Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 41 MINNINGAR höndin sterkleg og þykk af harðri vinnu en natin og næm við smáleg- ustu hluti. Lífshlaupi hans geri ég ekki náin skil, þar koma þeir að sem mér eru fremri og sannfróðari. Blessuð sé minning Valtýs Guðmundssonar. Ingu, börnum, barnabörnum og fjöl- skyldunni allri sendum við samúðar- kveðju í minningu um hann, sem sannarlega var drengur góður í orði og verki. Haraldur G. Blöndal, María Aldís Kristinsdóttir og börn. Þegar ég flutti með fjölskyldu mína til Stykkishólms naut ég þess að foreldrar mínir höfðu átt vináttu þeirra hjóna Valtýs og Ingunnar Sveinsdóttur til margra ára. Þau tóku okkur fjölskyldunni opnun örmum og milli okkar hafa ætíð ver- ið sterk vináttubönd. Ég hef átt margar ánægjustundir í þeirra sam- vistum við ýmiss tækifæri og fengið að njóta gestrisni þeirra enda ávallt gott að heimsækja þau heiðurshjón. „Hvað er nýtt?“ spurði vinur minn Valtýr jafnan, þá er við áttum tal saman á bæjarskrifstofunni í Stykk- ishólmi, á förnum vegi eða í íbúðinni þeirra Ingunnar á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi. Valtýr hafði ríkan vilja til að fylgjast með því sem var að gerast á vettvangi bæjarmála eða landsmála og hann hafði jafnan afgerandi sýn á menn og málefni. Valtýr lifði tímana tvenna og miklar breytingar urðu á samfélaginu á langri ævi hans. Það var því rík ástæða til þess að hlusta eftir af- stöðu hans til manna og málefna. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd Stykkishólms og fagnaði hverju framfaraskrefi í bænum og lagði áherslu á að unga fólkið ætti að byggja upp samfélag sitt og hugsa til framtíðar. Valtýr var byggingameistari að ævistarfi. Handverk hans má víða finna á Snæfellsnesi og í Dölum þar sem hann starfaði sem smiður og húsasmíðameistari fjölmargra bygg- inga. Hann hafði ríkan metnað sem iðnmeistari og bar hagsmuni og heiður sinnar stéttar fyrir brjósti. Um það bera verk hans vitni. Með þessum fáu línum vil ég minnast Valtýs með virðingu og senda Ingunni og fjölskyldu þeirra samúðarkveðjur frá okkur Hall- gerði. Sturla Böðvarsson. Það var að venju þétt og innilegt handtakið hans Valtýs þegar hann kvaddi mig í síðasta sinn á Dvalar- heimilinu, nú um jólin, og eins og ávallt fylgdu með blessunarorð og góðar óskir til mín og minna. Valtýr heilsaði yfirleitt og kvaddi með handabandi og í hlýju og traustu handtakinu innsiglaði hann vinarþel- ið og tryggðina, sem var svo mikils virði öllum þeim sem honum kynnt- ust náið. Valtýr var sannur Dalamaður og stoltur af sveit sinni og átthögum og þangað reikaði hugurinn oft, enda hélt hann staðháttum og samferða- fólki í Dölum vel í minni. Langt í frá voru samt allar minningarnar um sól í heiði og blóm í haga, því hörð lífs- baráttan byrjaði snemma hjá óhörn- uðum unglingi við bág kjör og strit. Það vekur manni alltaf jafnmikla furðu að eiga samferðamenn sem reynt hafa á eigin skinni slíka tíma, allsleysis og fátæktar, sem víða var að finna á Íslandi, áður fyrr. En margir hertust og þroskuðust við mótlætið og erfiðleikana og þannig var með Valtý. Snemma mun hag- leikur hans, til smíða, hafa komið í ljós og þótt ungur væri og ólærður tók hann að sér umsjón með nokkr- um byggingaframkvæmdum í Dala- sýslu. Var oft fróðlegt að heyra Valtý segja frá þessum tíma og hvernig sigrast var á bágborinni vinnuaðstöðu, vélaskorti og sam- gönguerfiðleikum, svo eitthvað sé nefnt. En Valtýr gerði sér ljósa grein fyrir gildi iðnmenntunar og heldur ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og lýkur prófi frá Iðn- skólanum og stundar þar trésmíða- vinnu í tæplega áratug en fjölskyld- an flytur til Stykkishólms 1950. Hér í Hólminum var síðan starfsvett- vangurinn, sem sjálfstætt starfandi trésmíðameistari og síðar verkstjóri hjá Stykkishólmsbæ. Valtýr byggði margar byggingar, stórar og smáar, bæði hér í Hólm- inum og einnig til sveita, en upp- bygging þar var honum ávallt hug- leikin og í sveitinni undi hann sér vel við byggingarstörf. Náin kynni mín af Valtý hófust ekki fyrr en árið 1974. Ég man það vel þegar við Gulli Lár fórum til hans, þar sem hann var að hjálpa Rut og Steina að innrétta húsið þeirra, til að bjóða honum vinnu í Trésmiðjunni. Við áttum al- veg eins von á afsvari strax, jafnvel með viðeigandi athugasemdum, en hann tók hinsvegar boðinu vel, vildi hugsa málið, og skömmu síðar hóf hann störf hjá okkur sem varði í rúman áratug. Það var vissulega mikill fengur að fá jafn vinnusaman og reynslumikinn húsasmið í liðið og Valtýr var. Hann var traustur, áreið- anlegur og góður vinnufélagi og féll strax mjög vel inn í hópinn, sem ekki var sjálfgefið um mann sem kominn var af léttasta skeiði og hafði lengst- um unnið sjálfstætt. Í öllu viðmóti var Valtýr þægilegur maður, alltaf hreinskilinn og stóð fastur á sínu en var samt sanngjarn og góðviljaður. Slíkra vinnufélaga er ljúft að minn- ast og honum eru hér fluttar hlýjar kveðjur og þakkir frá öllum vinnu- félögunum í Trésmiðjunni. Valtýr ákvað að hætta störfum hjá öðrum, eins og hann sagði, þegar hann varð sjötugur, þótt talsvert væri eftir af starfsþrekinu. Miklu og góðu dagsverki hafði líka verið skil- að enda Valtýr góður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem mundi tímana tvenna, kynslóð sem lagði svo hart að sér til að lífskjör okkar mættu batna. Þegar tekin hafði verið ákvörðun um byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraðra, hér í Hólminum,voru Ing- unn og Valtýr þau fyrstu sem sóttu um íbúð. Ekkert hik var þar á ferð þó svo þau yrðu að yfirgefa Aust- urbæinn sem þeim þótti svo vænt um. Forsjónin var þeim hliðholl er þau drógu íbúð þaðan sem fjallið þeirra, Klofningurinn, blasti við og æskustöðvarnar. Það var alltaf jafn ánægjulegt að heimsækja þau hjónin, hvort sem var í Tangann eða á Skólastíginn, njóta gestrisni þeirra og mæta hlýju viðmóti og gæsku. Og nú þegar kom- ið er að leiðarlokum þakka ég Valtý alla vináttuna, tryggð og velvilja í minn garð og skemmtilega sam- fylgd. Kæra Ingunn og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minning Valtýs Guðmundssonar. Ellert Kristinsson. Alli Smári gekk í barna- og gagn- fræðaskólann heima á Seyðisfirði og lauk þar grunnskóla. Strax sem gutti varð hann áberandi snjall í þeirri listgrein sem fótbolti er og dvaldi löngum stundum inni á fót- boltavelli meðan við, sem lakari vorum í boltanum, eyddum okkar tíma á bryggjunum. Svo góður leik- maður varð hann, að ungur að árum var hann valinn til að spila með meistaraflokki og varð þar lykil- maður til margra ára, svo margra ára reyndar, að hann spilaði með Hugin fram á fertugsaldurinn. Alli Smári vinur minn, sem fædd- ist 24. apríl 1959 á Seyðisfirði, hóf um tvítugt búskap með Hildi, eft- irlifandi eiginkonu sinni, og eign- uðust þau frumburð sinn, hann Ís- leif, 1980, síðan fæddist þeim annar drengur, Bjarni Hólm, 1984 og yngst er Harpa Hrund, fædd 1988. Öll börnin hafa þau alið upp á Seyðisfirði. Strákarnir fetuðu báðir í fótspor pabba síns og urðu snemma áberandi góðir fótbolta- strákar og hafa báðir um árabil iðk- að listina með Hugin, Bjarni Hólm þó í seinni tíð með Fram og hefur nú gengið til liðs við ÍBV og það var stoltur faðir sem ég hitti síðast í nóvember skömmu eftir að Huginn hafði unnið sig upp um deild með báða strákana hans innanborðs. Á kveðjustundu eru mér efst í huga minningar tengdar leik og starfi okkar strákanna á samferð okkar fram til fullorðinsára og þar skín mynd Alla Smára, þessa róleg- heitadrengs sem skaraði fram úr á fótboltavellinum og gekk hljótt og örugglega til starfa sinna á ung- lingsárunum úti í Norðursíld þar sem Valli „gamli“ pabbi hans var skammt undan, stálandi hnífana. Hildi og börnunum, Steinunni móður hans, Helga, Bjarna og Jón- borgu sendi ég innilegar samúðar- kveðjur um leið og ég óska þess heitast að minningin um ljúfan og góðan dreng verði þeim sá styrkur sem sefað getur sársaukann. Fjörð- urinn fagri er fátækari en áður. Óttarr Magni Jóhannsson. Í dag kveðjum við vin okkar hann Alla Smára, eins og hann var ávallt kallaður af vinum. Margar góðar minningar koma upp í hugann, bæði úr daglegu amstri og einnig úr þeim frábæru ferðum sem við fór- um saman. Það er sárt að hafa þig ekki hérna lengur, en minningarnar munu gleðja okkur um ókomna tíð. Okkur langar að kveðja þig með þessum sálmi: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Megi Guð og góðar vættir fylgja þér, fjölskyldunni og ástvinum alla tíð. Vera Kapitóla, Jón Hilmar, Jón Ármann, Alda Diljá og Vigdís Eir. Við systurnar kynntumst Alla Smára þegar við unnum við sum- arstörf í bræðslunni. Báðar vorum við svo heppnar að fá að vinna í stjórnstöðinni á vaktinni þeirra Alla, Ómars, Sjonna, Stebba og Jóa. Þeir voru allir ógurlega góðir við okkur, sýndu mikla þolinmæði og voru alltaf tilbúnir að kenna og hjálpa. Það fór ekki mikið fyrir Alla, hann var hæglátur og talaði hvorki mikið né hátt. Hann tók því ávallt vel þegar félagar hans grínuðust við hann og laumaði svo föstum skotum til baka. Hann var afskap- lega ljúfur og góður og gott að vinna með honum. Alli Smári æsti sig aldrei yfir nokkrum hlut og var alltaf uppörvandi og róandi þegar við, vitlausu sumarstarfsmennirnir vorum að klúðra öllu. Ekki fór fram hjá neinum sem vann með Alla hversu ógurlega stoltur hann var af börnunum sín- um og tengdabörnum og samveran við þau vakti honum mikla gleði. Honum fannst t.d. ekkert leiðinlegt að vera spurður frétta af nýjustu afrekum þeirra á íþróttasviðinu þó aldrei væri hann sjálfur að grobba sig upp úr þurru. Við vitum að sorg- in og missirinn er mikill fyrir Hildi og krakkana. En duglegri og fram- takssamari manneskju en Hildi er erfitt að finna, það þekkjum við einnig af reynslu. Hún er svo sann- arlega góður félagi, alltaf jákvæð og skemmtileg, þolinmóð og hjálp- söm. Þessir eiginleikar eiga eflaust eftir að duga vel nú þegar fjölskyld- an þarf að takast á við þennan mikla missi. Við erum þakklátar fyrir að hafa kynnst þessum góðu hjónum og notið félagsskapar þeirra og leið- sagnar. Missirinn af Alla er mikill, við vitum að vinir hans í bræðslunni munu sakna hans sárt og vaktin mun svo sannarlega ekki verða hin sama. Þeim Hildi, Ísleifi, Bjarna og Hörpu vottum við alla okkar samúð og biðjum guð að veita þeim styrk í þessari miklu sorg. Kolbrún J. Rúnarsdóttir, Margrét Elísa Rúnarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Aðalstein Smára Valgeirs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Stefán Pétur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR, Sólheimum 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánu- daginn 10. janúar kl. 15. Magnús Guðmundssson, Hallfríður Guðmundsdóttir, Drago Vrh, Bjarni Guðmundsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Baldur Guðmundsson, Björg Guðmundsdóttir, Baldvin Baldvinsson, Björn Rúnar Sigurðsson, Sigríður Viðarsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Okkar ástkæra móðir og amma, DRÍFA GUNNARSDÓTTIR, Þingvallastræti 37, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 10. janúar kl. 13:30 Hulda Tómasína Skjaldardóttir, Harpa Skjaldardóttir, Drífa Sól Sveinsdóttir. Okkar innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, EMILS ÓFEIGS ÁMUNDASONAR, Berugötu 5, Borgarnesi. Gunnar Emilsson, Guðrún Helga Andrésdóttir, Sigurður A. Emilsson, Sigríður Leifsdóttir, Valgerður Ásta Emilsdóttir, Gilbert Elísson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, KARL TORFASON, Þórólfsgötu 7, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju mánu- daginn 10. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á reikn- ing Torfa Lárusar í KB banka Borgarnesi, nr. 0326-13-233290. Ingibjörg Júlíusdóttir, Torfi Júlíus Karlsson, Ingunn Jóhannesdóttir, Viðar Karlsson, Kristjana Höskuldsdóttir, Laufey Karlsdóttir, Valur Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGÓLFUR ARNAR ÞORKELSSON, Espigerði 4, Reykjavík, fyrsti skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 11. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Ingólfssjóð sem hefur það hlutverk að efla áhuga nemenda Menntaskólans í Kópavogi á húma- nískum greinum. Tekið er á móti framlögum í sjóðinn í Sparisjóði Kópa- vogs, reikningsnúmer 1135-05-410200. Kennitala sjóðsins er 701204-6030. Einnig er tekið á móti framlögum í sjóðinn og upplýsingar veittar í síma 594 4000 í Menntaskólanum í Kópavogi. Rannveig Jónsdóttir, Jón Arnar Ingólfsson, Þorkell Már Ingólfsson, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, Karl Emil Gunnarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.