Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 29
Safn tileinkað Churchill
Stórt safn helgað fyrrum forsætisráð-
herra Breta, Winston Churchill, verður
formlega opnað á þessu ári. Safnið er
hið fyrsta í heiminum af sinni stærð-
argráðu og verður hluti Konunglega
stríðssafnsins (e. Imperial War Mus-
eum) í London. Churchill-safnið mun
skiptast í fimm deildir og verður fjallað
um einkalíf og persónu Churchills jafnt
sem ævistarf hans. Húsakynni safns-
ins skapa sögulega umgjörð en það
verður til húsa í háleynilegum neð-
anjarðarhöfuðstöðvum þar sem
Churchill ráðgaðist við ríkisstjórn sína
á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Iceland Express,
barnafargjöld
á2 krónur
Að morgni 9. janúar verða tvö ár liðin
frá því að Iceland Express hóf sölu far-
miða til London og Kaupmannahafnar.
Fyrsti kaupandinn var Vestarr Lúð-
víksson, sem bókaði flug til Kaup-
mannahafnar og borgaði 14.660 kr.
fyrir.
Frá því Iceland Express tók til starfa
hafa rúmlega 430 þúsund farmiðar
verið seldir og er gert ráð fyrir að 500
þúsundasti farþeginn verði á ferðinni
seinni hlutann í janúar.
Í tilefni af tveggja ára afmælinu hefur
Iceland Express ákveðið að næstu tvo
mánuði verði barnafargjöld fram og til
baka tvær krónur auk skatta og gjalda.
Farið gildir fyrir öll börn til og með 12
ára í öllum flugferðum á þessu tíma-
bili. Þá hefur Iceland Express samið
við eina þekktustu leikfangaverslun
heims, Hamleys í London, um 15% af-
slátt fyrir hina ungu viðskiptavini fé-
lagsins. Afslátturinn gildir næstu tvo
mánuði.
Einnig verður afmælistilboð fyrir full-
orðna. Næstkomandi mánudag hefst
sala á tvö þúsund flugsætum á 2.000
krónur auk skatta og gjalda. Ferðirnar
standa til boða næstu tvo mánuði og
er jafnt hægt að kaupa flugsæti frá Ís-
landi og heim aftur á 2.000 krónur.
Áning 2005 komin út
Áning 2005 er komin út og er þetta
ellefta árið í röð sem bókin er gefin út.
Í henni er að finna upplýsingar um nær
300 gististaði, 104 tjaldsvæði og 74
sundlaugar og staðsetningu þeirra á
landinu. Að sögn Maríu Guðmunds-
dóttur, ritstjóra bókarinnar er Áning
2005 gefin út á íslensku, ensku og
þýsku í fimmtíu þúsund eintökum og
er dreift ókeypis í upplýsinga-
miðstöðvar og á helstu viðkomustaði
ferðamanna í landinu auk þess sem
henni er dreift erlendis. Útgáfufélagið
Heimur gefur Áningu út.
TENGLAR
.....................................................
www.heimur.is/world
Í Áningu er
m.a. að finna
upplýsingar
um nær 300
gististaði,
104 tjald-
svæði og 74
sundlaugar.
The War Rooms,
King Charles Street,
London SW1.
Sími: 0044 20-7930-6961
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 29
FERÐALÖG
Nærri 150 félagsmenn eru íKjölbátasambandi Ís-lands, sem er félag segl-skútueigenda og áhuga-
fólks um skútusiglingar. KBÍ var
stofnað árið 1982 og geta allir þeir,
sem áhuga hafa á seglskútusiglingum
hér heima eða erlendis gerst félagar.
KBÍ stendur á veturna fyrir
fræðslufundum um ýmis málefni er
varða áhugafólk um skútusiglingar.
Undirrituð brá sér á fræðslufund
félagsins á dögunum þar sem reyndir
skútugarpar fjölluðu í máli og mynd-
um um leigu á skútum og siglingar í
útlöndum. Þetta voru þeir Gylfi
Thorlacius sem fór í sína fyrstu
skútusiglingu árið 1987 og hefur síð-
an komið víða við, Kristófer Ólivers-
son sem var að koma úr skútu-
ferðalagi frá Karíbahafinu og
Hjörtur Grétarsson, sem er formað-
ur KBÍ og fór í sumar með eiginkon-
unni og fjórum börnum þeirra í
skútuferðalag við Hollandsstrendur.
Það hefur færst í vöxt að Íslend-
ingar kjósi að leigja seglskútur í út-
löndum og stunda þar siglingar í eina
til tvær vikur í fríum enda voru frum-
mælendur sammála um að hér væri
um einkar skemmtilegan ferðamáta
að ræða. Fram kom í máli þeirra að
leiguverð á skútum erlendis væri
ekki jafnhátt og margir kynnu að
ímynda sér og því gæti fólk farið að
taka þennan ferðakost með í reikn-
inginn þegar verið væri að skipu-
leggja sumarfríið. Nokkrar virtar
skútuleigur væru starfandi sem ágæt
reynsla væri af, m.a. Moorings með
aðalstöðvar í Bandaríkjunum og um-
boðsmann í Danmörku, Sunsail og
Templecraft með aðalstöðvar í Bret-
landi og Ed-hamilton með að-
alstöðvar í Kanada.
Pungaprófið vel dugandi
Íslendingar fara í skútusiglingar
aðallega til Miðjarðarhafslanda á
sumrin þar sem vinsæl svæði eru við
Baleareyjar, Korsíku, Króatíu,
Grikkland og Tyrkland. Á haustin
eða frá október og fram til jóla taka
svo vinsældir Karíbahafsins við þar
sem menn eru að dóla sér helst við
Bresku Jómfrúreyjar og Litlu-
Antillaeyjar.
Ýmist sigla menn einskipa eftir
eigin áætlunum eða eru í samfloti við
aðrar skútur eftir fyrirfram ákveð-
inni áætlun og njóta þá í senn reynslu
og samneytis við áhafnir annarra í
flotanum.
Svæðin gera mismiklar kröfur til
leigutaka um reynslu og hæfni, en
ekki er ráðlegt fyrir aðra en þá, sem
lokið hafa almennu siglinganámskeiði
og fengið alþjóðlega viðurkenningu
sem „competent crewmember“ að
leigja skútur erlendis. Mælt er með
því að a.m.k. einn í áhöfninni hafi lok-
ið svokölluðu pungaprófi eða 30 tonna
skipstjórnarréttindum, sem er papp-
ír sem dugir Íslendingum vel á skútu-
leigum erlendis.
Leiguverð á skútum erlendis fer
eftir stærð skútunnar og búnaði, en
nærri lætur að verðið fyrir manninn
samsvari 125–150 þúsund krónum
fyrir vikuleigu í Karíbahafinu með
flugi til og frá London. Vikuferð til
Hollands með flugi frá Íslandi og
skútuleigu kostar, að sögn Hjartar,
innan við 50 þúsund krónur á mann-
inn miðað við sex í 37 feta skútu.
Þægilegast, ódýrast og best er, að
mati kunnugra, að kaupa flugið til
áfangastaðar í gegnum skútuleig-
urnar, sem hafa svo sín útibú og flot-
bryggjur víða um heim. Hjá þeim má
líka fá haldgóðar og nauðsynlegar
upplýsingar auk þess sem á mark-
aðnum má fá ýmsar leiðsögubækur,
sem gagnast mönnum vel og fylgja
hvert fótmál.
Fram kom í máli Gylfa að uppá-
haldsstaðurinn hans til skútusiglinga
væri Bresku Jómfrúreyjar. „Þar er
mjög góð aðstaða að öllu leyti, öflugt
og mikið baujukerfi. Ég hef hins veg-
ar engan sérstakan áhuga á að sigla
aftur á Ríveríunni. Það er bölvað
baks og lítið um góða akkerisstaði.“
Að sögn Hjartar Grétarssonar,
formanns KBÍ, eru fleiri fræðslu-
fundir í bígerð á nýju ári sem eru oft-
ast haldnir verða fyrsta mánudags-
kvöld í hverjum mánuði í
félagsmiðstöð Brokeyjar við Reykja-
víkurhöfn. Fjallað verður m.a. um
siglingatengd efni og skemmtilegar
ferðasögur. Jafnframt starfrækir
KBÍ nefndir, sem tekið hafa til um-
fjöllunar málefni, sem eru ofarlega á
baugi hjá siglingafólki svo sem
fræðslu- og skoðunarmál. Félagið
hefur svo staðið fyrir árlegri hópferð
seglskútna frá Reykjavík til ein-
hverra af höfnum landsins. Siglt hef-
ur verið til Vestmannaeyja, í Breiða-
fjörðinn og árið 2003 fóru um tíu
skútur til Ísafjarðar en þaðan er stutt
í Hornstrandir sem taldar eru falleg-
asta siglingarsvæði landsins, segir
Hjörtur. Næsti fræðslufundur KBÍ
verður haldinn mánudagskvöldið 10.
janúar þar sem fjallað verður um
siglingar við Ísland.
Skemmtilegur ferðamáti
SKÚTUSIGLINGAR
Þeim Íslendingum fjölg-
ar sem láta drauminn
um að sigla seglskútu
um suðræn höf og kafa
innan um gullfiska
verða að veruleika. Jó-
hanna Ingvarsdóttir
hlustaði á þrjá reynslu-
mikla skútukapteina
velta upp leiðum til að
láta drauminn rætast.
Ljósmynd/Hjörtur Grétarsson
Úr sumarferð KBÍ við Íslandsstrendur.
Ljósmynd/Hjörtur Grétarsson
Vefsíður skútuleigna:
www.moorings.com
www.sunsail.com
www.templecraft.com
www.ed.hamilton.com
Skútan Ísland er í eigu Íslendinga og er staðsett í Karíbahafinu.
Ljósmynd/Hjörtur Grétarsson
Humarinn fangaður í soðið í skútuferðalagi á suðlægum slóðum.
join@mbl.is
TENGLAR
.....................................................
www.mmedia.is/kbi
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Ódýrari bílaleigubílar fyrir
Íslendinga
Bílar frá dkr. 1.975 vikan
Bílaleigubílar
Sumarhús í
DANMÖRKU
www.fylkir.is sími 456-3745
Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
(Afgreiðslugjöld á flugvöllum.)
Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna
og minibus, 9 manna og rútur með/
án bílstjóra.
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af
öllum stærðum, frá 2ja manna og
upp í 30 manna hallir. Valið beint af
heimasíðu minni eða fáið lista.
Sendum sumarhúsaverðlista;
Dancenter sumarhús
Lalandia orlofshverfi
Danskfolkeferie orlofshverfi
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
Ferðaskipulagning.
Vegakort og dönsk gsm-símakort.
Fjölbreyttar upplýsingar á
heimasíðu; www.fylkir.is