Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
KARL Gústaf XVI, konungur Svía,
og Silvía, drottning hans, munu í
dag taka þátt í einni af mörgum
hundruðum minningarathafna um
fórnarlömb hamfaranna í Suður-
Asíu. Verða þær haldnar um alla
Svíþjóð og einnig á öðrum Norð-
urlöndum.
Staðfest er, að 52 Svíar týndu lífi
í flóðbylgjunum og enn er rúmlega
1.900 saknað. Göran Persson for-
sætisráðherra óttast, að endanleg
tala látinna geti orðið meiri en
1.000 en til samanburðar má geta,
að 892 fórust er ferjan Estonia sökk
á Eystrasalti 1994, þar af 551 Svíi.
Margir bestu listamanna Svía
munu koma fram á tónleikum í
Stokkhólmi í dag og verður þá ekki
krafist neins aðgangseyris. Er fólk
hins vegar hvatt til að nota tæki-
færið og leggja sitt af mörkum í
söfnunina fyrir þá, sem lifðu hörm-
ungarnar af, og aðstandendur
þeirra, sem fórust.
Í Noregi verða tónleikar víða um
landið og verður árleg hátíð og út-
nefning íþróttamanna síðasta árs
helguð söfnuninni. Þá munu þau
Haraldur V konungur og Sonja
drottning taka í fyrsta sinn þátt í
söfnun í beinni útsendingu.
Í Danmörku munu tvær helstu
sjónvarpsstöðvarnar standa saman
að söfnun og í Finnlandi verður at-
höfn í dómkirkju Helsinki-borgar.
Hundruð
minningar-
athafna
Stokkhólmi. AP.
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær, að
tortímingin í Aceh-héraði í Indónes-
íu væri skelfilegri en orð fengju lýst.
Er tala látinna í hamförunum nú
komin eitthvað yfir 150.000 manns
og yfir 100.000 í Aceh-héraði einu.
Annan og James Wolfensohn, for-
seti Alþjóðabankans, flugu í gær
með þyrlu yfir Aceh-hérað og lentu
síðan í Banda Aceh, höfuðstað hér-
aðsins, og í Meulaboh en á hvorugum
staðnum stendur nú steinn yfir
steini.
„Ég hef aldrei séð slíka eyðilegg-
ingu og ég spurði sjálfan mig að því
hvar fólkið væri. Hvað hefði orðið
um það?“ sagði Annan við frétta-
menn en í gær fundu björgunar-
menn á þessum slóðum lík meira en
7.000 manna. Ljóst er, að tala látinna
þar eigi eftir að hækka enn og raun-
ar óvíst að hún verði nokkurn tíma
fullljós.
Frá Aceh fór Annan til Sri Lanka
þar sem meira en 30.000 manns fór-
ust og um 800.000 manns misstu
heimili sitt. Er hann fyrsti fram-
kvæmdastjóri SÞ til að koma til
landsins síðan Kurt Waldheim var
þar á ferð 1975.
Annan ætlaði að eiga fund með yf-
irmönnum hjálparstofnana SÞ á
svæðinu en á Sri Lanka voru einnig í
gær þeir Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og Jack
Straw, utanríkisráðherra Bretlands.
Kom það fram hjá Straw, að vitað
væri um 49 Breta látna en 391 væri
saknað.
Ólýsanleg eyðilegging
Reuters
Nokkrir Sri Lanka-búar fara með bænir sínar yfir gröf ungrar stúlku sem jörðuð var á Kalmunai-strönd, aust-
arlega í landinu, í gær. Kofi Annan er kominn til Sri Lanka en hann kannar nú hörmungasvæðin í Suður-Asíu.
Kofi Annan
á ferð um
hamfarasvæðin
Banda Aceh. AP.
HÉR á eftir verður stiklað á stóru í
grein eftir Gerhard Schröder,
kanslara Þýskalands, en hún birtist
í Wall Street Journal 30. desember
síðastliðinn. Þar fjallar hann um
horfurnar í þýskum efnahags-
málum og Agenda 2010, umbóta-
áætlun stjórnar hans, en meg-
inmarkmiðið með henni er að gera
efnahagslífið sveigjanlegra og sigr-
ast á þeirri stöðnun, sem einkennt
hefur það í langan tíma.
„Fyrir aðeins nokkrum dögum,“
skrifar Schröder, „var þetta aðal-
fyrirsögnin í þýska viðskipta-
dagblaðinu Handelsblatt: „Betri
tímar framundan í þýsku atvinnu-
lífi.“ Já, horfurnar í þýskum efna-
hagsmálum eru góðar. Við höfum
sigrast á stöðnuninni og stórbætt
samkeppnisgetu okkar á heims-
markaði. Eftirspurn eftir þýskum
vörum hefur raunar aldrei verið
meiri.
Þótt ekki séu öll kurl komin til
grafar enn fyrir árið 2004, þá bendir
flest til, að Þýskaland sé mesta út-
flutningsríki í heimi og hafi tekist að
hasla sér völl á nýjum mörkuðum,“
segir Schröder í grein sinni og full-
yrðir, að með Agenda 2010 hafi ver-
ið lagður grunnur að framtíðarvexti
og styrkri stöðu Þýskalands á al-
þjóðavettvangi.
„Við höfum því góða
ástæðu til að vera
bjartsýn á þróun efna-
hagsmálanna á kom-
andi árum. Umbætur í
trygginga- og lífeyr-
ismálum hafa einnig
miðað að þessu sama
og framlög launþega
til þessara mála eru nú
jöfn og stöðug,“ segir
Schröder og nefnir um
leið, að nú um áramót-
in hafi síðasta stig
skattbreytinganna átt
að koma til fram-
kvæmda. Segir hann,
að það muni létta byrði
skattgreiðenda um nærri sjö millj-
arða evra (580 milljarða ísl. kr.) og
auka um leið innlenda eftirspurn.
Efsta jafnt sem neðsta skattþrepið
verði lækkuð og muni þá verða
lægri en nokkru sinni fyrr.
Áhersla á tæknilega forystu
„Ég veit vel, að þessar umbætur
gera miklar kröfur til borgaranna
og einkum vegna þess, að það tekur
nokkurn tíma fyrir þær að hafa
áhrif. Þess vegna skiptir svo miklu
máli, að við höfum trú á þeim, háir
sem lágir, launþegar
jafnt sem vinnuveit-
endur.
Endurbætur á
tryggingakerfinu og
endurskipulagning í
atvinnulífinu og
rekstri fyrirtækja eru
forsenda fyrir sam-
keppnishæfni okkar á
alþjóðamarkaði.
Framtíðarvelferð
okkar felst þó umfram
allt í að viðhalda
tæknilegri getu okkar
og forystu. Þess
vegna hefur það verið
forgangsmál að auka
fjárfestingu í mennt-
un, rannsóknum og nýjungum. Frá
1998 hafa framlög til þessara mála
aukist um 10 milljarða evra (830
milljarða kr.).“
Í greininni segir Schröder, að í
heildina standi þýskt efnahagslíf vel
en brýnasta verkefnið sé að efla
þann iðnað, sem byggist á innan-
landsmarkaðinum. Þar horfi líka
vel. Fyrirtækin hafi aukið fjárfest-
ingar sínar og meðal atvinnurek-
enda sé aukin bjartsýni á framtíð-
ina. Vextir séu lágir, hagnaður
viðunandi og nýting framleiðsluget-
unnar hafi aukist. Allt bendi til auk-
innar framleiðslu og sölu á nýju ári.
Aukið gegnsæi
á olíumarkaði
Schröder segir, að þótt horfurnar
séu góðar, þá sé samt ástæða til að
hafa áhyggjur af óróanum á olíu-
markaði og lágu gengi Bandaríkja-
dollara. Sérfræðingar í olíumálum
segi, að óstöðugleikinn á þeim
markaði stafi ekki aðeins af aukinni
eftirspurn, heldur ekki síður af mik-
illi spákaupmennsku.
„Ég tel því, að auknar upplýs-
ingar og aukið gegnsæi hvað varðar
helstu verðmyndunarþættina, til
dæmis eftirspurnina í Kína og Ind-
landi, myndu draga verulega úr
spákaupmennskunni.“
Miklir möguleikar á
innra markaði ESB
Í grein sinni bendir Schröder á, að
innanlandsmarkaður Evrópusam-
bandsins, 450 milljóna manna, muni
bjóða upp á gífurlega vaxtarmögu-
leika og enginn vafi leiki á, að sam-
keppnisgeta Þjóðverja muni eflast
við stækkun ESB og aukna sam-
keppni á alþjóðamarkaði. Hafi þýsk
fyrirtæki brugðist við aukinni sam-
keppni á alþjóðlegum vinnumarkaði
með því að stórauka samkeppn-
isgetu sína hvað varðar vöruverð og
þess sjái enda stað í stórauknum út-
flutningi.
Þýskt efnahagslíf muni líka njóta
aukinnar velsældar ríkjanna í Mið-
og Austur-Evrópu og það sama
megi segja um þá ákvörðun að hefja
aðildarviðræður við Tyrkland.
„Við Þjóðverjar getum horft
bjartsýnir fram á veginn. Efna-
hagslífið er öflugt og staða okkar á
alþjóðavettvangi er sterk. Til-
gangur umbótanna er að skapa
hluthafasamfélag. Samfélag, sem
tryggir ekki aðeins félagslegt rétt-
læti, heldur einnig efnahagslega
velferð. Ég veit, að Þjóðverjar allir
vilja vinna að því,“ sagði Gerhard
Schröder, kanslari Þýskalands, að
lokum.
Segir bjart fram undan í þýsku efnahagslífi
Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands.
’Tilgangur umbótannaer að skapa hluthafa-
samfélag. Samfélag,
sem tryggir ekki aðeins
félagslegt réttlæti,
heldur einnig efnahags-
lega velferð.‘
FORMLEGRI kosningabaráttu
vegna forsetakjörsins í Palestínu á
morgun, sunnudag, lauk í gær en
það bar helst til tíðinda að ísraelska
lögreglan handtók einn af nafn-
kunnustu frambjóðendunum, lækn-
inn Mustafa Barghouti. Þetta er í
annað skipti sem hann er handtek-
inn á nokkrum vikum.
Barghouti, sem skv. skoðana-
könnunum nýtur næstmests fylgis
meðal Palestínumanna, var færður í
varðhald eftir að hann hafði reynt
að sækja bænastund í Al-Aqsa-
moskunni í Austur-Jerúsalem en
sleppt nokkrum klukkustundum síð-
ar. „Þið eruð að handtaka forseta-
frambjóðanda sem leyfi hefur til að
vera í Austur-Jerúsalem,“ sagði
Barghouti um leið og lögreglan ýtti
honum inn í lögreglubíl.
„Hann má ekki fara til Al-Aqsa
og honum er fullkunnugt um það. Í
Al-Aqsa moskunni eiga menn að
biðja, ekki stunda áróður,“ sagði
hins vegar Shmulik Ben Ruby, tals-
maður ísraelsku lögreglunnar um
handtöku Barghoutis.
Öðrum forsetaframbjóðanda,
Bassam al-Salhi, var sömuleiðis
skipað að yfirgefa A-Jerúsalem þar
sem hann ávarpaði kosningafund.
Abbas þykir sigurstranglegur
Gert hafði verið ráð fyrir því að
Mahmoud Abbas, sem líklegur þyk-
ir til að bera sigur úr býtum í for-
setakosningunum, myndi einnig
vera á ferð í Austur-Jerúsalem en
eftir handtöku Barghoutis ákvað
hann að halda sig í burtu. Í staðinn
ávarpaði hann hóp Palestínumanna í
Bir Nabala í tilefni Dags píslarvotta
og minntist hann þar Yassers Ara-
fats, leiðtoga Palestínumanna til
margra ára, sem lést nýverið.
Fastlega er reiknað með að Ab-
bas vinni öruggan sigur í forseta-
kosningunum á morgun. Barghouti
þykir líklegur til að lenda í öðru
sæti en miklu munar á fylgi hans og
Abbas.
Reuters
Mustafa Barghouti við hlið lögreglumanns eftir að hann var handtekinn.
Formlegri kosninga-
baráttu lokið í Palestínu
Mustafa Bargh-
outi handtekinn
í annað sinn
Ramallah. AFP.