Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÉG HELD að við hljótum að þurfa aðeins að fara yfir þetta mál að endurskoða hugsanleg viðbrögð við þessu, því það er auðvitað ekki ásættanlegt að skemmtiferð niður á tjörn að gefa öndunum brauð snúist upp í andhverfu sína,“ segir Stein- unn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri aðspurð um viðbrögð vegna aðgangsharðra gæsa sem ráðist hafa á fólk við tjörnina í Reykjavík. Hún segist hafa fullan skilning á þeim óþægindum sem geti fylgt gæsunum og segir að á ákveðnum dögum séu gæsirnar við tjörnina til töluverðra vandræða. Hún segist ekki hafa fengið neinar formlegar kvartanir vegna fuglanna. Steinunn Valdís bætir því við að fólk hafi sömuleiðis kvartað með óformlegum hætti yfir óþrif- unum. Steinunn segist ætla að biðja skrifstofustjóra Umhverfis- og heil- brigðisskrifstofu Reykjavíkur, um að koma með tillögu um það hvern- ig eigi að bregðast við vandanum, á borgarráðsfundi í næstu viku. Vill endurskoða viðbrögð vegna ágengra gæsa FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis kom saman í gær til að kynna sér deilur um ráðningarmál við Kárahnjúkavirkjun og ræða við málsaðila. Reikn- að hafði verið með að fulltrúar Impregilo og verkalýðsforystunnar yrðu saman á nefndarfund- inum en ítalska fyrirtækið neitaði því. Orðið var við þeim óskum, við mótmæli frá fulltrúum stjórn- arandstöðunnar í nefndinni. Til fundarins í gær komu auk Impregilo fulltrú- ar Vinnumálastofnunar, Landsvirkjunar og fé- lagsmálaráðuneytisins. Einnig komu fulltrúar ASÍ en eftir að ljóst varð að Impregilo vildi ekki funda með þeim samtímis var þeim gert að hitta félagsmálanefnd eftir helgi ásamt fulltrúum Sam- taka atvinnulífsins. Siv Friðleifsdóttir, formaður félagsmálanefnd- ar, segir að megintilgangur fundarins í gær hafi verið að fá upplýsingar frá málsaðilum. Lítið ann- að hafi verið hægt en að verða við óskum Imp- regilo. Fulltrúar fyrirtækisins hafi sagt að í ljósi ávirðinga og ásakana frá ASÍ hafi þeir ekki viljað standa í einhverjum samningaviðræðum fyrir framan þingnefnd. Að sögn Sivjar var fundurinn þrátt fyrir þessa uppákomu fróðlegur. Hún segir það hafa komið skýrt fram í máli talsmanna Impregilo að gerðar séu miklar kröfur til fyrirtækisins og jafnvel meiri en til annarra. Þeim hafi fundist að sér vegið í allri umræðu. Flýta hafi þurft verkinu við erfiðar að- stæður um miðjan vetur og erfiðlega gangi að manna þau störf. Fulltrúar Impregilo hafi enn- fremur minnt á samkomulag við verkalýðshreyf- inguna í október 2003 sem enn standi og einnig hafi verið samið við alþjóðleg verkalýðsfélög í nóv- ember sl. Gátu ekki heyrt skoðanaskipti Í tilkynningu frá Vinstri hreyfingunni-grænu framboði segir að það sé mjög til baga að fund- urinn hafi þróast með þessum hætti þar sem til umfjöllunar voru „þungar ásakanir verkalýðs- hreyfingarinnar á hendur forsvarsmönnum Imp- regilo og óeðlilegt að nefndarmenn gætu ekki heyrt skoðanaskipti deiluaðila.“ Málsaðilar við Kárahnjúka komu fyrir félagsmálanefnd Alþingis í gær Impregilo vildi ekki vera með verkalýðsforystunni MEÐAL þess sem fram kom á fundinum með fé- lagsmálanefnd Alþingis var að frá upphafi fram- kvæmda við Kárahnjúka hefðu verið ráðnir alls 2.585 starfsmenn, þar af 1.701 Evrópubúi, 450 Ís- lendingar og 434 frá löndum utan Evrópu. Þá var upplýst að í félagsmálaráðuneytinu væri til skoðunar að taka upp óendurnýjanleg atvinnu- leyfi, líkt og tíðkast hefur í Noregi og Danmörku vegna tímabundinna og mannfrekra verkefna. 2.585 ráðnir frá upphafi SKELJUNGUR telur sig hafa sýnt fram á það fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála að alvarlegir ann- markar séu á ákvörðun samkeppn- isráðs, að sögn Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns, lögmanns Skeljungs, spurður út í málflutning í olíumálinu svonefnda fyrir áfrýjun- arnefndinni sl. mánudag. Að sögn Gests telur Skeljungur sig hafa sýnt fram á að sú forsenda sem ákvörðun ráðsins byggist á, að samráð félaganna hafi verið vaxandi frá því samkeppnislögin tóku gildi, sé einfaldlega röng og í andstöðu við gögn málsins. Þvert á móti hafi sam- vinna og samrekstur félaganna minnkað á rannsóknartímabilinu, verið mikil fyrst en hafi náð til mjög lítils hluta af starfsemi félaganna þegar rannsóknin hófst í lok árs 2001. Þá telji Skeljungur sig hafa sýnt fram á að forsendur ráðsins um að markaðshlutdeild olíufélaganna hafi verið nánast óbreytt á rann- sóknartímabilinu hafi verið röng. „Niðurstöður Samkeppnisstofnunar sýna að markaðshlutdeild Skeljungs í fljótandi eldsneyti var um 27% í upphafi rannsóknartímabilsins en var orðin um 40% í lok þess. Þetta er rétt um 50% aukning sem er nátt- úrlega gífurleg breyting.“ Einnig telji félagið sig hafa sýnt fram á með ótvíræðum hætti að nið- urstöður samkeppnisráðs um óeðli- legan mun á álagningu á bensíni á Ís- landi og í nokkrum samanburðar- löndum sé röng. Bornir hafi verið saman ósambærilegir hlutir. Annars vegar álagning á Íslandi með mikilli þjónustu en hins vegar verð og álagning annars staðar án nokkurrar þjónustu. Þá hafi allur markaðurinn í samanburðarlöndunum verið borinn saman við hluta íslenska markaðar- ins, þ.e. hlutdeild Bensínorkunnar hafi verið sleppt, þess aðila sem selt hafi bensín með minnstri álagningu og með lágmarksþjónustu. Gestur segir að áfrýjunarnefnd standi frammi fyrir mörgum vanda- sömum, lögfræðilegum álitaefnum vegna lagabreytinga sem gerðar voru á rannsóknartímabilinu. Skelj- ungur telji að samkeppnisráð hafi ekki beitt lagareglunum með réttum hætti. Rangt að tala um óbreytta markaðshlutdeild Lögmaður Skeljungs um málarekst- urinn fyrir áfrýjunarnefndinni HÆTTUÁSTAND vegna snjó- flóðahættu var um tíma á Pat- reksfirði í gærmorgun og fram eftir degi. Íbúum sex húsa við efri hluta Urðargötu var gert að rýma húsin en flóð féll í gær- morgun á svonefndum Urðum og fyrir ofan Mýrar, að sögn Þórólfs Halldórssonar sýslumanns og for- manns almannavarnanefndar Pat- reksfjarðar. Hann sagði að flestir hinna 17 íbúa húsanna sex sem rýming náði til hafi verið að heiman í gærmorgun. Til rýmingarinnar var gripið eftir að Veðurstofa Íslands gaf út tilkynningu um hættustig vegna snjóflóðahættu. Síðdegis í gær var hættu- ástandi aflýst og var íbúum við Urðargötu því heimilt að snúa heim á ný, samkvæmt ákvörðun almannavarnanefndar á Patreks- firði enda veðurútlit nokkuð gott. Snjóeftirliti verður þó haldið áfram og fylgst grannt með snjóalögum. Hættustig á Pat- reksfirði um tíma BAUGUR Group afhenti Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi að gjöf öll verk breska ljósmynd- arans Brians Griffin sem eru á sýningu sem opn- uð var í safninu við sama tækifæri. Um er að ræða um það bil 130 ljósmyndir sem gefa ítarlegt yfirlit yfir feril listamannsins frá árinu 1970. „Baugur Group hefur markað sér þá stefnu að láta gott af sér leiða með öflugu samstarfi við listafólk og menningarstofnanir um mikilvæg verkefni, sem koma öllum landsmönnum til góða með auknu framboði af metnaðarfullum menn- ingar- og listviðburðum af ýmsum toga,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir sem afhenti gjöfina. Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, sagði að gjöfin væri mikilvæg við- urkenning á stöðu Listasafnsins á alþjóðlegum vettvangi. „Þegar safnið er valið til að hljóta slíkan heiður, og þar sem Brian Griffin er einn merkasti ljósmyndari Breta er um að ræða stór- fenglega viðbót við alþjóðlega listaverkaeign safnsins. Það er ekki síður ánægjulegt og til fyr- irmyndar að stórfyrirtæki eins og Baugur Group standi að svo ríkulegri listaverkagjöf til safns.“ Baugur gefur listasafni ljósmyndir Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Pálmadóttir, fulltrúi Baugs, afhendir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra gjöfina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.