Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 31 MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um stórframkvæmdirnar við Kárahnjúka og ekki ber öllum saman um það sem þar er að gerast. Í þessari grein er leit- ast við að draga fram nokkrar stað- reyndir sem ættu að geta skýrt málið. Samkomulag um launagreiðslur í 13 og 14 mánuði Þegar Impregilo kom hér til starfa vorið 2003 lýsti fyrirtækið því yfir að ekki væri gert ráð fyrir að nota starfs- mannaleigur við manna- ráðningar heldur ráða starfsfólk beint til fyr- irtækisins. Allt annað kom á daginn þegar kom að byggingu starfs- mannabúða. Mannskap- urinn kom að stærstum hluta frá erlendum starfsmannaleigum og fyrirtækið varð uppvíst að því að greiða starfsfólki laun sem voru langt undir lágmarkslaunum. Það sem af er starfstímanum hefur um helmingur starfsmanna komið í gegnum starfs- mannaleigur. Þegar fyrir lá að fyrirtækið ætlaði ekki að standa við fyrri yfirlýsingar um að hafa ekki starfsmenn sem kæmu í gegnum starfsmannaleigur var ákveðið að taka upp viðræður við Impregilo sem lauk með samkomulagi um miðjan október 2003, milli fyr- irtækisins og landssambanda innan ASÍ. Með samkomulaginu lýsti fyr- irtækið því yfir að það myndi virða ís- lenska kjarasamninga eins og það hafði reyndar gert með undirskrift verksamnings. Samkomulagið er í tvennu lagi. Ann- ars vegar var samið um að í þeim til- fellum sem starfsmenn fengu laun greidd í 13 eða 14 mánuði, en það tíðk- ast á Ítalíu, væri heimilt að taka tillit til þess við samanburð við íslensk lág- markslaun. Einnig var samið um að heimilt væri að greiða laun inn á bankareikning við- komandi starfsmanns þegar búið væri að draga frá staðgreiðslu skatta. Sam- komulagið heimilar einnig að EES borgarar séu undanþegnir að greiða 4% iðgjald í lífeyrissjóð, enda lá fyrir yfirlýsing fjármálaráðuneytisins um að þeir þyrftu ekki að greiða í lífeyr- issjóði hér á landi enda greiddu þeir í lífeyrissjóði í sínu heimalandi og héldu réttindum sínum þar. Samanburður á launaseðlum Hinn hluti samkomulagsins tók m.a. til starfsmanna sem komu á vegum er- lendra starfsmannaleigna. Sam- komulag var um að heimilt væri að bera saman heildarlaun samkvæmt er- lenda launaseðlinum og þeim íslenska þrátt fyrir að launasamsetningin væri með ólíkum hætti. Á portúgalska launaseðlinum var gert ráð fyrir háum upphæðum í formi dagpeninga þrátt fyrir að starfsmanninum væri útvegað bæði húsnæði og fæði honum að kostn- aðarlausu. Það virtist eingöngu vera gert í skattalegu tilliti þar sem dag- peningar eru undanþegnir sköttum í Portúgal. Þar sem gengið var út frá að skattar yrðu greiddir á Íslandi skiptu portúgalskar reglur ekki máli að þessu leyti og var litið á þessar greiðslur sem laun. Í samkomulaginu var einnig gert ráð fyrir að þegar búið væri að taka til- lit til skattgreiðslna hér á landi og draga frá 4% lífeyrisiðgjald vegna EES borgara, skyldi lagt inn á reikn- ing viðkomandi samkvæmt þeim launaseðli sem gæfi hærri laun. Aldrei var um það samið að taka ætti tillit til skattakerfis í heimalandi viðkomandi starfsmanns. Gengið var út frá að skattar yrðu greiddir á Ís- landi. Öllum má vera ljóst að samn- ingsaðilar voru ekki í aðstöðu til að semja um fyrirkomulag skatta enda liggur fyrir ákvörðunarbréf ríkisskatt- stjóra til allra skattstjóra landsins þess efnis að öllum sem séu að störfum hér á landi beri að greiða skatta til íslenska ríkisins. Hluti af samkomulaginu við Impregilo var ákvæði um að yfirtrúnaðarmaður skyldi eiga þess kost að fá upplýsingar um launakjör starfsmanna. Yfirtrún- aðarmaður óskaði s.l. vor eftir upplýs- ingum um launakjör 20 Portúgala fyrir tveggja mánaða tímabil og voru þeir valdir af handahófi. Eftir margra mán- aða bið og eftirrekstur bárust honum umbeðnar upplýsingar. Þegar portú- gölsku launaseðlarnir og þeir íslensku ásamt tíma- skýrslum voru bornir sam- an kom í ljós að í allflestum tilfellum voru heildarlaunin samkvæmt portúgölsku launaseðlunum lægri en samkvæmt þeim íslensku. Einnig kom fram að dag- peningagreiðslur voru breytilegar eftir umfangi yfirvinnu. Þegar leitað var skýringa varð fátt um svör og barst ekki svar fyrr en ákveðið hafði verið að vísa málinu til fastanefndar en hún fjallar um deilumál sem upp koma og eiga aðild að henni fulltrúar atvinnu- rekenda og launamanna. Skattar greiddir í Portúgal Skýring Impregilo var sú að mismun- urinn lægi í því að Portúgalarnir greiddu skatta í Portúgal og þar væri skattaprósentan lægri en á Íslandi og búið væri að taka tillit til þess í útborg- uðum launum. Starfsmennirnir nytu ekki mismunarins heldur tæki fyr- irtækið mismuninn til sín. Nettólaun væru hinsvegar hliðstæð. Það er athygl- isvert að skoða þetta svar. Í fyrsta lagi er það í andstöðu við samkomulagið frá því í október 2003 sem gerði ráð fyrir að allir greiddu skatta samkvæmt íslensk- um skattareglum og er einnig í algjörri mótsögn við ákvörðunarbréf ríkisskatt- stjóra um að allir eigi að greiða skatta á Íslandi án tillits til þjóðernis. Athygli vekur einnig að allan þennan tíma skuli það hafa viðgengist að ekki skyldu berast skattar af mörg hundruð starfsmönnum Impregilo. Einnig er at- hyglisvert að skoða þetta svar með tilliti til að fjármálaráðherra sagði á Alþingi s.l. haust að skattamál Impregilo væru í eðlilegum farvegi. Nú hlýtur þetta mál að fara í eðlilegan farveg, greiddir verða skattar af öllum launum samkvæmt íslenskum skattalög- um án tillits til þjóðernis. Fortíðin hlýtur einnig að verða gerð upp samkvæmt ákvörðunarbréfi ríkisskattstjóra og þar með er þetta mál leyst og skattyfirvöld sjá til þess að framhaldið verði í lagi. Lög um starfsréttindi iðnaðarmanna þverbrotin Mjög alvarleg brot hafa átt sér stað varðandi starfsréttindi iðnaðarmanna. Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað ósk- að eftir því við sýslumanninn á Seyð- isfirði að hann sjái til þess að farið verði eftir lögum um iðnað. Þrátt fyrir að lögð hafi verið fram formleg kæra hefur ekk- ert gerst. Málið hefur legið óafgreitt mánuðum saman. Nánast engir iðn- aðarmenn eru að störfum hjá Impregilo þrátt fyrir að allstór hluti starfanna falli undir störf sem tilheyra löggiltum iðn- greinum. Fyrirtækið hefur ráðið ófag- lærða starfsmenn til að gegna þessum störfum á mun lægri launum en kjara- samningurinn gerir ráð fyrir að greidd séu fyrir þessi störf. Hér er því um mjög alvarleg brot að ræða sem flokkast undir félagsleg undirboð. Hvers vegna Kínverja? Mikil starfsmannavelta hefur verið hjá Impregilo og hafa fáir af portúgölsku starfsmönnunum sem komið hafa til starfa haldið út ráðningartímann sem er fimm og hálfur mánuður. Nokkrar ástæður eru fyrir þessu. Í fyrsta lagi hafa þeir verið mjög óánægðir með þessi löngu úthöld. Í öðru lagi hafa þeir verið óánægðir með framkomu fyrirtækisins í sinn garð. Í þriðja lagi hafa þeir verið óánægðir með aðbúnað og starfs- mannaaðstöðu og í fjórða lagi hafa þeir átt mjög erfitt með að þola íslenska veðráttu með öllu sem henni fylgir á Vesturöræfum. Nú á að bregðast við þessari öru starfsmannaveltu með því að ná í starfs- fólk til Kína. Það stendur ekki til að reyna að laga og gera starfsfólkinu líf- ið bærilegra heldur á að leita uppi starfsfólk sem er líklegra til að láta þetta yfir sig ganga. Það er megintil- gangurinn með því að fá fólk frá Kína en ekki Evrópu. En hvers vegna er líklegra að starfsfólk frá Kína muni láta þetta yfir sig ganga en starfsfólk frá Evrópu? Laun í Kína eru mjög lág Það eru nokkrar ástæður fyrir því: Laun í Kína eru mjög lág, laun fag- lærðs iðnaðarmanns eru sem svarar 15.000 til 20.000 kr. á mánuði og al- mennir verkamenn eru með enn lægri laun. Miklar þjóðfélagsbreytingar eru í Kína og fer t.d. verð á íbúðarhúsnæði hækkandi í mörgum stórborgum. Fyr- ir venjulegan launamann er mjög erf- itt að framfleyta sér og sínum á þess- um lágu launum. Miðað við hæsta verkamannataxta virkjunarsamnings- ins og fastan vinnutíma sem er 60 vinnustundir á viku eru útborguð laun á mánuði um 200.000 kr. eða 10 til 15 föld þau laun sem hægt er að hafa í Kína. Ef menn halda út í eitt ár eru þeir komnir með 2,4 milljónir sem eru miklir peningar í Kína og samsvara 15 til 20 földum árslaunum. Ef starfsmenn halda ekki út ráðn- ingartímann verða þeir sjálfir að greiða fargjaldið til síns heimalands. Fargjaldið frá Egilsstöðum til Kína kostar Kínverjann mörg kínversk mánaðarlaun og á hann því ekki um annað að velja en bíta á jaxlinn og þrauka. Það eru þessar ástæður sem gera það að verkum að ekki er hægt að fall- ast á umsóknir um atvinnuleyfi fyrir Kínverjana. Kínverjar eru hið ágæt- asta fólk, kurteisir, hlýðnir og iðnir starfsmenn sem munu ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Þeir munu ekki kvarta þrátt fyrir að á þeim verði brotið því þeir hafa lært af langri og dapurri reynslu að það hefur lítið upp á sig að kvarta undan þeim sem yfir þeim eru. Þeir þekkja lítið til verka- lýðsfélaga og hafa ekki kynnst frjáls- um félögum nema að takmörkuðu leyti. Stjórnvöld bregðist við Hér væri hægt að tína fleira til í sam- skiptunum við Impregilo t.d. varðandi starfsmannabúðirnar en það verður ekki gert að sinni. Ríkisstjórnin hefur skipað starfs- hóp ráðuneytisstjóra til að skoða þau vandamál sem tengjast Impregilo. Í þeirri vinnu er æskilegt að skoða mál- ið heildstætt og hvort ekki sé nauð- synlegt að setja hér skýrari reglur varðandi starfsemi starfsmanna- leigna. Einnig þarf að skoða hvort ekki sé nauðsynlegt að setja skýrari refsiákvæði gagnvart þeim sem brjóta lög um lágmarkskjör. Eins og lög- gjöfin er í dag geta fyrirtæki komist upp með að brjóta lögin án þess að fá á sig sektir. Tryggja þarf að fyrirtæki hagnist ekki á að brjóta lögin um lág- markskjör þrátt fyrir að einstaklingar séu ekki tilbúnir að fara í einkamál. Nú er kominn tími til að þeir sem standa að uppbyggingunni við Kára- hnjúka, þ.e. Landsvirkjun með ríkið, Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ í broddi fylkingar, taki höndum saman við verkalýðshreyfinguna og komi framkvæmdinni við Kárahnjúka í það form að þjóðin geti horft til hennar með stolti eins og til var ætlast í upp- hafi. Ef ekki verður tekið á þeim vandamálum sem uppi eru verður enginn friður um þessa framkvæmd og vandamálin munu hlaðast upp og sífellt verður erfiðara að bregðast við þeim. Rétt er að hafa í huga að tíminn styttist óðum sem menn hafa til að vinna upp mistök fortíðarinnar. Tíminn styttist við Kárahnjúka! Þorbjörn Guðmundsson fjallar um launaréttindi starfsfólks við Kárahnjúkavirkjun ’Ef ekki verður tekið áþeim vandamálum sem uppi eru verður enginn friður um þessa fram- kvæmd og vandamálin munu hlaðast upp og sí- fellt verður erfiðara að bregðast við þeim.‘ Þorbjörn Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar. ð sækja eftir stuðningi. Gengið ögbundnum hlutverkum sjóð- keppni byggist á skýrum við- röfur til verkefnanna. Þá inda- og tækniráðið sameig- ur frá starfsnefndum sínum, d og tækninefnd, um að efna arkáætlunar um hagnýtingu erfðafræðiþekkingar í þágu heilbrigðis og aðra um uppbyggingu þekkingar á sviði ör- tækni (nano-techno- logy). Bæði þessi svið eru líkleg til að gegna mik- ilvægu hlutverki í þekkingarsamfélagi framtíðarinnar og geta leitt til framfara og ný- sköpunar í atvinnulífi. Vísindalegt framhaldsnám Ráðið fjallaði einnig um fyrirkomulag grunn- fjárveitinga til rann- sókna á háskólastiginu í framtíðinni og um efl- ingu doktorsnáms og rannsóknatengds meistaranáms með það fyrir augum að virkja sem best mannauð og aðstöðu sem býr í ís- lenskum háskólum og rannsóknastofnunum sem skara framúr og hafa burði til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á sviði vísindamenntunar. Vísindalegt framhalds- nám mun skipta vax- andi máli fyrir þróun atvinnulífs á Íslandi. Því er mikilvægt að Ís- land gerist þátttakandi í vaxandi alþjóðlegu samstarfi um vísinda- menntun og bjóði er- lendum stúdentum nám og þjálfun á þeim sviðum þar sem Íslendingar standa framarlega á alþjóðlegan mæli- kvarða eins og í jarðvísindum, lífvís- indum og ákveðnum sviðum hugvísinda. Fjárfesting í menntun, vísindarann- sóknum og aðstoð við nýmyndun fyr- irtækja framtíðarinnar er mikilvægt verkefni hins opinbera. Ekki síst er síð- an mikilvægt að tryggja áfram hagstætt rekstrarumhverfi fyrirtækja, því þau skapa auðinn og atvinnuna sem skilar sér til þjóðfélagsins í aukinni velferð og lífsfyllingu fyrir fólk. ókn alegt framhaldsnám ipta vaxandi máli óun atvinnulífs di.‘ Höfundur er menntamálaráðherra. ' ' (' (' ' ' ' ' ' ' ,%/#(%012 .%43  ++ +,- +,+ ++ ++( ++- +++ , . *&  +5678 0/ ! 1 23 ! 4 ! 012 !! 159% "/ 0 ) 5 ) 6  # .$ 7 !!  ( (   #% / !  ! % ! ++ ++ ++8 ++- ++, +++ Teymið starfar á lækningasviði stöðv- arinnar. Hlutverk þess verður ráðgjöf, meðferð og eftirfylgd barna og fjöl- skyldna þeirra í samstarfi við aðrar fag- stéttir stöðvarinnar. Aðrir helstu sam- starfsaðilar við þjónustu stöðvarinnar á þessu sviði verða BUGL, Miðgarður, sem er félags- og skólaþjónusta hverfisins, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og greiningarteymi Heilsugæslunnar í Reykjavík. a mikilvægi styrkrar tengsla- arna í bernsku við foreldra vægi þess að styrkja þau að aðstoða foreldrana í þeim arteyminu eru sálfræðingur, fi og iðjuþjálfi, auk þess sem nar og hjúkrunarfræðingar r taka virkan þátt í starfi kjólstæðingar þeirra þurfa á ð teymið að halda. gæslustöðina í Grafarvogi öðu okkar“ Morgunblaðið/Jim Smart björnsdóttir iðjuþjálfi og Már , hjúkrunarforstjóri heilsu- unnar í Grafarvogi, Jón Krist- jóri heilsugæslunnar. GERT er ráð fyrir að meðferð- arteymið sinni einkum þessum verk- efnum: Uppeldislegri og almennri ráðgjöf og fræðslu fyrir barnafjölskyldur. Einstaklingsmeðferð barna. Fjölskylduviðtölum og meðferð sem beinist m.a. að aukinni virkni fjölskyldna til sjálfshjálpar. Að efla færni og virkni barna og fjölskyldna þeirra í daglega lífinu. Almennri fræðslu og ráðgjöf þeirra sem vinna með börnunum og fjölskyldum þeirra. „Í tengslum við þjónustuna sem nú er veitt verður lögð áhersla á að fylgjast með árangri af starfi teym- isins í bráð og lengd,“ segir í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu. Fylgst verður með árangrinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.