Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 39 MINNINGAR ✝ Gunnar PállBjörnsson fædd- ist á Grjótnesi á Mel- rakkasléttu, 30. jan- úar 1905. Hann andaðist á Heilbrigð- isstofnun Þingey- inga 5. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Björn Stefán Guðmunds- son, bóndi, og kona hans Aðalbjörg Páls- dóttir, ljósmóðir. Björn Stefán var bóndi á Grjótnesi, fæddur þar, gekk í Möðruvallaskóla, var sonur Guð- mundar Jónssonar frá Lóni í Kelduhverfi (Hallbjarnarstaðaætt) og Jóhönnu Björnsdóttur á Grjót- ur, þessi í aldursröð: 1) Jóhanna, f. 1901 d. 1994, giftist Hólmsteini Helgasyni og áttu þau sjö börn. Heimili þeirra var á Raufarhöfn. 2) Guðmundur Þórarinn húsgagna- og húsasmiður, f. 1903 d. 1994. 3) Baldur bóndi á Grjótnesi, f. 1907 d. 1981. Guðmundur og Baldur voru báðir ókvæntir og barnlausir. 4) Borgþór framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 1910, d. 1996, kvænt- ist Ingu Erlendsdóttur frá Hnaus- um í Þingi. Þau áttu 4 börn. Auk þeirra ólust upp með þeim tvö systkini, sem misst höfðu móður sína frá mörgum börnum. Þau eru Halldór Gunnar Stefánsson, f. 1923, búsettur í Reykjavík og Petra Guðrún Stefánsdóttir, f. 1922, búsett í Grindavík. Gunnar Páll kvæntist 1957 Huldu Valdísi Þorsteinsdóttur, f. 1924, d. 1974, úr Reykjavík, vest- firskra ætta. Þau voru barnlaus. Útför Gunnars Páls fer fram frá Snartarstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. nesi, Jónssonar í Leir- höfn, Vigfússonar í Garði í Kelduhverfi (ætt Hrólfunga). Móð- ir Jóhönnu var Vil- borg Gunnarsdóttir frá Hallgilsstöðum á Langanesi, Gunnars- sonar (Skíða Gunn- ars). Aðalbjörg var dóttir Páls Guð- mundssonar, bónda á Krákárbakka í Mý- vatnssveit og víðar í S- Þing, en síðast bónda í Ásbyrgi í N-Þing. (Brúnagerðisætt) og Guðrúnar Soffíu Jónasdóttur, en hún var ættuð úr Laxárdal og Bárðardal. Systkini Gunnars Páls voru fjög- Við andlát Gunnars Páls Björns- sonar, fyrrverandi bónda á Grjót- nesi, verður mér enn sem áður hugsað norður í Grjótnes þar sem ég átti svo margar ánægjustundir sem barn og unglingur. Ég var sex ára er ég var sendur þangað í sveit frá foreldrum mínum í Reykjavík. Á Grjótnesi var tvíbýli og bjuggu föðurbræður mínir á öðru býlinu, þeir Guðmundur, Baldur og Gunnar, ásamt afa Birni. Nokkru seinna giftist Gunnar Huldu og hún tók við húsmóðurstarfi á Grjótnesi. Þar var ekki í kot vísað og svo vel leið mér þarna út við ysta haf að þegar ég var ellefu ára var ég ófáan- legur til að snúa til baka um haustið er skóli hófst í Reykjavík. Varð það að ráði að ég, sem önnur börn í sveitinni, fór í Barnaskólann á Snartarstöðum við Kópasker. Var ég þar í senn mánuð í skólanum og mánuð heima á Grjótnesi. Það var góð skólaganga. Alls var ég sex sumur á Grjótnesi og sá tími var mér dýrmætari en flest annað í líf- inu. Sífellt leitar hugurinn norður og flest sumur hef ég skroppið til að líta á þessar æskustöðvar mínar og treysta vináttubönd við ættingja og vini fyrir norðan auk þess sem ég hef verið þar í vinnu. Já það var mikið gott að vera á Grjótnesi og veran þar mótaði lífs- viðhorf mitt til landsbyggðarinnar og sveitarinnar. Ég er sannfærður um að það væri hverju barni hollt að kynnast því lífi sem þar er. Vakna á vormorgni við fuglasöng og nið frá hafinu. Sækja kýr í haga og vaka á sauðburði. Taka þátt í daglegum störfum, sitja dráttavélar, veiða í matinn og læra að bjarga sér eins og þurfti að gera á afskekktri byggð. Annars er svo afstætt hvað er afskekkt og hvað ekki. Í mínum huga var Grjótnes ekki afskekkt. Mannmargt á báðum búum, sum- arkrakkar fleiri eða færri, nóg af öllu og næstu bæir ekki svo langt í burtu. Hvað þarf maður meira? Svo fór að þeir bræður og Hulda brugðu búi og fluttu til Raufarhafn- ar 1965 þar sem þeir höfðu byggt sér nýtt hús. Þar var sami Grjótnes- bragur í rausn og heimilishaldi. Það var mikill missir er Hulda lést á besta aldri 1974 en þeir bræður héldu áfram heimili saman og var heimilishald þeirra annálað fyrir myndarskap og snyrtimennsku. Því fékk ég að kynnast, bæði er ég stundaði vinnu á Raufarhöfn og hélt þar til og einnig síðar sem gestur. Til þeirra var alltaf gott að koma og ég fann mig velkominn. Nú eru þau Grjótnessystkinin öll fallin frá. Ég minnist Gunnars, Huldu og þeirra bræðra fyrir ein- staka góðvild í minn garð allt frá fyrstu tíð. Guð blessi minningu frænda míns Gunnars á Grjótnesi. Baldur Björn Borgþórsson. Móðurbróðir minn, Gunnar Páll Björnsson, andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík 5. janúar sl. Hann hafði lifað nær heila öld, vantaði 25 daga upp á að svo væri. Hann hefur dvalið á Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga nokkur und- anfarin ár, fyrst á dvalarheimilinu Vík á Raufarhöfn en sl. tvö ár á sjúkrahúsinu á Húsavík. Þar hefur hann notið góðrar umönnunar og nærgætni starfsfólks. Fyrir það er hér þakkað. Hann hafði jafnan verið heilsuhraustur, einkum seinni hluta ævinnar, en þegar svo lengi hefur verið lifað er dauðinn líkn frá þraut- um. Þreyttum er hvíldin góð. Gunnar Páll fæddist inn í þennan heim á meðan verklag og þjóðlíf var enn að miklu leyti með sama móti og verið hafði um aldir. Hann lifði ásamt samtíðarmönnum sínum þá mestu þjóðlífsbyltingu og tækni- framfarir, sem orðið hafa. Ungu mennirnir á Grjótnesi fylgdust vel með og tileinkuðu sér fljótt tæknina eftir því, sem hún varð tiltæk. Þeir bræður, ásamt frændum sínum á hinu búinu á Grjótnesi, eignuðust t.d. eina af fyrstu bifreiðum, sem komu í hér- aðið og það jafnvel áður en akfærir vegir voru komnir um allt héraðið. Mótorar voru settir í báta á Grjót- nesi snemma á 20. öldinni og farið var að rækta jörðina með vélknún- um tækjum. Byggt var stórt og fal- legt steinsteypt íbúðarhús, teiknað af einum bræðranna, Guðmundi Þ, og var hann byggingameistari og átti flest handtökin, en allir bræð- urnir unnu að byggingunni og fleiri komu þar að verki, enda samhjálp mikil á Grjótnesheimilunum. Í þetta hús flutti fjölskyldan 1928 úr gamla bænum. Á þeim árum, sem Gunnar Páll var að alast upp og allt til full- orðinsára, var jafnan mannmargt á Grjótnesi, allt að 30–40 manns á tveimur heimilum. Á hinu heimilinu réðu húsum föðursystir Gunnars Páls, Vilborg Guðmundsdóttir og maður hennar Björn Sigurðsson frá Ærlækjarseli. Þau áttu 11 börn. Það þótti eftirsóknarvert að komast í vist með Grjótnesbændum og var þar margt vinnufólk um lengri eða skemmri tíma, einnig skólabörn. Grjótnesheimilin voru þekkt að myndarskap, snyrtimennsku og verklagni og húsráðendur vel menntir til munns og handa. Á Grjótnesi var um nokkurt skeið haldinn skóli, fengnir til kennarar að uppfræða æskuna, sem var að vaxa upp þar og á næstu bæjum,. Var stórt herbergi í syðra húsinu, jafnan kallað skólastofa, en þar fór kennsla fram. Var stofa þessi jafn- stór smíðastofu Björns Sigurðsson- ar á neðri hæðinni. Þar mun unga fólkið hafa fengið drjúga verk- menntun. Gunnar Páll lauk gagnfræðaprófi með góðum vitnisburði frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri vorið 1927. Sama árið voru fyrstu stúd- entarnir útskrifaðir frá þeim skóla, og varð skólinn þá um haustið að menntaskóla, MA,. Þaðan átti hann góðar minningar. Það lá vel á hon- um, þegar hann ók með mig á flug- völlinn á Kópaskeri haustið 1951, ánægður að nafni hans ætlaði að setjast í þann skóla. Hann sagði mér frá skólabragnum, hefðunum og kennurunum, sem margir voru þeir sömu og höfðu kennt honum eða voru nemendur þá. Mér fannst ég ekki með öllu ókunnugur, þegar ég arkaði inn langa ganginn á fund skólameistara. Það kom eins og af sjálfu sér, að Gunnar Páll tæki forystu fyrir þeim bræðrum og héldi utan um búrekst- urinn, þegar þeir tóku við búi for- eldra sinna 1936. Hann hafði mikinn áhuga á öllum framförum, ekki síst ræktun búfjár og jarðar. Þeir unnu náið saman að öllum verkum en hæfileikar þeirra og áherslur voru örlítið misjafnar. Baldur var fjár- maðurinn, sjó- og veiðimaður og Guðmundur Þ var smiðurinn og hafði forystu um uppbyggingu og viðhald. Hann dvaldi langdvölum við húsgagnasmíði og húsbyggingar víðsvegar um héraðið en var heima á milli verka. Snyrtimennsku þeirra Grjótnes- manna var við brugðið í allri um- gengni. Þeir tóku líka hvíldardaginn hátíðlega, sinntu aðeins nauðsynleg- ustu gegningum og fóru ætíð í betri fötin á sunnudögum. Þó tilefnið væri ekki annað. Kristinn Kristjánsson í Nýhöfn segir um bæjarbraginn á Grjótnesi fyrr á tíð, að nýtni og hirðusemi hafi verið fylgja þeirra Grjótanna. Margir Norður-Þingeyingar skrifa skýra rithönd. Gunnar Páll hafði tileinkað sér þetta og skrifaði einkar stílhreina og fallega rithönd. Slíkt kom sér vel á þeim tíma, þegar handskrifa þurfti alla viðskiptareikn- inga og uppgjörsgögn. Ritvélar, reiknivélar, hvað þá tölvur voru enn langt undan. Gunnar Páll var til kvaddur árlega um langt árabil að vinna að slíkum störfum yfir upp- gjörstímann hjá Kaupfélagi Norður- Þingeyinga, bæði á Kópaskeri og Raufarhöfn. Sá sem hér slær lyklaborð ólst upp á Grjótnesi að meira eða minna leyti allt til tvítugsaldurs. Sex ára gamall varð ég eftir þar að lokinni jólaheimsókn fjölskyldunnar 1942, hjá ömmu og afa en ekki síður í umsjá nafna míns, sem tók af ábyrgð við uppeldinu. Naut ég þá og æ síðar umhyggju hans og vináttu. Dvölin að þessu sinni varði til næsta hausts, þegar skólaskyldan kallaði. Þarna lærði ég mín fyrstu handtök við nyt- sama vinnu, s.s. að tvinna band á snældu, teyma heybandslest og fara með langgrind hlaðna heyi og hesti fyrir. Næst þegar ég kom til dvalar, eftir nokkur ár, heyrðu þessi vinnu- brögð til liðinni tíð. Ræktun og vélar höfðu tekið við. Gunnar Páll kvænt- ist 1957 Huldu Valdísi Þorsteinsdótt- ur og settist hún í bú á Grjótnesi. Hún var myndarleg húsmóðir, sem bjó manni sínum gott heimili. Bræð- ur hans voru í heimili með þeim. Sambúð þeirra var með ágætum og voru þau vinsæl og vel látin meðal nágranna. Þau eignuðust ekki börn saman. Börn löðuðust mjög að þeim og dvöldu sum þeirra hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Nokkrum börnum var gefið nafn þeirra. Árið 1965 ákváðu bræðurnir á Grjótnesi að bregða búi. Fluttu þeir til Raufarhafnar og reistu sér þar íbúðarhús. Hulda Valdís bjó þeim öllum eins og hún hafði gert á Grjót- nesi, notalegt heimili, á meðan henni entist líf og heilsa. Eftir lát hennar héldu þeir bræður saman heimili meðan lifðu, þar til Gunnar Páll var einn eftir. Hann seldi húsið 1998. Gunnar Páll starfaði hjá Kaup- félagi Raufarhafnar við verslunar- störf eftir að hann flutti til Rauf- arhafnar þar til hann lét af störfum vegna aldurs en tók þá að sækja sjó á trillu ásamt Guðmundi bróður sín- um. Þeir stunduðu æðarvarpið á Grjótnesi áfram á meðan þeir höfðu þrek til. Gunnar Páll var grannur maður, meira en meðalmaður á hæð, beinn í baki fram á elliár og bar sig vel á velli. Hann var dagfarsprúður mað- ur, ekki skaplaus, en hamdi skap sitt vel. Hann var hvarvetna vel liðinn, jafnt af þeim, sem fólu honum verk, sem þeim er með honum unnu. Hann var hlýr og glaðlegur í viðmóti en þó alvörugefinn og athugull. Við systkinin minnumst frænda okkar með hlýju fyrir athygli og um- hyggju, sem hann sýndi okkur ung- um og margar ánægjulegar stundir á langri leið. Að leiðarlokum er okkur því þökk í huga fyrir að hafa átt hann að frænda. Fari hann í friði. Við biðjum Guð að blessa minningu Gunnars Páls Björnssonar. Gunnar Þór Hólmsteinsson. GUNNAR PÁLL BJÖRNSSON Okkar innlegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRARINS BJÖRNSSONAR, Flókagötu 51. Kristín H. Halldórsdóttir, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Bergur Benediktsson, Guttormur Björn Þórarinsson, Ástríður V. Traustadóttir, Margrét H. Þórarinsdóttir, Magnús Þór Karlsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SÓLEY MAGNÚSDÓTTIR, andaðist á Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur fimmtudaginn 13. janúar. Hávarður Olgeirsson, Erna Hávarðardóttir, Finnbogi Jakobsson, Sveinfríður Hávarðardóttir, Hildur Hávarðardóttir, Hreinn Eggertsson, Ingunn Hávarðardóttir, Olgeir Hávarðarson, Stefanía Birgisdóttir, Magnús Hávarðarson, Guðný Sóley Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vin- áttu, gjafir, framlag í Minningarsjóð um Guðla- ug, svo og í aðra minningarsjóði og líknarfélög og annan hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, GUÐLAUGS BERGMANN, Sólbrekku, Hellnum, Snæfellsbæ. Guðrún G. Bergmann, Guðlaugur Bergmann yngri og Auður Björk H. Kvaran, Guðjón Bergmann, Jóhanna Bóel Bergmann og börn, Daníel Magnús Guðlaugsson, Hafdís Guðmundsdóttir og synir, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, Herdís Finnbogadóttir og synir, Ragnar Guðlaugsson, Lára Birgisdóttir, börn og barnabörn, Ásgeir Theodór Bergmann og fjölskylda á Bahamas. Hjartkær faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, tengda- sonur, afi, bróðir og fv. eiginmaður, GYLFI ÁRNASON, Árskógum 2, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 13. janúar. Útförin tilkynnt síðar. Árni Stefán Gylfason, Ágústína G. Pálmarsdóttir, Sigurður Ö. Sigurðarson, Einar B. Pálmarsson, Ágústína G. Ágústsdóttir, Kristrún H. Hafþórsdóttir, Guðrún S. Sigurðardóttir, Sigrún A. Sigurðardóttir, Alexandra Einarsdóttir, Birgitta M. Einarsdóttir, Stefán Árnason, Kristrún B. Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.