp við sjónvarpsþættina, sem myndin er byggð á, en einhvern veginn fer hún fyrir ofan garð og neðan. Beint á ská 33 1/3 Naked Gun 331/3 The Final Insult ★ Teygð og útþynnt úrgáfa af fyrri myndum. Brandararnir í þessari hefðu ekki dug- að til að fylla upp í fimmtán mínútur af þeirri fyrstu. 26 FIMMTUDAGUR 23-. JÚNÍ1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.