Morgunblaðið - 08.01.2005, Page 40
40 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Valtýr Guð-mundsson fædd-
ist í Gröf í Laxárdal
í Dalasýslu 12. okt.
1914. Hann lést í St.
Franciskusspítalan-
um í Stykkishólmi
31. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Eggertsson
söðlasmiður og
bóndi á Nýp á
Skarðsströnd, f. 1.
mars 1890, d. 18.
okt. 1942, og Sigríð-
ur Guðmundsdóttir,
f. 20. júlí 1885, d. 12. nóv. 1963.
Systkini Valtýs eru Stefán, f. 8.
júní 1913, d. 3. júní 2003, Guð-
laugur, f. 21. nóv. 1917, Gestur,
f. 12. feb. 1923, Guðmunda Val-
gerður, f. 18. apríl 1924, og Jón
Óskar, f. 18. feb. 1929.
Valtýr kvæntist 3. ágúst 1940
Ingunni Sveinsdóttur frá Sveins-
stöðum í Dalasýslu, f. 10. maí
1918. Börn þeirra eru: 1) Val-
gerður, f. 26. okt. 1940, maki
Sæbjörn Jónsson, f. 19. okt.
1938, þau eiga fjögur börn. 2)
Sveinlaug Salome, f. 27. ágúst
1942, maki Rögnvaldur Lárus-
son, f. 8. mars 1938, d. 7. feb.
2003, þau eiga þrjár dætur. 3)
Rut Meldal, f. 4.
feb. 1947, maki I
Þorsteinn Björg-
vinsson, f. 19. júlí
1944, d. 26. ágúst
1988, þau eiga þrjá
syni. Maki II Gylfi
Haraldsson, f. 7.
apríl 1946. 4) Guð-
mundur Valur, f.
26. desember 1949,
maki Steinunn Dóra
Garðarsdóttir, f. 5.
sept. 1956, þau eiga
tvö börn. 5) Valtýr
Friðgeir, f. 1. sept.
1954. Fyrrv. maki
Sigrún Kristjánsdóttir, f. 20.
apríl 1961. Þau eiga þrjá syni,
en tvær dætur þeirra, f. 24. nóv.
1977, létust samdægurs. Afkom-
endur Valtýs og Ingunnar eru
54.
Valtýr og Ingunn byrjuðu sinn
búskap í Reykjavík og bjuggu
einnig í Kópavogi. Þau fluttu til
Stykkishólms 1950 og áttu þar
heima síðan. Valtýr lærði húsa-
smíði í Reykjavík, gekk í Iðn-
skólann þar og tók meistarapróf
í iðngrein sinni 1943. Hann vann
við húsasmíðar alla tíð síðan.
Útför Valtýs verður gerð frá
Stykkishólmskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Mig langar að minnast tengdaföð-
ur míns með þessum orðum.
Valtýr fæddist á Nýp á Skarðs-
strönd í Dalasýslu og ólst þar upp
sín fyrstu ár. Atvik höguðu því svo,
að hann dvaldi á heimili föðurbróður
síns í Rauðbarðaholti í Hvammssveit
í sömu sýslu öll sín unglingsár. Hann
ólst upp við erfiði þess tíma, fór
strax að vinna þegar hann gat og dró
ekki af sér. Bústörf heilluðu hann þó
ekki og fór hann til Reykjavíkur í
iðnnám undir tvítugt. Húsasmíðin
átti hug hans allan og lauk hann
meistaraprófi í iðn sinni 1943. Hann
hafði nokkrum árum áður eða 3.
ágúst 1940 gengið að eiga sína heitt-
elskuðu Ingunni Sveinsdóttur frá
Sveinsstöðum í Klofningshreppi.
Þau því bæði Dalafólk. Heimili sitt
áttu þau á Reykjavíkursvæðinu fram
til 1950, en fluttu þá til Stykkishólms
og bjuggu þar síðan. Þrjár dætur
þeirra og eldri sonurinn komu með
þeim í Hólminn, en yngri sonurinn
fæddist þar 1954. Heimili þeirra í
Hólminum stóð alltaf gestum opið og
var þar mjög gestkvæmt. 64 ár
höfðu þau verið í hjónabandi Ingunn
og Valtýr við andlát hans. Ingunn
tengdamóðir mín lifir mann sinn 86
ára, nokkuð þrotin að kröftum en vel
ern. Valtýr var flinkur og harðdug-
legur smiður og sá um smíði margra
húsa. Laghentur var hann. Valtýr og
Ingunn, sannir Dalamenn, fóru ekki
ánægjulegri ferðir en á æskuslóðirn-
ar og miðluðu fylgdarfólki ómældum
fróðleik í þessum ferðum. Þau hjón
voru mjög samhent og mér fannst
einkenni Valtýs vera trúmennska,
dugnaður, heiðarleiki, samviskusemi
og greiðasemi í garð annarra. Valtýr
og Ingunn komu oft hingað í Laug-
arás til okkar Rutar, bæði síðast
2002. Eftir það treysti hann sér ekki,
vildi ekki íþyngja öðrum með veik-
leika sínum. Það er gott að tengjast
inn í slíka fjölskyldu, vera alltaf vel
tekið og nóg um að ræða. Valtý,
þessum athafnamanni, þótti verst að
missa verkstæðið sitt við flutning í
íbúð við Dvalarheimilið 1991. Nú er
hann allur. Langri starfsævi lokið.
Minningin lifir. Ég votta tengda-
móður minni innilega samúð.
Gylfi Haraldsson.
Elsku afi.
Nú ertu farinn og þín er sárt sakn-
að. Það rifjast upp fyrir okkur systk-
inunum margar góðar minningar um
þig. Það var alltaf fastur liður hjá
okkur á uppvaxtarárum okkar að
fara til ykkar ömmu í Stykkishólm-
inn á sumrin. Fyrir okkur að koma
úr borginni til ykkar var ævintýri
líkast. Þú varst alltaf svo glaður að
sjá okkur og vildir að við byrjuðum á
að koma inn í eldhúsið og fá okkur
bita. Þar var amma búin að leggja á
veisluborð og síðan var haldið á vit
ævintýranna. Svo var það alltaf svo
spennandi þegar þú fórst með okkur
á smíðaverkstæðið þitt sem var í
skúrnum við hliðina á íbúðarhúsinu á
Austurgötu. Þar var svo margt sem
þú gast sýnt okkur og oft fylgdumst
við með þegar þú varst að smíða eitt-
hvað. Okkur er það afar minnisstætt
þegar þú varst að brýna ljáinn og
fórst svo að slá blettinn með orfi og
ljá. Þegar við vorum í heimsókn
þurftir þú ekki annað en að slá því
við sáum um heyið. Þú naust þess að
hafa okkur hjá þér, það fundum við
svo vel.
Þegar við vorum komin á fullorð-
insár og komum í heimsókn var allt-
af tekið jafn hlýlega á móti okkur og
barnabarnabörnunum ykkar. Þá
rifjuðust upp margar góðar minn-
ingar frá æskuárunum.
Við geymum með gleði stundina
sem við áttum með þér hinn 12. októ-
ber síðastliðinn þegar þú hélst upp á
níræðisafmælið.
Nú kveðjum við þig elsku afi sem
alltaf varst svo góður við okkur og
biðjum við guð að varðveita þig.
Þín barnabörn
Jón Aðalsteinn, Valbjörn,
Alma og Smári.
Ljúft er að minnast mágs míns
Valtýs Guðmundssonar bygginga-
meistara. Hann var mömmu afar
hjálplegur 1937–39 eftir að pabbi dó
’36 frá tíu systkinum, sjö um og inn-
an við fermingu. Þá voru oft erfiðir
tímar.
Valtýr ólst upp í Rauðbarðaholti
hjá Kristmundi Eggertssyni föður-
bróður sínum og hans ágætu konu,
vann mikið sem títt var með dugleg
börn og reyndist óvenjuduglegur og
laginn við öll verk. Snemma vaknaði
áhugi hans á smíðum. Ungur reisti
hann íbúðarhús fyrir foreldra sína,
sem þá bjuggu á Nýp á Skarðs-
strönd, og þótti þrekvirki svo ungum
pilti.
Valtýr og Inga systir fluttu með
dóttur sína í Kópavog ’41. Hann
lærði húsasmíði hjá Magnúsi Ketil-
bjarnarsyni, fór á reiðhjóli í vinnuna,
heim og í Iðnskólann, sem þá var
kvöldskóli.
Sumarið 1942 eignuðust þau aðra
dóttur og fæddist vestur á Sveins-
stöðum. Næst bjuggu þau í Garða-
stræti 49, þar var hægara um vik, og
svo í Þvervogi 38 í Skerjafirði og allt-
af hjólaði Valtýr.
Ég leigði þá hjá þeim herbergi.
Litlu ljúfu dæturnar komu oft í
heimsókn til frænda. Gestrisni, hlýja
og myndarskapur fylgdu þeim alla
tíð.
Valtýr lauk námi og stundaði iðn
sína í Reykjavík í 15 ár. Þá fluttu þau
af Fálkagötu til Stykkishólms. Þar
vann hann sem byggingameistari og
verkstjóri Stykkishólmshrepps og í
nágrannasveitum í áratugi. Verk
Valtýs voru ákaflega vönduð og
traust og ekki flanað að neinu.
Mörgum lagði hann ráð og reyndust
vel enda heilindamaður og verk-
glöggur.
Hann var einstakur heimilisfaðir,
afi og langafi og naut þess meðan
heilsan leyfði. Alltaf var hann hress
og til í að gera að gamni sínu enda
áttum við fjölda góðra stunda alla
tíð. Hann var einstaklega þakklátur
þeim sem hlynntu að honum síðustu
árin; sinni góðu konu og börnum,
starfsfólki á Dvalarheimilinu í
Stykkishólmi, læknum og hjúkrun-
arfólki á spítalanum.
Kæri vinur, við biðjum þér guðs-
blessunar í fyrirheitna landinu og
þökkum góða samfylgd. Konu þinni,
börnum og barnabörnum sendum
við okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Kristinn Sveinsson
frá Sveinsstöðum,
Margrét Jörundsdóttir.
Þau eru orðin allnokkur sumrin
sem Dalirnir hafa kallað okkur til
sín. Ófáar voru ferðirnar í Stykkis-
hólm er farið var í siglingu með
Eyjaferðum. Við hófum þær oftar en
ekki á heimsókn til Valtýs og Ingu.
Jafnan var uppreitt gnægtaborð og
spjallað um heima og geima. Valtýr
var orðvar maður, flíkaði engu, en ef
á hann var gengið lumaði hann á
margri góðri sögu og fróðleik um
mannlíf og lífsbaráttu fyrri ára. Þá
flaut gjarna með ein og önnur hnytt-
in saga í safn grúskarans.
Mér er ein þessara ferða einkar
minnisstæð. Hjónin tóku á móti okk-
ur í sólskinsskapi eins og vanalega,
bakkelsið töfrað fram úr skápum og
risastór konfektkassi í ofanálag.
Valtýr var í essinu sínu og rifjaði
upp eitt og annað að venju. Ég vissi
að hann var ágætur neftóbaksmaður
og varð nú á að bjóða honum í nefið.
Valtýr hló, dró upp forláta pontu og
sagði að nú byði hann. Hélt hann nú
að mér pontunni sem ákaflegast og
ég gerði mitt besta, sem ekki dró úr
gestrisni húsbóndans og ósparleg-
heitum á snússið.
Auðséð var að Valtý var skemmt
að sjá gestinn taka áskoruninni og
sagði nú frá að sínum hætti sem
aldrei fyrr, en húsfreyjan hneyksl-
aðist góðlátlega á tiltækinu, en
brosti þó.
Við hjónin héldum í Sæfarasigl-
inguna með fjölskylduna, pakksödd
að vanda og undirritaður svo tóbaks-
mettaður að við lá sundlan og vissi
raunar ekki hvoru um var að kenna,
neftóbakinu eða sjólaginu, þegar
einkennilegheitin tóku að sækja á.
Valtýr var sterklegur á vöxt, and-
litsdrættirnir skýrir og skarpir, oft
alvarlegur en brosti breiðast manna
þegar honum var skemmt, breiður
um brjóst, handtakið þétt og hlýtt,
VALTÝR
GUÐMUNDSSON
✝ AðalsteinnSmári Valgeirs-
son fæddist á Seyð-
isfirði 24.4. 1959.
Hann lést 31. des-
ember síðastliðinn
12. Foreldrar hans
eru Steinunn
Bjarnadóttir, f. 29.9.
1920, og Valgeir
Júlíus Emilsson, f.
28.4. 1923, d. 21.2.
1983. Systkini Aðal-
steins eru Bjarni
Hólm, f. 10.8. 1945,
Helgi, f. 30.8. 1948,
og Jónborg, f. 28.4.
1950.
Aðalsteinn kvæntist 21.5. 1988
Sveinhildi Ísleifsdóttur, f. 12.3.
1961, hún er dóttir Ísleifs Guð-
leifssonar og Sig-
rúnar Haraldsdótt-
ur. Börn Aðalsteins
og Sveinhildar eru
Ísleifur, f. 30.1.
1980, sambýliskona
hans er Elva Ás-
geirsdóttir, Bjarni
Hólm, f. 5.10. 1984,
unnusta hans er
Arna Kristín Sig-
urðardóttir, og
Harpa Hrund, f.
31.12. 1988, unnusti
hennar er Davíð
Snær Guttormsson.
Aðalsteinn Smári
verður jarðsunginn frá Seyðis-
fjarðarkirkju í dag laugardag-
inn 8. janúar, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku Alli litli bróðir.
Þegar ég sit hér og hugsa til þín,
þá kemur alltaf upp í hugann þegar
þú fæddist, ég vildi eignast litla
systur, en fékk lítinn bróður. Var
pínulítið móðguð út í mömmu að
gefa mér ekki systur, en þegar ég
sá þig í fyrsta skipti, þá níu ára
gömul en þú sólarhrings gamall, þá
bráðnaði stóra systir því þú varst
svo fallegur með þitt ljósa og mikla
hár.Ég var líka svo stolt að keyra
þig í kerrunni, þegar allir dáðust að
því hvað þú værir sætur. Minning-
arnar eru margar, þegar ég var
unglingur hafðir þú óskaplega gam-
an af því að stríða mér og gera alls
konar at í mér af því að þú vissir að
ég mundi æsa mig. Þú stækkaðir
svo mér yfir höfuð, auðvitað hélstu
áfram að gera at í mér, tókst mig í
fangið og þóttist ætla að henda mér
út um gluggann, en við gátum alltaf
hlegið að þessu á eftir.
Elsku bróðir, ég á eftir að sakna
þín sárt, ég vona að þér líði vel þar
sem þú ert núna.
Og ég er viss um að pabbi og Lilli
minn taka vel á móti þér.
Elsku Alli bróðir, þú verður
ávallt í hjarta mínu.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín systir
Jónborg.
Elsku besti tengdapabbi.
Mig langar að kveðja þig með
smá sálmi og þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Bið Guð um að styrkja alla ást-
vini þína í þessari miklu sorg.
Kveðja, þín tengdadóttir,
Elva Ásgeirsdóttir.
Elsku Alli, það er sárt að þurfa
að kveðja þig.
Að morgni gamlársdags vorum
við vakin með þeirri sorgarfrétt að
þú værir dáinn. Það hrannast upp
allar gömlu góðu minningarnar um
þig. Það verður skrítið að heyra
ekki lengur fótatakið þitt þegar þú
kemur gangandi inn á tréklossun-
um. Og tekur ekki á móti okkur
með þinni hógværð og segir blessuð
með þinni hásu og lágróma rödd.
Alltaf vorum við velkomin á
heimili ykkar Hildar systur og
barnanna á Seyðisfirði þegar við
komum að sunnan. Það var lítið
vandamál að finna handa okkur
svefnstað á rúmum og dýnum.
Þú stóðst við útvarpið og hlustað-
ir á fréttir og misstir helst ekki af
íþróttum. Enda vissirðu allt sem
viðkom íþróttum, einkum fótbolta
og af þínum liðum Hugin og
Chelsea. Alltaf gafstu þér tíma með
börnunum þínum sem þú varst svo
stoltur af. Enda þótti þeim og okk-
ar börnum afskaplega vænt um þig.
Og geta þau nú yljað sér við allar
yndislegu minningarnar sem þau
eiga um góðan mann. Við viljum
með þessum orðum kveðja þig. Hvíl
í friði kæri vinur.
Elsku Steina, Hildur, Ísleifur,
Bjarni, Harpa, Elva, Arna, Davíð
og aðrir aðstandendur, megi Guð
vaka yfir ykkur og veita styrk á erf-
iðum tímum.
Ó, Jesús, séu orðin þín
andláts síðasta huggun mín.
Sál minni verður þá sælan vís
með sjálfum þér í paradís.
(Hallgr. Pétursson.)
Mekkín, Guðmundur,
Sæmundur, Sigrún
og Ísleifur.
Í dag kveðjum við góðan vin og
bekkjarbróður, Aðalstein Smára
Valgeirsson, sem nú er horfinn yfir
móðuna miklu. Alli Smári eins og
hann var alltaf nefndur af vinum
sínum ólst upp á Seyðisfirði í
stórum vinahóp. Hann var dáður af
okkur bekkjarsystkinum sem vor-
um í árgangi ’59 í Seyðisfjarðar-
skóla, þekktur fyrir prúðmennsku
og ljúfleika. Alli Smári gat sér
snemma orð fyrir að vera góður
íþróttamaður og í knattspyrnu var
hann mjög góður og skaraði fram
úr í okkar aldurshópi.
Að loknu grunnskólanámi vann
Alli Smári lengi í Norðursíld en síð-
ustu árin hjá SR-mjöli á Seyðisfirði.
Á báðum þessum stöðum var hann
mjög vinsæll meðal vinnufélaga
sinna. Samhliða vinnunni í Norð-
ursíld spilaði Alli Smári með meist-
araflokki Hugins og sinnti þannig
áfram sínu stóra áhugamáli knatt-
spyrnunni.
Þegar á fullorðinsárin kom fórum
við bekkjarsystkinin hvert í sína
áttina eins og gengur og gerist.
Nokkur okkar búa á Seyðisfirði og
nutu því samvista við Alla Smára
oftar en önnur. Flest okkar hafa þó
séð sér fært að koma saman á ferm-
ingarafmælum og af öðrum tilefn-
um. Þær samverustundir hafa verið
mjög skemmtilegar og eftirminni-
legar. Alltaf höfum við hitt sama
gamla vininn okkar Alla Smára,
sem aldrei lét sig vanta þegar við
hittumst, með sína góðu kímnigáfu,
ávallt manna skemmtilegastur og
hrókur alls fagnaðar. Við þökkum
Alla Smára lífsfylgdina. Hans er
sárt saknað. Við vottum fjölskyldu
Alla Smára okkar dýpstu samúð.
Megi guð veita ykkur öllum styrk.
Árgangur ’59
í Seyðisfjarðarskóla.
Á síðasta degi ársins, þegar til-
hlökkun og spenna fyrir nýju ári er
efst á baugi og dauðinn eitthvað svo
fjarri, þá setur mann hljóðan, að fá
þær fréttir að einn af æskufélög-
unum sé farinn yfir móðuna miklu.
Það var dimmur skuggi yfir
gamlársdegi og áramótum, eftir
upphringingu frá bróður mínum
sem tjáði mér að Alli Smári hefði
dáið þá um nóttina frá eiginkonu og
þremur börnum.
Eftir situr maður einn og grúfir
andlitið í höndum sér með tár á
hvarmi og spyr hvers vegna hann?
Hvers vegna hann, sem átti eftir að
upplifa svo margt, eins og t.d. að sjá
börn sín vaxa og dafna áfram, Hug-
in spila í 2. deild, kannski loks að
sjá Chelsea vinna þann stóra í Eng-
landi og svo margt annað sem við
þráum svo gjarnan að fylli líf okkar
stolti og gleði.
Í æsku var Alli Smári einn af
þessum drengjum sem oftast nær
fóru hljóðar um en hinir strákarnir
en þó gat gustað af honum ef svo
bar undir, alltaf var stutt í grall-
arann og húmorinn.
AÐALSTEINN SMÁRI
VALGEIRSSON