Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 08.01.2005, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Helga Stefáns-dóttir fæddist í Litla-Hvammi í Mýr- dal 19. september 1917. Hún lést á sjúkrahúsi Suður- lands miðvikudaginn 22. desember síðast- liðinn. Helga var dóttir hjónanna Stef- áns Hannessonar, kennara og bónda í Litla-Hvammi, f. í Efri-Ey í Meðallandi 16.3. 1876, d. 30.12. 1960, og Steinunnar Helgu Árnadóttur, húsmóður, f. í Hrífunesi í Skaft- ártungu 12.9. 1881, d. 20.8. 1964. Systkini Helgu eru Ásta, f. 14.10. 1903, d. 30.3. 1989, Árný Sigríður, f. 6.5. 1905, d. 19.3. 2002, Brandur, f. 20.5. 1906, d. 15.10. 1994, Þur- íður Guðrún, f. 14.10. 1907, d. 1.5. 1982, Baldur, f. 22.11. 1911, d. 10.4. 1995, Gunnar, f. 23.7. 1915, d. 7.4. 1984, og Vilborg, f. 31.5. 1921. Helga var heit- bundin Kjartani Guðmundssyni, f. 3.5. 1916, en hann lést af slysförum í Vík 6. mars árið 1941. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, f. 27.2. 1883, og Eg- ilína S. Jónsdóttir, f. 1886. Þau eru bæði látin. Helga ólst upp í Litla-Hvammi en ár- ið 1957 fluttist hún, ásamt foreldrum sín- um, tveimur systkinum, systursyni og systurdóttur, að nýbýlinu Hvammbóli og bjó þar þangað til haustið 1999 er hún fluttist að Hjallatúni, dvalarheimili aldraðra í Vík í Mýrdal. Helga var húsmóðir á Hvammbóli alla sína starfsævi. Útför Helgu verður gerð frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kenndu mér Guð að lifa svo þér líki, lýstu mér inn í dagsins himnaríki, kærleikans heim og viljans til að vinna að vexti sjálfs og ekki síður hinna. Þessi vísa úr ljóði afa míns og föður Helgu, Stefáns Hannessonar, komu í hugann er ég nú sest niður til að minnast hennar. Fyrstu minningar um Helgu eru sveipaðar nokkurri dulúð og töfraljóma. Hún dvaldi þá á sjúkrahúsi vegna lömunarveiki og frá henni bárust bréf, kort og gjafir sem glöddu litla frænku ósegjanlega mik- ið. Í baðstofunni í Litla-Hvammi var stór mynd af fríðum og föngulegum manni, Kjartani unnusta Helgu sem hún missti er bátur er hann var á fórst í lendingu í Vík árið 1941. Þá var Helga rúmliggjandi vegna lömunar- veiki. Móðir mín sagði mér að harma- fregninni hefði hún tekið af stillingu eins og öðru mótlæti er hún gekk í gegnum á lífsleiðinni. Mamma sagði að hún hefði legið í rúminu, stillt og al- vörugefin, með greipar spenntar utan um vasabókina hans Kjartans sem Guðmundur faðir hans færði henni. Fjölskylda Kjartans sýndi henni alla tíð mikla vináttu og ræktarsemi. Eftir langa sjúkrahúsdvöl og endurhæf- ingu fyrir sunnan, kom Helga heim í Mýrdalinn. Lömunarveikin markaði hana til lífstíðar en með seiglu og þrautseigju tókst henni að láta fötl- unina sem minnst hefta sig. Hún stóð af miklum myndarskap fyrir búi for- eldra sinna í Litla-Hvammi síðustu árin þar og síðar í Hvammbóli. Þær mæðgur, Helga og amma, voru ein- staklega samrýndar og mér fannst þær ævinlega sammála um hvaðeina, ég vissi aldrei frá hvorri skoðunin kom upphaflega svo samstiga voru þær. Eitt af því sem sameinaði þær var trúin á algóðan Guð. Helga kynnt- ist boðskap aðventista er hún dvaldi syðra og hafði hann mikil áhrif á hana og mótaði hennar líf, þótt hún væri jafnframt virkur þátttakandi innan þjóðkirkjunnar en hún söng um árabil í kirkjukór Skeiðflatarkirkju. Hún annaðist af eðlislægri alúð og virðingu aldraða foreldra sína til æviloka þeirra. Helga miklaðist ekki af verk- um sínum – þau voru unnin í kærleika á hljóðlátan hátt og hún uppskar virð- ingu og væntumþykju þeirra sem hún umgekkst, skyldra og vandalausra. Vaktina stóð hún í Hvammbóli meðan stætt var, síðustu árin ein með kis- unum sem bjuggu í kjallaranum við gott atlæti Helgu. Þær munu örugg- lega fagna henni ásamt ástvinum hennar í landi ljóssins. Síðustu árin bjó Helga á Hjallatúni, dvalarheimili aldraðra í Vík. Þar er einstaklega notalegt samfélag og hlý þjónusta sem hún mat mikils og var þakklát fyrir. Hún ræddi ekki trúmál við okk- ur fólkið sitt, en með lífi sínu kenndi hún okkur meira en nokkur predikun hefði gert. Því vil ég vísa í upphafsorð þessara lína, vísunnar hans afa, sem gæti hafa verið bænin hennar Helgu. Þannig lifði hún og starfaði. Blessuð sé minning hennar. Margrét Steina Gunnarsdóttir. Þegar ég man fyrst eftir Helgu ömmusystur minni bjó hún með for- eldrum sínum þeim Steinunni Helgu og Stefáni í vesturbænum í Litla- Hvammi ásamt systkinum sínum þeim Árnýju, Baldri og Vilborgu. Einnig voru þar til heimilis Jóna dótt- ir Árnýjar, Steinunn Helga dóttir Vil- borgar og Stefán Jón sonur Ástríðar systur hennar en hún bjó í austur- bænum í Litla-Hvammi með manni sínum Sigurði Bjarna og börnum þeirra þeim Gunnari, Sigþóri og Helgu móður minni. Ég ólst upp hjá móðurforeldrum mínum en móðir mín stundaði vinnu fyrst í Vík og síð- an í Reykjavík á þessum árum. Í mið- húsum í Litla-Hvammi bjuggu þau Gunnar bróðir hennar og Unnur kona hans ásamt börnum þeirra þeim Mar- gréti Steinunni, Þorsteini og Stefáni, sem fæddist þar skömmu áður en þau fluttust að Vatnsskarðshólum þar sem þau bjuggu síðan. Brandur Jón bróðir hennar var sestur að í Vík og bjó þar með Guðrúnu konu sinni og börnunum Jóhannesi Stefáni, Hrönn, Birgi og Herði. Þuríður Guðrún systir hennar hafði einnig sest að í Vík og bjó þar með Páli manni sínum og börnum þeirra þeim Steinunni Jó- hönnu, Stefáni og Elínu. Ég nefni í upphafi allt þetta fólk, sem um miðja síðustu öld taldist kom- ið af eða tengt Litla-Hvammsætt. Mér finnst það vera mjög í anda Helgu að allir séu taldir upp því ekki vildi hún gera upp á milli manna. Síð- an hafa ýmist verið að bætast í hópinn makar og afkomendur eða við verið að týna tölunni og er Vilborg nú ein á lífi af þeim Stefánsbörnum frá Litla- Hvammi. Helga hafði orðið fyrir stórum missi þegar unnusti hennar Kjartan Guðmundsson frá Vík fórst í sjóslysi þar hinn 6. mars 1941. Ég hljóp þarna á milli húsa á þess- um árum ótal ferðir á degi hverjum og undrast ég nú þegar ég lít til baka hversu mér var alltaf vel tekið og ná- grannarnir virtust hafa ótakmarkaða þolinmæði gagnvart heimsóknum mínum. Þeirra á meðal var Helga, sem alltaf brosti, þegar ég hitti hana. Hún var einn af þessum sterku mátt- arstólpum, sem leitaðist við að halda þessum hópi saman, sem ég gat um hér að ofan og hún leit á sem sína fjöl- skyldu. Eins og ég gat um hér áður stund- aði móðir mín atvinnu út í frá á þess- um árum. Ástríður amma mín kom mér þá fyrst og fremst í móðurstað en það gerðu þær einnig systur hennar og eiga sterkan þátt í uppeldi mínu. Ég vil nú á þessum tímamótum þakka Helgu fyrir hennar hlut. Af henni hefði mátt margt læra. Ég vil nefna umburðarlyndi, þolinmæði og sátt- fýsi. Hún reyndi ávallt að miðla mál- um ef ósætti var uppi. Hún hafði þó sínar skoðanir og kom þeim á fram- færi af sinni einstöku hógværð. Sem barni fannst mér tíminn líða hægt og litlar breytingar verða dag frá degi. En eftir á að hyggja gerðust hlut- irnir hratt. Vilborg fluttist ásamt Steinunni Helgu dóttur sinni til Víkur og hóf þar búskap með manni sínum Jóni Kjartanssyni. Og fyrr en varði voru allir, sem eftir voru í vesturbæn- um í Litla-Hvammi, á förum úr hvamminum, því það var verið að reisa nýtt hús á hæðinni fyrir ofan Klifið. Og þangað var flutt árið 1957 og nefnt Hvammból. Ég hef áður haft orð á hversu mér eru þessir flutning- ar minna góðu nágranna eftirminni- legir, þegar farið var upp Klifið með síðasta farangurinn. Fjarlægðin var nú meiri á milli húsa, en mér fannst fólkið síður en svo fjarlægjast hvert annað. Þarna bjó Helga á meðan heilsa leyfði. Sýndu þær mikið hug- rekki systurnar Árný og hún að búa þar einar í lokin og allra síðast bjó Helga þar ein. Hún varð svo fyrir því óláni að fótbrotna og varð að yfirgefa Hvammból. Eftir sjúkrahúsvist fékk hún pláss á Klausturhólum á Kirkju- bæjarklaustri en síðustu árin á Hjal- latúni í Vík og var þá komin nær heimahögunum. Þar var þá einnig Árný systir hennar og Stefán Jón, sem hafði búið með þeim í vesturbæn- um í Litla-Hvammi og svo um tíma á Hvammbóli. Veit ég að þau hafa nú haft stuðning af nábýli hvert við ann- að aftur. Mér auðnaðist að heimsækja Helgu að Klausturhólum og fannst mér hún þá vera að hugsa um, hve- nær hún yrði orðin það góð að geta farið aftur að Hvammbóli, því ekki vantaði hugrekkið. Seinna kom ég við hjá henni á Hjallatúni og alltaf mætti ég sama hlýja viðmótinu og ég minnt- ist frá fyrri tíð. Ekki var hún að barma sér heldur hafði mjög á orði, hvað mikið væri gert fyrir hana á þessum heimilum og hvað starfsfólkið væri einstaklega gott. Nú hefur hún kvatt þennan heim og við sem eftir erum þökkum henni af alhug samfylgdina hér á jörð. Ég treysti Kirkjukór Skeiðflatarkirkju fyrir góðum söng yfir moldum hennar en hún hafði einstaklega næmt söng- eyra og milda rödd og söng með kórn- um um áratugaskeið. Ég vissi að Ást- ríður systir hennar, sem lengi var stjórnandi hans, taldi milliröddinni vel borgið í höndum Helgu. Vilborgu systur hennar ásamt öðr- um aðstandendum sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurður Árnason frá Litla-Hvammi. Hinn 22. desember, daginn sem sólin fór aftur að hækka á lofti, lést frænka mín Helga Stefánsdóttir. „Hátíð öllum heilla betri, í huga mín- um hvörfin eru á hvurjum vetri,“ sagði afi minn Stefán Hannesson, kennari í Litla Hvammi, en hann var faðir Helgu. Frá því að ég var barn að alast upp í Litla Hvammi er mér minnisstætt hvað þessi dagur skipaði stóran sess hjá afa mínum. Honum fannst þessi dagur stærri og merki- legri en sjálf jólin og var hann þó mik- ið jólabarn. Það að Helga valdi þenn- an dag fyrir sína hinstu för finnst mér táknrænt og ég sé hana umvafða birtu og hlýju og lausa við þær þraut- ir sem hún varð svo oft að þola. Þessi dagur finnst mér líka vera táknrænn fyrir hana sjálfa og hennar einlægu bjartsýni og jákvæðni. Við Helga höfum þekkst frá því að ég man fyrst eftir mér. Afi minn Stef- án Hannesson og amma mín Steinunn Helga Árnadóttir, foreldrar Helgu, tóku mig að sér þegar syrti í álinn hjá móður minni, Árnýju dóttur þeirra, við fráfall föður míns Jóns Þorsteins- sonar. Helga hefur æ síðan skipað stóran sess í mínu lífi. Mamma, fóstra, frænka, allt þetta gat átt við um tengsl okkar Helgu. Hún sá um uppeldi mitt stóran hluta af barn- æsku minni ásamt ömmu, afa og Baldri, bróður sínum, í fjarveru móð- ur minnar. Seinna kom svo mamma og þá urðu mömmurnar þrjár. Eða voru þær tvær? Amma og Helga voru nefnilega eins og ein manneskja, svo nánar og samrýndar voru þær. Ég tel víst að mikil og erfið veikindi Helgu frá unga aldri og þörf hennar fyrir umönnun hafi átt þar hlut að máli. Helgu kom það vel að eiga slíka móð- ur sem amma var, vakin og sofin yfir öllum hennar þörfum. Fallegra sam- band móður og dóttur hef ég aldrei séð. Síðar þegar amma var orðin veik og farin að kröftum naut hún ein- stakrar umhyggju Helgu dóttur sinn- ar. Helga var aðeins tveggja ára göm- ul þegar hún veiktist af inflúensu sem kölluð var Spænska veikin. Veiki þessi lagði að velli fjölda manna um allan heim. Síðari tíma rannsóknir hafa leitt að því líkur að ung börn sem fengu veikina væru í sérstökum áhættuþætti með að fá MS-sjúkdóm seinna á ævinni. Það reyndist svo vera með Helgu, hún greindist með MS þegar hún var komin yfir miðjan aldur en þá var hún búin að finna lengi fyrir mörgum einkennum sjúk- dómsins. Helga var ung stúlka heit- bundin efnilegum ungum manni, Kjartani Guðmundssyni frá Vík, en hamingja þeirra fékk skjótan endi er Kjartan lenti í sjávarháska og drukknaði aðeins 25 ára gamall. Mik- ið var lagt á Helgu ekki eldri en hún var. Um svipað leyti veiktist hún af lömunarveikinni og var um tíma vart hugað líf. Helga ól allan sinn aldur í Mýrdaln- um. Fyrst í Litla Hvammi og síðar þegar Baldur bróðir hennar byggði nýbýlið Hvammból og fjölskyldan flutti upp á hæðina varð hún húsmóð- ir þar. Systkinin þrjú, Baldur, Helga og mamma, ásamt systursyni þeirra Stefáni Jóni, stóðu saman að búinu eftir fráfall ömmu og afa. Á sumrin fjölgaði heimilisfólkinu, þá komu sumarfuglarnir, börn ættingja og vina, til sumardvalar, öllum á heim- ilinu til mikillar ánægju. Þegar á það er litið að Helga gekk aldrei heil til skógar má telja undravert að hún skyldi geta annast mannmargt heim- ili. En það gerði hún með miklum sóma. Á Hvammbóli höfðu systkinin hvert sínu hlutverki að gegna meðan heilsa þeirra og kraftar leyfðu. Helga var húsmóðirin og sá um öll verk inn- anhúss, Baldur var húsbóndinn og gekk til útistarfa, mamma sinnti fjós- verkum og því sem til féll utan húss og innan. Öll voru systkinin harðdug- leg og höfðu mikla gleði af vinnunni. Það átti ekki síst við um Helgu. Hún hafði gaman af allri vinnu. Henni þótti líka margt annað skemmtilegt. Hún hafði yndi af söng og tónlist. Orgel var á heimilinu og stytti hún sér oft stundir við að spila á það. Helga hafði frá því að ég man eftir mér mikinn áhuga á að spila og tefla. Þegar hún var orðin ein eftir á Hvammbóli færð- um við Guðmundur eiginmaður minn henni tölvu með skákforriti. Hún komst fljótt upp á lag með að tefla við tölvuna og fannst hún spennandi, þrátt fyrir að tölvan bæri oftar sigur úr býtum. Það sýndi best áhuga henn- ar að hún, þá komin á efri ár, var tilbúin og fær um að tileinka sér nú- tíma tækni sem tölva er. Hún hafði yndi af lestri góðra bóka, reiknings- bækurnar mínar, þegar ég var í skóla, freistuðu hennar líka. Hún var dýra- vinur, sérstaklega hafði hún gaman af kisum og fuglum. Kisurnar kallaði hún dókur og fuglana jugla. Það var gaman að heyra Helgu segja afreks- sögur af „dókunum“ sem hún átti, eða kisum sem höfðu heimsótt hana af næstu bæjum. Af öllum áhugamálum frænku var það þó eitt sem var henni kærast. Það var heimilið hennar Hvammból. Ég man eftir því eitt sinn þegar ég var unglingur, að ég í kjánaskap mínum spurði hana hvar hún gæti nú helst hugsað sér að eiga heima annars stað- ar en á Hvammbóli. Helga þurfti ekki að hugsa sig um, hún svaraði strax á Hvammbóli. Ég hélt að hún hefði mis- skilið spurningu mína og ítrekaði hana, en fékk sama svarið aftur. Síð- ar, þegar Helga varð sökum sinnar líkamlegu fötlunar að yfirgefa heim- ilið sitt og setjast að á öldrunarheim- ilinu Hjallatúni í Vík, vék heimilið hennar Hvammból ekki úr huga hennar. Hún fól mér að ganga sinna erinda um að fá að kaupa húsið sitt og forða því frá skemmdum. Með mikilli ánægju varð ég við þessari ósk henn- ar. Á þeim tíma var ekkert ólíklegt að Helga gæti á komandi árum dvalið tíma og tíma með hjálp annarra á heimili sínu. En þessi draumur Helgu um að að eignast og endurbæta húsið sitt varð því miður ekki að veruleika. En draumur hennar var veruleiki og það að eiga sér drauma, vonir og þrár er lífið sjálft, það gildir jafnt um unga sem gamla. Að lokum vil ég segja þetta um Helgu. Hún var vönduð og traust manneskja og vildi öllum vel. Vegna veikinda mátti hún margt þola, en frekar en að barma sér vegna þeirra hló hún bara og spaugaði. Hún var alltaf í góðu skapi og alltaf gott að hitta hana og heimsækja. Ég sakna hennar mikið. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér Helga mín. Guð blessi þig. Jóna Sigríður Jónsdóttir. Helga móðursystir mín hefur verið hluti minnar tilveru svo lengi sem ég man. Fyrstu minningar mínar um Helgu eru úr gamla bænum í Litla- Hvammi og flestar tengjast þær mat. Ég man eftir risastórum, freistandi hveiti- og heilveitibrauðunum, þess- um tvíburum sem flatmöguðu gullin- brúnir á ofnplötunum, heitum soð- kökum í kjötsúpu og köldum með smjöri. Síðast en ekki síst man ég eft- ir heitu mjólkurblandi með Frón kexi sem veitt var upp úr glasinu með te- skeið rétt fyrir svefninn enda taldi Helga ekki eftir sér að sækja þetta góðgæti á neðri hæðina þótt áliðið væ- ri.Ég átti líka góðan svefnstað fyrir ofan Helgu á dívaninum við norður- vegginn í baðstofunni hjá ömmu og afa. En allar minningar um Helgu eru samofnar minningum um móður hennar og ömmu mína Steinunni Helgu enda voru þær Helga ekki bara mæðgur heldur vinkonur bundnar sterkum böndum. Saman unnu þær heimilisstörfin og lögðu á ráðin um heimilishaldið. Þegar amma brýndi mig til hlýðni var það ævinlega með skírskotun til Helgu, umfram allt mátti ég mátti ekki auka Helgu erfiði því hún átti allt hið besta skilið. Helga var ung þegar hún missti unnusta sinn í sjóslysi í Vík árið 1941. Þótt hún eignaðist ekki eigin börn var hún sumarmóðir mikils fjölda barna sem komu í sveitina á vorin eins og farfuglarnir og yfirgáfu með trega þegar haustaði. Í þá daga voru sumr- in löng enda skólaárið snöggtum styttra en nú er og því voru þessir far- fuglar oft komnir í maí og fóru ekki fyrr en í lok september og þótti þó sumarið of stutt. Alla sína starfsævi sinnti Helga heimilisstörfum á Hvammbóli af mikilli ósérhlífni og án efa oft meira af vilja en mætti því alla tíð var heilsan bág. Hún var ótrúlega kjörkuð kona og óbangin. Þrátt fyrir háan aldur og þverrandi heilsu bjó hún ein í húsinu á Hvammbóli í nokk- ur ár eftir að systkini hennar, Baldur og Árný Sigríður fóru á dvalarheimili aldraðra í Vík. Hún átti sterka trú, hneigðist mjög til forlagahyggju og bjó yfir miklu æðruleysi. Að hennar mati fóru hlutirnir eins og þeim var ætlað að fara fyrir Guðs forsjá og aldrei varð ég þess vör að hún efaðist um þá forsjá. Þeim sem minni höfðu trúna gat á köflum fundist þessi sann- færing grátbrosleg eins og þegar Helga datt illa á steyptu kjallargólf- inu á Hvammbóli þannig að blóðið flaut. Ekki dró Helga í efa að þessi blóðmissir hefði verið sér til mikillar heilsubótar og gaf lítið fyrir veik- burða andmæli þeirra sem veikari höfðu trúarsannfæringuna. Hætt er þó við að veikindi og ástvinamissir hafi gert marga drauma Helgu að engu. Aðrar ástæður réðu því að síð- asti draumurinn, að eignast húsið á Hvammbóli aftur, rættist ekki. Í þann draum hélt Helga lengi eftir að hún fór að Hjallatúni. Hún fékk systur- dætur sínar, Sólrúnu og mig, en þó fyrst og fremst Jónu Sigríði, í lið með sér. Þrátt fyrir góðan vilja tókst það ekki enda fyrirstöður fleiri og erfiðari en svo að á þeim yrði sigrast. Helga var glaðlynd en hæglát, tal- aði lágt og vann sín verk af fumleysi. Hún var tónvís og söngelsk, söng í kirkjukór Skeiðflatarkirkju í áratugi og raulaði jafnan milliröddina við kór- söng útvarpsmessunnar á sunnudög- um yfir pottunum. Þrátt fyrir annríki yfir sumarmánuðina gaf hún sér tóm til þess að taka undir söng okkar ung- mennanna sem sungum ættjarðar- og dægurlög við gítarleik svo undir tók í húsinu. Hámarki náði sönggleðin þegar Doddi frændi og Heiða, komu í heimsókn, þá sameinuðust tvær kyn- slóðir ættingja í fjórradda söng og gilti þá einu þótt hásláttur væri og brakandi þurrkur úti. Minningarnar frá þessum samverustundum við söng og glens eru ómetanlegar. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til Helgu fyrir að fá að vera HELGA STEFÁNSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.