Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 Íslensk lukkudýr á Ewood Park? JÓHANN Waage er líklega eini stuðnings- maður enska úrvalsdeildarliðsins Black- burn Rovers hér á landi svo vitað sé en afi hans, Gísli Bjarnason, sá til þess á sínum tíma að Jóhann batt trúss sitt við félagið. Jóhann er grafískur hönnuður og hefur haslað sér völl í gerð lukkudýra og hefur hann sent forsvarsmönnum Blackburn hugmyndir sínar um breytingar á þeim lukkudýrum sem félagið hefur notað á leikjum sínum á Ewood Park undanfarinn áratug eða svo. Jóhann er vongóður um að ljónið og ljónynjan á Ewood Park verði í framtíð- inni frá Íslandi – íslensk hönnun byggð á íslensku hugviti. „Ég skammast mín alls ekkert fyrir það að halda með Blackburn og kannski eru fleiri sem halda með liðinu og þora nú að viðurkenna það eftir að ég hef játað á mig glæpinn,“ segir Jóhann Waage m.a. í við- tali í sérblaði um ensku knattspyrnuna í dag./Enski boltinn Morgunblaðið/Árni Torfason ÖFLUGAR vinnuvélar hófu í gær að rífa niður bygginguna við Lindargötu 46 þar sem útsala ÁTVR, Lindin svonefnda, var til húsa á neðri hæð um áratuga skeið. Að sögn Snorra Vignissonar, hjá Bortækni, sem annast verkið, gengur vel að rífa húsið þó komið hafi í ljós að byggingin er vel rammgerð. „Þetta er sterk bygging og mjög vel vírbundin með tíu til fimmtán sentimetra möskvastærð í járnabindingunni. Það er ljóst að hún gat ekkert hrunið ofan á flöskurnar,“ segir Snorri. Notaðar eru þrjár mjög öflugar vélar við verkið, en talið er að muni taka um viku að brjóta steininn niður og ganga frá á svæðinu. Reykjavík- urborg keypti húseign ÁTVR við Lind- argötu 46 til 48 árið 1991. Nýlega sam- þykkti borgarráð að úthluta Félagsstofnun stúdenta byggingarrétti á lóðinni við Lind- argötu til að reisa á henni fjölbýlishús með námsmannaíbúðum. Morgunblaðið/Golli Ríkið við Lindargötu lagt að velli SVEITARSTJÓRN Súðavíkur hefur gefið 100 þúsund krónur í landssöfnunina Neyð- arhjálp í norðri vegna hamfaranna í Asíu. Það gerir 435 kr. á íbúa sem eru 230 talsins og segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri að Súðvíkingar séu sér meðvitandi um mik- ilvægi þess að standa saman þegar áföll dynja yfir. Súðvíkingar standa á tímamótum því á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík. Á þeim tíma hefur verið lokið við að færa íbúðarbyggðina sunnar í þorpið þar sem nú búa 180 manns. 62 nýjar íbúðir hafa verið reistar á liðnum árum á Eyrardals- svæðinu þar sem snjóflóðahætta er engin. „Færsla byggðarinnar var mikið þrek- virki og það má segja að sveitarfélagið hafi að mörgu leyti ofkeyrt sig á þeirri fram- kvæmd,“ segir Ómar Már. „Það var sem krafturinn hefði klárast að þessu loknu, en á sama tíma má segja að nauðsynlegt hafi verið að draga andann á nýjan leik og taka stöðuna áður en áfram yrði haldið. Flóðin sundruðu íbúum Séra Magnús Erlingsson, sem var sókn- arprestur Súðvíkinga fyrir tíu árum, segir flóðin hafa sundrað íbúunum, annars vegar þeim sem fluttu burt og hinum sem urðu um kyrrt. „Við þetta urðu til tveir hópar og það myndaðist viss togstreita á milli þeirra,“ segir hann. „Það var líka óeining t.d. vegna hreinsunarmála. Þeir sem ekki voru á staðnum gátu kannski ekki gætt sinna hagsmuna þegar verið var að hreinsa bæinn og það olli ósætti milli manna.“/20 Súðavík gefur 100 þúsund krónur í landssöfnun FERÐ körfuknattleiksliðs Hauka norður á Sauðárkrók í vikunni var hálfgerð óheillaferð. Liðið tapaði leiknum gegn Tindastól og á leið- inni suður á fimmtudagskvöldið valt rúta þeirra Haukamanna í mikilli hálku og hvassviðri og rann tugi metra á hliðinni. „Það má segja að þetta hafi verið tvöfalt tap, bæði fyrir Tindastól og veðurguð- unum,“ segir Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka. Sem betur fer meiddist enginn leikmanna Hauka alvarlega og ætla þeir að mæta tvíefldir til næsta leiks. 15 farþegar voru í rút- unni auk bílstjóra og fluttu björg- unarsveitarmenn frá Blönduósi leikmennina í gistingu á Blönduósi. Komu þeir ekki til Hafnarfjarðar fyrr en um kl. fimm í gær. „Rútan fauk út af veginum við Öxl, rétt áður en komið er að Vatnsdalnum. Þá fór að slá svona svakalega niður þarna með hlíð- inni. Það var kóf og gler á veginum þannig að við sátum bara og biðum eftir að rútan fyki út af. Það kom sviptivindur og svo fór hún af stað og skautaði þarna niður eftir. Hún valt á hliðina og rann svona um 30 metra niður eftir hlíðinni,“ segir Reynir. Hann segir menn hafa verið heppna því ekki hefði verið bratt þar sem rútan fór út af. Hins vegar hafi verið mjög óþægilegt að gera sér grein fyrir að rútan væri að fara út af og vita ekki hvort hún færi tíu veltur eða bara eina eða hvað tæki við þarna fyrir neðan þjóðveginn. „Óvissan er verst í þessu. En að- eins á undan eða aðeins á eftir hefði verið mun verra að fara af vegin- um. Það má eiginlega segja að við höfum farið út af á besta stað. Þetta var góður staður til að velta.“ Reynir segir að sem betur fer hafi menn ekki farið mikið af stað inni í rútunni, enginn hafi meiðst alvarlega en sumir fengið marbletti og kúlur. Hann segir mikinn streng hafa verið þarna einmitt á þeim tíma þegar Haukar áttu leið um en skömmu seinna hafi allt verið orðið mun skaplegra. Reynir segir mestu máli skipta að allir leikmenn séu heilir og hann vonist til að þessar hremmingar verði til þess að þjappa liðinu sam- an fyrir komandi leiki. Rúta fauk útaf og rann tugi metra niður hlíð 15 körfuknattleiksmenn Hauka sluppu ómeiddir þegar rúta valt „MÉR sýnist allur svartfugl sem var inni í Skagafirði hreinlega dauður úr hor,“ segir Sigurfinnur Jónsson, veiðimaður á Sauðár- króki, en hann áætlar að mörg hundruð ef ekki þúsund fuglar hafi drepist í firðinum. Hungurdauði svartfugla er far- inn að gera vart við sig fjórða vet- urinn í röð. Hafa veiðimenn til- kynnt um dauðan eða deyjandi svartfugl við Þórshöfn á Langa- nesi, í Eyjafirði, Skagafirði og Vestmannaeyjum og úti fyrir Hofs- ósi hafa sjómenn séð svartfugl á reki. Að sögn Ólafs K. Nielsen, fugla- fræðings á Náttúrufræðistofnun Íslands, bar fyrst á hungurdauða fuglsins fyrir þremur vetrum síðan. „Veturinn 2002 drápust tugir ef ekki hundruð þúsunda svartfugla úr hor vestur, norður og austur af landinu. Fyrst og fremst var um tvær tegundir að ræða, langvíu og stuttnefju,“ segir Ólafur og tekur fram að síðarnefnda tegundin sé á válista hérlendis. Hefur hungur- dauði fuglanna haldið áfram alla vetur síðan. Segir hann ljóst að fuglarnir drepist úr hungri þar sem þeir hafa ekki æti. Sigurfinnur segist í gærdag hafa talið tuttugu dauða svartfugla sem rekið hafði inn í höfnina, langvíur, stuttnefjur og álkur, og á Borgar- sandinum hafði marga tugi dauðra fugla rekið á land. „Ég hef mikla áhyggjur af svart- fuglinum sökum þess hve stór hluti stofnsins deyr úr hor,“ segir Sig- urfinnur og bendir á að svartfugl- inn sé einnig að hverfa í Noregi vegna fæðuskorts. Allur svartfugl virðist dauður í Skagafirði Morgunblaðið/RAX Fjórða veturinn í röð eru svartfuglar að drepast úr hor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.