Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Friðrik BaldvinJónsson fæddist á
Eskifirði 29. júní
1916. Hann andaðist
á hjúkrunarheim-
ilinu Skjólgarði á
Hornafirði 31. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðrún Sigurlín
Bóasdóttir, f. á Sléttu
í Reyðarfirði 14. apr-
íl 1886, og Jón Steins-
son, f. í Eskifjarðar-
seli 22. ágúst 1887.
Alsystkini Friðriks
eru Steinn, f. 22. okt.
1918, Sigríður Ágústa, f. 30. júní
1921, og Bóas Hrafn, f. 18. okt.
1926, látinn. Hálfsystir sam-
mæðra Hulda Ingimundardóttir,
f. 12. júní 1906, látin. Hálfsystkini
samfeðra Magnús f. 24. nóv. 1929,
Ásta Guðbjörg, f. 12. júní 1931, og
Helgi f. 15. júlí 1934.
Friðrik kvæntist 31. desember
1949 Kristínu Stefánsdóttur, f. í
Hlíð í Lóni 13. desember 1922, d.
23. feb. 1956. Foreldrar hennar
voru Kristín Jónsdóttir, f. í Gauta-
vík á Berufjarðarströnd 22. feb.
1881, og Stefán Jónsson, f. í
Krosslandi í Lóni 16.
sept. 1884, d. 14.
sept. 1970. Þau
bjuggu í Hlíð í Lóni.
Friðrik og Kristín
eignuðust einn son,
Friðrik Baldvin, f.
17. júní 1955.
Þegar Friðrik
Jónsson missti móð-
ur sína flutti hann í
Hlíð á Eskifirði til
föðursystur sinnar,
Gunnhildar Steins-
dóttur, og Bjarna
Marteinssonar og
ólst þar upp og átti
þar heima til 1944 en var mikið á
sjó á árunum 1935–1944. Friðrik
lauk minna fiskimannaprófi vet-
urinn 1940–1941. Hann flutti til
Reykjavíkur 1944 og bjó þar til
1956. Flutti hann þá með son sinn
að Hraunkoti í Lóni til Skafta
Benediktssonar og Sigurlaugar
Árnadóttur. Þar hafa þeir dvalið
síðan.
Útför Friðriks fer fram frá
Hafnarkirkju í Hornafirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 11.
Jarðsett verður í Stafafellskirkju-
garði.
Sumarið 1929, þegar Friðrik Jóns-
son var þrettán ára gamall, fékk
hann að vera á Sæfara á síldveiðum
fyrir norðan land. Sæfari var tæpar
100 smálestir, gerður út af Friðriki
Steinssyni, föðurbróður Friðriks
Jónssonar. Þetta sumar dó á sjúkra-
húsi í Reykjavík Guðrún Bóasdóttir,
móðir Friðriks. Þá dó einnig Rósa
Bjarnadóttir, móðuramma hans.
Voru þær jarðsettar á Eskifirði sama
dag. Friðrik var elstur af fjórum al-
systkinum. Einnig átti hann hálfsyst-
ur, Huldu Ingimundardóttur, sem
var komin yfir tvítugt og annaðist
hún systkini sín þetta sumar. Þegar
svona var komið var afráðið að leysa
upp heimilið. Um haustið var börn-
unum komið í fóstur hjá ættingjum
en Hulda flutti til Akureyrar og fór
að vinna þar. Friðrik kom á heimili
foreldra minna en móðir mín og faðir
hans voru systkini. Þetta var upphaf-
ið að mjög nánu samstarfi okkar á
uppvaxtarárum okkar og fyrstu
starfsárum. Við lukum báðir fullnað-
arprófi, eins og það hét þá, vorið 1930
og vorum fermdir 1. júní. Á þessum
árum var var lítið um atvinnu á Eski-
firði eins og í öðrum austfirskum
sjávarplássum. Fólk reyndi að bjarg-
ast af sjálfsþurftarbúskap og afla
matar með því að draga úr skauti
náttúrunnar. Við þessa matvæla-
framleiðslu unnum við mikið enda
talið mannbætandi fyrir unglinga að
taka til hendinni og læra að vinna.
Flest heimili eignuðust kú, nokkrar
kindur og hænsni. Þá voru einnig
ræktaðir garðávextir sem nægðu allt
árið. Á vorin var veiddur rauðmagi
en koli og silungur á sumrin. Friðrik
Jónsson hafði strax mikinn áhuga á
öllum veiðiskap, hann byrjaði ungur
að fara með byssu og varð strax góð-
ur skotveiðimaður og var fengsæll á
rjúpnaveiðum. Þegar svartfugl var
kominn í fjörðinn á vorin fórum við
róandi, oft langt út í Reyðarfjörð, og
öfluðum sæmilega. Þóttu mikil bú-
drýgindi að þessum fuglaveiðum.
Friðrik var mikið náttúrubarn, hafði
glöggt auga fyrir öllu lífi í umhverf-
inu og las allan fróðleik sem han
komst yfir um dýralíf.
Sumurin 1933 og 1934 rerum við á
árabát frá Vattarnestanga með föður
mínum. Í eina viku hvort sumar vor-
um við Friðrik þarna tveir meðan
faðir minn sló fyrri sláttinn á tún-
blettinum heima. Þá vorum við 16 og
17 ára. Fyrra sumarið vorum við sér-
staklega heppnir, fengum nýja síld í
beitu og öfluðum vel á hana, en oftast
var beitt með kræklingi. Við fórum
fyrst á vetrarvertíð á Hornafjörð
1934, vorum báðir landmenn við
sama bát.
Friðrik fór fyrst sem fullgildur há-
seti á Birki SU 518 sumarið 1935 og
vorum við svo báðir á honum næsta
sumar. Næstu ár var Friðrik á sjó á
ýmsum bátum en var heima á haust-
in. Hann fór á stýrimannanámskeið
til Vestmannaeyja haustið 1940 og
lauk minna fiskimannaprófi 1941.
Veturinn 1943 vorum við báðir á
vertíð í Eyjum. Um vorið kom Frið-
rik að máli við mig, sagði að sér hefði
boðist að vera veiðistjóri á færeyskri
skútu á síldveiðum um sumarið og
spurði hvort ég vildi vera með sér, en
tveir Íslendingar áttu að vera á
hverri skútu en fjórar slíkar voru
gerðar út frá Neskaupstað þetta
sumar. Ég tók þessu boði. Síldveiðin
gekk vel, við fengum 9.500 mál, sem
þótti vel viðunandi á þessum tíma.
Þetta varð okkar síðasta samstarf, úr
því skildi leiðir. Okkur kom alltaf
mjög vel saman og lentum aldrei í
neinum óhöppum, þrátt fyrir ýmsar
hæpnar ferðir.
Lengd minningargreina eru tak-
mörk sett. Því vona ég að aðrir geri
grein fyrir því sem á daga Friðriks
dreif eftir þetta. Við töluðum oft sam-
an í síma og hittumst stöku sinnum.
Urðu það alltaf fagnaðarfundir. Þeg-
ar við heimsóttum Frissa, frænda
minn og fóstbróður, síðastliðið sumar
leyndi sér ekki að mjög hallaði undan
fæti. Við Sigrún kveðjum hann með
söknuði og sendum syni hans, systk-
inum og öðru venslafólki innilegar
samúðarkveðjur.
Hilmar Bjarnason.
Í huga mínum er Friðrik Jónsson
sveipaður dulúð og spennu. Í öll þau
ár sem ég var sumarbarn í Hraunkoti
í Lóni fylgdist ég með honum koma
og fara eins og vindurinn. Hann var
fastur heimilismaður á bænum en þó
alltaf laus við. Friðrik var nefnilega
veiðimaður, þannig vann hann fyrir
sér og lagði sitt af mörkum til heim-
ilishaldsins í Hraunkoti. Svo dögum
skipti var hann fjarverandi við veið-
ar, lá á grenjum, veiddi hreindýr, sel,
silung og ál, fór eftir fýlseggjum eða
skaut gæs. Skúrinn hans niðri við
bæjarhliðið var leyndardómsfullur í
augum okkar krakkanna, þar voru
stundum yrðlingar í búri eða verið að
verka sel. Stundum fengum við að
koma inn og Friðrik sýndi okkur eitt
og annað. Þar kenndi margra for-
vitnilegra hluta sem var skipulega
komið fyrir. Aldrei man ég eftir að
hann hafi skipt skapi nema þegar við
krakkarnir áttum á hættu að fara
okkur að voða eða ærsluðumst í yrð-
lingum sem hann kom með heim.
Hann var prúðmenni, fylgdist vel
með, hafði gaman af samræðum við
heimilisfólk og gesti en var jafnframt
einfari.
Nú eru rétt innan við fimmtíu ár
liðin síðan Friðrik kom í Hraunkot
með son sinn og nafna skömmu eftir
að kona hans Kristín Stefánsdóttir
frá Hlíð í Lóni féll frá. Í Hraunkoti
bjuggu hálfsystkini hennar, Skafti og
Guðlaug Benediktsbörn, ásamt Sig-
urlaugu Árnadóttur, eiginkonu
Skafta. Litla fjölskyldan hafði búið í
Reykjavík en Kristín lést þegar son-
urinn Friðrik var aðeins fárra mán-
aða. Þeir feðgar stóðu því uppi einir
en í Hraunkot var þeim boðið að
koma. Vel var tekið á móti þeim og
voru þeir þar æ síðan. Í Hraunkoti
var Friðrik yngri alinn upp í miklu
ástríki af föður sínum, Sigurlaugu
sem gekk honum í móðurstað, Skafta
og Guðlaugu sem öll eru nú horfin úr
jarðneskri tilvist. Friðrik yngri er nú
bóndi í Hraunkoti og saknar ástríks
föður. Friðrik eldri reyndist syni sín-
um hjálparhella við búskapinn eftir
að Skafti fóstri hans féll frá. Síðustu
áratugina fékk hann einnig ástríðu-
fullan áhuga á skógrækt og má líta
afraksturinn víða í landi Hraunkots.
Ég sé Friðrik fyrir mér eins og
hann var á meðan ég var barn í
Hraunkoti. Á gamla jeppanum að
sækja mig eða keyra á flugvöllinn á
Höfn með Guðlaugu sem ætíð var
með í för þegar ekið var í kaupstað-
inn. Ég sé hann fyrir mér í horninu í
eldhúsinu hjá Sigurlaugu, með annan
fótinn upp á kolli, kaffið í hendinni og
neftóbakið innan seilingar nýkominn
úr einhverri útilegunni á meðan af-
raksturinn var matreiddur. Friðrik
var hreystimenni og bar það með sér.
Útlit hans var þó órafjarri líkams-
ræktarvöðvabúntum nútímans. Tálg-
aður, kvikur og veðurbarinn eru þau
orð sem lýsa honum frekar. Her-
bergið hans í Hraunkoti var ætíð
snyrtilegt, prýtt bókum, fjölskyldu-
myndum og listilega útskornum
munum eftir konuna sem hann missti
eftir svo skamma sambúð. Fyrir
hönd systkina minna og fjölskyldna
okkar votta ég syni hans Friðriki og
öðrum ættingjum, okkar dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning Friðriks Jóns-
sonar í Hraunkoti.
Sólveig Pálsdóttir.
Á heiðskírum og hlýjum septem-
berdegi fyrir tæpu einu og hálfu ári
fór ég ógleymanlega ferð til Þing-
valla með tveimur háöldruðum vinum
mínum, Skafta Péturssyni og Frið-
riki Jónssyni.
Enn einu sinni naut ég visku
þeirra, sem ekki reiða sig á vísindi til
að skilja undur lífsins, ekki reiknik-
únstir til að taka afstöðu til mikil-
vægustu álitamála.
Skafti kenndi mér hvernig fegurð-
in býr í hverjum hlut, hvernig tónlist-
in og lífið eru óaðskiljanleg og hvern-
ig sá æðri máttur sem hann trúði á
stýrir ævinlega öllu til farsældar.
Friðrik kenndi mér um rökfræði
tilverunnar og samhengi hlutanna,
um það hvernig allt í náttúrunni lifir í
órofa samfellu. Að veiðimaðurinn lifir
af náttúrunni með því að þekkja
hana, skilja og virða, og glímir við
bráð sína á jafnréttisgrunni.
Nú eru þessir merkismenn báðir
horfnir, síðastir þeirra nánustu vina
og uppalenda sem höfðu fylgt mér
frá barnsaldri. Kafla í ævi minni lýk-
ur hér eins og bók sé lokað að loknum
lestri.
Ég ræddi við Friðrik á aðfangadag
jóla, máttfarinn en skarpan. Við
ræddum margt og gerðum að gamni
okkar – afskrifuðum endanlega að
fara saman til rjúpna það árið.
Eftir símtalið varð mér undarlega
ljóst að ég hafði rætt við minn kæra
vin í allra síðasta skipti. Allri samferð
okkar brá í hendingu fyrir – í senn
sem hraðspólaðri kvikmynd og
óhagganlegri staðreynd.
Ég minntist Friðriks frá æsku
minni í Hraunkoti – veiðimannsins,
sem hafði aðra hætti en annað heim-
ilisfólk, lifði lífi sem í huga barnsins
var lifandi hetjusögn. Hvernig hann
glímdi við hreindýr í Einstiginu,
skaut mink „á flugi“ upp við Odda og
kenndi Sveini á Brekku að skjóta af
riffli uppi á Völlum.
Ég minntist rjúpnaveiða uppi í
Grákinnartindi, hreindýraveiða inni
á Sviptungnavarpi og silungsveiða í
Jökulsá. Og ég minntist tófuveiða um
bjartar sumarnætur í Stafafellsfjöll-
um, þar sem það rann upp fyrir mér
að þessi vinur minn var sumarnóttin
sjálf, fjallið og lækurinn, lóan í móan-
um og tófan í hlíðinni.
Ég minntist manns sem trúði á
framtíð landsins, sem hann hafði lifað
sem hluti af allt sitt líf, og hafði
skömm á illvirkjum sem nú eru á því
framin í blindri auðhyggju.
Að leiðarlokum eigum við dýr-
mæta minningu um góðan vin og
skemmtilegan félaga, víðlesinn og
víðsýnan. Vin sem lét sig varða allt
sem í kringum hann hrærðist. Félaga
sem nálgaðist þekkingu eins og bráð;
án fordóma og fyrirfram skoðana.
Við vottum Frirra okkar dýpstu
samúð. Það er okkur sárt að vera
fjarstödd hinstu kveðjustundina.
Árni Kjartansson
og fjölskylda.
Á kveðjustund er erfitt að finna
orð við hæfi og bilið mjótt á milli þess
sem segja ber og hins sem þögnin
geymir best. Þegar kemur að því að
kveðja Friðrik í Hraunkoti rifjast svo
margt upp frá langri samferð. Fyrsta
minning mín um hann er frá því hann
var að keyra mér fimm ára, hand-
leggsbrotinni, til læknis og kenndi
mér á leiðinni að þekkja litina á gulu
og rauðu gírstöngunum í gólfinu á
græna LandRovernum. Löngu
seinna vorum við tvö á ferð á þeim
sama bíl, seint um kvöld, frá Höfn
upp í Lón og hann spurði: „Hvað
langar þig nú helst til að gera í lífinu,
stelpa?“ Svona spurðu ekki margir
aðrir en Friðrik. Og þó að svarið hafi
eflaust verið hversdagslegt og löngu
gleymt, þá kemur spurningin stund-
um upp í hugann.
En hver var Friðrik? Þó að hann
væri miðaldra ekkjumaður með ung-
an son, þegar hann flutti hingað aust-
ur í Lón, þá held ég megi fullyrða að
hann var stór hluti af þessari sveit –
og hún af honum. Samt var hlutskipti
hans oft erfitt. Lífssýn hans var að
mörgu leyti önnur er þeirra sem hér
ólu allan sinn aldur. Sjóndeildar-
hringur hans var víðari en svo, að
takmarkaðist af því sem skeifulagað-
ur fjallahringurinn setur. Friðrik
hafði víða farið, alist upp við erfið lífs-
kjör og snemma orðið að treysta á
sjálfan sig, en sú barátta gerði hann
stærri og auðugri en hinna. Hann var
vel lesinn, einkum um landafræði,
ferðalög og náttúrufar, hvort sem var
á Grænlandi eða Gala-pagos, en hann
þekkti líka hvert kennileiti á dölum
og fjöllum hér í Lóni. Grenjalega í
Hellisskógi í nóttleysunni. Silungs-
veiði í Jökulsánni síðsumars. Ganga
til rjúpna í skammdeginu eða selveiði
úti í Ós. Allt var þetta hluti af lífi
Friðriks, ásamt fjölmörgum störfum
tengdum búskapnum og ýmsum
ferðum. Friðrik var náttúrubarn með
næmt auga fyrir dýralífi og gróðri. Á
síðustu áratugum fékk hann brenn-
andi áhuga fyrir skógrækt og áorkaði
miklu á því sviði. Friðrik var vinsæll
maður og átti marga góða kunningja,
en þrátt fyrir það fór hann alltaf sín-
ar eigin leiðir, hélt sínum sérkennum
og batt bagga sína að eigin hætti.
Slíkt fólk auðgar mannlífið. Friðrik
var kannske ekki ríkur maður á
venjulegan mælikvarða, en að lokum
skiptir mestu hvað eftir er skilið í
hugum þeirra sem eftir eru. Þar er
hlutur Friðriks stærri en margra. Öll
mín uppvaxtarár var hann nær dag-
legur gestur hér á Hlíð og sú sam-
vera var holl okkur systkinunum.
Hann vildi allt fyrir okkur gera og
okkur þótti vænt um hann. Fyrir
þetta viljum við öll þakka. Nú á vega-
mótum vil ég kveðja með ljóði sam-
ísku skáldkonunnar Rose Marie
Huuva í þýðingu Einars Braga.
Eins og þegar eldur deyr í hlóðum
yfirgefins tjaldstaðar um haust,
vindur slökkvi hinsta gneista í glóðum,
sópi af hellu silfurgrárri ösku,
sáldri henni yfir vatn og fjörð.
Svo vil ég duft mitt berist burt með þeynum
um beitilönd og þýfðan heiðamó,
falli sem skuggi á fjallavatnsins spegil,
finni sér skjól í hlýrri mosató
heimkomið barn við barm þinn, móðir jörð.
Friðrik vinur minn hefur yfirgefið
sinn tjaldstað og er farinn heim.
Blessun og friður sé með honum.
Kristín Jónsdóttir, Hlíð.
Friðrik fæddist á Eskifirði og ólst
þar upp. Foreldrar hans voru Jón
Steinsson og Guðrún Bóasdóttir.
Núna þegar Friðrik frændi minn
er horfinn yfir móðuna miklu, verður
mér hugsað til liðinna ára. Frissi,
eins og hann var alltaf kallaður
heima, kom oft á Sigurðarhúsið,
bernskuheimili mitt, næstum dag-
lega má eg segja og ýmsar minningar
á eg um hann frá þeim tíma.
Ungur stundaði hann sjóróðra,
eins og fleiri Eskfirðingar gjörðu á
þeim tíma um og upp úr 1930. Frissi
og Nonni – Jón Karlsson – sem lézt
fyrir fáum árum, voru miklir mátar
og vinir og hélzt sú vinátta óbreytt
meðan báðir lifðu.
Eg flutti til Reykjavíkur með for-
eldrum mínum 1939. Frissi kom líka
suður og kom eftir það oft til að
heilsa upp á frændfólk sitt og þó
einkum frænku sína og móðursystur
mína, Sigríði, en þau hjónin, hún og
Páll frændi minn, bjuggu áður á Sel-
látrum við Reyðarfjörð og þangað
hafði Frissi, þá unglingur, oft komið,
enda var Sigríður Ágústína Rósa
systir hans fóstruð upp af þeim
frænda og frænku eins og eg kallaði
þau.
Eg man eftir því að einhvern tím-
ann á skólaárum mínum í Ingimars-
skóla, fórum við frændur sem oftar
suður að Vífilsstöðum að hitta Rósu
frænku okkar, sem þá var þar deild-
arhjúkrunarkona. Þetta var víst að
sumarlagi, en í það skiptið gengum
við frá Vífilsstöðum yfir Vífilsstaða-
hlíðina, framhjá Kaldárseli og áfram
sem leið lá unz við komum að Kleif-
arvatni, allgóð ganga. Eg man hvað
okkur þótti gott að kæla heita og
þreytta fætur í svölum öldum Kleif-
arvatns. Gengum svo til baka sömu
leið. Á þeirri gönguferð var margt
spjallað. Frissi var ekki óvanur því að
ganga um fjöll og firnindi, ungur
gekk hann til rjúpna í fjöllum Aust-
fjarða og seinna á ævinni var hann í
30 ár í grenjavinnslu fyrir Bæjar-
hrepp.
Eg get ekki minnst á Frissa án
þess að minnast á hina ágætu og list-
fengu konu hans, Kristínu Stefáns-
dóttur frá Hlíð í Lóni, hún kom
nokkrum sinnum með Frissa á heim-
ili mitt og foreldra minna á Grett-
isgötunni. Kristín var kona lagleg og
fíngerð, en þau Frissi höfðu árið 1949
gengið í hjónaband og áttu heimili í
lítilli íbúð á Lindargötunni. Árið 1955
fæddist þeim hjónum sonur, er fékk
nafnið Friðrik Baldvin. En skömmu
eftir að Friðrik litli fæddist gjörðist
hið hörmulega, er unga og listfenga
móðirin lézt af völdum heilablóðfalls.
Eg veit að Frissi frændi minn tók sér
þennan sára missi mjög nærri.
Stundum finnast manni ráðstafanir
Guðs ósanngjarnar að taka unga
móður frá ungum syni og eigin-
manni.
Eftir lát Kristínar 1956 flutti
Frissi og hinn ungi, efnilegi sonur
hans austur að Hraunkoti í Lóni til
Sigurlaugar Árnadóttur og Skafta
Benediktssonar og eftir það áttu þeir
feðgar heima í Hraunkoti.
Eg var svo heppinn að koma í
Hraunkot nokkrum sinnum eftir að
þeir feðgar komu þangað. Í fyrsta
sinn kom eg þangað með föður mín-
um sáluga. Þar var tekið vel á móti
okkur eins og mér alltaf síðar. Guð-
laug skáldkona, systir Skafta, var
þar þá til heimilis. Í það skiptið fór
Frissi með okkur alla leið vestur að
Jökulsá á Breiðamerkursandi, en áin
sú þá enn óbrúuð. Síðast kom eg í
Hraunkot 2003, þá var frændi minn
lasburða orðinn. Vel var engu að síð-
ur tekið á móti mér og félaga mínum
af þeim feðgum.
Frissi var drengur góður og mikill
náttúruunnandi. Eg man eftir því að
þegar eg heimsótti hann ungur mað-
ur, átti hann steinasafn mikið og
hreifst eg af því og ýmislegt fleira
átti hann verðmætt í fórum sínum.
Í Hraunkoti gróðursetti hann þús-
undir plantna og það er eins og að
fara í gegnum skógargöng síðasta
spölinn heim að bænum, allt handa-
verk Frissa.
Og fleiri handaverk hans má sjá
varðandi skógargróður, því hann hef-
ir ræktað fallegan trjálund í Borg-
arbrekku í Hlíð í Lóni, en þaðan var
einmitt hin frábæra listakona, Krist-
ín sáluga, eiginkona hans. Þessi fagra
skógarbrekka blasir einmitt við veg-
farendum vestan við svonefnda
Karlsá.
Og nú er hann frændi minn góður
horfinn yfir móðuna miklu, 88 ára að
aldri.
Hann kvaddi með gamla árinu,
FRIÐRIK BALDVIN
JÓNSSON