Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÁ ÁRANGUR er náðst hefur við að efla rannsóknir og framgang tæknifyr- irtækja á síðustu árum er einstakur. Við höfum aukið framlög til rannsókna hraðar en flestar aðrar þjóðir og erum nú meðal þeirra 5 þjóða sem leggja hvað mest af mörkum til rannsókna og þróunar miðað við þjóðarfram- leiðslu. Með stofnun Vísinda- og tækniráðs árið 2003 sköpuðust að- stæður til að fylgja þessari þróun eftir og efla íslenska rann- sóknakerfið. Í stefnu- yfirlýsingu ráðsins frá því í desember fyrir ári voru sett þrjú meginmarkmið: Í fyrsta lagi að auka úthlutunarfé op- inberra samkeppnissjóða og samhæfa starfsemi þeirra þannig að það nýtist sem best vísinda- og tæknirannsóknum og ný- sköpun í íslensku atvinnulífi. Í öðru lagi að efla háskóla sem rann- sóknastofnanir og byggja upp og efla fjöl- breyttar háskólarannsóknir á Íslandi með því að einstaklingar og rannsóknahópar í háskólum keppi um fjárveitingar til rann- sókna úr samkeppnissjóðum. Í þriðja lagi að endurskilgreina skipu- lag og starfshætti opinberra rann- sóknastofnana með það að markmiði að sameina krafta þeirra og tengja starfsemi þeirra betur við háskólana og atvinnulífið í landinu. Þessu hefur verið fylgt eftir með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að rúm- lega tvöfalda ráðstöfunarfé samkeppn- isjóðanna á kjörtímabilinu og stofna Tækniþróunarsjóð til að styðja nýsköpun og sérstaka markáætlun til að styðja aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi. Stefnir í að heildarráðstöfunarfé þessara sjóða fari yfir 2 milljarða í lok kjör- tímabilsins. Ennfremur hefur verið ákveð- ið að veita fleiri háskólum grunnframlög til að byggja upp rannsóknir svo þeir geti tekið þátt í samkeppni um rannsóknafé úr samkeppnissjóðunum. Á síðasta fundi Vísinda- og tækniráðs sem haldinn var fyrir jólin var m.a. gerð tímamótaályktun um að endurskipuleggja og sam- eina matvælarannsóknir í landinu undir einni stofnun og leita samvinnu við sam- tök atvinnulífsins um rekst- ur hennar sem sjálfstæðs fyrirtækis utan rík- isgeirans en með fjárhagslegum stuðningi rík- isvaldsins. Tekið er mið af mjög góðri reynslu í mörgum grann- löndum af slíkri samvinnu rík- isvalds og atvinnu- lífs af rekstri rann- sóknastofnana sem vinna á afmörk- uðum tæknisviðum í þágu atvinnulíf- isins. Gert er ráð fyrir ná- inni samvinnu slíkrar stofnunar við þá háskóla í landinu sem veita menntun og vísindalega þjálfun á fræðasviðum stofnunar- innar. Vísinda- og tækniráð ályktaði einnig um að sam- eina bæri starfsemi Iðn- tæknistofnunar og Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðarins undir einni stofnun eða fyrirtæki með áherslu á tengsl við háskólana á sviði tækni- rannsókna. Mikilvægt er að há- skólastofnanir vinni saman eins og kostur er og má nefna í því sam- bandi að sameiginleg nefnd þeirra er mál- ið varðar komst á síðasta ári að þeirri nið- urstöðu að skynsamlegt væri að færa starfsemi Tilraunastöðvarinnar að Keld- um í Vatnsmýrina þar sem hún gæti starf- að við hlið Háskóla Íslands og Landspít- alans – háskólasjúkrahúss. Samstilltir sjóðir Vísinda- og tækniráð ályktaði einnig um nauðsyn þess að samstilla viðmið sam- keppnisjóðanna í styrkveitingum þannig að ekki myndist gjár í styrkjakerfinu og kynna úthlutunarreglur þannig að ekki verði misskilningur hjá umsækjendum um hvert beri að verði út frá lö anna og samk miðum um kr staðfesti Vísi inlega tillögu vísindanefnd til nýrrar ma Lykill að öflugri só Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir fjallar um nýskipan vísinda- og tæknimála ’Vísindmun ski fyrir þró á Ísland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - .(*% ## !% 3# % . ) %  ) *&  ) ' ' ' ' ' ' , +,+,(+,+-++--+-  :(*!%. ! %/ /%! ; % / &! %% !% ( (     ++(++++++ KOMIÐ hefur verið á fót meðferð- arteymi við Heilsugæslustöðina í Graf- arvogi sem ætlað er að veita bæði geð- og sálfélagslega þjónustu vegna vanda barna og fjölskyldna þeirra. „Þetta gjör- breytir aðstöðu okkar til þess að veita börnum hér þjónustu. Við höfum vana- lega verið stopp þegar það hefur komið að þessum málum,“ segir Atli Árnason, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Grafarvogi sem stýrir teyminu. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lýsti starfsem- ina hafna í gær en hann segir þetta vera gert í samræmi við áherslur ráðuneyt- isins sem undirbúið hafi þjónustu af þessu tagi um hríð þar sem talið væri að einmitt á þessu sviði skorti meðferð- arúrræði. „Það sem er nú þýðingamest við þetta er að það gefst tækifæri til þess að þjóna börnum og greina þeirra vanda nægilega snemma, sem er afar mikið at- riði,“ segir Jón og kveðst hann binda miklar vonir við starfsemina sem á að verða hluti af grunnþjónustunni. „Ég hef sannfæringu fyrir því að það sé rétt skref, en við sjáum hvernig það reynist,“ segir Jón. Aðspurður segir hann Heilsu- gæslustöðina í Grafarvogi hafa orðið fyr- ir valinu þar sem stöðin sinnir fjölmenn- asta barnahverfi landsins. Áhersla á fyrirbyggjandi starf Atli segir meðferðarteymið starfrækt í anda frumþjónustu og það verði hluti af meðferðarþjónustu hverfisheilsugæsl- unnar í Grafarvogi. Sérstök áhersla verði lögð á að vinna fyrirbyggjandi starf og nálgast börnin og fjölskyldur þeirra sem fyrst og sem yngst. Þetta sé sífellt ljósara myndunar ba sína og mikil sem mest og efnum.“ Í meðferða félagsráðgjaf heimilislækn stöðvarinnar þess þegar sk samvinnu við gert til að geta veitt þjónustu áður en viðkomandi þarf enn sérhæfðari þjón- ustu . Í tilkynningu frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu segir: „Með því að veita þjónustuna fyrr en gert hefur verið er reynt að koma í veg fyrir að mál þróist á verri veg þegar börnin verða eldri sem veldur auknu álagi á sérhæfðari þjónustu eins og Barna- og unglingageðdeildina (BUGL). Jafnframt hefur mönnum orðið Meðferðarteymi fyrir geðraskanir barna við Heilsug „Gjörbreytir aðstö Inga María Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi, Erla Björk Sveinbj V. Magnússon sálfræðingur, Sigríður Brynja Sigurðardóttir, gæslunnar í Grafarvogi, Atli Árnason, yfirlæknir heilsugæslu jánsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Einarsson, forstj LANDSFUNDUR SAMFYLKINGAR Áform Samfylkingarfólks umað efna til landsfundarflokksins í vor í stað þess að halda hann í haust eru skyn- samleg. Fyrirsjáanlegt er að hörð átök verða við formannskjör. Það mundi augljóslega skaða flokkinn verulega ef hann logaði stafna á milli meiri hluta ársins vegna átaka á milli Össurar Skarphéð- inssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og þeirra fylkinga, sem að baki þeim standa. Þessi fyrirsjáanlegu átök eiga sér ræt- ur í atburðum fyrir síðasta lands- fund flokksins. Þá var Ingibjörg Sólrún hvött til þess að bjóða sig fram gegn Össuri en ákvað að gera það ekki þá. Frásögnum af því, sem þá gerðist þeirra í milli, ber ekki saman. Í sjálfu sér getur Össur Skarp- héðinsson spurt með nokkrum rökum, hvað valdi því, að hann standi frammi fyrir mótframboði svo snemma á formannsferli sín- um. Hann getur bent á sterka stöðu flokksins í skoðanakönnun- um nú. Hann getur sagt, að það hafi ekki reynzt Samfylkingunni sérstaklega vel að bjóða upp á Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætis- ráðherraefni í síðustu þingkosn- ingum. Vandi Össurar er sá, að það er útbreidd skoðun innan Samfylk- ingarinnar, að hann njóti ekki trausts umtalsverðs hóps flokks- manna og stuðningsmanna flokksins en þó alveg sérstaklega að hann njóti ekki trausts for- ystusveita annarra stjórnmála- flokka, sem samstarfsaðili að kosningum loknum. Formennska hans muni því draga úr líkum á því, að Samfylkingin geti náð þeim áfanga í næstu kosningum að komast í ríkisstjórn. Það hefur áður gerzt á vett- vangi íslenzkra stjórnmála, að breyting hafi orðið á flokksfor- ystu vegna þess, að flokksmenn hafi skynjað stöðu formanns gagnvart öðrum flokkum með þessum hætti. Vandi Ingibjargar Sólrúnar er sá, að henni hefur fatast flugið eftir að hún nánast hrökklaðist úr embætti borgarstjóra í Reykja- vík. Meginástæðan fyrir því kann að vera sú, að hana hefur skort pólitískan vettvang, þar sem hún situr ekki á þingi, en svo er auð- vitað hugsanlegt að hún hafi ein- faldlega ekki jafn mikið fram að færa í pólitíkinni og stuðnings- menn hennar hafa kannski haldið. Það er alltaf erfitt að takast á við sitjandi formann, ekki sízt ef ekki er hægt að benda á mjög skýr dæmi um, að honum hafi gersamlega mistekizt að sinna verkefni sínu. Þess vegna má bú- ast við að á brattann verði að sækja fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, þegar út í slaginn er komið. Mestu skiptir þó, að málefnaaf- staða þessara tveggja frambjóð- enda liggi skýr fyrir og ekki fari á milli mála hver málefnaágrein- ingur þeirra er. Samfylkingin er samkvæmt skoðanakönnunum annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins og alls ekki hægt að úti- loka að flokkurinn geti ógnað stöðu Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum. En um hvað snýst ágreiningurinn í Samfylk- ingunni? Snýst hann einvörðungu um þá spurningu, hvort Össur Skarphéðinsson geti notið trausts forystumanna annarra stjórn- málaflokka til samstarfs í ríkis- stjórn eða er hann djúpstæðari? Hver er afstaða þessara tveggja forystumanna Samfylk- ingarinnar til utanríkismála? Hver er afstaða þeirra til sam- starfs við Bandaríkin á vettvangi alþjóðamála? Hver er afstaða þeirra til samstarfs við Bandarík- in um varnir Íslands? Er skoðanamunur á milli þeirra um afstöðuna til ESB eða eru þau samstiga um að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB? Hver er afstaða þeirra til grundvallarþátta í þróun íslenzks samfélags? Telja þau að vaxandi efnamunur í íslenzku samfélagi sé áhyggjuefni eða óhjákvæmileg þróun, sem ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af? Hver er af- staða þeirra til vaxandi fátæktar á Íslandi? Hver er afstaða þeirra til þess, að örfáar stórar viðskiptasam- steypur eignist stóran hluta ís- lenzks viðskiptalífs? Eru þau reiðubúin til að standa að löggjöf, sem kemur í veg fyrir það, eða telja þau slíka löggjöf engu skipta? Hver er afstaða þeirra til end- urskoðunar stjórnarskrárinnar og þá alveg sérstaklega til 26. greinar hennar? Hver er afstaða þeirra til nýrr- ar fjölmiðlalöggjafar nú þegar þeim er væntanlega orðið ljóst, að Samfylkingin getur ekki treyst á stuðning fjölmiðlasamsteypu Baugs í næstu kosningum? Hver er afstaða þeirra til áframhaldandi stóriðjuvæðingar á Íslandi og frekari virkjana- framkvæmda? Og þannig mætti lengi telja. Kosningabaráttan milli Össurar og Ingibjargar Sólrúnar getur átt mikinn þátt í að skýra fyrir al- menningi hvers konar flokkur Samfylkingin raunverulega er, en það liggur alls ekki ljóst fyrir nú. Umræður og átök þeirra í milli geta orðið til þess að skerpa ákveðnar málefnalegar andstæð- ur innan flokksins svo að ljósara verði við hverju má búast af Sam- fylkingunni í ríkisstjórn. Að því leyti til eru væntanlegar formannskosningar í Samfylking- unni jákvæðar, þegar til þeirra er horft út frá almannahagsmunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.