Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ekki efni á að sækja námskeiðið. Kirkjan reynir að mæta þörfum þeirra sem ekki hafa efni á að sækja Alfa og greiðir niður kostnaðinn. Kennarar: Sr. Örn Bárður Jóns- son og dr. Sigurður Árni Þórðarson. Fjöldi sjálfboðaliða kemur að hverju Alfanámskeiði. Alfanámskeið II í Óháða söfnuðinum Á ÞRIÐJUDAGINN kemur 18. jan- úar kl. 19:00 hefst Alfanámskeið II í Óháða söfnuðinum. Verður Fjall- ræðan tekin fyrir, og næstu níu þriðjudagskvöldin verður farið í Fjallræðuna frekar. Hefst námskeiðið með mat á þessu kynningarkvöldi, þá sungið og fræðsla í hálftíma. Siðan er skipt upp í hópa til að ræða efni kvölds- ins, og endað á bænastund í kirkj- unni, rétt fyrir klukkan 22.00. Þeir, sem ekki hafa farið á Alfa- námskeið I, grunnnámskeiðið, geta vel mætt á þetta námskeið, og notið þess, þar sem grunnatriðin eru líka tekin fyrir á þessu námskeiði. Kvöldvaka í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði FYRSTA kvöldvakan á nýju ári verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði annað kvöld kl. 20 en kvöldvökur með léttu sniði eru haldnar í kirkj- unni einu sinni í mánuði. Sérstakt umfjöllunarefni kvöldvökunnar að þessu sinni er lífsgleði og hamingja og mun Almar Grímsson flytja hug- leiðingu um efnið ásamt prestum kirkjunnar. Hljómsveit kirkjunnar og kór munu leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar og þá mun Erna Blöndal syngja tvö einsöngs- lög. Að lokinni góðri stund í kirkj- unni er svo boðið upp á kaffi í safn- aðarheimilinu. Messa með þátttöku fermingarbarna í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 16. janúar verður hefðbundin messa og barnastarf kl. 11.00. En með þessari messu hefst aftur fermingarfræðslan og þátt- taka fermingarbarna í messuhald- inu. Þau verða messuþjónar, lesa ritningarorð og bænir. Eftir messu fá fermingarbörnin léttar veitingar og fræðslustund, þá kemur Þor- steinn tollvörður í heimsókn með hundinn Bassa og fræðir um fíkni- efni og skaðsemi þeirra. Fræðslu dagsins lýkur með ratleik um kirkj- una, en þar fá börnin að kynnast kirkjuhúsinu og búnaði þess. Sr. Sigurður Pálsson prédikar í messunni og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartsssyni og Magneu Sverrisdóttur. Hörður Ás- kelsson verður organisti og stýrir sönghópi félaga úr Mótettukór Hall- grímskirkju. Boðið er upp á mola- sopa eftir messu. Mannrækt í Laugarneskirkju ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIN í Laug- arneskirkju eru helguð mannrækt. Kl. 19:45 er trúfræðsla þar sem sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur ým- ist leiðir íhugun og umræður um þá Biblíutexta sem eru prédikunarefni næsta sunnudags eða íhuguð er líf- reynslusaga einhvers sem kemur og segir frá ögurstund í lífi sínu. Kl. 20:30 er kvöldsöngur í kirkj- unni. Þar leiðir Þorvaldur Hall- dórsson gospelsöng ásamt Ásgeiri Páli Ágústssyni, Kristjönu H. Thor- arensen, Guðmundi Sigurðssyni og Gunnari Gunnarssyni, sem leikur á píanó. Í kvöldsöngnum mætast þau sem sækja trúfræðsluna og eins þau sem sækja tólf spora starf kirkjunnar, sem er í beinu framhaldi þetta kvöld. Eins er margt fólk sem ein- ungis nýtir sér kvöldsönginn milli 20:30 og 21:00. Það er stór hópur reyndra leið- toga sem stendur að mannrækt- arkvöldum Laugarneskirkju og næstkomandi þriðjudag er kynning- arfundur á 12 spora starfinu. Hvetj- um við allt fólk til að koma ann- aðhvort kl. 19:45 eða kl. 20:30 og kynna sér aðstæður, því hér er um gott tækifæri að ræða fyrir alla sem langar í andlegt samfélag í gagn- legu og græðandi umhverfi. Samkirkjuleg helgistund í Karmelklaustri MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 17. janúar nk. fer fram samkirkjuleg helgi og bænastund í Karmelklaustrinu á Ölduslóð í Hafnarfirði. Stundin hefst kl 20.00 og er hún liður í helgi- haldi í alþjóðlegri bænaviku. Undirbúningur bænavikunnar er í höndum samstarfsnefndar krist- inna trúfélaga. Meginefni hennar að þessu sinni er: „Kristur er eini grundvöllur kirkjunnar“. Karmel- nunnur munu syngja og leika á hljóðfæri í helgistundinni. Gunnar Eyjólfsson leikari les valin ljóð. Kór Öldutúnsskóla syngur undir stjórn Egils Friðleifssonar og Andri Eyj- ólfsson leikur einleik á gítar. Prest- ar í Hafnarfirði munu lesa ritning- arorð og leiða bænir. Helgistundin mun einkennast af þeirri lífslotningu og gefandi trúar- trausti og gleði sem einkennir helgi- hald í Karmelklaustrinu. Þess er vænst að fólk sem þráir frið og sam- lyndi meðal manna, trúarbragða og þjóða sæki þessa helgistund á bæna- viku í Karmelklaustrinu í Hafn- arfirði. Karmelnunnur og prestar í Hafnarfirði. Alfa-námskeið í Grafarvogskirkju BOÐIÐ verður upp á Alfa-námskeið í Grafarvogskirkju á vormisseri. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 20. janúar nk. kl. 19:00. Um er að ræða 10 vikna fræðslunámskeið um kristna trú. Hvert kvöld hefst með léttum kvöldverði. Síðan er efni kvöldsins útskýrt og rætt í umræðu- hópum. Innritun fer fram á skrif- stofu Grarfarvogskirkju fyrir há- degi virka daga í síma 587 9070. Biblíuleg íhugun í Grafarvogskirkju NÁMSKEIÐ í Biblíulegri íhugun mun hefjast mánudaginn 17. janúar nk. í Grafarvogskirkju. Um er að ræða 8 skipti, klukkutíma í senn. Námskeiðinu lýkur 7. mars. nk. Sr. María Ágústsdóttir hefur umsjón með þessu námskeiði. En hún mun kenna ýmsar aðferðir í kristinni trú- ariðkun. Innritun fer fram á skrif- stofu Grafarvogskirkju fyrir hádegi virka daga í síma 587 9070. Lykilinn að Da Vinci lyklinum ÁRIÐ 2004 kom út á íslensku bókin Da Vinci lykillinn og varð hún strax metsölubók. Til að rannsaka sannleiksgildi Da Vinci lykilsins verður haldið nám- skeið í Hafnarfjarðarkirkju undir heitinu Lykillinn að Da Vinci lykl- inum. Þetta er eins konar leynilögreglunámskeið þar sem tek- ið verður á stóru spurningunum sem fram koma í bókinni gagnvart kirkjunni, kristinni trú og sögunni. Farið er í leynilögregluferð aftur í tímann til að leita að sönnurgögnum og heimildum í fortíðinni. Á námskeiðinu verður kannað hvenær Nýja testamentið varð til, hverjir völdu textana í það og hvernig. Þá verða einnig teknar fyr- ir spurningar á borð við þær hvort Jesús geti hafa verið giftur, hvort hann hafi eignast börn og hvort það myndi breyta einhverju fyrir kristna trú ef svo væri. Staða kvenna innan frumkirkjunnar verð- ur skoðuð og þá sérstaklega hlut- verk Maríu Magdalenu. Einnig verður rannsakað á námskeiðinu hverjir Musterisriddararnir, Jó- hannesarriddararnir og Tevtónsku riddararnir voru og hvort það geti verið rétt að þær hafi varðveitt leyndar upplýsingar sem kirkjan vildi halda frá almenningi. Nám- skeiðið verður haldið dagana 17., 24. og 31. janúar og hefst það klukk- an 20.00. Hægt er að skrá sig í síma 891 7562 eða á thorhallur.heim- isson@kirkjan.is. Sr. Þórhallur Heimisson. ✝ Vilhjálmur Ósk-arsson fæddist í Hamarsgerði í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði 18. októ- ber 1910. Hann lést 8. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Vil- hjálms voru Óskar Á. Þorsteinsson bóndi í Hamarsgerði, f. 6.12. 1873, d. 20.2. 1967, og kona hans Sigríð- ur Hallgrímsdóttir, f. 1.12. 1872, d. 3.9. 1953. Systkini Vil- hjálms eru Laufey, f. 25.7. 1898, dó ung, Helga, f. 22.1. 1901, d. 27.1. 1998, Steingrímur, f. 1.5. 1903, d. 18.11. 1990, Petrea, f. 30.6. 1904, d. 27.12. 1998, Sigurð- ur, f. 6.6. 1905, d. 10.8. 1995, Ingi- björg, f. 20.12. 1906, d. 4.10. 1924, Margrét, f. 1.6. 1908, d. 30.12. 1926, Skafti, f. 12.9. 1912, d. 7.8 1994, Ármann, f. 1.1. 1914, d. 27.11. 1987, Guttormur, f. 29.12. 1916, og uppeldisbróðir Ragnar Örn, f. 7.10. 1921, d.11.1. 2005. Vilhjálmur kvæntist 16. júní 1945 Elísabetu Friðriku Bjarna- dóttur frá Suðureyri, f. 19.10. vík. Börn þeirra eru: a) Sigrún Alda, gift Róbert Petersen, búsett í Reykjavík, börn þeirra Rebekka Rut, Aron Freyr og Sveinn Sölvi. b) Sigurður Bjarni, sambýliskona Valgerður Ósk Sigurjónsdóttir, búsett í Kópavogi. c) Óskar Sig- urður, f. 31.3. 1955, búsettur á Sauðárkróki. 4) Elísabet Bjarn- fríður, f. 27.2. 1958, búsett í Reykjavík. Dóttir hennar og Kára Sveinssonar er Inga Rún, sam- býlismaður Abayom Michael Ban- joko, búsett í Reykjavík. Dóttir hennar og Þráins Péturssonar er Helga Bríet. Vilhjálmur var í Hamarsgerði til 1919 er foreldrar hans fluttust í Kjartansstaðakot í Staðarhreppi. Ungur fór hann að heiman í vinnu- mennsku og önnur tiltæk störf. Á sínum yngri árum starfaði Vil- hjálmur meðal annars við jarðar- bótastörf og fór víða um sveitir því tilheyrandi. Búskap hóf Vilhjálm- ur á Mælifellsá árið 1944. Árið 1949 flutti hann síðan í Reiðholt og bjó þar til 1976 er hann brá búi og fluttist til Sauðárkróks. Árin þar á eftir vann Vilhjálmur hjá kaup- félagi Skagfirðinga, þar til hann hætti störfum aldurs vegna. Sam- hliða bústörfum í Reiðholti var hann lengi meðhjálpari í Mælifells- kirkju. Útför Vilhjálms verður gerð frá Mælifellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. 1924, d 27.2. 1958. Foreldrar hennar voru Bjarni Guð- mundur Friðriksson og Sigurborg Sumar- lína Jónsdóttir. Börn Vilhjálms og Elísabet- ar eru: 1) Karl Ingi- mar, f. 1.6. 1945, kvæntur Guðrúnu Kristmundsdóttur, búsett á Sauðárkrók. Börn þeirra eru a) Kristmundur búsettur í Reykjavík. Dóttir hans og Sigurbjargar Guðjónsdóttur er Helga Jóna. b) Elísabet, sambýlis- maður Björgólfur Hávarðarson, búsett í Noregi, dóttir þeirra er Andrea. c) Vilhjálmur, sambýlis- kona Erla Ösp Ingvarsdóttir, bú- sett í Mosfellsbæ. 2) Laufey Þór- hildur, f, 16.4. 1950, gift Árna Pétri Björgvinssyni, búsett á Ak- ureyri. Börn þeirra eru: a) Vil- hjálmur, búsettur í Reykjavík. b) Þorgerður Helga, gift Inga Rafni Ingasyni, búsett á Akureyri. c) Sævar Már, búsettur á Akureyri. 3) Sigurlína, f. 10.2. 1953, gift Sveini Árnasyni, búsett í Reykja- Elsku afi. Komin er kveðjustund. Við höfum notið þess í langan tíma að hafa þig hjá okkur. Þú tókst alltaf vel á móti okkur, fyrst á Sæmundargötunni og nú hin seinni ár á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki þar sem vel var hugsað um þig. Við færum starfsfólki Dval- arheimilisins sérstakar þakkir fyrir umhyggjuna. Nú hefur þú fengið hvíldina. Nú ertu kominn aftur til Elsu ömmu. Þó að það sé erfitt að kveðja vitum við að þér líður vel. Við erum afar þakklát fyrir allar samverustundirnar og biðj- um góðan Guð að varðveita þig. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Blessuð sé minning þín Villi afi. Vilhjálmur, Þorgerður Helga og Sævar Már. Elsku besti afi. Við kveðjum þig með miklum sökn- uði, um leið og við þökkum þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, við getum ekki talið upp allar þær frábæru og notalegu stundir sem við fengum að njóta með þér. Þú varst alltaf svo hress og léttur í lund, hafðir lag á því að láta öllum líða svo vel í kringum þig. Það var alltaf svo gaman hjá okkur þegar við komum og gistum hjá þér. Þú tókst alltaf á móti okkur með glæsilegu hlaðborði af heimabökuðum kökum og gerðir þú heimsins bestu rúllu- pylsu. Við eigum um þig svo ótal margar skemmtilegar minningar í hjörtum okkar, sérstaklega eru okk- ur eftirminnilegar ferðirnar sem þú fórst með okkur í sveitina þína, ekki skemmtir þú þér síður en við krakk- arnir. Nú ert þú loksins búin að hitta hana ömmu aftur og eftir því varst þú búin að bíða lengi. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér, í þinni birtu’ hún brosir öll, í bláma sé ég lífsins fjöll. (Einar H. Kvaran.) Við kveðjum þig með söknuði, elsku afi Villi. Sigrún Alda og Sigurður Bjarni. Í dag verður til moldar borinn að Mælifelli í Skagafirði öðlingsmaður- inn og öldungurinn Vilhjálmur Ósk- arsson, fyrverandi bóndi að Reiðholti í Lýtingsstaðahreppi, síðar búsettur á Sauðárkróki. Vilhjálmur var tengdafaðir Sveins sonar míns, sem er kvæntur Sigurlínu dóttur Vil- hjálms. Sameiginleg auðlegð okkar Vilhjálms, sem ávallt tengdi okkur sterkum vináttuböndum, eru afa- börnin okkar, börn og barnabörn Sveins og Sigurlínu, auk hins hlýja vinarþels er ég og Sigríður heitin kona mín urðum ávallt aðnjótandi þá er við sóttum hann heim í Skagafirði eða nutum samverustunda með hon- um á öðrum vettvangi. Genginn er góður og mikils virtur heiðursmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, sem dáður var og elskaður af börnum sín- um, ættingjum og vinum. Fjölskylda mín vottar öllum ætt- ingjum Vilhjálms dýpstu samúð og biður honum blessunar almættisins er hann nú, eftir langt og farsælt ævi- starf, hverfur héðan til hins þráða fyrirheitna lands ljóss og friðar þar sem bíða hans í varpa og taka á móti honum ástkær eiginkona, sem hann hefir saknað frá því hún lést árið 1958, tryggðarband sem aldrei var rofið, og margir aðrir kærir vinir hans og samtíðarmenn. Blessuð sé minning Vilhjálms Ósk- arssonar. Árni Kr. Þorsteinsson. Á árunum milli 1972 og 1976 áttu litlir fætur oft brýnt erindi spölinn stutta til Villa í Reiðholti til að horfa á barnatímann áður en sjónvarp kom í Mælifell, eða til að spjalla og þiggja góðgerðir. Við systkinin, Lalli og Maja, nutum þeirrar gæfu að fá að alast upp undir vernd Vilhjálms Ósk- arssonar, sem var okkur afi og amma í senn, meðhjálpari í mörgum skiln- ingi. Hann var sú manneskja, sem stóð hjarta mínu næst þessi bernsku- ár í Skagafirðinum. Alltaf var Villi glaður og góður við börnin prests- hjónanna, þolinmóður og þrautgóður í raun, barnfóstran besta heima og heiman. Hann var að sönnu ekki rík- ur að veraldlegum auð, en því auðugri að ástúð og elskusemi. Ber ég afkom- endum hans kveðju foreldra minna og bróður, sem sakna vinar í stað. Við eldavélina í eldhúsinu í Reið- holti var gott að sitja. Þarna bjuggu þeir saman feðgar, Villi og Óskar, eft- ir sviplegt fráfall húsfreyjunnar, sem hann Villi minn elskaði afar heitt alla tíð. Sjálfur var hann prýðis húsmóðir og hélt heimili af miklum myndar- brag. Gestrisni hans naut ég og eftir að þeir feðgar fluttu á Sæmundargöt- una. Ferðin upp stigann bratta var sannarlega erfiðisins virði, því þegar upp var komið bar Villi á borð kræs- ingar og mikið var spjallað um menn og málefni. En Mælifell varð ekki samt eftir að hann fór frá Reiðholti. Það var mikil sorg átta ára telpu að missa hann Villa sinn út á Krók, svo hlýjan og hugsunarsaman. Tómlegt var að horfa út eftir, þar sem áður var ljós öll kvöld, viðbrigðin mikil. Ljósið, sem Vilhjálmur Óskarsson hafði kveikt innra með mér, hvarf þó ekki, ljós umhyggjunnar, ljós þess, sem lætur sér annt um litla sál og veitir henni skjól ef á bjátar. Alltaf héldust tengslin, þó fyrst höf og svo heiðar skildu að eftir að við fluttum úr Skagafirðinum. Lengi vel hringdi Villi í mig á Þorláksmessu og var það alltaf jafn skemmtilegt og gefandi. Svo kom að því að hann hætti að hringja, en auðvitað heimsótti ég hann ef leiðin lá norður á Sauðárkrók og átti stundum það erindi brýnast. Síðast sá ég þennan aldavin minn um Jónsmessuna sumarið 2003 og kom þá til hans daglega á ellideildina á meðan ég dvaldi á Króknum. Þá tal- aði Villi mikið um konuna sína elsku- legu, og var auðheyrt að hann var far- inn að hlakka til endurfundanna. Verður hann lagður til hinstu hvílu við hlið hennar í Mælifellskirkju- garði, rétt við húsið á holtinu, sem lýsir nú aftur upp næturmyrkrið með komu nýrra kynslóða. Um nýliðin jól hugsaði ég mikið til Villa míns, en fregnaði að ekki myndi hann geta talað við mig í síma, minnið bilað meira en síðast, þó enn væri lík- aminn hraustur. En nú er hann kom- inn þangað sem hjarta hans þráði, í faðm frelsarans, sem hefur hann hólpinn leitt inn í sitt himneska ríki. Vilhjálmur Óskarsson var sonur ljóssins og sonur dagsins. Lof sé Guði fyrir lífið hans. María Ágústsdóttir frá Mælifelli. VILHJÁLMUR ÓSKARSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.