Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 11 FRÉTTIR HEILDARAFLI íslenskra skipa í nýliðnum desembermánuði var 80.600 tonn og er það 9.000 tonnum minni afli en í desembermánuði 2003 en þá var aflinn 89.600 tonn. Breytt aflasamsetning á milli desem- bermánaða 2003 og 2004 gerir það að verkum að verðmæti fiskaflans, á föstu verði ársins 2002, dregst sam- an um 4,2%. Á árinu 2004 hefur verðmæti fiskaflans, á föstu verði ársins 2002, verið nánast óbreytt miðað við árið 2003. Botnfiskafli var 33.700 tonn sam- anborið við 32.600 tonn í desem- bermánuði 2003 og nemur aukningin 1.100 tonnum á milli ára. Þorskafli var 16.100 tonn en 16.800 tonn bár- ust á land í desember 2003 og því minnkaði þorskaflinn um rúm 700 tonn á milli ára. Af ýsu veiddust 7.200 tonn en í fyrra veiddust 6.100 tonn og nemur aukning ýsuaflans því 1.100 tonnum. Ufsaafli var 5.700 tonn í desembermánuði í ár en var 4.600 tonn í fyrra og er það rúmlega 1.100 tonna aukning á milli ára. Flat- fiskafli var 1.600 tonn og minnkaði um tæplega 900 tonn frá desem- bermánuði 2003. Af grálúðu veidd- ust um 1.000 tonn en í desember mánuði árið 2003 var grálúðuaflinn rúm 1.600 tonn. Af skarkola veidd- ust tæp 300 tonn og tæplega 200 tonn veiddust af sandkola. Afli uppsjávartegunda nam 44.600 tonnum og var síldaraflinn 25.500 tonn, kolmunnaaflinn 12.800 tonn og loðnuaflinn 6.300 tonn. Í samanburði við afla desembermánaðar 2003 þá minnkaði síldaraflinn um 1.000 tonn, kolmunnaaflinn dróst saman um 13.400 tonn og engum loðnuafla var landað í desember 2003. Skel- og krabbadýraafli var tæp- lega 800 tonn en var 1.800 tonn í des- ember 2003. Mestur var samdrátt- urinn í rækjuaflanum eða rúmlega 800 tonn. Árið 2004 nam heildarafli ís- lenskra fiskiskipa 1.724.000 tonnum og er það samdráttur um 256.000 tonn frá árinu 2003. Botnfiskafli var 491.000 tonn og hefur því aukist um 26.400 tonn frá fyrra ári. Flatfiskafli dróst saman um 5.700 tonn og uppsjávarafli dróst einnig saman eða sem nam 263.000 tonn- um. Mestur var samdrátturinn í loðnu- afla eða 156.000 tonn, hann var 25.600 tonn í síldarafla og 81.700 tonn í kolmunnaafla. Þá var skel- og krabbadýraaflinn 13.600 tonnum minni árið 2004 en á árinu 2003. Samdráttur varð mestur í rækjuafla 9.100 tonn og í kúfiskafla 4.200 tonn. Tæplega 800 tonna samdráttur var einnig í hörpudiskafla vegna veiðibanns árið 2004.                                                    Minni fiskafli en óbreytt verðmæti VEGNA mikillar aukningar í aflaheimildum á loðnu hefur Samherji hf. gengið frá kaupum á nótaveiðiskipinu Högabergi FD frá E.M. Shipping í Færeyjum. Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um endursölurétt innan 3ja mánaða frá undirritun. Högabergið, sem fær einkennisstafina EA-12, ber um 2.200 tonn af uppsjávarfiski og er útbúið bæði á nóta- og flottrollsveiðar. Skipið fór frá Færeyjum aðfaranótt fimmtu- dag og kom til Eskifjarðar í gær, þar sem lok- ið verður við íslenska skráningu skipsins. Vonast var til að tækist að ljúka skráningunni í gær svo að skipið gæti haldið á veiðar án taf- ar en Högabergið kemur aðallega til með að afla hráefnis fyrir fiskimjöls- og lýsisverk- smiðju Samherja í Grindavík. Óskar Ævarsson rekstrarstjóri Samherja í Grindavík sér fram á líflega vertíð og segir að kaupin á Högaberginu komi til með að styrkja hráefnisöflun verksmiðjunnar, sérstaklega í byrjun vertíðar. „Þetta er mun meiri kvóti en menn bjuggust við og er ekki ástæða til ann- ars en að vera bjartsýnn,“ sagði Óskar Æv- arsson í Grindavík á heimasíðu Samherja. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Nýtt skip Högabergið bættist í gær í flota Samherja, en skipið kom frá Færeyjum til Eskifjarðar í gær. Samherji kaupir skip til loðnuveiða FRÁ áramótum hefur verið landað 30.600 tonnum af loðnu. Tæp 14.000 tonn hafa farið til frystingar, 2.500 tonn verið fryst um borð í veiðiskipum og 11.400 hafa farið í bræðslu, samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslu- stöðva. Eskja á Eskifirði hefur tekið á móti mestum afla, 9.300 tonnum. Síld- arvinnslan í Neskaup- stað er með 6.400, Síldarvinnslan á Seyð- isfirði er með 4.000, HB Grandi á Vopna- firði með 3.600, Ís- félag Vestmannaeyja, Krossanesi er með 3.500, Síldarvinnslan í Siglufirði með 2.500 og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði með 1.400 tonn. 30.600 tonn af loðnu á land ÚR VERINU ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impregilo segir ásakanir um skattsvik á hendur fyrirtækinu ósanngjarnar. Í yfirlýsingu Impregilo segir að það greiði um 50 milljónir í skatta mánaðarlega og portúgalskar starfsmannaleigur greiði um 20 milljónir á mánuði. „Frá júlíbyrjun 2003 fram í nóvember 2004 greiddi Impregilo íslenskum skattayfirvöldum 855.718.144 krónur í staðgreiðsluskatta og trygg- ingagjald vegna starfsmanna við Kárahnjúka. Ásakanir um að fyrirtækið svíki undan sköttum eru ósannar, ómaklegar og ósmekklegar. Portúgölsku starfsmannaleigurnar Select og Nett höfðu í nóvember 2004 greitt íslenskum skattayfirvöldum 60.028.612 (Select) og 70.076.859 (Nett) vegna staðgreiðsluskatta og tryggingagjalds sinna starfsmanna,“ segir í yf- irlýsingu Impregilo. Yfirlýsing Impregilo 50 milljónir greiddar í skatta mánaðarlega ÁGREININGUR er til umfjöllunar yfirskattanefndar um skattskyldu portúgalskra starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun, sem starfa skem- ur en 183 daga á ári. Garðar Valdi- marsson, lögmað- ur Impregilo, segir skattskyldu þessara starfs- manna vera í Portúgal en ekki á Íslandi skv. tví- sköttunarsamningi þjóðanna. „Skattskylda [starfsmannanna] hefur verið áætluð af skattayfirvöld- um. Skattayfirvöld hafa lítið horft á tvísköttunarsamninga sem eiga við og eingöngu horft á innlend lög,“ segir hann. „Við teljum að tvísköttunarsamn- ingur Íslands og Portúgals eigi við í þessu máli og samkvæmt honum eigi að skattleggja þessa starfsmenn í Portúgal en ekki á Íslandi ef þeir eru 183 daga eða skemur hér á landi. Tvísköttunarsamningar eru gerðir til að koma í veg fyrir tvísköttun,“ segir Garðar. Hann lýsir undrun sinni á yfirlýs- ingu ríkisskattstjóra í fjölmiðlum um að tvísköttunarsamningurinn við Portúgal hafi ekki gilt fyrir árið 2003. „Tvísköttunarsamningurinn við Portúgal tók gildi 11. apríl 2002 og kom til framkvæmda 1. janúar 2003. Þetta hefur verið staðfest með upp- lýsingum frá fjármálaráðuneytinu um framkvæmd tvísköttunarsamn- inga og byggist á áralangri túlkun,“ segir Garðar. Hann segir einnig að þegar rík- isskattstjóri hafi tjáð sig um málið fyrir yfirskattanefnd í september sl. hafi ekki verið á það minnst að tví- sköttunarsamningurinn væri ekki í gildi. „Þetta er því ný málsástæða sem kemur fram núna um áramótin. Af okkar hálfu er það alveg skýrt að samningurinn kom til framkvæmda 1. janúar 2003,“ segir Garðar. Ágreiningurinn snýst um 200 milljónir kr. Í fréttatilkynningu frá Impregilo í segir að ágreiningurinn við skatta- yfirvöld varði skattlagningu starfs- manna á vegum portúgölsku starfs- mannaleignanna Select og Nett. Upphæðin sem um sé deilt sé um 200 milljónir ísl króna. „Impregilo lítur á starfsmennina sem starfsmenn starfsmannaleign- anna, en ekki sína starfsmenn. Fyr- irtækin líta því svo á að Select og Nett eigi að sjá um skattgreiðslur vegna portúgalskra verkamanna hér á landi, ekki Impregilo. Máli sínu til stuðnings hefur Impregilo bent á að starfsmannaleigurnar greiða þess- um mönnum laun, samkvæmt portú- gölskum ráðningarsamningum þeirra. Með samkomulagi sem náðist við verkalýðshreyfinguna í október 2003 er tryggt að þessum mönnum séu a.m.k. greidd laun sem nema ís- lenskum kjarasamningum,“ segir þar. Garðar segist gera sér vonir um að yfirskattanefnd muni úrskurða í þessu máli fyrir lok janúarmánaðar. Lögmaður Impregilo Greiða skatta í Portúgal vegna tví- sköttunar- samnings Garðar Valdimarsson ENGINN vafi leikur á því að mati embættis ríkisskattstjóra að erlendir starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun eigi skattskyldu hér á landi. Indr- iði H. Þorláksson ríkisskattstjóri segir að mikið hugmyndaflug þurfi til að halda öðru fram og vísar í því sambandi til ákvæðis skatta- laga þar sem seg- ir: „Allir menn sem dvelja hér á landi og njóta launa fyrir störf sín hér skulu greiða tekju- skatt af þeim launum. Hér með teljast þeir menn sem atvinnu stunda hér á landi, eða um borð í loftfari eða skipi sem skráð er hér á landi, þar með talið á grundvelli samninga um útleigu á vinnuafli, þótt dvöl þeirra eða starf vari 183 daga samtals eða skemur á sérhverju 12 mánaða tímabili.“ Tvísköttunarsamningur ekki áhrif á niðurstöðurnar „Svo er líka þess að geta að á þess- um tíma sem er liðinn var tvískött- unarsamningur [milli Íslands og Portúgal] alls ekki í gildi,“ segir Indr- iði. Hann segir að tvísköttunarsamn- ingurinn við Portúgal hafi komið til framkvæmda 1. janúar síðastliðinn. „Að mínu mati hefur hann engin áhrif á niðurstöðurnar,“ segir Indriði að- spurður um áhrif tvísköttunarsamn- ingsins. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri Ótvíræð skattskylda hér á landi Indriði H. Þorláksson EIRÍKUR Björn Björgvinsson, bæj- arstjóri Fljótsdalshéraðs, segir sveit- arfélagið ekki enn hafa fengið útsvar- stekjur vegna allra erlendra starfsmanna við Kárahnjúkavirkj- un. Hann segir skattamálin í höndum þar til bærra yfirvalda og sveitarfélagið hafi verið í ágætu samstarfi við Hagstofuna varðandi upplýsingar um skráningar á umræddum starfsmönn- um. Rúmlega 70 milljóna skatttekjur vegna starfsmanna við virkjun „Eitthvað af þessu hefur skilað sér vegna ákveðins þrýstings frá fyrrver- andi Norður-Héraði. En við teljum okkur eiga þó nokk- uð eftir inni. Ég vek athygli á því að samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum frá Hagstofunni, þá eru rúmlega 440 starfsmenn á svokallaðri utangarðs- skrá,“ segir hann. Að sögn Eiríks skilst honum að á þessari skrá séu erlendir starfsmenn sem starfa hér í þrjá til sex mánuði á ári og hefur sveitarfélagið ekki fengið skatttekjur vegna þessara starfs- manna. Á síðasta ári fjölgaði íbúum í Fljótsdalshéraði um 433. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti þeirrar fjölgunar er vegna starfs- manna við framkvæmdirnar við Kárahnjúkavirkjun en áætla megi að þeir séu í kringum 360. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir um 196 þúsund kr. skatttekjum á hvern íbúa að meðal- tali. Samkvæmt þeim útreikningum nema skatttekjur sveitarfélagsins vegna starfsmanna við Kárahnjúka- virkjun 70,5 milljónum, skv. upplýs- ingum Eiríks. Skráning á utangarðsskrá hefur ekki áhrif á skattskyldu Í svari Geirs H. Haarde fjármála- ráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar um skattamál í tengslum við Kárahnjúkavirkjun á Alþingi, í nóvember sl., segir að erlendir starfs- menn hér á landi beri ýmist fulla og ótakmarkaða eða takmarkaða skatt- skyldu. Það ráðist af því hversu löng dvöl þeirra er hér á landi. „Skattskyldan ræðst ekki af því hvernig skráningu á svokallaða utan- garðsskrá var háttað. Engin þörf er þess vegna fyrir upp- lýsingar um hvaða einstaklingar voru skráðir á utangarðsskrá við álagn- ingu opinberra gjalda,“ sagði í svarinu. Eiríkur tekur undir það sem fram kemur í svari ráðherra um utangarðs- skrána. „Við höfum verið að fá hlutfalls- tekjur af þessum aðilum sem eru inni á þessari skrá. Við höfum átt ágætis samstarf við skattayfirvöld um þessi mál en við verðum bara að treysta því að þau gögn sem þar liggja frammi séu rétt.“ Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs Telja sig eiga inni skatta vegna 440 starfs- manna Eiríkur Björn Björgvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.