Morgunblaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Njörður P. Njarðvík
í Seltjarnarneskirkju
FÍKNIEFNI eru vaxandi ógn við ís-
lensk ungmenni og hefur fíkna-
efnavandinn herjað á flestar fjöl-
skyldur þessa lands í einni eða
annarri mynd. Það er ekkert sem
bendir til þess að fíkniefnaneysla sé
að minnka hér á landi frekar en
annars staðar í Evrópu.
Fyrir jólin kom út bókin Eftirmál
– Harður heimur íslensks fíkils,
sem er eftir feðgana Frey og Njörð
P. Njarðvík. Bókin hefur vakið
verðskuldaða athygli, þótt hún sé
hrollvekjandi lýsing á fíkniefna-
heiminum sem er eitt versta svart-
hol nútímans.
Njörður hefur fallist á að fjalla
um fíkniefnavandann í hugvekju
við sunnudagmessu í Seltjarnar-
neskirkju 9. janúar nk. kl. 11. Skor-
að er á foreldra ungmenna og alla
táninga að fjölmenna í messuna til
að hlýða á Njörð fjalla um þessi mál
sem ógna hverri fjölskyldu lands-
ins.
Kirkjugestum er boðið að þiggja
kaffiveitingar í safnaðarheimili Sel-
tjarnarneskirkju eftir messuna.
Seltjarnarneskirkja.
Barnastarfið í Selfoss-
kirkju byrjað aftur
BARNASTARF Selfosskirkju er
hafið að nýju, að loknum hátíðum.
Samfundir barnanna og kennara
þeirra eiga sér stað í lofti safnaðar-
heimilis Selfosskirkju á hverjum
sunnudegi og byrja kl. 11.15. Guð-
spjallið er útlistað með myndum og
brúðuleikhúsi, bænir eru lesnar og
lærðar og sálmar og söngvar
sungnir. Börnin fá í hendur marg-
víslegt fræðsluefni, sem þau hafa
með sér heim. Þá safna þau og
mætingarmerkjum, og þegar 15
slík merki hafa verið fest á blað,
fær viðkomandi barn verðlaun fyrir
góða kirkjusókn.
Sem fyrr eru það þær Eygló Jóna
Gunnarsdóttir, djákni Selfoss-
kirkju, og Guðbjörg Arnardóttir,
guðfræðingur, sem hafa veg og
vanda af þessum barnaguðsþjón-
ustum, en Sigfús Ólafsson, hljóm-
listarmaður og kennari, spilar
undir sönginn á píanó.
Ég hvet foreldra til þess að gefa
þessum skemmtilegu stundum
gaum. Óefað færa þær blessun,
bæði börnum og fullorðnum, meðal
annars með því að verða valið efni í
mætar minningar síðar á ævi.
Það er full alvara og ekkert hé-
gómamál, sem Einar skáld Bene-
diktsson kveður um á einum stað,
þegar hann segir m.a.: „Ég man,
ein bæn var lesin lágt…“
Ég hvet bæði foreldra, en einnig
og ekki síður afa og ömmur, til þess
að koma með börnunum til kirkju.
Gleðilegt nýár, með þökk fyrir hið
gamla.
Gunnar Björnsson,
sóknarprestur.
Heimsókn frá
Færeyjum
FÆREYSKUR prestur, Jóannes
Fonnsdal og kona hans Sigrið, eru í
heimsókn á Færeyska sjómanna-
heimilinu um helgina. Í þessu sam-
bandi verður kvöldvaka laugardag-
inn kl. 20.30 í Sjómannaheimilinu.
Sunnudaginn kl. 15 verður guðs-
þjónusta í Háteigskirkju, Jóannis
Fonnsdal predikar. Á eftir er boðið
í kaffi í Sjómannaheimilinu.
Allir eru velkomnir.
Alfa-námskeið í
Grafarvogskirkju
BOÐIÐ verður upp á Alfa-nám-
skeið í Grafarvogskirkju á vormiss-
eri. Kynningarfundur verður hald-
inn fimmtudaginn 13. janúar nk. kl.
19.
Um er að ræða 10 vikna fræðslu-
námskeið um kristna trú. Hvert
kvöld hefst með léttum kvöldverði.
Síðan er efni kvöldsins útskýrt og
rætt í umræðuhópum.
Innritun fer fram á skrifstofu
Grafarvogskirkju fyrir hádegi
virka daga í síma 587 9070.
Biblíuleg íhugun í
Grafarvogskirkju
NÁMSKEIÐ í biblíulegri íhugun
mun hefjast mánudaginn 17. janúar
nk. í Grafarvogskirkju. Um er að
ræða 8 skipti, klukkutíma í senn.
Námskeiðinu lýkur 7. mars nk. Sr.
María Ágústsdóttir hefur umsjón
með þessu námskeiði, en hún mun
kenna ýmsar aðferðir í kristinni
trúariðkun.
Innritun fer fram á skrifstofu
Grafarvogskirkju fyrir hádegi
virka daga í síma 587 9070.
Geiri gleðigaur
kemur í heimsókn
Í LINDASÓKN í Kópavogi hefst
helgihald á nýju ári með fjölskyldu-
guðsþjónustu í Lindaskóla kl. 11.
Nýtt ár heilsar okkur með
splunkunýjum bókum fyrir sunnu-
dagaskólann með spennandi mynd-
um til að safna. Sunnudagaskóla-
fræðararnir Fjóla og Petra verða í
essinu sínu, Geiri gleðigaur kemur í
heimsókn og félagar úr kirkjukórn-
um leiða safnaðarsönginn undir
stjórn Hannesar Baldurssonar
organista og sr. Guðmundur Karl
Brynjarsson leiðir guðsþjónustuna.
Að lokinni guðsþjónustu verður
boðið upp á kaffi, safa og kex.
Kirkjubíllinn ekur að venju gegn
um Vatnsenda- og Salahverfi.
Alfa-námskeið
í Íslensku
Kristskirkjunni
ÍSLENSKA Kristskirkjan verður
nú aftur með Alfa-námskeið, eftir
að kirkjan fluttist í nýtt húsnæði, í
Fossaleyni 14 í Grafarvogi.
Alfa er alþjóðlegt námskeið, þar
sem rifjuð eru upp grundvallar-
atriði kristinnar trúar. Fyrir hvað
stendur kristin trú? Gott til að rifja
upp fermingarfræðsluna. Nám-
skeiðið stendur yfir 10 þriðjudags-
kvöld og eina helgi, sem farið er út
úr bænum. Það byrjar með léttum
kvöldverði, síðan er fræðsla og eftir
það umræðuhópar, þar sem fjallað
er um kennslu kvöldsins, eða annað
sem tengist trúnni.
Kynningarkvöld verður þriðju-
daginn 11. janúar kl. 20, en nám-
skeiðið byrjar svo þriðjudaginn 18.
janúar kl. 19. Skráning stendur yfir
á skrifstofu kirkjunnar í síma
567 8800. Þetta námskeið er fyrir
fólk á öllum aldri.
Árbæjarkirkja
og upphaf starfsins
á nýju ári
FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA
verður 9. janúar kl. 11. Sýnt verður
leikritið „Hans klaufi“. STN-starfið
hefst í Árbæjarkirkju mánudaginn
10. janúar kl. 15.15, í Selásskóla
miðvikudaginn 12. janúar kl. 15.
TTT-starfið í Ártúnsskóla kl. 15.
TTT-starfið hefst í Árbæjarkirkju
þriðjudaginn 11. janúar kl. 15.45 og
Selásskóla 12. janúar kl. 16. Æsku-
lýðsfélagið Lúkas byrjar starfsem-
ina 12. janúar kl. 17.
Foreldramorgnar hefjast þriðju-
daginn 11. janúar kl. 10. Kyrrðar-
stundir miðvikudaginn 12. janúar í
hádeginu hvern miðvikudag kl. 12.
Fyrirbænir, ritningarlestur, hug-
leiðing og söngur. Súpa og brauð
gegn vægu verði í safnaðarheimili
kirkjunnar eftir stundina.
Djákni í
Laugarneskirkju
VIÐ almenna messu í Laugarnes-
kirkju á sunnudaginn kl. 11 mun sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra,
setja Guðrúnu K. Þórsdóttur í emb-
ætti djákna. Að embættinu standa
Biskupsstofa, ÖBÍ og Laugarnes-
kirkja og mun þjónusta hennar
einkum snúa að íbúum í Hátúni 10
og 12.
Þess má geta að nú fellur safn-
aðarstarfið í sinn góða farveg að
lokinni hátíðinni. Vekjum við sér-
staka athygli á kynningu á 12-spora
starfi safnaðarins, sem fram mun
fara að loknum kvöldsöng í kirkj-
unni, þriðjudaginn 11. janúar kl.
20.30.
Kvöldmessa í
Laugarneskirkju
ÞAÐ er gott að koma í kvöldmessu í
Laugarneskirkju, þar sem djassinn
dunar í bland við Guðsorðið og
bænamálið. Kór Laugarneskirkju
leiðir gospelsönginn og djass-
kvartett Gunnars Gunnarssonar
leikur. Auk Gunnars eru þar
Sigurður Flosason á saxófón, Tóm-
as R. Einarsson á kontrabassa og
Matthías M.D. Hemstock á tromm-
ur. Bjarni Karlsson sóknarprestur
og Sigurbjörn Þorkelsson með-
hjálpari munu þjóna við messuna
sem hefst sunnudaginn 9. janúar kl.
20.30, en djassinn hefst í húsinu kl.
20 og því er gott að koma snemma í
góð sæti og njóta alls frá byrjun.
Karlakór og gestir
í Neskirkju
Í MESSU sunnudagsins sem hefst
kl. 11 mun Kór Frímúrara leiða
safnaðarsöng undir stjórn Jóns
Kristins Cortes. Félagar úr frímúr-
arastúkunni Glitni heimsækja Nes-
kirkju ásamt mökum sínum og lesa
tveir þeirra, Jóhann Heiðar Jó-
Morgunblaðið/Jim SmartSeltjarnarneskirkja
UMRÆÐAN
SPURNING: Er það satt að búið
sé að drepa eitt hundrað þúsund
manns í Írak síðan styrjöldin hófst?
Forsætis: Fjölmiðlar eru eitthvað
að segja það. Við skulum ekki gefa
um það. Við skulum
vera að horfa til fram-
tíðar sem er í öruggum
höndum Foringjans
Mikla, Búss, og Rums-
felds hins gikkfúsa, en
þeir hafa falið mér um-
sjón með ófundnum
eiturefnavopnabirgð-
um í Írak, sem „ég hef
alltaf vitað að eru til“
svo ég vitni orðrétt í
sjálfan mig frá því fyrir
ári síðan.
Spurning: Var inn-
rásin í Írak ólögleg?
Forsætis: Kofi Ann-
an er eitthvað að segja
það. Við skulum ekki
gefa um það. Við skul-
um trúa fyrrverandi
forsætis sem sagði 2.
október 2003 í alþingi
að innrásin í Írak hefði
verið „löghelguð af
samþykktum Samein-
uðu þjóðanna“.
Spurning: Voruð þið
flokksformenn ríkis-
stjórnarflokkanna um-
boðslausir þegar þið af-
réðuð að eiga aðild að
stríðinu í Írak?
Forsætis: Stjórnarandstaðan er
eitthvað að segja það. Við skulum
ekki gefa um það. Við höfum alls-
herjarumboð frá þingflokkum okkar
í öllum málum. Ég vil einnig benda á
að fiskverkandi á Bakkafirði lýsti því
yfir í grein í Morgunblaðinu rétt fyr-
ir sjálfa jólahátíðina að við hefðum
haft skýlaust umboð. Þetta sýnir að
forystumenn í undirstöðuatvinnu-
greinum þjóðarinnar skynja að það
borgar sig að efla og styrkja stjórn-
völd, eins og nú standa sakir. Þau
láta engan eiga inni hjá sér, hvorki
gott né illt.
Spurning: Var málið ekki rætt í
þingflokkum ríkisstjórnarinnar?
Forsætis: Kristinn H. Gunnarsson
var eitthvað að segja það. Við skulum
ekki gefa um það. En sárbitur
reynsla ætti að sýna mönnum, sem
kjafta leyfislaust frá, að þeir fá að
kenna á kólfinum. Agi verður að vera
í hernum, eins og góði dátinn Svæk
margtók fram.
Spurning: Er það rétt að nýju
skattalögin mismuni þegnum lands-
ins?
Forsætis: Stjórnar-
andstaðan er eitthvað
að segja það. Við skul-
um ekki gefa um það.
Við skulum vera að
horfa til framtíðar, þeg-
ar þeir ríku fara að gefa
á garðann hjá þeim fá-
tæku. Það verður þeim
mun ríflegra sem þeir
munu hafa meira handa
í milli vegna sann-
gjarnra skattalækkana.
Spurning: Er það
rétt að ellilífeyrisþegar
séu mjög afskiptir um
kjarabætur?
Forsætis: Fyrrver-
andi landlæknir er eitt-
hvað að segja það. Við
skulum ekki gefa um
það. Við skulum vera að
horfa til framtíðar, þeg-
ar þeir fara að moka
inn fé samkvæmt út-
reikningum sáttasemj-
ara ríkisins. Þeir sem
núna eru að kvarta
verða að vísu með öllu
strádauðir þegar að því
kemur. En það er eins
og þar segir: Koma
tímar og koma gamlingjar.
Spurning: Er það rétt að þú ætlir
að koma á fót nefnd sem á að sirkla
út að konur verði á ný sendar heim
til sín af vinnumarkaði að passa
börn?
Forsætis: Já. Ég var að segja það
á gamlárskvöld. Við skulum gefa um
það. Engar reglur eru án undan-
tekninga. Þess vegna skulum við í
þessu falli horfa til fortíðar, þegar
konur voru kjurar heima hjá sér, og
sinntu börnum sínum með árangri
sem sjálfur biskupinn hefur vitnað
um í hátíðarmessu. Þær verða að
gera svo vel og hlýða, ella verða sett
á þær lög eins og kennarana – með
eða án gerðardóms.
Nýársskaup –
Spurningar og
sennileg svör
Sverrir Hermannsson fjallar
um áramótaskaupið
Sverrir Hermannsson
’Er það rétt aðþú ætlir að
koma á fót
nefnd sem á að
sirkla út að kon-
ur verði á ný
sendar heim til
sín af vinnu-
markaði að
passa börn?‘
Höfundur er fv. form.
Frjálslynda flokksins.
Eftirfarandi greinar eru á mbl.is:
Jakob Björnsson: „Það á að fella
niður með öllu aðkomu forsetans
að löggjafarstarfi.“
Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir:
„Ég vil hér með votta okkur mína
dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu
sem komin er upp í íslensku þjóð-
félagi með skipan Jóns Steinars
Gunnlaugssonar í stöðu hæsta-
réttardómara. Ég segi okkur af
því að ég er þolandinn í „Prófess-
orsmálinu“.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er
að án þeirrar hörðu rimmu og víð-
tæku umræðu í þjóðfélaginu sem
varð kringum undirskriftasöfnun
Umhverfisvina hefði Eyjabökkum
verið sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj-
um við að áherslan sé á „gömlu og
góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða
viljum við að námið reyni á og
þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og
sjálfstæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerðar-
menn til að lesa sjómannalögin,
vinnulöggjöfina og kjarasamn-
ingana.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið