Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 23 MINNSTAÐUR AKUREYRI NÝ aðalvél var hífð um borð í frystitogarann Baldvin NC í vik- unni en skipið hefur legið við bryggju hjá Slippstöðinni und- anfarnar vikur. Vélin er þýsk, af gerðinni MaK og engin smásmíði, 3.000 kW, 4.000 hestöfl og um 40 tonn að þyngd. Ekki er til krani á Akureyri til að hífa vélina um borð. Því var fenginn öflugur krani frá Reykjavík til verksins og gekk hífingin áfallalaust. Baldvin NC er í eigu DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi. Fleiri skip Samherja og tengdra fyrirtækja eru með MaK vélar og hafa þær reynst vel, að sögn Kristjáns Vil- helmssonar útgerðarstjóra Sam- herja. Ísfisktogarar Brims, Kaldbakur EA og Harðbakur EA eru með MaK vélar en tvær 1.400 hestafla vélar eru um borð í hvoru skipi. Stefán Finnbogason verkstjóri á vélaverkstæði Brims sagði að vél- arnar hefðu reynst vel og væru óslitnar eftir 30 ára notkun í tog- urunum. „Vélarnar hafa ekki vald- ið okkur vonbrigðum og þær þola alveg 30 ár í viðbót, enda verið vel við haldið, “ sagði Stefán. Það er Framtak, véla- og skipa- þjónustu í Hafnarfirði, sem er með umboð fyrir MaK vélar hérlendis. Morgunblaðið/Kristján Ný aðalvél Hífð um borð í frystitogarann Baldvin NC við Slippstöðina. 40 tonna aðalvél hífð um borð BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur lagt til að nýjar tillögur vinnuhóps um yfirvinnu starfsmanna bæjarins verði samþykktar á fundi bæjar- stjórnar næsta þriðjudag, 18. jan- úar. Tillögurnar miða einkum að því að gera kjaramál starfsmanna gagnsærri og réttlátari með það fyrir augum að greitt verði fyrir raunverulegt vinnuframlag. Brýnt þótti að taka á þessum þætti kjara- mála hjá Akureyrarbæ þar sem sýnt er að nokkur mismunun milli starfsmanna átti sér stað. Í tillögu vinnuhópsins kemur fram að ekki er gert ráð fyrir fastri yfirvinnu hjá starfsmönnum bæjar- ins og að ekki sé heimilt að greiða fyrir óunna yfirvinnu. Þá er stefnt að því að draga sem mest úr yf- irvinnu í samræmi við fjölskyldu- stefnu bæjarins. Yfirvinna mun því framvegis aðeins unnin að beiðni eða með heimild stjórnenda hverju sinni. Hámark unninnar yfirvinnu verður 600 klukkustundir á ári til loka þessa árs og 500 klukkustundir á ári eftir það. Lagt er til að lengri aðlögunartími verði fyrir þá sem unnið hafa meira en 900 tíma yf- irvinnu að jafnaði á ári og gert ráð fyrir að hún verði komin niður í 500 klukkustundir árið 2007. Þá leggur vinnuhópurinn til að stjórnendum bæjarins verði greitt fast stjórnendaálag, 25 þúsund krónur á mánuði ofan á núverandi laun miðað við fullt starf og hækkar upphæðin um 2,5% 1. janúar 2006, og 2,25% næstu og þar næstu ára- mót þar á eftir. Þá leggur nefndin til að þeim stjórnendum sem verða fyrir allnokkru áreiti utan daglegs vinnutíma verði ákveðin föst mán- aðarleg þóknun til að mæta því. Fram kemur í tillögunum að þeim sé einnig ætlað að jafn laun kynjanna. Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sagði að tillögurn- ar tækju m.a. á málum þeirra sem fengju greidda fasta yfirvinnu óháð því hvort þeir ynnu hana eða ekki og eins þeirra sem hafa verið með óheyrilega mikla unna yfirvinnu, en á hana yrði nú sett þak. „Við höfum dæmi, ekki mörg, þar sem menn eru með mun meiri yfirvinnu en nú verður leyfð,“ sagði Dan. Gömlum samningum þar sem gert er ráð fyrir yfirborgun í formi óunninnar yfirvinnu verður sagt upp og í framtíðinni fá menn þá ein- ungis þá yfirvinnu sem unnin er upp að ákveðnu hámarki. Dan sagði að einhverjir starfsmanna bæjarins myndu í kjölfar breytinganna hækka í launum en aðrir lækka. Dan sagði að karlmenn væru í meirihluta þeirra sem fengið hefðu óunna yfirvinnu, en með tilkomu nýja fyrirkomulagsins væri gert ráð fyrir að launabil milli karla og kvenna jafnaðist og væri það að hluta til markmið breytinganna. Tillögurnar hafa verið kynntar stærstu verkalýðsfélögunum. Bæjarráð hefur lagt til að bæj- arstjórn skipi starfshóp sem hefur það hlutverk að innleiða nýjar verk- reglur, halda fundi með stjórnend- um og að skera úr ágreiningsmál- um sem upp kunna að koma. Lagt er til hann skipi þau Þórarinn B. Jónsson, formaður, Gerður Jóns- dóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir ásamt Höllu Margréti Tryggva- dóttur starfsmannastjóra og Karli Guðmundssyni sviðsstjóra fé- lagssviðs. Nýjar „réttlátari og gagnsærri“ reglur um yfirvinnu Föst óunnin yfirvinna heyrir sögunni til HELDUR fór að hlýna í sunnanátt- inni í gærdag og þá var ekki að sök- um að spyrja, snjórinn tók að bráðna og mikil hálka myndaðist. Þar gæti verið að koma fram draumur félaga í Veðurklúbbnum á Dalbæ sem var þannig að honum voru færðar tvær brennivínsflöskur og átti hann að koma þeim til skila til ákveðinnar konu á Dalvík, en brennivín og drykkjuskapur í draumi er víst fyrir hláku. Annars telja klúbbfélagar að miklir snún- ingar verði í veðrinu framundan og þarf því ekki að koma á óvart að hann spáir kólnandi. Fannfergi í bænum hefur verið með mesta móti og eru menn óvanir slíku því fara þarf tíu ár aftur í tím- ann til að finna álíka snjómagn á Akureyri og nú er. Öll tiltæk tæki, bæði í eigu bæj- arins og einkafélaga hafa verið á ferðinni við að ryðja götur og er ástandið bara orðið þokkalegt eftir törnina sem staðið hefur yfir síð- ustu daga. Hreinsunarstarfið byrj- ar í býtið á morgnana og er verið að fram eftir kvöldi. Moksturinn kost- ar gríðarlega peninga eða allt að tveimur milljónum á dag þegar mest lætur og vörubílar eru að auki á ferðinni með snjófarma sem sturt- að er beint út í sjó. Á nýliðnu ári var 48 milljónum króna mokað út úr bæjarsjóði til að greiða snjómokst- ur og hálkuvarnir og ef fram fer sem horfir verður kostnaðurinn síst minni í ár. Það verður þá bara að vera þannig Úlfur Logason sem er í 2. bekk í Brekkuskóla hefur kannski ekki verið að velta þessum kostnaði bæj- arfélagsins fyrir sér á leiðinni heim úr skólanum í gær. Hann gat þess þó í samtali að víða væri hálka á leiðinni og ógreiðfært, „en það verður þá bara að vera þannig,“ sagði hann og tók hlutunum með ró. Nefndi einnig að ökumenn væru flestir hverjir að sínu mati tillits- samir við gangandi vegfarendur. Morgunblaðið/Kristján Brennivínsdraum- urinn að rætast! Formannssigur | Gylfi Þórhalls- son formaður Skákfélags Akureyrar sigraði á 10 mínútna móti fyrir 45 ára og eldri um síðustu helgi. Keppendur voru 7 og tefldu allir við alla. Gylfi sigraði með fullu húsi, fékk 6 vinninga af 6 mögulegum. Í 2. sæti varð Sveinbjörn Sigurðsson með 4 vinninga og í 3. sæti Þór Valtýsson með 3,5 vinninga. Næsta mót er Fischer klukkumót sunnudaginn 16. janúar og hefst það kl. 14. Teflt er í KEA salnum í Sunnuhlíð og eru allir velkomnir. Hlutafé í Norðurskel | Bæjarráð Akureyri hefur heimilað bæjarstjóra að ganga til samninga við vænt- anlega hluthafa Norðurskeljar ehf. um hlutafjárþátttöku Fram- kvæmdasjóðs Akureyrarbæjar í fyr- irtækinu. Norðurskel hefur verið starfandi í Hrísey undanfarin ár og unnið að uppbyggingu kræklinga- ræktar við eyna. Félagið keypti á liðnu ári húsnæði í Hrísey þar sem vinnslan er til húsa. Innan fárra ára er stefnt að því að framleiða allt að 1000 tonnum af kræklingi, en slík vinnsla gæti skapað allt að 20 störf. Útsala Útsala Nýtt kortatímabil Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Opið laugardaga kl. 10-16 Alfanámskeiðin að hefjast kynntu þér þau á www.alfa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.