Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT UPPGANGUR Kína og Indlands mun valda straumhvörfum í al- þjóðamálum á öldinni, hnattvæð- ingin á þátt í að auka öryggisleysi um allan heim og svo gæti farið að róttækar aðgerðir í öryggismálum til að sporna við hryðjuverkum græfu undan grundvallarforsend- um vestræns samfélags. Hins veg- ar eru líkur á stórstyrjöld milli öflugra ríkja „minni en nokkurn tíma á síðastliðinni öld“, segir í ít- arlegri, 119 síðna skýrslu, Framtíð heimsins kortlögð, sem gerð var af Þjóðarupplýsingaráði Bandaríkj- anna, National Intelligence Council (NIC), sem er eins konar hugveita leyniþjónustunnar, CIA. Skýrslan var kynnt í vikunni. Gerð hennar tók eitt ár og var leitað til um þúsund bandarískra og annarra sérfræðinga. Yfirmað- ur NIC, Robert L. Hutchings, sagði að í skýrslunni væri forðast að greina hvaða áhrif stefna stjórnar George W. Bush forseta hefði á þróun heimsmála í von um að komast hjá því að dragast inn í deilur stjórnmálaflokka. En höf- undar segja að Írak gæti orðið „griðastaður hryðjuverkamanna“ og uppeldisstöð fyrir einstaklinga og hópa sem gætu síðar notfært sér reynsluna í Írak á heimaslóð- um eða annars staðar í heiminum. Hnattvæðing og sýklavopn Gera má ráð fyrir að næstu 15 árin verði mikill hagvöxtur í heim- inum en misjafn eftir löndum og svæðum, segir í skýrslunni. Ekk- ert bendi til þess að helstu hvatar alþjóðlegra hryðjuverka muni láta undan síga fyrir 2020. „Við gerum ráð fyrir að um 2020 muni al- Qaeda láta í minni pokann fyrir svipuðum ofstækishópum sem einnig sækja sér leiðsögn í íslam og umtalsverð hætta er á því að breiðfylkingar íslamskra öfga- manna í líkingu við al-Qaeda muni renna saman við staðbundnar að- skilnaðarhreyfingar.“ Bent er á að ný upplýsinga- tækni geri hryðjuverkamönnum kleift að starfa í vaxandi mæli án miðstýringar og geti ef til vill gert þá færa um að komast yfir sýkla- vopn er þekking og tæknikunnátta í þeim efnum verður aðgengileg á Netinu. „Það sem veldur okkur mestum áhyggjum er að hryðju- verkamaður kæmist yfir sýkla- vopn eða, sem er síður líklegt, kjarnorkuvopn en hvort tveggja gæti kostað fjölda fólks lífið,“ seg- ir í skýrslunni. Fjallað er um hnattvæðingu, sagt að erfitt sé að spá fyrir um afleiðingar hennar og lýst fjórum hugsanlegum ferlum. Í besta falli geti hún stuðlað að almennum framförum um allan heim en í versta falli ástandi sem gefið er heitið Tímabil óttans og líkt við martröð. Hræðslan við útbreiðslu gereyðingarvopna „gæti aukist svo mjög að gripið yrði til um- fangsmikilla og uppáþrengjandi aðgerða í öryggismálum til að hindra hættulegar árásir, ef til vill yrði til heimur í anda [George] Or- wells.“ [Breskur rithöfundur sem ritaði skáldsöguna 1984 en þar er lýst alræðisstjórnarfari framtíðar- innar þar sem stjórnvöld fylgjast með öllum allan sólarhringinn]. Nýja kalífaríkið Ein framtíðarsýnin í skýrslunni er nefnd Nýja kalífaríkið. Er þá orðin til hnattræn hreyfing sem byggist á róttækum, íslömskum trúarhugmyndum og myndi hún ógna vestrænum gildum og hefð- um. Loks er svo nefnt að Banda- ríkjamenn gætu haldið velli í þeim umskiptum sem spáð er og gætu þeir komið á friðsamlegu heims- kerfi, Pax Americana í anda Róm- arfriðar. En um leið er því lýst hve mikið slík lausn gæti kostað Bandaríkin. NIC segir jafnframt að völd og áhrif Bandaríkjanna muni verða hlutfallslega minni þegar Kína og Indland eflast og verða mikil efna- hagsveldi. Verði samskiptin við þessi tvö ríki mikilvægasta og flóknasta verkefnið sem Banda- ríkjamenn muni þurfa að fást við. Búast megi auk þess við því að í samkeppni við Asíuríkin muni Bandaríkin glata tæknilegum yf- irburðum sínum á sumum sviðum. Hnattvæðing eykur hryðjuverkavá Í nýrri CIA-skýrslu er sagt að hægt verði að nálgast þekkingu á sýklavopnum á Netinu Washington. AFP, The Washington Post. DAGBLÖÐ í Bretlandi sýndu Harry Breta- prins, yngri syni Karls Bretaprins og Díönu heitinnar prinsessu, enga miskunn í gær er þau fjölluðu um þá ákvörðun hans að klæðast nasistabún- ingi í afmælisveislu vinar síns. Sarah Ferguson, sem forðum var gift föðurbróður prinsins, hvatti hins vegar til þess að hann yrði nú „látinn í friði“. Dagblaðið The Sun birti á fimmtudag mynd af Harry prins þar sem hann er í bún- ingi þýskra Afríkuher- manna með hakakross um handlegginn. Prinsinn hefur beðist afsökunar á þessu til- tæki og harmað dóm- greindarbrest sinn. Hermt er að faðir hans sé honum öskureiður og hann hafi ákveðið að Harry og Vilhjálmur, eldri bróðir hans, sæki heim útrým- ingarbúðir nasista í Auschwitz í Póllandi. Þetta tiltæki prinsins hefur vakið mikla athygli á Bretlandi og raunar víðar. Hópar gyðinga hafa fordæmt smekk- og dómgreindarleysi Harrys sem er tvítugur að aldri. Dagblöð á Bretlandi tóku í sama streng í gær. The Independent sagði þetta „hroðalega ósmekklegt grín“. Rithöfundurinn Nick Hornby sagði í grein í blaðinu að mál þetta sýndi að prinsinn væri „heimskingi“ og „ættarskömm“. The Times sýndi prinsinum unga litla virðingu. Í leið- ara blaðsins sagði að prinsinn væri „smekklausasta fífl landsins“. Hvatti blaðið til þess að Harry sýndi iðrun sína með því að styðja hjálp- arsamtök gyðinga. Dagblaðið The Guardian bar mál hans saman við mál Sir Mark Thatcher, sonar Margaret Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra, sem á dögunum ját- aði að hafa „óvart“ tekið þátt í valdaránstilraun í Miðbaugs-Gíneu. Taldi blaðið ástæðu til að fagna því að engar líkur væru á því að Mark Thatcher ætti eftir að verða kon- ungur Breta en hið sama yrði vit- anlega ekki sagt um Harry prins. The Daily Telegraph taldi það fagnaðarefni að Harry prins myndi brátt hefja nám við Sandhurst- herskólann. Hann yrði ekki fyrsti „afvegaleiddi ungi maðurinn“ sem sú stofnun kæmi aftur á veg dyggð- arinnar. „Öðlingur sem lætur margt gott af sér leiða“ Sarah Ferguson, fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins, föðurbróður Harrys, hélt í gær uppi vörnum fyr- ir prinsinn unga. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði hún að prinsinn væri öðlingur og hún væri stolt af því að koma honum til varnar. „Ég veit hvernig það er að vera tekin af lífi í fjölmiðlunum og sæta stöðugri gagnrýni. Það er afar þreytandi og ekki sérlega upplífgandi,“ sagði Sarah Ferguson. Hún minnti á að prinsinn hefði beðist afsökunar og þá beiðni hans ætti þjóðin að taka til greina. Tímabært væri að fjölmiðlar létu prinsinn í friði. „Þetta er ungur maður sem hefur látið margt gott af sér leiða þegar hann hefur fylgt í fótspor móður sinnar og sinnt mál- efnum alnæmissmitaðra í Afríku. Þetta er öðlingur, afar góður ungur maður,“ sagði Ferguson og gat þess að hið sama væri að segja um Vil- hjálm prins. Talsmaður bresku hirðarinnar sagði í gær að Harry prins myndi ekki birta fleiri afsökunarbeiðnir opinberlega. Forsíður breskra dagblaða voru í gær lagðar und- ir fréttir af því tiltæki Harrys Bretaprins að klæð- ast nasistabúningi í afmælisveislu vinar síns. „Smekklausasta fífl landsins“ Bretaprins fær það óþvegið en Sarah Ferguson segir hann gull af manni AP Lundúnum. AFP. STJÓRNVÖLD í Ísrael og Banda- ríkjunum kröfðust þess í gær að Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseti Palestínumanna, skæri upp herör gegn herskáum hreyfingum sem stóðu fyrir sprengjutilræði á Gaza- svæðinu. Sex Ísraelar biðu þá bana. Eftir árásina gaf Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fyrirmæli um að öllum samskiptum ísraelskra embættismanna við leiðtoga Palest- ínumanna yrði hætt þar til annað yrði ákveðið. Fréttaskýrendur í Ísrael sögðu að með því að halda áfram árásum á Ísraela væru palestínsku hreyfing- arnar að bjóða Abbas birginn. Al-Aqsa-píslarvottarnir, sem tengjast Fatah-hreyfingu Abbas, voru á meðal þriggja hreyfinga sem lýstu sprengjutilræðinu á hendur sér. Hinar hreyfingarnar, Hamas og Þjóðarandspyrnunefndirnar, sögðu að með árásinni væru þær „ekki að senda skilaboð til Mahmouds Abbas, heldur til Sharons“. Abbas fordæmdi árásina og sagði að hún væri „ekki gott innlegg í frið- arferlið“. Ísraelsher sagði að þrír Palestínu- menn hefðu gert árásina nálægt Karni-varðstöðinni milli Gaza-svæð- isins og Ísraels. Sex Ísraelar létu líf- ið og fimm særðust, þar af tveir al- varlega. Árásarmennirnir voru skotnir til bana. Abbas hefur hvatt palestínsku hreyfingarnar til að láta af árásum á Ísraela og boðað friðarviðræður við Ísraelsstjórn. Meir Sheetrit, sam- gönguráðherra Ísraels, sagði að ekki væri nóg að Abbas fordæmdi hryðju- verk, hann þyrfti einnig að skera upp herör gegn palestínsku hreyfingun- um til að binda enda á árásirnar. „Það væri annar harmleikur ef þeim, sem fremja þessi hryðjuverk, verður leyft að eyðileggja friðarferl- ið og koma í veg fyrir að palestínska þjóðin fái tækifæri til að stofna eigið ríki,“ sagði Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Reuters Palestínumenn bera lík ellefu ára pilts sem ísraelskir hermenn skutu til bana á Gaza-svæðinu í fyrradag. Abbas undir þrýstingi eftir sprengjutilræði Stjórnvöld í Ísr- ael hætta öllum samskiptum við Palestínumenn Gazaborg. AFP. SHIRIN Ebadi, handhafa friðar- verðlauna Nóbels, hefur verið stefnt fyrir rétt í Íran. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir áhyggjum af málinu. „Mér hefur verið stefnt fyrir bylt- ingardómstól,“ sagði Ebadi í samtali við AFP-fréttastofuna á fimmtudag. Í kvaðningunni er þess getið að henni sé ætlað að svara ákveðnum spurningum en ekki tiltekið hverjar þær eru. Mæti hún ekki á tilsettum tíma verður hún handtekin. Eftir því sem næst verður komist á hún að koma fyrir réttinn nú um helgina. Ebadi er 57 ára gömul og starfar sem lögmaður í Íran. Áríð 2003 hlaut hún friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína í Íran. Í fyrra tók hún við heiðursdoktors- nafnbót við Háskólann á Akureyri. Ebadi hefur haldið uppi vörnum fyrir andófsmenn í Íran auk þess að berjast fyrir bættum hag kvenna og barna þar í landi. Hún hefur hvatt til þess að pólitískum föngum í landinu verði sleppt úr haldi. Frá því hún hlaut Nóbelsverð- launin hafa samskipti hennar og stjórnvalda einkennst af aukinni spennu. Ebadi stefnt fyrir rétt í Íran Teheran, Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.