Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Halldóra G.Magnúsdóttir
fæddist í Hvammi í
Vestmannaeyjum 18.
nóvember 1917. Hún
lést á Lundi, hjúkr-
unar- og dvalar-
heimilinu Hellu,
þriðjudaginn 28.
desember síðastlið-
inn.
Foreldrar hennar
voru Gíslína Jóns-
dóttir, fædd í Bakka-
koti undir Eyjafjöll-
um 16. nóvember
1888, dáin 22. mars
1984, og Magnús Þórðarson, fædd-
ur á Ormskoti í Fljótshlíð 24. des-
ember 1876, dáinn 1. apríl 1955.
Alsystkini Halldóru eru: Sigríð-
ur G. f. 1921, Ívar f. 1923, Gísli
Guðjón f. 1924, d. 2000, Óskar f.
1927, d. 1950, Guðrún Lilja f. 1928,
Magnús f. 1930, Klara f. 1931, d.
1987, Þórður f. 1933, Guðmundur
f. 1934.
Samfeðra eru: Þórarinn Sigurð-
ur Thorlacius f. 1906, d. 1940,
Magnús Sigurður Hlíðdal f. 1910,
d. 1995, Anna Sigrid f. 1913, d.
júní 1943, maki Páll Guðbrands-
son og eiga þau þrjú börn og níu
barnabörn. 4) Guðjón Ólafur f. 23.
ágúst 1955, maki Guðrún Barbara
Tryggvadóttir og eiga þau tvær
dætur.
Halldóra lauk hefðbundinni
skólagöngu í Vestmannaeyjum og
ólst þar upp í foreldrahúsum, elst í
stórum systkinahópi. Þegar hún
fæddist bjó fjölskyldan í Hvammi,
síðan í Miðhúsum og þá á Kornhóli
á Skansinum. 17 ára kynnist hún
Sigurbjarti sem varð lífsförunaut-
ur hennar upp frá því. Hún fluttist
með honum að Hávarðarkoti í
Þykkvabæ 1936 og þar gengu þau
inn í búreksturinn með fósturfor-
eldrum Sigurbjartar, Sesselju og
Tyrfingi, og tóku síðar við búinu.
Þar eignuðust þau börn sín fjögur
og tókust á við lífið og tilveruna. Á
efri árum bjuggu þau um tíma á
Rafstöðvarvegi 29 í Reykjavík í
sambýli við Guðjón yngsta soninn
og fjölskyldu hans. Sigurbjartur
lést fyrir rúmu ári og fluttist Hall-
dóra þá heim í Hávarðarkot til
Hjördísar dóttur sinnar og Páls
tengdasonar, þar sem hún dvaldist
þar til heilsan gaf sig og hún fór á
Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi
og síðan aðeins í rúma viku á Lund
á Hellu.
Útför Halldóru fer fram frá
Þykkvabæjarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
1991, Hafsteinn f.
1913, d. 2002, Axel H.
f. 1914, d. 2000, Ólaf-
ur Þorbjörn Maríus f.
1916, d. 1943.
Hinn 18. mars 1944
giftist Halldóra Sigur-
bjarti Guðjónssyni í
Þykkvabæ, Rangár-
vallasýslu, f. 7. mars
1918, d. 31. ágúst
2003. Foreldrar hans
voru hjónin Jónína
Valgerður Sigurðar-
dóttir, f. 27. desember
1893, d. 19. ágúst
1970, og Guðjón Guð-
mundsson, f. 5. október 1891, d.
24. nóvember 1918. Fósturforeldr-
ar hans voru Sesselja Guðmunds-
dóttir, f. 11 júní 1888, d. 16. júní
1970, og Tryfingur Björnsson, f.
13. maí 1884, d. 22. nóvember
1952.
Börn Halldóru og Sigurbjartar
eru: 1) Gíslína f. 23. apríl 1937,
maki Hafsteinn Einarsson og eiga
þau fjögur börn, fimmtán barna-
börn og eitt barnabarnabarn. 2)
Guðjón f. 5. ágúst 1940, d. 26. maí
1953 af slysförum. 3) Hjördís f. 21.
Hinn 28. desember mitt á milli
jóla- og nýárshátíðar lést tengda-
móðir mín Halldóra Magnúsdóttir.
Hún hafði lifað langa ævi og hafði
mátt sjá á eftir lífsförunaut sínum
fyrir rúmu ári, en það varð henni
þungt áfall ofan á þá staðreynd að
hún var búin að missa sjón að mestu
leyti.
Hún hafði búið í Reykjavík í sama
húsi og við sonur hennar í nokkur
ár. Eða þangað til að Sigurbjartur
maður hennar lést. Þá flutti hún aft-
ur á sitt gamla heimili að Hávarðar-
koti í Þykkvabæ þar sem hún bjó í
umsjón dóttur sinnar Hjördísar
ásamt stuðningi hinnar dóttur sinn-
ar Gíslínu sem býr á sama hlaði.
Þeim verður aldrei þakkað svo vel
sé, hvað þær létu sér annt um móður
sína og önnuðust hana á alla lund.
Dóra var oft og tíðum skemmtileg
kona, hún gat verið spaugsöm og
léttleiki einkenndi hennar lund, sem
hefur oftar en ekki fleytt henni yfir
erfiðar stundir.
Hún var mikil fjölskyldukona og
hún fylgdist vel með sínum afkom-
endum í stóru sem smáu.
Oft fannst nú unglingunum nóg
um afskiptasemina þegar hún hafði
sínar skoðanir á málunum og lét þá
óspart heyra það. En allt byggðist
þetta á væntumþykju og áhuga á
þeirra framtíð.
Hún hafði orðið fyrir þeirri sáru
reynslu að missa son sinn tólf ára
gamlan af slysförum og sú reynsla
markaði hana alla tíð. Þá var ekki
komin sú aðstoð sem nú þekkist
þeim, sem lenda í slíkum hörmung-
um. Auðvitað er aldrei hægt að
lækna slíka sorg heldur aðeins að
kenna að lifa með henni. En það
urðu þau Dóra og Sigurbjartur að
læra af sjáfum sér.
Þegar hugsað er til baka þá sé ég
fyrir mér myndir eins og á hverjum
afmælisdegi eldri dóttur minnar
hinn 19. desember kom amma henn-
ar til að samgleðjast henni. Aldrei
datt úr afmælisdagur, hún kom með
rútunni ef annað far bauðst ekki.
Einnig ef að við hjónin þurftum að
bregða okkur út fyrir landsteinana.
Þá kom hún alltaf og passaði þegar á
þurfti að halda.
Sjálf hafði hún enga löngun til að
ferðast til annarra landa, hún sagð-
ist láta aðra um það.
Eftir að hún flutti í húsið til okkar
hafði hún mikið saman að sælda við
sonardætur sínar. Sú yngri man
raunar lítið eftir sér öðru vísi en að
afi og amma úr Þykkvabænum hafi
alltaf verið til staðar, fyrst hjá okkur
en síðan fluttu þau niður í eigin íbúð
í sama húsi.
Það er mikið og gott veganesti
fyrir þær að alast upp svo náið með
afa og ömmu. Forréttindi sem svo fá
börn njóta nú til dags.
Nú um jólin eru nákvæmlega 26
ár síðan að ég kom inn í fjölskylduna
í Hávarðarkoti og tel ég það hafa
verið mitt gæfuspor.
Hávarðarkot var myndarlegt
heimili þar sem gömul gildi voru
höfð í hávegum, snyrtimennska
fylgdi Dóru hvar sem hún kom og
lærði ég margt af henni sem nýtist
mér enn í dag.
Heimilið og fjölskyldan var vett-
vangur Dóru sem hún stundaði af al-
úð.
En oft var það ærinn starfi þar
sem heimilisfaðirinn rækti opinber
störf fyrir sitt sveitarfélag og fylgdi
því oft mikill gestagangur.
Dóra var elst í stórum systkina-
hópi í Vestmannaeyjum og voru
systkinin mjög samrýmd. Móðir
hennar dvaldist síðustu æviárin á
dvalarheimilinu Lundi á Hellu og er
mér það minnisstætt að alltaf eftir
kvöldmat á aðfangadagskvöld
keyrði Páll tengdasonur hennar
hana á Lund til að móðir hennar yrði
ekki ein á þessu hátíðarkvöldi.
Segir þetta margt um þau bæði.
Einnig var það hennar fyrsta verk
að eftir að klukkan hafði slegið tólf á
gamlárskvöld þá hringdi hún í börn-
in sín, þau sem ekki voru hjá henni,
til að óska þeim gleðilegs árs.
Síðasta gamlárskvöld sló klukkan
tólf en þögnin sem á eftir kom var
aðeins rofin af utanaðkomandi skot-
hvellum.
Í þetta sinn hringdi síminn ekki.
Guð geymi þig elsku Dóra mín.
Þín tengdadóttir
Guðrún Barbara.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Þessar fallegu sálmalínur komu
upp í hugann að morgni 28. desem-
ber þegar við vorum látin vita að
amma Dóra hefði kvatt þennan heim
þá um morguninn, á áttugasta og
áttunda aldursári.
Það hafði legið fyrir um nokkurt
skeið að hverju stefndi, en samt
bregður fólki alltaf við fréttina sem
óhjákvæmileg er hjá okkur öllum,
fyrr eða síðar.
Við systkinin urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að alast upp í faðmi
stórfjölskyldunnar. Um stuttan tíma
voru meira að segja fjórir ættliðir
samtíða í Hávarðarkoti. Þó að
þröngværi á þingi var samkomulag-
ið samt furðu gott.
Það er þroskandi fyrir börn að fá
að alast upp með ömmu og afa í
heimilinu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Minningarnar streyma um hug-
ann. Öll umhyggjan og væntum-
þykjan sem við vorum umvafin.
Stöðugt fylgst með og reynt að leið-
beina og vernda. Alltaf til staðar ef á
bjátaði. Klapp á kinn ef illa gekk, og
svo margt fleira.
Hugurinn staldrar við söguna af
atburðinum 1953 sem markaði svo
djúp sár að aldrei greru, þegar 12
ára gamall sonur verður fyrir slysi
og deyr. Aldrei hægt að ræða um án
þess að tár sjáist á hvarmi.
Líka sagðar sögur af uppvextin-
um í Vestmannaeyjum og lífinu þar í
stórum systkinahópi, og hvernig allt
var þegar komið var í Hávarðarkot
1936. Breytingarnar miklar, nánast
algerar. Ekkert rafmagn, enginn
sími, og tækin frumstæð sem unnið
var með við búskapinn.Umhugsun-
arvert fyrir okkur, að velta fyrir
okkur breytingunni sem kynslóðin
sem amma tilheyrir hefur gengið í
gegnum.
Kveðjustundin er komin. Þú
hverfur nú til nýrra heima. Við vit-
um að þar verður tekið vel á móti
þér og margir hafa beðið komu þinn-
ar. Þar verður þú umvafin þeim
kærleik og hlýju sem þú veittir okk-
ur í þessu lífi. Þar bíða litli dreng-
urinn, afi og allir hinir sem farnir
eru. Við þökkum fyrir samveruna
alla tíð.
Far þú í friði,
Friður Guðs þig blessi,
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Sigurbjartur, María,
Guðbrandur og fjölskyldur.
Elsku amma.
Ég veit eiginlega ekki hvernig ég
á að hefja þessa minningargrein um
þig elsku amma mín, af því að þú
varst mér svo miklu meira en bara
venjuleg amma.
Ég ætla ekki heldur að hafa þessa
minningargrein um þig eins og þú
sért ekki til lengur. Af því að þú ert
til, bara á öðrum stað. Hjá afa Sig-
urbjarti og hjá Guðjóni, Guðjóni sem
þú hefur saknað svo mikið.
Amma mín. Ég hef verið svo ótrú-
lega heppin að fá að hafa þig aðeins
nær mér en flest barnabörn fá að
hafa ömmur sínar og afa. Þú hefur
búið í sama húsi og ég frá því að ég
man eftir mér. Þú hefur alið mig upp
eins og þriðja foreldri, og kennt mér
lífsreglurnar eins og harður kenn-
ari. En þess á milli hefurðu haldið
utan um mig og veitt mér hlýju.
Ömmuhlýju.
Ég man þegar ég og vinkona mín
vorum alltaf að leika okkur í barbí-
leikjum hér heima þegar ég var
yngri. Við drösluðum ótrúlega mikið
til. Þú varst heldur ekkert ánægð
með þetta og skammaðir okkur mik-
ið. Og stundum skammaðir þú vin-
konu mína jafnvel meira en mig af
því að ég draslaði nær eingöngu
svona mikið út með henni. En svo
man ég þegar þessi vinkona mín átti
afmæli, þá gafstu henni fína gjöf, og
ég man þess fá dæmi að ömmur gefi
vinum barnabarna sinna gjafir. Þú
varst stundum hörð og reyndir að
kenna mér en þar á eftir sýndir þú
hvað þér þótti vænt um mig.
Þú ert svoleiðis kona. Svoleiðis
amma.
Manstu hvað þið afi kennduð mér
mörg spil að spila? Manstu þegar
mér tókst loksins að spila við ykkur
marías? Hvað mér fannst ég sér-
stök, af því það kunna ekki mjög
margir spilið marías.
Einn sumardag vaknaði ég svaka-
lega spennt og hugsaði – hey! Amma
og afi eru flutt í kjallaraíbúðina. Og
ég hljóp niður eins og fætur toguðu
og hitti þig, þar sem þú stóðst í eld-
húsinu og varst að laga kaffi. Og afi
sat inni í stofu að horfa á boltann,
eins og alltaf þegar boltinn var á
dagskrá. Þá leið mér svo vel.
Mér líður ennþá vel af því að ég
fæ að halda í stóran hluta af þér og
afa í hjartanu mínu, í minningunum.
En ekki bara í þeim. Ég er svo
hreykin af að heita nöfnunum ykkar.
Halldóra og Sigurbjartur. Dóra
Björt.
Amma mín, elskan mín. Amma og
afi. Þið vitið að ég elska ykkur. Eins
og ég sagði svo oft. Takk fyrir allt.
Með mér ber ég söknuð í hjarta,
en lít ég þó á framtíð bjarta.
Þú verður þar,
og mótar mitt far.
Sjá, nú hef ég þínu að skarta.
Dóra Björt Guðjónsdóttir.
Elsku amma, nú er komið að leið-
arenda.
Þrátt fyrir að við höfum reynt að
búa okkur undir brottför þína er erf-
itt að sjá á eftir þér. Það er svo
margt sem við ætluðum að spyrja
þig um en geymdum einhvern veg-
inn alltaf þar til síðar. Það verður að
bíða enn um sinn. Ósjaldan var leit-
að til ykkar afa þegar vinna þurfti
ritgerðir eða önnur verkefni fyrir
skólann og áttuð þið þá margar góð-
ar sögur að segja frá fyrri tíð. Nú
fellur það í hendur annarra að deila
reynslu sinni með okkur sem yngri
erum. Við vitum að þér líður betur
núna og að þú ert komin í fangið á
afa sem þú hefur saknað svo mikið.
Fyrir það erum við þakklát.
Takk fyrir okkur elsku amma,
Hjördís, Ragnhildur,
Þórður og Ómar Páll.
Elskulega amma mín. Núna ertu
farin til afa og Guðjóns þíns, á betri
stað. Búin að endurheimta sjónina
og heilsuna á ný. Þið afi sitjið eflaust
meðal englanna og brosið niður til
okkar og amma nýtur þess að vera
komin með sjónina aftur og horfir til
okkar.
Ég á margar minningar um þig,
amma, sem ég mun geyma í hjart-
anu mínu til æviloka. Ég á eftir að
sakna þín sárt og skemmtilegu
spjallanna okkar og hlutanna sem
við gerðum saman. Ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa fengið að búa með
þér og afa í Elliðaárdalnum þessi ár
sem þið bjugguð hér. Við urðum svo
nánar og fylgdumst vel með öllu hjá
hvor annarri. Þú passaðir alltaf vel
upp á alla í kringum þig og hafðir
áhyggjur af öllum, stundum kannski
aðeins of miklar áhyggjur. Sumir
segja að ég sé svolítið lík þér hvað
það varðar. Við vorum nú stundum
góðar saman amma. Ég man sér-
staklega eftir því þegar mamma og
pabbi fóru til útlanda eitt sinn. Ég
og Dóra sváfum uppi einar, en þú,
afi, Guðbrandur og Kristín í kjall-
aranum. Svo þegar nóttin kom þá
greip mig þessi mikla hræðsla. Ég
var viss um að einhver hefði tekið í
útidyrahurðarhúninn og reynt að
komast inn. Ég herti upp hugann og
hljóp niður í kjallara til þín og sagði
þér að ég væri nú viss um að einhver
hefði verið að taka í hurðarhúninn
uppi. Það þurfti sko ekki að segja
þér það tvisvar og við fórum saman
upp og hófumst handa. Lokuðum
hleranum vel með stólum og alls-
kyns þungu dóti sem við náðum í,
það átti sko enginn að geta komið í
gegnum þvottahúsið inn til okkar.
Þessa nótt sofnuðum við báðar
sallarólegar eftir að hafa gengið frá
öllu svona vel hjá okkur. Þetta lýsir
vel, því sem við tókum upp á saman.
Þú varst nú ekki alltaf hrifin af
uppátækjunum mínum. Skildir ekki
hvernig mér datt í hug að vera fá
mér þessi dýr og binda mig yfir
þeim. Ég byrjaði á því að kaupa mér
kisu þegar ég var átta ára og svo
núna fyrir ári síðan keypti ég mér
hund. Þér leist nú alls ekki á blikuna
og oftar en ekki þá sagðirðu mér að
selja hundinn og hætta þessari vit-
leysu. En samt hafðir þú heimsins
mestu áhyggjur af dýrunum. Þegar
við fórum t.d. til útlanda þá hafðir þú
alltaf mestar áhyggjur af Bröndu.
Hver hugsaði um hana og gæfi
henni að borða? Það var sama með
Ísey þegar hún kom til sögunnar. Þá
spurðirðu mikið um hana og hvort
hún fengi ekki örugglega nóg að
borða, hvort hún væri nokkuð laus
úti og svona mætti lengi telja.
Eftir að afi dó þá fluttistu aftur í
Þykkvabæinn í Hávarðarkot. Samt
vantaði ekki áhugann að fylgjast
með okkur í Reykjavíkinni. Þó þú
værir alveg hætt að sjá á símann þá
baðstu Hjördísi bara um að hringja
fyrir þig í okkur. Mér þótti svo gam-
an að heyra í þér þegar við töluðum
saman í síma. Þú varst forvitin og
dugleg að spyrja um hitt og þetta.
En nú þarftu ekki að spyrja mig
lengur heldur getur bara kíkt niður
og séð hvernig gengur. Það var líka
gaman að heimsækja þig í Há-
varðarkot eins og þegar ég var lítil.
Það verður skrýtið að koma núna í
heimsókn í sveitina og geta ekki far-
ið rakleiðis í faðm þinn, knúsað þig
og kysst, því að mér finnst eins og
þú sért þar enn.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum amma mín, þær eru
mér ómetanlegar og ég geymi þær í
hjarta mínu þangað til við hittumst á
ný. Ég veit að þú og afi vakið yfir
okkur og passið upp á okkur hin,
sem elskuðum ykkur svo mikið. Ég
elska þig.
Þín
Sigrún Lilja.
HALLDÓRA G.
MAGNÚSDÓTTIR
Frænka okkar og vinkona,
EDDA INGÓLFSDÓTTIR,
lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn
27. desember síðastliðinn.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á
dvalarheimilinu Felli, Skipholti 21, Reykjavík,
fyrir góða umönnun.
Kolbrún Eggertsdóttir, Sigurður Konráðsson,
Heiða Lára Eggertsdóttir,
Guðrún Eggertsdóttir, Rúnar Guðmundsson,
Sigríður Kolbeinsdóttir,
Þorbjörg Kolbeinsdóttir, Vignir Jónsson,
Ingólfur Kolbeinsson, Steinunn Þorleifsdóttir,
Ingibjörg Kolbeinsdóttir,
Sesselja Ólafía Einarsdóttir
og fjölskyldur.