Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 39
MINNINGAR
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR TRYGGVASON
fyrrv. bóndi og organisti
á Ytra-Hvarfi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu, Dalbæ, fimmtudaginn 6. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ GuðmundurHelgi Sigurðsson
fæddist á Kirkjubóli í
Fífustaðardal í Ketil-
dalahreppi 24. maí
1916. Hann lést á
Sjúkrahúsi Patreks-
fjarðar 1. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Sigurður
Halldór Jónsson, f.
24.9. 1880, d. 1.5.
1947, og Jóna Mar-
grét Jónsdóttir, f.
5.4. 1879, d. 17.11.
1917. Systkini hans
voru Guðrún Árný, f.
21.6. 1908, Jónfríður Sumarlína
Guðrún Enesa, f. 29.9. 1910, Guð-
munda Ingveldur, f. 21.6. 1912,
Sigríður Jóna Sabína, f. 4. 12.
1913, og Jón Marías, f. 3. 11. 1917.
Þau eru öll látin.
Hinn 14. nóvember 1939 kvænt-
ist Guðmundur Ólafíu Sigurrós
Einarsdóttur, f. 29. ágúst 1919, d.
29.7. 1997. Foreldrar hennar voru
Einar Ebenezersson, f. 13.5. 1879,
d. 1.7. 1952, og Guðríður Ásgeirs-
dóttir, f. 20.1. 1883, d. 24.2. 1961.
Guðmundur og Ólafía eignuðust
sjö börn, þau eru: Sverrir, f. 13.5.
1939, d. 15.11. 1977, kvæntur El-
ínu Magnúsdóttur, f. 29.9. 1941,
Gretar Jón, f. 23.4. 1941, kvæntur
Önnu Jónu Árna-
dóttur, f. 31.1. 1947,
Brynhildur Nanna, f.
29.6. 1944, gift Jóni
Erni Gissurarsyni, f.
29.9. 1939, Guðríður,
f. 11.9. 1946, gift
Hrafni Guðmunds-
syni, f. 28.5. 1946,
Sigfríður María, f.
6.8. 1949, gift Birgi
Ingólfssyni, f. 10.3.
1942, Bjarghildur
Fanney, f. 23.1.
1955, og Arney
Huld, f. 16.6. 1961,
gift Jóhannesi Kon-
ráði Jóhannessyni, f. 6.4. 1948.
Barna- og barnabörnin nálgast nú
sjötta tuginn.
Guðmundur ólst upp í Ketildöl-
um til 12 ára aldurs en fluttist þá
með föður sínum að Innri-Litlu-
hlíð á Barðaströnd. Þar hófu þau
Ólafía sinn búskap 1939. Þau
fluttust að Brekkuvöllum á Barða-
strönd 1952. Þar bjuggu þau hjón-
in til 1979 er þau hættu búskap og
fluttust til Patreksfjarðar. Á Pat-
reksfirði starfaði Guðmundur
lengst af hjá Fiskverkuninni
Odda.
Útför Guðmundar fer fram frá
Patreksfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Þakka þér, pabbi, fyrir að ganga
stíginn með mér – vara mig við hol-
um og hálum blettum. Þakka þér
fyrir að sjá þegar ég gat útkljáð
hlutina upp á eigin spýtur – og fyrir
að leyfa mér að halda því áfram. En
þó aldrei alveg á eigin fótum. Ég
vissi að þú varst nálægur – við hinn
endann á símanum.
Á stað sem ég gat alltaf fundið þig.
(Pam Brown.)
Með þökk fyrir allt,
Arney Huld og
Jóhannes Konráð.
Elsku afi.
Með þér leið mín lá
um liljum skrýdda grund.
Hjá þér muna má
ég marga glaða stund;
þú ert horfin heim,
ég hvorki græt né styn,
en aldrei hef ég átt
né eignast betri vin.
(Káinn.)
Þín
Sædís Hrönn og
Hafliði Þorkell.
„Lágvaxinn, kímleitur maður í
gamalli úlpu með húfu á höfði, vinn-
ur við móttöku á Patreksfirði. Hann
kemur um borð og er spaugsamur, á
hógværan hátt. Þetta reyndist vera
Guðmundur Sigurðsson, fyrrum
bóndi á Barðaströnd.“ Svo lýsti rit-
stjóri Sjómannablaðsins Víkings vini
mínum Guðmundi í grein sem skrif-
uð var í janúar 1983. Í dag, rúmum
20 árum síðar, er minn kæri vinur
lagður til hinstu hvílu. Nokkuð er
síðan hann hóf biðina eftir hvíldinni
en Ólafíu konu sína missti hann
1997. Þegar ég kveð vin minn flæða
minningar liðinna ára um vinskap
sem átti sér djúpar rætur. Hvað dró
okkur saman var í valdi æðri mátt-
arvalda sem ákváðu stað og stund.
Ég man þegar ég, sem leiðsögumað-
ur á norsku leiguskipi, kom að
bryggju á Patreksfirði í kringum
1980 og hitti þennan lágvaxna mann
sem hafði þá hafið störf á skipaaf-
greiðslu kaupfélagsins á staðnum.
Það leið ekki á löngu þar til með okk-
ur tókst samband og vinskapur sem
átti eftir að breyta mér og lífsskoð-
unum mínum til frambúðar. Guð-
mundur var jafnaldri föður míns en
afmælisdagar okkar lágu því sem
næst saman en aðeins tvo daga skildi
þar á milli.
Eftir símtal frá Bjarghildi dóttur
Guðmundar á annan dag í nýju ári
þar sem hún sagði mér frá andláti
föður síns reikaði hugur minn til lið-
inna ára. Minningarnar streymdu
fram og leiddu hugann til okkar
kynna, okkar samtala um andleg og
veraldleg málefni og síðast en ekki
síst þær fjölmörgu vísur sem hann
orti og gaf mér. Þær hef ég varðveitt
sem sjáaldur augna minna og voru
þær þegar teknar fram úr fylgsnum
sínum.
Það er erfitt að útskýra þau
sterku tengsl og vináttu sem við
bundumst en fólk að handan kom
þeim á. Hverjir það voru vissum við
ekki þá en nú mun vinur minn fá
vitneskjuna en ákveðnar grunsemd-
ir voru þó uppi hjá okkur. Guðmund-
ur sá það sem aðrir sáu ekki og miðl-
aði boðum. Þannig átti hann eftir að
veita mér mikla hjálp, leiðbeina og
kenna. Þrátt fyrir það vildi Guð-
mundur hafa sem fæst orð þar um
og var ávallt lítillátur á þann styrk
sem hann veitti mér. Þótt ég hafi
siglt um Vestfjarðahafnir, sem og
aðrar hafnir landsins, um áratuga
skeið sigldi Guðmundur aldrei með
mér í þeim skilningi. Það gerðist þó
einn daginn að hann hringdi í mig og
lýsti fyrir mér draumi sem hann
hafði dreymt þá um nóttina. Hans
lýsing á „draumnum“ var nákvæm
lýsing á upplifun og sýn minni í því
versta veðri sem ég hef lent í til sjós.
Hann hafði þá ekki haft vitneskju
um þann atburð. Það varð mér ljóst
að við fórum saman í þessa siglingu
en hann sá hana einnig með öðrum
hætti eða hversu hætt skipi og áhöfn
var komið í þessu veðri.
Í seinni tíð fækkaði þeim stundum
að fundum okkar bar saman en sím-
tölin og jólakortin voru þó áfram
okkar tenging. Guðmundur sagði
reyndar við mig einn daginn að við
ættum ekki eftir að hittast framar
en því neitaði ég Guðmundi um. Við
áttum þó aðeins eftir að hittast einu
sinni eftir það. Dætrum Guðmundar
vil ég þakka fyrir þær mörgu hring-
ingar sem ég fékk frá þeim þar sem
þær létu mig vita af föður sínum og
leiddi ein þeirra meðal annars til
okkar síðasta fundar. Síðustu stund-
ir okkar saman áttum við í stofunni
heima hjá Arney dóttur Guðmundar,
í Reykjavík, þar sem við sátum og
ræddum saman og héldumst í hend-
ur. Við vissum þá báðir að langt yrði
þar til við hittumst á ný. Nú veit ég
þó að minn vinur mun gjóa augum til
mín öðru hvoru og heimsækja mig í
draumum eftir að hann hefur heilsað
upp á alla þá sem að handan bíða
hans.
Í byrjun vitnaði ég í grein rit-
stjóra Sjómannablaðsins Víkings. Í
áframhaldi var skrifað: „Hann skýt-
ur vísu að Hilmari sem hann orti eft-
ir að þeir töluðu saman í síma fyrr
um morguninn.“ Ætla ég því að lok-
um að vísa til kveðskapar sem þú
ortir eitt sinn og læddir í vasa minn í
einni af minni fjölmörgu viðkomum á
Patreksfirði sem hljóðar svo:
Biðstu ekki vægðar þótt baráttan harðni
og bjóddu ekki heldur grið.
Þótt auðvaldsins postular veginn þér varði
til velferðar, bjóddu aldrei frið.
Fyrr en þinn réttur er traustur og tryggur
og takmarki þínu náð.
En íslenskt skal allt sem að eftir þig liggur
og erlendu stórveldi ei háð.
Þín skilaboð voru skýr. Ég mun
ekki geta fylgt þér, kæri vinur, síð-
asta spölinn þar sem ég verð staddur
á erlendri grundu að berjast fyrir ís-
lensku takmarki mínu.
Fjölskyldu, vinum og öðrum ætt-
ingjum votta ég mína innilegustu
samúð.
Hilmar Snorrason.
GUÐMUNDUR HELGI
SIGURÐSSON
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is
MOSAIK
af legsteinum
gegn staðgreiðslu
í janúar og febrúar
Sendum myndalista
15% afsláttur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÁSTVALDUR STEFÁN STEFÁNSSON
málarameistari,
Lautasmára 1,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 6. janúar.
Guðrún G. Jónsdóttir,
Birna G. Ástvaldsdóttir, Einar Ágústsson,
Þuríður Ástvaldsdóttir, Hjörtur Þ. Hauksson,
Edda Ástvaldsdóttir, Alexander Ingimarsson,
Stefán Örn Ástvaldsson, Guðveig Jóna Hilmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Görðum,
Ægisíðu 52,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut fimmtudaginn 6. janúar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ólafur Rúnar Jónsson,
Ólöf Kristín Sigurðardóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INDRIÐI SIGURÐSSON,
Holtsgötu 41,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 10. janúar kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Krabbameinsfélagið.
Svava Jenný Þorsteinsdóttir,
Guðrún Indriðadóttir, Stefán Haraldsson,
Sigurður Indriðason, Sólveig Kristinsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN SIGURÐSSON
fyrrv. bifreiðaeftirlitsmaður,
Austurvegi 31, Selfossi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á
Selfossi fimmtudaginn 6. janúar.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn
14. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Vinafélag heimilisfólks á
Ljósheimum.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Guðmundur Kr. Jónsson, Lára Ólafsdóttir,
Sigurður Jónsson, Esther Óskarsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir, Magnús Óskarsson,
Gísli Á Jónsson, Emelía Gränz,
SigríðurJónsdóttir, Valtýr Pálsson,
Kári Jónsson, Kristjana Kjartansdóttir,
Gunnar Jónsson, Anna Fríða Bjarnadóttir,
Ásmundur Jónsson, Margrét Alice Birgisdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLI JÓHANNES RAGNARSSON,
Gyðufelli 12,
Reykjavík,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi fimmtudaginn 6. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Reynir Ö. Ólason, Jóhanna Stígsdóttir,
Þórunn R. Óladóttir, Ernst Berndsen,
Anna G. Óladóttir, Gústaf A. Ólafsson,
Hörður H. Ólason, Hafdís Y. Ólason,
Laufey M. Óladóttir, Sigurjón Gunnarsson,
Hólmfríður Óladóttir, Randver Elísson,
Helgi S. Ólason, Guðrún R. Valgeirsdóttir,
Sölvi S. Ólason, Margrét Pálsdóttir,
Linda B. Óladóttir, Bryan Baker
og fjölskyldur þeirra.