Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 31

Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 31 UMRÆÐAN ÞEGAR ég hlustaði á ræðu biskups á nýársdag, fylltist ég þakklæti fyrir hans fallegu orð í garð móður sinnar. Til þeirrar móður sem var heima og sinnti börnum og búi. Við sem vorum aldar upp til þess að verða húsmæður vissum að þetta var okkar hlutverk og það var yndislegt að fá að njóta þess. Ég get nú ekki skilið hvernig hægt er að snúa út úr þessum orðum og heimta það að þeim fylgi einhver lausn fyrir nútíma fjölskyldu- mynstur. Þetta var þörf áminning fyrir það sem var og reyndist vel og skilaði nýtum þjóð- félagsþegnum. Þetta er eins og biskup orðar það „mikilvægasta um- ræða og viðfangsefni samtímans. Það sé tví- mælalaust til heilla að fjalla um málefni barna og hvetja til þess að þeim sé raðað of- ar í forgangsröðunina“. Í athyglisverðri grein sem banda- ríski hagfræðingurinn og nóbels- verðlaunahafinn Gerry S. Becker birti í Newsweek í október 1996, og Morg- unblaðið birti útdrátt úr 25. október, bendir hann á hina týndu hagstærð, hina heimavinnandi konu. Hann telur að útreikningur hagvaxtar hafi verið rangur og aukningin sem reiknað hef- ur verið með, þegar konan fer út á vinnumarkaðinn, sé ekki raunveruleg. Hinar heimavinnandi húsmæður séu hin týnda hagstærð. Hann segir að heimilisstörfin séu hluti af efnahags- starfsemi allra þjóða en þau gleymist alltaf þegar þjóðarframleiðsla er met- in. Hann segir að með þessu sé verið að vanmeta mikilvægan þátt þjóð- arbúskaparins og draga úr sjálfsvirð- ingu þeirra kvenna sem húsverkin vinna. Í umræddri grein bendir Beck- er á að tími sé kominn til þess að reikna heimilisstörfin inn í þjóðar- framleiðsluna. Hann vitnar í rannsókn kollega síns Eisners sem telur að heimilisstörf frá miðjum 5. áratugnum til 9. áratugarins samsvari 20% þjóð- artekna í Bandaríkjunum. Hvar eru launin? Hver eru laun til þessara kvenna sem lögðu alla sína krafta í að sinna heimili og börnum? Nákvæmlega engin af hendi þjóðfélagsins því að mati þeirra sem með stjórnvöldin fara gerðu þær aldrei neitt, voru bara heima. Enginn er lífeyrissjóðurinn, engin er tryggingin nema þær eigi eiginmann sem á einhver lífeyrisréttindi. Þær eru metnar sem þriðja flokks þjóðfélags- þegnar og launað sam- kvæmt því. Störf þeirra hafa aldrei verið metin til þjóðartekna og laun þjóðfélagsins eru því engin. Þær ólu þó upp nýjar, nýtar kynslóðir. Á þennan hátt var konunni ýtt út af heimilinu og inn á vinnumarkaðinn því að unga konan hefur áttað sig á þessu vanmati og hafnar því að vera annars flokks eða jafnvel þriðjaflokks þjóðfélagsþegn. Hún hefur lagt á sig tvöfalda vinnu til þess að reyna að skapa sér sess í þjóðfélaginu sem met- inn verði að verðleikum en það er ekki gert ef þær eru bara heima „að gera ekki neitt“. Þar að auki kom álagið vegna eilífs samviskubits hennar vegna barnanna. Það hefur tekið tíma fyrir ungu mennina að átta sig á að að loknum vinnudegi bíði þeirra störf á heimilinu. Þeir ólust jafnvel upp við það að pabb- inn settist í stól og las í blaði þegar heim kom og börnin áttu að hafa hægt um sig. Ungu feðurnir eru að átta sig á að foreldrar eigi að bera jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna svo þetta er að breytast með jafnri menntun foreldra og gagnkvæmum skilningi á að það er samvinna að sinna heimili og börnum. Það er í já- kvæða átt. Fórnarkostnaðurinn Þessi mikla breyting hefur kostað slit- in hjónabönd. Það er auðvitað meira spennandi að finna sér nýjan maka en að hlusta á yfirkeyrða móður eftir langan vinnudag hennar heima og heiman. Eftir sitja margar mæður einar með barnahópinn vinnandi á lágum launum og sjá ekki fram úr erf- iðleikunum en berjast áfram hetju- legri baráttu. Þessa breytingu á fjölskyldu- mynstri, sem ég hefi upplifað, skrifa ég á þá sem fara með völdin hverju sinni og það viðhorf sem var til hinnar heimavinnandi húsmóður. Það er út- úrsnúningur að segja að biskup vilji fara aftur til fortíðar. En það er góð áminning hans til foreldra að hugsa um forgangsröðunina og að hlúð sé vel að því dýrmætasta sem við eigum, börnum okkar. Það er afar mikilvægt að þau fái stuðning og hvatningu frá foreldrum og foreldrar nýti tímann með börnunum sínum þessi fáu ár á meðan þau eru að vaxa til þroska. Ábyrgðin liggur bæði hjá for- eldrum og hjá þeim sem um stjórnvöl- inn halda. Hér dugir ekkert pólitískt blaður sem allir eru orðnir leiðir á, heldur aðeins ábyrg afstaða og sam- vinna allra sem hlut eiga að máli. Þeir eru á hálum ís sem ekki vilja sjá eða skilja vandann. Kærkomin orð biskups Margrét K. Sigurðardóttir fjallar um ræðu biskups á nýársdag ’Þetta var þörf áminn-ing fyrir það sem var og reyndist vel og skilaði nýtum þjóðfélags- þegnum.‘ Margrét K. Sigurðardóttir Höfundur er húsmóðir, móðir og viðskiptafræðingur. FORSETAKOSNINGARNAR í Palestínu á sunnudag þykja sögu- legar fyrir margra hluta sakir. Mikilvæg- asta ástæðan er sú að með kosningunum er verið að leggja einn af hornsteinum í lýðræð- isuppbygginguna í landinu. Yasser Arafat var kosinn forseti í kosningum árið 1996 með 87% atkvæða. Þá var lítil sem engin and- staða gegn honum. Menn greiddu honum atkvæði til að styðja mann sem orðinn var sameiningartákn frels- isbaráttunnar. Öðru máli gegnir nú. Mahmoud Abbas nýtur þess vissulega að vera arftaki Arafats sem leiðtogi Frels- issamtaka Palest- ínumanna, PLO. Hann nýtur þess í tvennum skilningi: Í fyrsta lagi er hann náinn stjórn- inni. Yfirvöld í Palest- ínu eru ekki saklaus af því að hygla sínum mönnum í stjórnsýsl- unni. Þá gerist það, sem annars staðar, því miður, að fólk kýs yfir sig yfirvaldið, eða öllu heldur sýnir vilja sinn til þessa valds op- inberlega í aðdraganda kosninga, bæði til að tryggja núverandi stöðu sína og koma sér í mjúkinn hjá líkleg- um sigurvegara. Hin ástæðan fyrir stuðningi við Abbas og öllu mikilvæg- ari er sú, að Fatah-hreyfingin, hinn pólitíski flokkur sem Arafat byggði á, er í reynd margslungin hreyfing sem menn segja ekki svo glatt skilið við. Hún er baráttuvettvangur sem bygg- ir á áratuga hefð. Í kosningamiðstöð hjá Abbas Í Nablus heimsóttum við kosninga- miðstöðina hjá Abbas. Þar sátum við Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, og Borgþór Kjærnested, í Félaginu Ís- landi-Palestínu, fund með fulltrúum úr ýmsum geirum atvinnulífsins, sem sátu í nefndum um undirbúning kosn- inganna. Það var sérstök lífsreynsla að heyra sögu þessara manna. Einn hafði verið í útlegð í sautján ár, annar setið í fangelsi í fjórtán ár en allir höfðu þessir einstaklingar setið í fangelsi í lengri eða skemmri tíma. Þetta þurfti í reynd ekki að koma á óvart: Síðan 1967 hafa 650 þúsund manns setið í ísraelsku fangelsi eða 40% karla í landinu. Núna eru 8 þús- und manns í fangelsi. Nema hvað þarna sátu þeir baráttujaxlarnir sem margir hverjir höfðu staðið ásamt Arafat í eldlínunni í áratugi. Sú spurning gerðist áleitin, hvers vegna þeir styddu Abbas. Nú er sagt að Abbas og félagar standi á hægri kanti stjórnmálanna, séu íhaldssamir og eftirgefanlegir gagnvart Ísrael. Þetta segja andstæðingarnir og segja að ekki geti mikið verið í mann spunnið sem Ísraelar og Bandaríkjastjórn vilji fá kosinn. Annað er að Abbas styðst við auðmenn í Palestínu. Eitt gróteskt dæmi sáum við um slíka kóna. Á hæð fyrir ofan Nablus hafði bandarísk-palestínskur auðkýfingur byggt höll sem kostað hafði hálfan annan milljarð að reisa – höll sem var í svo hróplegri andstöðu við allt líf venjulegs fólks, að ekkert annað en botnlaust dómgreindarleysi gat verið þess valdandi að maðurinn lét sér koma til hugar að reisa hana. Auðkýf- ingurinn hafði hins vegar látið sér detta í hug að bjóða sig fram sem for- seti. Þegar honum hafði verið bent á að slíkt myndi aldrei ganga hætti hann við, en ákvað hins vegar að styðja Abbas. Það gerir hann efalaust á allt öðrum forsendum en bar- áttujaxlarnir sem við hittum í kosn- ingamiðstöðinni. Þeir eru ekki, höfð- um við á tilfinningunni, að styðja Abbas, heldur að ljá gamalli hugsjón stuðning sinn. Þetta er þeirra aðferð að halda henni lifandi. Hér eftir erum við ekki að styðja einstakling, sögðu þeir, heldur flokk sem fram til þessa hefur sameinað okkur. Í kosningamiðstöð hjá Barghouti Þarna er komið að meg- inástæðu þess að kosn- ingarnar hafa sögulega þýðingu. Í stað þess að Palestínumenn samein- ist í einum meginflokki, þá er nú komið að því að sameinast um kerfi, lýð- ræðiskerfi, en ekki um flokk. Þetta segja til dæmis stuðningsmenn Mustafa Barghouti, hins frambjóðandans sem líklegur þykir að fá ein- hvern stuðning sem heitið getur í kosning- unum. Barghouti er vinstrisinnaðri en Abbas og mun gagnrýnni á stefnu Ísraela. Tekið skal fram að á báðum kosningaskrifstofunum voru menn mjög umtals- góðir um mótframbjóð- endur sína. Einn stuðn- ingsmanna Barghoutis sagði t.d. að stuðninginn við Abbas mætti rekja djúpt inn í pal- estínska þjóðarsál. Í augum margra væri Abbas hófsemdarmaður sem væri líklegur til að tryggja frið. Það breytti því hins vegar ekki að Barghouti og félagar teldu hans leið ekki skynsamlega. Nýlega höfðum við sveitarstjórnarkosningar, sögðu þeir. Þar var tekist á um málefni og ef okkur tekst nú að styrkja kerfi sem byggir á fleiri en einum flokki þá er vel, var okkur tjáð í kosningaskrif- stofu Barghouti. Yfirlýsingar og kosningar Það er greinilegt að stuðningsmenn Abbasar hafa áhyggjur af auknu gengi Barghoutis. Í dag var hann á kosningafundi á Gazasvæðinu. Þar hafði ísraelski herinn í gær skotið 9 manns til bana. Bændafólk sem var að störfum, óvopnað; fólk sem til- heyrði engum stjórnmálaflokki og aldrei verið orðað við ofbeldi af neinu tagi. Fjórir hinna drepnu voru úr sömu fjölskyldu. Abbas sagði að fólk- ið hefðu zíonistaóvinir okkar drepið. Ísraelsstjórn gagnrýndi Abbas harð- lega fyrir þetta orðalag. Það þarf ekki djúpan fréttaskýranda til að sjá, var okkur sagt, að þetta er tal sem ber keim af kosningabaráttunni. Einn viðmælandi okkar úr verkalýðshreyf- ingunni staðfesti síðan þessa frétta- skýringu en bætti við: Hvað átti Abb- as annað að segja, að vinir okkar úr ísraleska hernum hefðu drepið fólkið? Sögulegar kosn- ingar í Palestínu Ögmundur Jónasson er í Palestínu ásamt Eiríki Jónssyni og Borgþóri Kjærnested Ögmundur Jónasson ’Í stað þess aðPalestínumenn sameinist í ein- um meginflokki, þá er nú komið að því að sam- einast um kerfi, lýðræðiskerfi, en ekki um flokk.‘ Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. UNGUR sonur minn setur stundum barnaspólu í vídeótækið á heimilinu. Löngum kom kyrrmynd eða spurn- ingar ásamt með dagskrá Rásar 2 á skjáinn þegar kveikt var á sjónvarp- inu. Það sem blasir við augum barns- ins (sem og fullorðinna) núorðið er hins vegar allt annað efni og því mið- ur á stundum forkastanlegt. Tónlist- armyndbönd með Britney, Ramm- stein og fleiri hljómsveitum eru sýnd á skjánum að því er virðist meira og minna utan fastrar dagskrár. Og haf- ið þið, kæru lesendur, gefið ykkur tíma til að sjá þetta nýja sjónvarps- efni RÚV sem að börnin okkar geta horft á yfir hádaginn? Ég kíkti á textavarpið einn morguninn og gaf mér í leiðinni tíma til að horfa á þrjú tónlistarmyndbönd. Í tveimur af þessum þremur myndböndum var höfðað mjög sterkt til kynlífs. Hálf- naktar, dillandi konur voru þar áber- andi, klipið var í kynfæri, ýjað að kyn- mökum, karlmaður tók í annan fótinn á (hálf?)nakinni konu og dró hana eins og druslu með sér. Þannig mætti halda áfram. Hvílík lágkúra. Að þessu efni hafa börnin okkar nú orðið óheftan aðgang fyrir atbeina ríkissjónvarpsins! Við vitum að mikið er framleitt af ljótu og klámfengnu myndefni í heiminum, en sjónvarpsstöðvar hafa val um hvort þær sýna það eða ekki og þá einnig á hvaða tíma sólarhrings. Löngum hef- ur RÚV reynt að fylgja þeirri stefnu að vera með uppbyggilegt efni a.m.k. á þeim tíma dags þegar börn horfa á sjónvarpið. Annað hvort hefur það gjörbreyst eða þá að stjórnendur þessarar mikilvægu stofnunar vita ekki hvað þar er sýnt. Almenningur í þessu landi verður að vita hvort að út- varpsstjóri eða aðrir yfirmenn sjón- varpsins hafi kynnt sér þetta fyrir- ferðamesta sjónvarpsefni RÚV sem sent er út í opinni dagskrá yfir miðjan daginn, sem og að fá útskýringar þeirra á þessu tiltæki. Ég skora einnig á foreldra að gefa sér tíma til að skoða hvað RÚV (sem og aðrar sjónvarpsstöðvar) bjóða börnunum okkar að horfa á. JÓN HELGI ÞÓRARINSSON, foreldri og sóknarprestur í Langholtskirkju. Börnin horfa á klám í boði sjónvarpsins Frá Jóni Helga Þórarinssyni BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.