Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 43 MINNINGAR ✝ Friðrik Friðriks-son Hansen fæddist á Sauðár- króki 2. júní 1947. Hann lést á heimili sínu á Hvammstanga 30. desember síðast- liðinn. Hann var yngsta barn hjónanna Friðriks Hansens frá Sauðá, f. 17. janúar 1891, d. 26. mars 1952, og Sigríðar Eiríksdótt- ur frá Djúpadal, f. 13. janúar 1907, d. 16. janúar 1992. Al- systkini Friðriks eru Sigurður, f. 1939, Jósefína, f. 1942, og Eirík- ur, f. 1945. Hálfsystkini hans sam- feðra eru Emma, f. 1918, Ástríð- ur, f. 1920, látin, Kristján, f. 1921, Ragnar, f. 1923, Erlendur, f. 1924, Jóhannes, f. 1925, Björg, f. 1928, Þorbjörg, f. 1929, og Guð- mundur, f. 1930. Friðrik ólst upp á Sauðárkróki og lauk námi frá Gagn- fræðaskólanum á Sauðárkróki og Iðn- skólanum á Sauðár- króki. Hann stund- aði ýmis verka- mannastörf og vann á vinnuvélum um árabil á heimaslóð- um. Hann vann einn- ig um tveggja ára skeið í Svíþjóð. Vegna heilsubrests dvaldist hann síð- ustu 13 árin á sam- býlum, fyrst á Gauksmýri og síð- an á Hvammstanga þar sem hann lést. Friðrik var hagur og vann við útskurð og hafa nokkur verk hans verið á sýningum á Safna- safninu á Svalbarðsströnd. Friðrik verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Friðrik mágur minn lauk lífs- göngu sinni á næstsíðasta degi árs- ins 2004. Þar með er lokið að sinni samvistum okkar í rúma fjóra ára- tugi. Ég kynntist Bigga eins og hann var kallaður þegar hann var 12–13 ára, hann var bjartur yfirlitum, glaðlegu, hnyttinn og einstaklega kurteis. Ég fann þó strax að þar fór unglingur sem margt hafði reynt á stuttri ævi. Þegar Biggi var nokkurra mán- aða kom í ljós sjúkdómur sem ekki var þekktur hér á landi. Fárveiktist hann af saklausum pestum og lá tímunum saman með mikinn hita og útbrot. Þurftu foreldrar hans og síð- ar móðir hans að fara með hann til rannsókna og lækninga til Reykja- víkur æ ofan í æ en ekki reyndist unnt að hjálpa honum. Bernska hans og æska einkennd- ist af þessum veikindum og var skólaganga hans skrykkjótt svo og samskipti við aðra í leik og starfi. Þegar Biggi var tæpra 5 ára veiktist faðir hans og dó og voru erfiðir dagar framundan fyrir ekkju með ung börn. Sigríður móðir hans annaðist hann af einstakri ástúð og umhyggju eins og hún raunar sýndi öllum í kringum sig. Þrátt fyrir veikindi og erfiðleika ríkti glaðværð og gestrisni á heim- ilinu og var oft glatt á hjalla þegar vinir systkinanna voru saman komnir svo og aðrir gestir. Biggi var afar handlaginn og lék allt verklegt í höndum hans. Hann teiknaði vel og smíðaði og þegar hann var kominn með bílpróf hafði hann einstakt lag á vélum og bílum. Hann vann ýmis störf á Króknum og stundaði vélavinnu með bræðr- um sínum. Hann var alls staðar vel metinn enda samviskusamur og ná- kvæmur. Enn dró ský fyrir sólu í lífi mágs míns og fjölskyldunnar þegar hann greindist með alvarlegan geðsjúk- dóm, sem breytti lífi hans og per- sónu og hann lokaðist inni í skel geðveikinnar. Hann átti þó nokkur góð tímabil og gat unnið og átt góð samskipti við fólk og á þeim tíma fór hann til Svíþjóðar þar sem fjöl- skylda mín var búsett og vann hann þar og gekk vel. Þar kom að sjúk- dómurinn versnaði og fór hann enn heim til móður sinnar sem annaðist hann þar til hún var þrotin að kröft- um. Bigga til mikillar gæfu vistaðist hann eftir lát móður sinnar á Sam- býlinu á Gauksmýri þar sem afar vel var búið að honum undir for- stöðu Jónínu Hjaltadóttur og síðar er heimilið var flutt til Hvamms- tanga. Hann undi sér vel á báðum stöðum og við í fjölskyldunni fund- um að þar fann hann sig heima og hann náði, einkum á síðari árum, betra sambandi við umheiminn og leið betur. Hann vann ásamt fé- lögum sínum að ýmsum verkefnum sem til féllu á Hvammstanga og einnig málaði hann og skar út skemmtilega gripi og tók þátt í sýn- ingu alþýðulistamanna og á verk á Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Biggi var orðinn móður á erfiðri göngu um lífið. Hann átti góð jól hjá Sigurði bróður sínum og fjölskyldu hans í Kringlumýri. Hann var ný- kominn úr Skagafirðinum þegar hann hneig í fang velgjörðamanns síns Jóns Inga Björgvinssonar, for- stöðumanns, og var allur. Nú fljúga mínir fuglar góða dís. Nú fagna englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Ég þakka mági mínum góða sam- leið og óska honum góðs á nýjum vegum. Fjölskylda Friðriks þakkar starfsfólki sambýlisins og vistmönn- um af alhug fyrir umhyggju og vin- arþel í hans garð. Guðmundur Bergsteinn Jóhannsson. Lífið er fullt af fólki, atburðum og uppákomum sem skilja eftir sig minningar í hugum fólks, góðar, slæmar og jafnvel hvort tveggja eða hvorugt. Sumar þessara minninga eiga jafnvel til að breytast eftir því sem maður eldist og þroskast; hætta að vera óræðar eða slæmar og verða jafnvel góðar. Þegar ég var lítill strákur að koma í heimsókn til Sigríðar ömmu með foreldrum mínum og stórusyst- ur hrærðust oft með mér blendnar tilfinningar. Skyldi Biggi vera heima? Ætli hann sé í góðu skapi? Er hann kannski úti í búð? Skyldi amma eiga brúntertu? Það síðasta brást aldrei, allavega ekki í minningunni. Sigríður amma átti alltaf eitthvað gott handa okkur systkinunum og var svo góð. Biggi fór heldur ekki varhluta af því. Hann var oft veikur þegar hann var barn, mikið veikur. Þessi veikindi og óttinn um að missa hafa e.t.v. öðru fremur sett mark sitt á sam- band þeirra mæðgina. Þegar Biggi var á fimmta ári dó afi. Amma var eftir með þrjú yngstu börnin hjá sér, Jósu á tíunda ári, Eigó sjö ára og Bigga litla, elsti sonurinn Siggi, pabbi minn, var þá á tólfta ári og bjó hjá ömmu sinni frammi í Djúpa- dal. Sigríður amma þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af eldri krökkunum, sem voru heilbrigð og hraust, en Biggi þurfti meiri umönnun. Þrátt fyrir að veikindin héldu áfram að hrjá Bigga kláraði hann bæði barna- og gagnfræðaskóla með góðum árangri og seinna Iðnskól- ann á Sauðárkróki. En þegar hann var enn ungur maður veiktist hann skyndilega og þurfti nú aftur á umönnun mömmu sinnar að halda – þótt nú væru veikindin af öðrum toga en áður. Amma annaðist hann á heimili þeirra til margra ára, og hann annaðist hana á sinn hátt. Stundum braust væntumþykjan út í tilraunum til að vernda mömmu sína, en oftar en ekki voru það hættur sem aðeins var að finna í hans eigin veruleika. Afleiðingarnar voru oft hræðsla og ótti í augum lít- illa frændsystkina í heimsókn eða barna í götunni sem áttu leið framhjá húsinu. Þegar amma dó flutti Biggi á sambýli, fyrst á Gauksmýri og seinna á Hvammstanga. Hann kom þá stundum í heimsókn heim í Kringlumýri og dvaldi þá oftast í nokkra daga. Hann var mikið út af fyrir sig og sagði lítið að fyrra bragði, en átti til að koma með bein- skeyttar og fyndnar athugasemdir upp úr eins manns hljóði. Þessari duldu glettni gleymi ég aldrei, þeg- ar í nokkur augnablik glitti í bráð- greindan og skemmtilegan persónu- leika. Þrátt fyrir að kynni okkar hafi ekki einkennst af mikilli jákvæðni í upphafi og ég hafi jafnvel óskað honum tafsamra sjoppuferða meðan á heimsóknum okkar til ömmu stóð, þá á ég eftir allt saman góðar minn- ingar um Bigga og ég er þakklátur fyrir það. Guðmundur St. Sigurðarson. Ætti ég hörpu hljómaþýða, hreina, mjúka gígjustrengi, til þín mundu lög mín líða, leita þín, er einn ég gengi. Viltu, þegar vorið blíða vefur rósir kvölddögginni, koma til mín, kvæði hlýða, kveðja mig í hinzta sinni. Lífið allt má léttar falla, ljósið vaka í hugsun minni, ef ég má þig aðeins kalla yndið mitt í fjarlægðinni. Innsta þrá í óskahöllum á svo margt í skauti sínu. Ég vildi geta vafið öllum vorylnum að hjarta þínu. (Friðrik Hansen.) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæri Biggi, við þökkum þér sam- veruna þau ár sem við áttum saman, elsku gullmolinn okkar. Hvíl í friði. Systkinum og öðrum aðstandend- um sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Minningin lifir. Íbúar og starfsmenn Grundartúni 10–12. FRIÐRIK FR. HANSEN ✝ Eiríkur Einars-son fæddist í Hallskoti í Fljótshlíð 17. júlí 1933. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 3. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Margrét Ei- ríksdóttir, f. 13.12. 1893, d. 8.4. 1966 og Einar Þorsteinsson, f. 7.5. 1892, d. 17.9. 1968. Eiríkur var yngstur fjögurra systkina, hin eru Óskar, Ingibjörg, d. 3.2. 2003, og Kristín og Anna María og b) Gunnsteinn Adólf, sonur hans er Einar Ágúst. 2) Elísa Berglind, f. 1953, var gift Viggó Rúnari Ein- arssyni, d. 19. ágúst 2004. Börn, a) Jón Ingi, sonur hans er Daníel Ingi, b) Róbert Birkir, d. 23.1. 2003, c) Lovísa Dögg, sonur henn- ar er Viggó Rúnar, og d) Hlynur Freyr. 3) Halla, f. 1959, sonur hennar er Bjartmar Atli. 4) Brynjólfur, f. 1961, sambýliskona Hólmfríður Ásmundsdóttir, sonur þeirra er Stefán Jóhann, dætur Brynjólfs af fyrra hjónabandi eru Elísabet og Silja Rut. Stjúpbörn Brynjólfs eru Guðrún Lena og Sigurður Breiðfjörð. Eiríkur bjó í Hallskoti allt sitt líf. Útför Eiríks verður gerð frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ágústa, uppeldissyst- ir þeirra er Guðrún Sveinsdóttir. Eiginkona Eiríks er Stefanía Guðmunds- dóttir. Synir þeirra eru Einar, f. 1967, sonur hans Eiríkur Júlíus, og Ásmundur, f. 1971. Stjúpbörn Ei- ríks eru fjögur, en þau eru: 1) Júlía Kristín, f. 1952, sam- býlismaður Kolbeinn Guðmannsson, synir hennar eru, a) Sigur- björn, dætur hans eru Birgitta Elsku stjúpi minn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ég kveð þig Eiríkur minn og bið þig að flytja kveðjur mínar til ást- vina minna. Elsku mamma og fjölskylda mín, megi ást og kærleikur styrkja okk- ur öll. Elísa B. Adólfsdóttir. Elsku afi. Þú fórst mjög snöggt frá okkur og við erum ekki enn búin að átta okkur á því, kannski við séum bara í afneitun. Þú varst mjög feiminn og dulur maður en einstaklega hlýr. Þú lifð- ir fyrir bústörfin og yfirleitt þegar maður kom í heimsókn að Hall- skoti þá varst þú eitthvað að dunda þér úti í fjósi. Það verður tómlegt að koma þangað núna og eiga ekki von á að þú birtist í dyra- gættinni. Nú verður mikil breyting á lífinu hjá ömmu og Ása en eins og við höfum komist að þá er maður sterkari en maður heldur og við verðum að halda áfram að lifa. Við vottum öllum ættingjum og vinum samúð okkar en minningin um góðan mann lifir í hjörtum okkar. Hvíl í friði elsku afi. Þín barnabörn. Lovísa Dögg, Jón Ingi og Hlynur Freyr. EIRÍKUR EINARSSON Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR ÞORBJARGAR MARKÚSDÓTTUR frá Súðavík, Hverfisgötu 119, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks nýrnadeildar Landspítalans og 3. hæðar Droplaugarstaða fyrir góða umönnun. Hermann B. Hálfdánarson, Hálfdán K.J. Hermannsson, Erla E. Ellertsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Jón Sigurðsson, Hrönn Guðríður Hálfdánardóttir, Þorsteinn Ingi Kristjánsson, Sigurður Örn Jónsson, Sigríður Oddný Guðjónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Hermann Páll Jónsson og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Borgarholtsbraut 34, Kópavogi. Eiríkur Þorgrímsson, Kristján Eiríksson, Bergþóra Annasdóttir, Gunnar Már Eiríksson, Guðlaug K. Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar HRAFNHILDAR AÐALSTEINSDÓTTUR frá Jórunnarstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheim- ilisins Kjarnalundar og hjúkrunardeildarinnar Lerkihlíðar. Torfi Sigtryggsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Svanhildur Sigtryggsdóttir, Tryggvi Valdimarsson, Kolfinna Sigtryggsdóttir, Símon Ingi Gunnarsson, Kristján Hermannsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.