Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Jakobs-dóttir fæddist á Litla-Enni á Blöndu- ósi 2. október 1921. Hún andaðist á Hér- aðssjúkrahúsinu á Blönduósi 5. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guð- nýjar Hjartardóttur húsmóður, f. 24. ágúst 1884, d. 15. okt. 1956, Jónassonar og Jakobs Lárussonar Bergstað smiðs, f. 12. apríl 1874, d. 24. nóv. 1936, Guðmundsson- ar. Á fyrsta ári var Guðrún sett í fóstur til hjónanna Valdísar Jóns- dóttur húsmóður, f. 1. sept. 1886, d. 25. maí 1929, og Lárusar Stefáns- sonar bónda, f. 6. mars 1887, d. 3. jan 1974. Þau bjuggu í Gautsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Árið 1929, þegar Valdís fósturmóðir Guðrún- ar dó, fór Guðrún aftur í fóstur til Ingiríðar Jónsdóttur, systur Val- dísar, f. 15. júní 1888, d. 23. júní 1976, og manns hennar Eiríks Grímssonar, f. 12. júlí 1873, d. 7. sept. 1932, en þau bjuggu í Ljóts- hólum í Svínadal. Systkini Guðrún- ar voru ellefu, en þau voru: Lárus Sigurður, Svava, Jónas Skarphéð- inn, Klara, Unnur, Margrét, Helga Guðrún, Skúli, Jónína Guðrún, Hjörtur Lárus og Óskar Frímann. eiga tvær dætur. b) Jóhann Ingvar bílstjóri, f. 27. des. 1970, var kvænt- ur Margréti Jóhannsdóttur. Þau eiga tvö börn. Áður átti Jóhann einn son. Sambýlismaður Valdísar er Brjánn A. Ólason sjómaður, f. 13. júní 1947. 3) Ragnhildur hús- móðir, f. 12. nóv. 1951, gift Sigurði H. Péturssyni dýralækni og kenn- ara, f. 16. mars 1946. Þau eiga tvö börn, þau eru: a) Guðrún Valdís, BA í félagsfræði og nemi í hjúkr- unarfræði við HÍ, f. 24. mars 1976, sambýlismaður Davíð Ólafsson við- skiptafræðingur, f. 19. janúar 1978. b) Pétur Magnús, nemi í læknis- fræði við háskólann í Rostock, f. 9. mars 1979. 4) Þorsteinn Trausti járniðnaðarmaður, f. 11. maí 1959, sambýliskona hans var Guðrún Atladóttir. Guðrún Jakobsdóttir var í barna- skóla í sinni sveit. Stuttu eftir ferm- ingu fór hún suður til Lárusar, fóst- urföður síns, sem þá bjó í Reykjavík. Var hún þar einn vetur í Ingimarsskóla og síðan einn vetur á Héraðsskólanum á Laugarvatni. Eftir það vann hún um tíma á saumastofu þar syðra uns hún flutti aftur norður. Guðrún var húsmóðir á Grund frá 1941 til 1993. Hún var organisti í Auðkúlukirkju í mörg ár. Einnig starfaði hún lengi í Kvenfélagi Svínavatnshrepps og var ritari þess um nokkurra ára skeið. Árið 1993 veiktist hún og lagðist inn á sjúkrahúsið á Blöndu- ósi þar sem hún dvaldi til æviloka. Útför Guðrúnar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Auðkúlukirkjugarði. Þau eru nú öll látin nema Helga Guðrún. Hinn 17. maí 1941 giftist Guðrún Þórði Þorsteinssyni, bónda á Grund í Svínadal, f. 27. júní 1913, d. 8. ágúst 2000. Foreldrar hans voru hjónin Ragnhild- ur Sveinsdóttir, f. 27. júlí 1871, d. 24. febr- úar 1951, og Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á Grund, f. 4. desember 1842, d. 7. ágúst 1921. Þórður og Guðrún bjuggu öll sín búskap- arár á Grund. Börn þeirra eru: 1) Lárus handavinnukennari, f. 3. júlí 1942, var kvæntur Sesselíu Guð- jónsdóttur kennara, f. 6. sept 1946. Þau eiga tvö börn, þau eru: a) Steinunn Ásta matarfræðingur, f. 1. apríl 1970, var gift Baldri Þór- arinssyni vélvirkja, f. 29. ágúst 1967, og eiga þau tvö börn. b) Guð- jón Ýmir iðnfræðingur, f. 13. júlí 1975, sambýliskona Sigrún A. Þór- isdóttir starfsmaður á leikskóla, f. 1. ágúst 1979. Þau eiga tvo drengi. 2) Valdís nuddfræðingur, f. 5. sept 1943, var gift Jóhanni P. Jóhann- syni atvinnubílstjóra, f. 27. nóv. 1943. Þau eiga tvo syni, þeir eru: a) Þórður Gunnar vélfræðingur, f. 29. sept. 1966, kvæntur Kristínu Stef- ánsdóttur stuðningskennara. Þau Nú þegar ég kveð tengdamóður mína, Guðrúnu Jakobsdóttur, fer ekki hjá því að margt kemur upp í huga mér. Ég minnist ótal margra ánægjustunda sem ég hef átt hjá Gunnu á Grund, eins og hún var jafn- an kölluð, og manni hennar, Þórði. Frá fyrstu stundu tóku þau mér mjög vel og hefur aldrei borið þar skugga á. Gunna var sett í fóstur strax á fyrsta ári til hjónanna Lárusar og Valdísar í Gautsdal og leit hún alltaf á þau sem sína foreldra og hafði alla tíð náin samskipti við þá fjölskyldu. Var m.a. kaupakona á Auðkúlu hjá séra Birni bróður Lárusar og Val- gerði konu hans. Í Gautsdal byrjaði hún smákrakki að spila á orgel. Hefur hún sagt svo frá að oft hafi hún beðið óþreyjufull eftir því að pabbi sinn kæmi inn úr húsunum, til að stíga orgelið fyrir hana, því litlu fæturnir náðu ekki nið- ur á pedalana. Fyrsta lagið sem hún minnist að hafa spilað var ,,inn milli fjallanna, þar á ég heima“ og átti það vel við uppi í Gautsdal. Hélt hún mik- ið upp á þetta lag og lék það oft. Ég held að Gunna muni ekki eftir sér öðruvísi en að kunna að spila á orgel. Gunna spilaði mjög mikið á skemmt- unum, bæði á orgel og harmonikku, og oft var það þegar gesti bar að garði á Grund, að Gunna settist við orgelið og spilaði og þá var oft mikið sungið. Hún var organisti í Auðkúlukirkju í mörg ár. Hélt hún söngæfingar heima á Grund og voru það jafnan skemmtilegar samkomur. Voru þær oftast vel sóttar og var þá oft glatt á hjalla. Kom það fyrir að fleira var á söngæfingu en við sjálfa messuna. Þegar Gunna missti Valdísi, mömmu sína, átta ára gömul, fór hún í fóstur að Ljótshólum til Ingiríðar, systur Valdísar, og Eiríks, manns hennar. Þau voru henni alla tíð mjög góð og voru henni ætíð sem foreldr- ar. Og má því segja að hún hafi verið sérstaklega heppin með sína fóstur- foreldra. Ingiríður og Eiríkur áttu tvo syni, Jónmund og Grím. Leit Gunna alla tíð á þá sem bræður sína og var sambandið við þá og þeirra fjölskyldur alltaf náið og gott. Gunna var mjög listræn í sér og vandvirk og varð allt að list sem hún snerti á. Hún málaði, saumaði, prjón- aði og skar út. Hún hafði sérlega fal- lega rithönd og t.d. handskrifaði hún sögu Kvenfélags Svínavatnshrepps sem gefin var út í bók á hundrað ára afmæli félagsins. Gunna starfaði í kvenfélaginu og var t.d. ritari þess lengi. Hún var í eðli sínu mjög hjálpsöm og góð manneskja og vildi öllum gott gera. Hún var þannig gerð að hún gat aldrei sagt nei ef hún var beðin um greiða, hvort sem hann var stór eða lítill. Gestrisin var hún með afbrigð- um og var sama hvenær gest bar að garði, alltaf var hún tilbúin með kaffi eða mat, því henni fannst enginn mega fara svangur frá henni. Mjög gott var að vera í návist hennar svo fólk laðaðist mjög að henni. Hún var alltaf blíð og tók öllum opnum örm- um. Alltaf gaf hún sér tíma til að sinna gestunum og var erfitt að kom- ast hjá því að þiggja veitingar ef mað- ur á annað borð var kominn á bæj- arhlaðið á Grund. Voru ekki margir dagar ársins sem ekki kom gestur í eldhúsið til hennar. Hún hafði gaman af að ræða við gesti sína og var óhrædd við að láta skoðanir sínar í ljósi. Var hún mjög ákveðin í skoð- unum og urðu umræður við eldhús- borðið jafnan fjörugar og skemmti- legar. Var það sannkölluð andleg upplyfting að koma til þeirra hjóna. Voru þau mjög samhent um að sinna gestum sínum. Mikill fjöldi barna var hjá þeim á Grund, ýmist sumarlangt eða allt ár- ið. Var bæði um að ræða kaupadrengi og stúlkur og börn sem þau voru beð- in fyrir vegna ýmissa erfiðleika á heimilum þeirra barna. Sum börnin voru hjá þeim á Grund í mörg ár og segir það sína sögu að börnin vildu alltaf koma aftur. Farskóli var á Grund til margra ára. Lenti þá eðlilega mikil vinna á Gunnu því hún sá um fæði og allan aðbúnað fyrir börnin, en gaf sér þó tíma til að mjólka kýrnar kvölds og morgna. Síðustu árin sem Gunna bjó á Grund átti hún við fötlun að stríða. En aldrei kvartaði hún, hún vann öll sín verk í rólegheitum og af vand- virkni og bætti frekar á sig verkum annarra því aldrei gat hún neitað neinu. Hún var sannkölluð hetja, ein af hetjum hversdagsleikans. Ég kveð hana tengdamóður mína með virðingu og þökk fyrir allt, því hún var mér og minni fjölskyldu svo mikið. Hvíl þú í friði, friður guðs þig blessi. Sigurður H. Pétursson. Ég var svo heppin að fá að alast upp við hliðina á ömmu og afa. Grund var í raun og veru mitt annað heimili. Ég var alltaf þar með annan fótinn og stundum báða. Ég var kaupakona hjá ömmu í nokkur sumur og kenndi hún mér margt og leyfði mér að hjálpa sér við það sem þurfti að gera. Einnig kenndi hún mér að spila rommí og það spil gátum við spilað í tíma og ótíma og vorum yfirleitt komnar upp í háar tölur eftir sumarið. Þegar ég bjó enn hjá pabba og mömmu fór ég alltaf til ömmu á aðfangadag og hjálpaði henni að undirbúa jólin og gera allt tilbúið. Þegar við vorum bú- in að borða og taka upp pakkana heima, fórum við alltaf í kaffi og feng- um fleiri pakka hjá afa og ömmu. Jól- in voru aldrei búin fyrr en við vorum búin að fara heim að Grund og það var alltaf sérstakt bragð af kakóinu hennar ömmu og eina kakóið sem ég gat drukkið. Amma var mikill dýravinur og átti auðvelt með að hæna að sér dýr. Hún nefndi stundum heimiliskettina skemmtilegum nöfnum. Samtímis voru tvær kisur á Grund, sem hún nefndi Gömlu kisu og Sparikisu. Amma var mjög gjafmild og stund- um meira en góðu hófi gegndi. Hún passaði til dæmis alltaf upp á að allir fengju jólagjafir. Það síðasta sem hún bað mömmu að gera fyrir sig var að sjá til þess að allir í fjölskyldunni fengju jólagjafir eins og undanfarin ár. Gjafirnar voru heldur ekki af verri endanum og hún hugsaði alltaf um aðra á undan sjálfri sér. Hún var mjög lagin í höndunum og sérlega vandvirk. Hún vandaði sig jafnvel við að sauma sláturkeppina. Hún prjónaði sokka, vettlinga og lopapeysur og ef hún vissi að ein- hvern vantaði einhvern þessara hluta eða væri hugsanlega kalt var sá hinn sami leystur út með gjöfum. Hvað var ein peysa á milli vina, sem hún átti marga. Ég held ég geti leyft mér að fullyrða að amma hafi verið vinsæl kona. Það var alltaf mikill gestagang- ur á Grund og þangað voru allir vel- komnir. Amma hafði mjög gaman af því að taka á móti gestum og það fékk enginn að fara frá Grund án þess að fá annaðhvort mat eða kaffi, helst hvort tveggja. Hún tók vel á móti gestum sínum og það leið ekki oft sá dagur að enginn kæmi að Grund. Það voru margir sem komu í heimsókn eftir að hafa verið á Grund sem kaupafólk á sumrin. Algengt var að sömu krakkarnir kæmu ár eftir ár í kaupavinnu á sumrin og sumir voru einnig hjá þeim yfir vetrartímann. Það má því segja að amma og afi hafi safnað að sér krökkum sem komu til að vera. Amma spilaði á orgel af mestu list og var organisti í Auðkúlukirkju í mörg ár. Oft voru haldnar söngæf- ingar á Grund og jafnan vel sóttar. Hún hafði það mikinn áhuga á tónlist að hún vildi endilega að ég lærði líka að spila á píanó og krafðist þess að borga fyrir mig tónlistarskólann í 9 ár. Í hreinskilni sagt hafði ég ekki jafn mikinn áhuga en gat samt engan veginn sagt henni það. Það er því henni að þakka að ég kann að spila á píanó í dag. Þó amma lægi veik á spítala í 11 ár, kvartaði hún aldrei eða talaði um að lífi sínu færi senn að ljúka. Hún var alltaf ljúf og góð og stutt í glettnina þrátt fyrir veikindin. Amma var alltaf sérstaklega góð við mig og átti stóran part í mér. Ég er því stolt af því að hafa fengið að heita í höfuðið á henni. Það verður skrítið að koma norður í framtíðinni og hafa ekki ástæðu til að fara út á Blönduós til að heimsækja hana. Það hefur myndast stórt skarð sem verður aldrei fyllt. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Guðrún Valdís Sigurðardóttir. Það hefur alltaf verið ævintýra- ljómi yfir sumrunum tveim sem ég var í sveit hjá Gunnu frænku og Þórði á Grund. Tíu ára kaupstaðardrengur sendur til að taka úr honum óþekktina, tak- ast á við nýja hluti og verða að manni. Það var svo margt skemmtilegt á Grund. Fara niður í Nes um sauð- burðinn og sjá lömbin koma í heim- inn og svo rúningurinn og að reka féð fram á heiði. Reyndar fékk strák- urinn bara að vera með inn dalinn en síðan tóku alvöru karlmenn við og ráku á heiðina. Það var líka skemmti- legt að fara aleinn upp í Skálar að vitja um netin. Það var ævintýri að vera þar einn í þögninni og aflavonin bar drenginn til að vitja um og ekki var verra að koma heim með vænan afla í pokanum. Og þegar heim var komið að setjast inn í eldhús hjá Gunnu og fá volgan kaffisopa og eitt- hvað gott með. Sækja kýrnar, reka úr túninu og svo sækja hestana hans Þórðar. Drengurinn var ekki mikið fyrir hesta og þó honum þættu hest- arnir og knapinn glæsilegir var betra að vera bara áhorfandi. Það gekk mikið á um heyannir, Þórður og þrælarnir eins og Gunna kallaði okkur strákana komu svo þreyttir heim á kvöldin að þeir ultu útaf um leið og búið var að borða og steinsofnuðu. Gunna var trúuð kona og var góð við menn og málleysinga en gat verið hvöss við höfðingjana og þeir áttu aldrei neitt inni hjá henni. Þetta er ættgengt, að láta höfðingjana heyra það, líklega komið frá móður hennar og ömmu minni, Guðnýju Ragnhildi. Þegar ég var búinn að koma mér upp fjölskyldu og ferðinni heitið norður eða suður var oft farin Svín- vetningabrautin og komið við á Grund og stundun farið upp í Skálar að veiða. Ég bið Guð að vera með börnum Guðrúnar, Lárusi, Valdísi, Ragnhildi og Þorsteini og fjölskyldum, sem nú sakna hennar sárt. Elsku frænka, far þú í friði. Ríkarður Bergstað Jónasson. Guðrún Jakobsdóttir er sofnuð hinsta svefni. Gunna á Grund, eins og hún var kölluð, var móðir leiksystk- ina okkar krakkanna á Syðri Grund. Nágrannakonan sem trúföst stóð við hlið Þórðar föðurbróður míns hefur nú kvatt þennan heim. Gunna var alin upp í Svínadalnum og ílentist þar. Þórður fór ekki langt; líkt og pabbi og margir aðrir piltar hoppaði hann yfir nokkra læki eftir konuefni sínu. Gunna reyndist hon- um og öllu sínu umhverfi vel. Hún og hennar fjölskylda tók þátt í mikilli uppbyggingu og framförum í daln- um. Oft var gestkvæmt á Grund enda voru þau hjón félagslynd og tóku af- skaplega vel á móti gestum þrátt fyr- ir annir sveitaheimilisins. Alltaf var gott að leita til Gunnu og Þórðar. Sem dæmi get ég nefnt atvik frá því ég var sex ára gamall; upptek- inn við að tálga mér trésverð þegar að blóð spýttist skyndilega úr öðrum úlnliðnum. Þetta var áður en foreldr- ar mínir eignuðust bíl og því var leit- að til Þórðar að aka með mig á Wil- lysjeppanum út á Blönduós. Mömmu leið illa eftir að hafa búið til bráða- birgða um sárið og horft á blóðpoll- inn. Gunna tók því að sér að hlusta á kjökrið í mér og hugga mig á leiðinni út á Blönduós. Á aðgerðastofunni gætti hún þess að ég væri ekki að horfa á hvað læknirinn var að fikta. Aðeins einu sinni fékk ég að kíkja. Læknirinn stakk grönnum og við- bjóðslegum stálþræði gegnum húð mína og við þá sjón kipptist ég til. Gunna sneri höfði mínu aftur tilbaka og hélt áfram að tala við mig rólegum tón. Þetta var langur skurður. Fáeinum dögum síðar gat ég sýnt félögunum úlnliðinn allan stálsettan; meira hvað þessi granni þráður var nú orðinn fallegur. Fyrir rúmum áratug varð Gunna fyrir áfalli vegna sinnar eigin blóð- rásar. Prjónarnir hennar hættu að iða og duttu niður á gólf. Þegar ég frétti þetta fann maður til vanmáttar míns. Ég óskaði þess að geta hjálpað henni og þess óskuðu margir fleiri. Það urðu líka margir til þess að hjálpa Gunnu á erfiðum kafla ævi hennar. Þökk sé starfsfólki Héraðs- hælisins á Blönduósi fyrir góða umönnun. Þökk sé Gunnu fyrir lipurð sína og gæsku, allt gamalt og gott. Lalla, Dísu, Ragnhildi, Steina Trausta og öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Sveinn Helgi Guðmundsson. Í maílok 1992 hringdi Guðmundur frændi minn úr Bólstaðarhlíð, búinn að útvega frænku sinni, sem ólm vildi fara í sveit, vist á bænum Grund. Eins og við var að búast voru for- eldrar mínir ekki alveg á því að senda 10 ára dóttur sína til vandalausra en eftir klukkustundarspjall í síma við Gunnu á Grund voru áhyggjurnar horfnar. Þegar ég kom fyrst á Grund var al- hvít jörð og hríð þrátt fyrir að kom- inn væri 24. júní. Eftir kaffisopa og kræsingar fóru mamma og pabbi. Allir biðu eftir því sama, að þessi litla, mjóa stelpa úr Reykjavík færi að skæla og vildi komast heim. Það gerðist aldrei. Frá fyrstu mínútu leið mér eins og að á Grund ætti ég heima. Þau Þórður, Gunna og Steini gerðu allt til að mér liði sem best. Á sama tíma og mér voru kenndir nýir hlutir var talað við mig eins og full- orðna manneskju, mér leið eins og það sem ég gerði skipti máli og ég ynni gagn. Gráturinn sem beðið hafði verið eftir kom reyndar, hann kom heima á Bræðraborgarstíg í ágúst- lok. Sumrin fyrir norðan urðu samtals sex, fyrst á Grund en síðar á Merkja- læk. Ég var síðasta kaupakona hennar Gunnu á Grund, snerist ýmislegt og hjálpaði til í eldhúsinu. Þar áttum við Gunna góðar stundir. Hún stóð við pottana og ég skottaðist fyrir hana inn í búr, út í mjólkurhús eða bak við hús að sækja rabarbara. Í hádeginu þegar búið var að ganga frá eftir matinn og karlarnir lögðu sig sátum við oftast við eldhúsborðið, hún með prjónana sína, ég með liti og blað og hlustuðum við á útvarpsleikritið. Síð- an hellti ég á könnuna, náði í brúna brotna bollann upp í skáp handa Gunnu og við spiluðum nokkur rommí og spjölluðum. Ég svaf í litla herberginu inn af hjónaherberginu, á kvöldin skreið ég iðulega „upp í“ til að hlýja mér og spjalla fyrir svefninn. Það var nauð- synlegt fyrir litla stelpu í sveit að mega gera. Á Grund voru alltaf gestir, yfir sumartímann leið ekki sá dagur að ekki kæmu einhverjir í heimsókn og gestrisnin var eftir því. Eiginlega má segja að Grund hafi verið nokkurs konar umferðarmiðstöð. Frændfólk, vinir, gamalt kaupafólk, pósturinn, sveitungar og ruslakallinn, allir stoppuðu í kaffisopa á Grund. Senni- lega hefði það verið lærdómsríkt fyr- ir mannfræðing að dvelja eitt sumar á Grund. Eftir 11 ára dvöl á spítala held ég að Gunna hafi verið hvíldinni fegin. Þrátt fyrir það erfiða og ósanngjarna hlutskipti að eyða elliárunum lömuð á sjúkrahúsi, var alltaf stutt í góða skapið og húmorinn. Jafnaðargeð og ótrúlegt æðruleysi einkenndu Gunnu. Minningarnar frá Grund eru mér dýrmætar. Þetta eru ekki minn- ingar úr skemmtigörðum eða af bað- ströndum í útlöndum, heldur minn- ingar um daglegt líf í íslenskri sveit, hjá fólki sem lifað hafði tímana tvenna og vissi að lífið gat bæði verið GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.