Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKOMULAG hefur náðst um greiðslur heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins til SÁÁ vegna lyfjakostnaðar við meðferð ópíumfíkla, sem SÁÁ sinnir, að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Mun ráðuneytið greiða samtökunum 20 milljónir króna á tveim árum, þessu ári og því síðasta, en það mun samsvara kostnaði við lyfjameðferð um 30 ópíumfíkla á ári. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, segist fagna því að samkomulag hafi náðst. „Við höfum þarmeð gengið frá því máli sem hefur hangið að- eins í lausu lofti,“ segir Jón. En viðræður um þjónustu- samninginn og meðferð ópíumfíkla hafa staðið um nokk- urra vikna skeið. Hann segir samkomulagið vera viðauka við þjónustusamning milli heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins og SÁÁ frá 29. október 2002 sem sé í gildi. Ráðuneytið gerir ráð fyrir því að ekki verði dregið úr þjónustu við ópíumfíkla sem veitt hefur verið af hálfu hálfu SÁÁ á Vogi undanfarin misseri. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segist fagna viðbótinni. „Ráðherrann er að bæta ofan á þjónustu- samninginn 10 milljónum króna á ársgrunni. Hann ætlar þessa peninga í þjónustu sem er utan þjónustusamnings- ins sem hann telur þá líklega vera mikilvæga, og hlýtur að vera góð viðurkenning fyrir okkur og ágætismál,“ seg- ir Þórarinn. SÁÁ fær 20 milljónir vegna lyfjameðferðar ópíumfíkla Sjúkrastöðin Vogur. JAPÖNSK stjórnvöld hafa enn ekki fallist á boð íslenskra stjórnvalda um að Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, fái dvalarleyfi á Íslandi, segir John Bosnitch, kanadískur blaðamaður í Japan, sem unnið hefur að því, ásamt stuðningsmönnum Fischers þar í landi, að fá Fischer lausan. Engin svör hafa borist enn við bréfi sem hópur- inn sendi Koizumi for- sætisráðherra Japans seint á síðsta ári. „Þau segjast enn vera að íhuga boðið og hafi enn ekki tekið endanlega ákvörðun,“ segir hann. „Ég veit ekki hvenær þau ætla að gera eitthvað í málinu.“ Hann telur þó að boð íslenskra stjórnvalda hafi sett mikinn þrýsting á japönsk stjórnvöld. „Þetta flækir málið. Þau verða að gera eitthvað.“ Ekkert svar fengið Bosnitch og stuðningsmenn Fischers í Japan sendu forsætisráðherra Japans, Jun- ichiro Koizumi, bréf hinn 20. desember sl., þar sem farið var fram á að forsætisráð- herrann beitti sér fyrir því að Fischer fengi að fara til Íslands. „Við höfum enn ekki feng- ið neitt svar.“ Hann hyggst ítreka bréfið á næstunni og segir að stuðningshópur Fisch- ers í Japan sé langt í frá að gefast upp. „Ef niðurstaðan verður sú að japönsk stjórnvöld hafna tilboði Íslendinga ætlum við að óska eftir því að Íslendingar eða aðrar þjóðir veiti Fischer ríkisborgararétt,“ segir hann. „Ég veit að það er stórt skref frá því að bjóða dvalarleyfi, en japönsk stjórnvöld hafa hingað til haldið því fram að þau muni senda Bobby til síns heimalands og þau halda fast við það að heimaland hans séu Bandaríkin.“ Bosnitch kveðst mótfallinn því að Fischer verði sendir til Bandaríkjanna. Þar muni hann ekki hljóta sanngjörn réttarhöld. „Ég held að Bobby eigi þar yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm. Bobby er 61 árs og mun ekki lifa það af ef hann verður svo lengi í fangelsi.“ Bosnitch segist hafa byrjað að vinna að því að fá Fischer lausan strax nokkrum dögum eftir að Fischer var hand- tekinn á Naritaflugvelli í Tókýó sl. sumar. Hann segist tala við Fischer í síma á hverj- um degi. „Bobby er ákveðinn í því að gefast ekki upp,“ segir hann. Ætla að hitta sendiherra Japans á Íslandi Nokkrir velunnarar Fischers hér á landi funduðu um stöðu mála í fyrrakvöld. Sæ- mundur Pálsson segir að ákveðið hafi verið að óska sem fyrst eftir fundi með sendiherra Japans hér á landi. „Við viljum fá að vita hvernig málin standa,“ segir Sæmundur. Hann segir ekki eðlilegt að Bobby Fischer sé enn haldið föngnum í Japan, úr því búið sé að bjóða honum að koma hingað. John Bosnitch, stuðnings- maður Bobby Fischers Ekkert svar borist frá Koizumi Bobby Fischer AÐALFUNDUR Félags sjálf- stæðismanna í austurbæ og Norð- urmýri mótmælir harðlega fyr- irhuguðum fyrirætlunum borgaryfirvalda um breytt skipu- lag svæðisins í kringum Hlemm- torg, að því er fram kemur í ályktun félagsins. Segir þar að með nýju leiða- kerfi Strætós bs. sé fyrirhugað að draga aukna strætisvagnaum- ferð inn í miðborgina og fjölga þeim leiðum sem hafi endastöðv- ar á Hlemmi. Loka eigi Hverf- isgötu milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs og breyta þeim hluta götunnar í stæði fyrir strætisvagna. Telja sjálfstæð- ismenn að lokun Hverfisgötu á þessum kafla sé til mikillar óþurftar og það spilli ásýnd hverfisins að taka enn stærri hluta þess undir strætisvagn- astæði. Hvetja til samráðs við íbúa „Ljóst er að ef núverandi hug- myndir borgaryfirvalda um svæðið verða að veruleika, munu þær hafa mikil áhrif á gatna- kerfi, umferðarmál og ásýnd á stóru svæði í kringum Hlemm og í miðborginni.“ Þær muni m.a. hamla eðlilegri umferð á Hverfisgötu og Lauga- vegi, beina aukinni umferð inn í íbúahverfi og stórauka umferð á Skúlagötu, sem sé íbúðargata, með fyrirséðum truflunum, m.a. vegna hljóðvistar, án nokkurra tillagna um úrbætur, segir í ályktuninni. Minnt er á að Hlemmur og svæðið umhverfis hann sé mik- ilvægt fyrir miðbæinn og borgina alla. Svæðið sé „eins konar hlið að miðborginni, bæði nú og í sögulegu ljósi. Þær róttæku breytingar á umferðarskipulagi svæðisins, sem fyrirhugaðar eru, bera öll merki þess að hafa verið unnar í flýti og ljóst er að það grundvallarviðhorf hefur ekki verið haft að leiðarljósi að gera hverfið í kring ákjósanlegra til búsetu fyrir fjölskyldufólk.“ Verði hugmyndir R-lista að veru- leika, muni þær vafalaust skapa margvísleg vandamál á svæðinu. „Aðalfundurinn skorar á borg- aryfirvöld að falla frá núverandi hugmyndum en þess í stað eiga samráð við íbúa og félagasamtök á svæðinu um heppilegar breyt- ingar á svæðinu í kringum Hlemm og skipulag þess til fram- tíðar.“ Umferð fyrir framan lögreglustöð bönnuð Tillaga að breytingu á deiliskipu- lagi fyrir Hlemm og nágrenni var afgreidd í nóvember sl. Ekki er reiknað með breytingu á núver- andi byggingu á Hlemmi en áformað er að fyrir allt svæðið umhverfis Hlemm verði unnið deiliskipulag aðlægra reita á næstu mánuðum og verði þá jafn- framt settir ítarlegir skilmálar fyrir Hlemm. Tillagan að breyttu deiliskipu- lagi var í kynningu fram í sept- ember á síðasta ári. Athugasemd- ir bárust m.a. frá Sjálfsbjörgu þess efnis að tillögur um Hlemm skertu verulega aðgengi að húsi Tryggingastofnunar ríkisins. Var fallið frá breytingum á svæð- inu fyrir framan húsið. Félag sjálfstæðismanna í austurbæ og Norðurmýri mótmælir fyrirætlunum um framkvæmdir við Hlemm Morgunblaðið/Sverrir Hafa mikil áhrif á stóru svæði INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segist tilbúin til þess að fallast á að landsfundur flokksins verði haldinn í vor, en ekki í haust, eins og hingað til hefur verið rætt um. Hún bendir á að framkvæmdastjórn flokksins þurfi að taka afstöðu til þessa máls hið fyrsta. Ingibjörg segir að sér finnist rök sveitarstjórnarmanna fyrir því að halda landsfundinn í vor veigamikil. Það sé að mörgu leyti hagfelldara fyrir flokkinn og það fólk sem þurfi að huga að undirbúningi fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, að halda landsfundinn í vor. Þannig sé hægt að fara inn í sumarið með hreint borð og hefja að fullu undirbúning fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar þá um haustið. „Ég get því alveg séð þessi rök,“ segir hún, „og tel að framkvæmdastjórn flokksins þurfi að taka afstöðu til þessa hið fyrsta.“ Fellst á að lands- fundi verði flýtt STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir loftskip sem sam- göngutæki á milli lands og Eyja ekki vera til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu sem mögulegur sam- göngumáti. Fram kom í Morg- unblaðinu sl. þriðjudag að nem- endur í Viðskiptaháskólanum Bifröst hefðu nýlokið verkefni sem gengi út á að skoða samgöngur til og frá Vestmannaeyjum, og fóru nem- endurnir yfir kosti og galla loftskips sem mögulegs samgöngumáta. Sturla segist ekki hafa fengið nein gögn um skoðun nemendanna við Bifröst. Ráðuneytið sé ávallt að leita að nýjum kostum í samgöngukerfinu og því geri hann ráð fyrir að nefnd, sem vinni að samgöngumálum milli lands og Eyja, muni taka loftskipið til skoðunar eins og alla aðra kosti. En meðal þeirra kosta sem verið er að skoða er endurnýjun á Herjólfi auk þess sem verið er að rannsaka möguleika á því að koma upp höfn á Bakkafjöru með nýrri ferju þar. Loftskip ekki í sérstakri skoðun GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sótti, í fjarveru Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, samráðsfund ut- anríkisráðherra Norðurlanda og tíu Afríkuríkja í Finnlandi. Á fund- inum, sem fram fór í gær og fyrra- dag, var m.a. fjallað um öryggis- mál, stjórnarfar og stöðu mannréttindamála í Afríku og svæðisbundna samvinnu Afr- íkuríkja. Þá voru málefni einstakra Afríkuríkja einnig rædd, m.a. ástandið í Darfur héraði í Súdan, Zimbabwe og Mið-Afríku, skv. upp- lýsingum utanríkisráðuneytis. Ræddu stöðu mannréttinda í Afríku HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í fyrradag karl og konu frá Eþíópíu í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa vegabréfum annars fólks við komu hingað til lands milli jóla og nýárs. Fólkið var á leið til Bandaríkj- anna þegar það var handtekið á Keflavíkurflugvelli. Það hefur setið í gæslu síðan. Þriðji maðurinn, Eþíópíumaður með sænskan ríkisborgararétt, er talinn hafa skipulagt för fólksins vestur um haf og útvegað því vega- bréfin. Hann var handtekinn um leið og förunautar hans og segir Eyjólf- ur Kristjánsson, fulltrúi hjá sýslu- manninum á Keflavíkurflugvelli, að rannsókn máls hans sé á lokastigi. Maðurinn hefur verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald fram á miðviku- dag í næstu viku. Grunur leikur á að hann hafi áður smyglað fólki vestur um haf. Gunnar Aðalsteinsson héraðs- dómari dæmdi málið. Verjandi var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli. Þrjátíu daga fangelsi fyrir vegabréfasvindl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.