Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
27
00
4
0
1/
20
05
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald
Verð frá 36.900kr.*
Netsmellur til USA
Bandaríkjaferðir á frábæru verði
Bókaðu á www.icelandair.is
TVEIR menn slösuðust við meðferð
flugelda í fyrrakvöld í aðskildum til-
vikum, og misstu þeir báðir fingur.
Maður á miðjum aldri slasaðist mik-
ið af völdum sprengingar í einhvers
konar flugeldi við þrettándabrennu
á Ásvöllum í Hafnarfirði. Að sögn
lögreglu missti maðurinn fingur,
heyrn skaddaðist verulega og hann
meiddist á báðum augum.
Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð
á vettvang rétt fyrir kl. 20, og var
maðurinn fluttur á bráðamóttöku
Landspítala – háskólasjúkrahúss í
Fossvogi. Tildrög óhappsins eru til
rannsóknar hjá lögreglu.
Maður milli þrítugs og fertugs
slasaðist einnig alvarlega á hendi
þegar hann var að meðhöndla flug-
elda í Borgarfirði Eystri, og var
hann fluttur á Heilbrigðisstofnun
Austurlands á Egilsstöðum. Hann
var svo fluttur með flugi til Reykja-
víkur í gær, en ekki tókst að bjarga
einum af fingrum hans og þurfti að
nema hluta hans af.
Tveir misstu fing-
ur vegna flugelda
HREINN Benedikts-
son, prófessor í mál-
fræði, lést á hjúkrun-
arheimilinu
Skógarbæ í Reykja-
vík aðfaranótt 7. jan-
úar síðastliðinn, 76
ára að aldri. Hreinn
fæddist í Stöð í Stöðv-
arfirði í Suður-Múla-
sýslu, sonur hjónanna
Fríðu Hallgrímsdótt-
ur Austmann hús-
móður og Benedikts
Guttormssonar
bankafulltrúa. Hreinn
eignaðist einn son
með Sigríði Kristjánsdóttur, Egil
Benedikt prófessor.
Hreinn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1946, og MA prófi í samanburðarmál-
fræði frá Óslóarháskóla 1954. Hann
lauk doktorsprófi í málvísindum frá
Harvard-háskóla árið 1958 og stund-
aði frekara nám og námskeið í háskól-
um í Þýskalandi og í Bandaríkjunum
á starfsferlinum.
Hreinn var stundakennari við
Menntaskólann á Akureyri á árunum
1946–47, og lektor í íslensku við
Björgvinjar- og Óslóarhá-
skóla 1954–55. Hann var
prófessor í íslenskri mál-
fræði við Háskóla Íslands
frá 1958, og var á ferli sín-
um gistiprófessor í há-
skólum í Bandaríkjunum
og Þýskalandi.
Hann var ritstjóri Ís-
lenskrar tungu 1–6 á ár-
unum 1959–65, og hefur
verið í ritnefnd ýmissa er-
lendra fræðirita. Hreinn
var forseti heimspeki-
deildar HÍ 1963–65, og
gekkst fyrir fyrstu al-
þjóðaráðstefnunni um
norræn og almenn málvísindi sem
haldin var hér á landi, og hafa slíkar
ráðstefnur verið haldnar reglulega
síðan.
Hreinn sat í stjórnarnefnd Hand-
ritastofnunar Íslands 1962–70, í
stjórn Orðabókar háskólans 1966–83,
og stjórn hugvísindadeildar Vísinda-
sjóðs 1966–70 og aftur 1982–86. Hann
var forstöðumaður Rannsóknarstofn-
unar í norrænum málvísindum 1972–
74, og var einn af stofnendum Nor-
ræna málfræðingafélagsins 1976 og
varaforseti félagsins frá 1976–81.
Andlát
HREINN
BENEDIKTSSON
HÆTTA vegna snjóflóða er liðin
hjá í bili í Bolungarvík og tók al-
mannavarnanefnd staðarins
ákvörðun um að aflétta hættu-
ástandi um hádegi í gær.
Einar Pétursson, varaformaður
almannavarnanefndar Bolung-
arvíkur, segir að snjór í fjallinu
Traðarhyrnu ofan við bæinn sé far-
inn að bindast. Því sé ekki talin
hætta á snjóflóðum úr fjallinu í bili.
Hættuástandi
hefur verið aflétt
FARÞEGAFLUGVÉL frá færeyska
flugfélaginu Atlantic Airways á leið
til lendingar á Reykjavíkurflugvelli
var snúið við til Færeyja í gær vegna
vandamála sem upp komu í stýr-
isbúnaði. Vélin lenti giftusamlega í
Færeyjum rétt fyrir kl. 18 í gær.
Að sögn Heimis Más Péturssonar,
upplýsingafulltrúa flugmála-
stjórnar, var talið að vandamálið í
stýrisbúnaðinum hefði stafað af
frosti og ákveðið hefði verið að snúa
vélinni við, enda var hún nær Fær-
eyjum en Íslandi. Vandamálin virt-
ust komin í lag við lendingu , en ef
svo hefði ekki verið hefði vélinni
verið snúið til Aberdeen í Skotlandi
þar sem aðstæður eru betri til lend-
ingar.
Flugvél snúið
við vegna bilunar
Einn mannanna þriggja er grunað-
ur um að standa að skipulagðri starf-
semi til að aðstoða útlendinga við að
koma ólöglega til landsins eða til ann-
ars ríkis. Hann kærði fyrri varðhalds-
úrskurð til Hæstaréttar en tapaði.
Maðurinn og tveir einstaklingar
sem voru honum samferða kváðust
vera sænskir ríkisborgarar á leið til
Baltimore er þeir komu til landsins
29. desember sl. Við skoðun á vega-
bréfum þeirra kom í ljós að vegabréf
ÞRÍR einstaklingar sem komu til
landsins á sænskum vegabréfum milli
jóla og nýárs voru að kröfu sýslu-
mannsins á Keflavíkurflugvelli úr-
skurðaðir í áframhaldandi gæsluvarð-
hald í gær til kl. 16 föstudaginn 14.
janúar.
Fyrri gæsluvarðhaldsúrskurður
Héraðsdóms Reykjaness rann út í
gær klukkan 16 en í þágu rannsóknar
málsins féllst dómurinn á að fram-
lengja varðhaldið um viku.
eins þeirra var falsað og vegabréf
annars var vegabréf annars manns.
Vegabréf ætlaðs forsprakka virtist
ófalsað.
Ljósmyndir í farangrinum
Í ljósi þess og að vegabréf hinna
tveggja reyndust ekki í lagi og þeir
voru samferða manninum sem grun-
aður er um smygl á fólki var ákveðið
að taka þremenningana til frekari
skoðunar á landamærunum. Við þá
skoðun fann lögregla ljósmyndir í far-
angri ætlaðs forsprakka af réttum
handhöfum vegabréfa samferða-
manna hans.
Upplýsingar úr bókunarkerfi Flug-
leiða leiddu og í ljós að fólkið var bók-
að af sama aðila og fyrir ferðir þeirra
greitt með einu og sama kreditkort-
inu. Þá kom einnig fram í bókunar-
kerfum Flugleiða að forsprakkinn
hefur áður ferðast í gegnum Ísland til
Baltimore við annan mann, sem ekki
skilaði sér til baka frá Bandaríkjun-
um.
Þá staðfesta upplýsingar frá landa-
mæralögreglu í Svíþjóð að maðurinn
hefur á sl. fimm mánuðum fengið út-
gefin að minnsta kosti þrjú vegabréf
og að hinn 27. júlí sl. var manni er bar
vegabréf hans vísað frá Þýskalandi.
Gæsluvarðhald fólks sem ferðaðist á sænskum vegabréfum framlengt
Einn mannanna er grunaður um
ólöglegt smygl á fólki milli landa
„ÞAÐ er okkur hjá KB banka sér-
stök ánægja að leggja Leikfélagi
Reykjavíkur lið við uppsetningu
þessarar metnaðarfullu sýningar,“
sagði Hreiðar Már Sigurðsson for-
stjóri KB banka er hann og Guðjón
Pedersen, leikhússtjóri Borgarleik-
hússins, undirrituðu í gær sam-
starfssamning vegna leiksýning-
arinnar Híbýli vindanna sem
frumsýnd var í gærkvöldi. Guðjón
sagði samninginn nýmæli og heið-
ur fyrir leikhúsið sem hann líkti
við orkustöð Reykjavíkur.
Í ræðu sem Hreiðar Már hélt í
tilefni undirskriftarinnar sem fram
fór við hátíðlega athöfn rétt fyrir
frumsýninguna í gær, sagði hann
að með góðum vilja mætti kalla
vesturferðirnar tískuhugtakinu „ís-
lensk útrás“ í líkingu við þá sem að
undanförnu hefur veri áberandi í
viðskiptalífinu.
„Útrás íslenskra fyrirtækja og
fjármálastofnana er nefnilega á
vissan hátt svar við ákveðinni
stöðnun og kreppu sem einkennt
hafði viðskiptalíf okkar um árabil.
Munurinn er hins vegar sá að í út-
rás nútímans verður vart sagt að
menn leggi beinlínis líf sitt undir.“
Lífrænt samspil íslenskrar
menningar og athafnalífs
Hreiðar Már sagði þann atgerv-
isflótta frá landinu sem vesturferð-
irnar voru ekki þurfa að endurtaka
sig „ef við stöndum saman um það
sem íslenskt samfélag nærist á, en
það er lífrænt samspil íslenskrar
menningar og íslensk athafnalífs,“
sagði Hreiðar Már. „Einhver mik-
ilvægasta lexía okkar síðustu miss-
erin – og kannski sérstaklega okk-
ar sem teljumst til viðskiptalífsins
– er sú að hætta að líta á menningu
og listir sem viðhengi á viðskipta-
lífinu – styrkþega sem þurfi að
gauka einhverju að öðru hverju
svo allir séu sáttir. Okkur hefur
lærst, ekki síst í samskiptum okkar
við aðrar þjóðir, að orðspor okkar,
sjálfstraust og dirfska, á allt sitt
undir því að vera hluti af menning-
arlegri heild. Vera hluti af þjóð
sem á sterka listamenn og öflugar
menningarstofnanir, sýnir frum-
kvæði og hugmyndaauðgi á sem
flestum sviðum og þorir að treysta
sínu fólki. Það er aðeins með slíkan
bakhjarl sem við náum árangri í
hinum stóra heimi og höldum jafn-
framt í okkar mesta atgervisfólk,“
sagði Hreiðar Már, forstjóri KB
banka.
KB banki og Leikfélag Reykjavíkur skrifa undir samstarfssamning í tengslum við Híbýli vindanna
Vesturferðirnar
voru íslensk
útrás fyrri tíma
Morgunblaðið/Golli
Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, handsala sam-
starfssamning á Litla sviðinu í gærkvöldi. Samningurinn er í tengslum við sýningu leikhússins á Híbýlum vindanna.