Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 08.01.2005, Síða 52
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes VÚA! VÚA! VÚA! PERSÓNULEGA FINNST MÉR ÞESSI DAGUR BARA EIGA SKILIÐ TVÖ VÚA FÓLK ÁTTAR SIG EKKI Á ÞVÍ HVAÐ ÞAÐ ER ERFITT AÐ VERA GÁFÐRI EN AÐRIR ÞAÐ ER EKKI AUÐVELT AÐ VERA MEÐ HEILA SEM STARFAR Á MIKLU HÆRRA PLANI EN ALLIR AÐRIR. FÓLK NEITAR AÐ SJÁ HVAÐ ÉG ER MIKILVÆGUR FYRIR AFKOMU VERALDARINNAR. ÉG, ÖRLAGA-STRÁKURINN! MAÐUR ÆTTI NÁTTÚRULEGAR AÐ SJÁ ÞETTA ÚT FRÁ STJÖRNUNÆRBUXUNUM EN EIN HEIMSKULEG ATHUGASEMD FRÁ LÍFVERU Á LÆGRA TILVISTARSTIGI ÆTLARÐU AÐ LABBA Í KORTER TIL ÞESS AÐ LÁNA HANSKA? PATTA ÞARF HANN Á EFTIR AF HVERJU SPILARÐU EKKI BARA? ÞAU ÞURFA MIG EKKI, BARA HANSKA LÁTTU HANA ÞÁ KOMA AÐ NÁ Í HANN ÉG VIL VERA GÓÐUR GANGI ÞÉR VEL MEÐ LÍFIÐ! Svínið mitt © DARGAUD FARÐU OG SPURÐU ÖÖÖ... MAMMA HVAÐ ER ÞAÐ SEM FÓLK KALLAR SEXÍ UNDIRFÖT HVA... HVÖ... ÖÖÖ... HAAA SEXÍ UNDIRFÖT MEÐ BLÚNDUM Í RAUÐUM LIT SKO... ÖÖÖ... UNDIRFÖT ERU EINS OG ÖÖÖ... UNDIRFÖT SEM FARA UNDIR FÖTIN EINS OG NÆRBUXUR MIG LANGAR Í SVOLEIÐIS MAMMA GROIN! TIL HVERS? TIL ÞESS AÐ LÍTA VEL ÚT FYRIR GULLA JÁ, FYRIR MIG ?! SKO, VIÐ ELSKUMST. HANN GETUR RIFIÐ ÞAU AF MÉR MEÐ TÖNNUNUM OG HENT ÞEIM UPP Í LOFTIÐ Á ÁSTARHREIÐRINU OKKAR BRRR!! HVAÐAN FÆRÐU ÞESSAR HUGMYNDIR? Í BÓK SEM GULLI KEYPTI HANDA MÉR Í KOLA- PORTINU! VIÐ ERUM BYRJUÐ AÐ LESA HANA. HÚN HEITIR SAMA NAFNI OG ÉG! KOMDU MEÐ HANA! VERTU RÓLEGUR ELSKAN. HANN KEYPTI BÓKINA VEGNA ÞESS AÐ HÚN HEITIR BLEIKIR DRAUMAR ÖDDU HREIN TILVILJUN JAMM AAAHHHHH!! AAAHHHHH!! Dagbók Í dag er laugardagur 8. janúar, 8. dagur ársins 2005 Víkverji festi kaup ánýrri bifreið síð- astliðið sumar. Hann er nefnilega einn af þeim sem þurfa að aka um á nýjum eða nýleg- um bifreiðum, því fari eitthvað úrskeiðis er Víkverji gersamlega bjargarlaus og alger- lega upp á aðra kom- inn. Hann veit jú hvar tjakkurinn er og getur skammlaust skipt um sprungið dekk, en nokkurn veginn þar þrýtur viðgerð- arkunnáttu hans. Eitt sem fylgir því að eiga nýlegan bíl er að færa hann reglulega til svo- kallaðrar þjónustuskoðunar hjá við- komandi umboði, ellegar fellur úr gildi ábyrgð sem honum fylgir fyrstu árin. Þetta vill umboðið gera til að fylgjast með ástandi bílsins á meðan hann er í ábyrgð. Ábyrgðin nær til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða við samsetningu við eðlilega notkun í 3 ár eða 100 þúsund kílómetra akstur, hvort sem fyrr verður. Víkverji hafði svo sem skilning á að umboðið vildi hafa eftirlit með bílnum á meðan hann er í ábyrgð. Hann pantaði því glað- ur tíma í þjónustu- skoðun hjá viðkom- andi umboði þegar kílómetramælirinn gaf það til kynna. Eftir mánaðarbið komst bíl- inn að í skoðuninni. Hjá umboðinu fékk Víkverji afar góða þjónustu þegar hann skildi bílinn þar eftir. Honum var ekið til vinnu, síðan sóttur í lok vinnudags og boðið kaffi og með’ðí á með- an hann beið eftir að bíllinn yrði tilbúinn. En þegar kom að því að greiða fyrir reikninginn varð Víkverji meira en lítið hvumsa. Fyrir greiðann var hann að punga út um 30 þúsund krónum og var þó eingöngu skipt um síur og þurrkublöð í bílnum. Víkverji gerði upp sína skuld, með ólund þó, og veltir því nú fyrir sér hvort hann eigi ekki að sleppa næstu þjónustu- skoðun þó það þýði að ábyrgðin falli úr gildi. Hvað gæti svo sem farið úr- skeiðis í nærri nýjum bíl? Og þó að eitthvað bili, verður ekki jafn dýrt eða jafnvel ódýrara að borga fyrir viðgerðina en allar þjónustuskoðanir næstu árin? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Laugavegur | „Hefur þú upplifað geðveiki?“ er yfirskrift sýningar sem Bald- ur Björnsson myndlistarmaður opnar í Gallerí Banananas í dag kl. 18. Við- fangsefni Baldurs, sem hefur einnig unnið að ýmiss konar tónlistarsköpun, tengjast m.a. karlmennsku og karlmennskuímyndinni. „Ég hef verið að skoða ýmis minni karlmennskunnar, t.d. ofbeldi, tilgangslausa eyðileggingu og það að vera „macho,“ og sett þau í einangrað samhengi þar sem þau glata „töffheitum“ sínum og verða aumkunarverð,“ segir Baldur. Á sýningunni skoðar hann hins vegar birtingarmyndir alls kyns furðuvera og ýmiss konar afbakanir á minnum úr vísindaskáldskap og umhverfi mannsins. Furðuveröld Baldurs Morgunblaðið/Þorkell MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Þolið aga, Guð fer með yður eins og syni. Hver er sá sonur, sem faðirinn ekki agar? (Hebr. 12, 7.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.