Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 42
✝ Jóhann Magnús-son fæddist á Ísa- firði 22. apríl 1945. Hann andaðist á sjúkrahúsi Ísafjarðar 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Örnólfur Jó- hannsson, f. 28.9. 1916, d. 27.1. 1997, og Margrét Sigríður Jónasdóttir, f. 29.5. 1917, d. 23.1. 2002. Systur Jóhanns eru Erna, f. 7.6. 1938, Edda, f. 5.10. 1943, og Lilja, f. 28.2. 1947. Jóhann kvæntist 2. október 1965 Halldóru Jóhannsdóttur, f. 10.3. 1946. Hún er dóttir hjónanna Jó- hanns Kristjánssonar og Evlalíu Sigurgeirsdóttur frá Bolungarvík. Börn Jóhanns eru: 1) Dagný Sig- ríður, f. 16.10. 1963, gift Magnúsi Má Þorvaldssyni, þau eiga fjögur börn. 2) Elva Jóhanna, f. 20.12. 1965, gift Barða Önundarsyni, þau eiga þrjú börn. 3) Magnús Örnólf- ur, f. 5.4. 1968, kvæntur Helgu Guð- rúnu Haraldsdóttur, þau eiga tvö börn. 4) Heiðrún Björk, f. 31.7. 1972, hún á eitt barn. 5) Ari Kristinn, f. 18.7. 1978, unnusta Harpa Henrysdóttir, þau eiga eitt barn. Jóhann og Hall- dóra hófu sinn bú- skap á Ísafirði 1964 og bjuggu þar alla tíð. Hann var aðeins 14 ára þegar hann byrjaði til sjós. Hann lærði bifvélavirkjun og vann við þá iðn í nokkur ár uns hann fór á sjóinn aftur og var hann þá til sjós hjá Ásgeiri Guðbjartssyni á Guð- björgu allt til ársins 1988 þegar hann hóf störf hjá bifreiðaskoðun þar sem hann starfaði til ársins 2003. Útför Jóhanns fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það var í apríl 1986 sem ég hitti tengdapabba minn, Jóhann Magnús- son fyrst. Jóhann var sjómaður og því sjaldan heima. Sjómannslífið var al- veg nýtt fyrir mér, það voru engir sjómenn í minni fjölskyldu og ég hafði aldrei kynnst svona lífi áður. Reyndar var vinkona mín sjómanns- dóttir og þannig var ég búin að ímynda mér tengdapabba, gráhærð- an með bumbu og í lopapeysu, eins og pabba hennar. En reyndin varð nú allt önnur. Þegar við Magnús komum í Móholtið þennan laugardag fórum við beint útí skúr að heilsa upp á Jó- hann og þar kom hann undan bílnum sínum, ,,Nei hæ...“ grannur, snagg- aralegur og brosandi. Ekki fannst mér hann sjómannslegur og þegar ég bar hann saman við pabba minn fannst mér hann ekki einu sinni mjög pabbalegur. Ólíkari feður var ekki hægt að hugsa sér. Pabbi minn var af gömlu kynslóðinni, með hatt, lék á orgel og safnaði nótum, en Jóhann var af brilljantín-kynslóðinni, með greiðuna í rassvasanum og hlustaði á Presley. Eftir þessa fyrstu kynningu var svo haldið inn í kaffi til tengda- mömmu og þeir áttu eftir að verða miklu fleiri kaffitímarnir sem við átt- um saman fjölskyldan þar sem var hlegið og alltaf var talað um bíla, fram og til baka. Þegar til kom reynd- ist tengdapabbi hinn besti pabbi og ekki síðri afi eftir því sem árin liðu og barnabörnin fóru að tínast til. Þegar maður nýtur þeirra forrétt- inda að búa í svona samfélagi eins og Ísafirði vill fólk vita hverra manna maður er. Fljótlega komst ég að því að einfaldast væri bara að svara því til að ég væri tengdadóttir Jóa Magg í bifreiðaskoðun, þá þurfti ekki að segja meir. Þegar við sáum í hvað stefndi fyrir jólin þyrmdi allt í einu yfir mig einn daginn og ég fór að hugsa hvern ég ætti nú að kenna mig við þegar tengdapabbi væri farinn? Svarið var einfalt, ég held alltaf áfram að vera tengdadóttir Jóa Magg, því hver getur gleymt svona manni? Elsku tengdapabbi, mér var heiður að því að vera tengdadóttir þín, takk fyrir allt og allt. Helga. Takk fyrir allt elsku afi, ég er svo þakklát að hafa fengið að vera með þér allan þennan tíma. Við sátum eitt kvöld saman við eld- húsborðið með landabréfabók og ferðuðumst um allan heim, og skemmtum okkur konunglega eins og alltaf. Og manstu þegar við vorum í fjallaskálanum hennar Elvu að spila gettu betur og þú tókst Elvis með stæl, það var nú ekki leiðinlegt. Svo fórum við í pottinn í þónokkuð marga klukkutíma og fórum svo í Mónópólí og spiluðum langt fram eftir nóttu, það voru heldur ekki fáir veiðitúrarn- ir sem við fórum í … Manstu þegar stelpurnar (Heiðdís og Bylgja) voru að koma heim frá Danmörku. við hlustuðum stanslaust á lag númer 9 og þegar við sáum þær koma á móti okkur stungum við íslenska fánanum út um gluggann og veifuðum honum. Það var mikil gleði þegar við sáum hvor aðra… Elsku afi, þú lifir að eilífu í sálu minni, kveðja Íris Ösp. Elsku afi. Þótt þú sért farinn vitum við að þú verður alltaf hjá okkur. En nú ertu kominn upp til himna og getur farið á fullt af Presley-tónleikum. Við mun- um hvað það var alltaf gaman í Míkr- unni þegar þú spilaðir lag nr. 9 og hvað þú borðaðir mikið af súkku- laðirúsínum og gerðir krossgátur. Þú varst líka alltaf útí skúr en gast ekki klárað bílinn þinn en hann pabbi klár- ar hann bara fyrir þig. Þú varst jákvæðasti kall í heimi, varst alltaf í góðu skapi þótt þú værir svona veikur og læknirinn sagði að þú hefðir verið uppáhaldssjúklingurinn hjá öllum. Þú varst líka alveg ákvðinn í að vera hjá okkur um jólin og amma dekraði við þig eins og hún gat. Við ætlum að passa vel upp á hana fyrir þig og vera mikið hjá henni. Við elskum þig. Heiðdís og Bylgja. Hjálpsamur, spaugsamur og góður drengur. Þannig er í fáum orðum hægt að lýsa mági mínum, Jóhanni Magnússyni. Ég kynntist honum þegar hann hóf búskap með Hall- dóru, elstu systir minni. Eru mér sér- staklega minnistæðar heimsóknir okkar Oddu systir í innkaupa- og skíðaferðir á Ísafjörð til Halldóru og Jóhanns. Voru þessar ferðir ákveðnar með löngum fyrirvara og var mikil spenna og eftirvænting sem fylgdu þessum heimsóknum enda voru ferðir á Ísafjörð ekki daglegt brauð fyrir börn á þessum tímum. Það vakti strax aðdáun mína hversu laghentur Jóhann var, margs- konar listaverk bera því vitni. Því miður sinnti hann þessum hæfileik- um sínum alltof lítið í seinni tíð. Eina páska þegar við systkinin vorum á skíðaviku á Ísafirði á tréskíðum, ekki með plastsóla undir eins og er á skíð- um í dag, þótti Jóhanni skíðin renna heldur illa hjá okkur. Tók hann sig til og smurði trefjaplastsóla undir skíðin okkar og urðu þau eins og ný á eftir. Þetta var dæmigerður Jóhann, úr- ræðagóður og hjálpsamur. Jóhann var mikill áhugamaður um bíla og lærði bifvélavirkjun. Hann sprautaði tugi bíla fyrir vini og kunn- ingja og m.a. minn fyrsta bíl og lét sig ekki muna um að skreppa út í Vík og úða á hann eins og hann sagði gjarn- an. Eftir að þau fluttu í Móholtið átti hann margar stundir í bílskúrnum við að gera upp bíla og nutu margir góðs af. Einn af mörgum skemmtilegum eiginleikum Jóhanns var að sjá ávallt spaugilegar hliðar á málum og leggja aðrar merkingar í orð og orðasam- bönd. Í minningunni eru margar spaugilegar setningar sem leiða hug- ann til Jóhanns og var ótrúlegt að heyra hann spauga um sjálfan sig þótt fársjúkur væri. Hann tók veik- indum sínum af miklu æðruleysi og var aðdáunarvert að fylgjast með honum síðustu mánuði, þegar hann setti sér takmörk og náði þeim. Elsku Halldóra. Ef Guð er til, þá vona ég að hann styrki þig og fjöl- skyldu þína í þessari miklu sorg. Við Anna og börnin erum þakklát fyrir samverustundirnar með ykkur í gegnum tíðina. Minningin lifir um góðan dreng. Bjarni. Margs er að minnast þegar ég kveð mág minn Jóhann Magnússon. Ég var rétt um 8 ára þegar ég kynntist Jóhanni, en hann og eldri systir mín, Halldóra, voru þá að hefja búskap á Ísafirði. Minningabrotin hlaðast upp. Sér- staklega er mér minnisstætt þegar ég og Bjarni bróðir fengum að koma á skíðaviku til Ísafjarðar um páska, en það var svipað og að fara til út- landa í dag. Ekki stóð á Jóhanni að skutla okkur upp á Dal alla páskana og sækja okkur aftur eftir að við höfðum skíðað allan daginn þótt vegir væru ekki eins góðir þá og eru í dag og færðin oft misjöfn. Seinna skutu þau yfir mig skjóls- húsi þegar ég stundaði nám á Ísafirði í tvo vetur og fyrir það vil ég sér- staklega þakka. Það er ekki sjálf- sagður hlutur að hýsa ungling á heimilum ættingja meðan á skóla- göngu stendur en alltaf var ég vel- komin og fannst mér heimili þeirra eins og mitt annað heimili. Minningar tengjast einnig sam- fylgd með Jóhanni. Hann að fara á bílaverkstæðið sem hann vann á og ég að fara í skólann, stundum í bíl en stundum gangandi vegna ófærðar á götum Ísafjarðar. Þetta er tímabil sem mér finnst nýliðið. En tíminn líð- ur hratt og hlutirnir breytast ört, ófærar götur þekkjast ekki í dag. Þá er mér líka minnisstætt ferða- lag sem við fórum í saman. Þau hjón- in, Jóhann og Halldóra, með Elvu og Magnús lítil á Mercury Comet-bíln- um sínum og ég og bræður mínir Bjarni og Sigurgeir ásamt Guðlaugu konu Sigurgeirs. Haldið var norður í land og átti að nota verslunarmanna- helgi í þetta ferðalag. Ferðin gekk vel til að byrja með en þegar fór að líða á ferðina fóru dekk að springa en það var lítið mál fyrir Jóhann bifvéla- virkja sem var náttúrulega með allar græjur sem til þurfti og gerði við á staðnum. Keyrt var í Fljótin sem voru Jóhanni ákaflega kær því þaðan var hann ættaður og var þar í sveit í mörg sumur. Þrátt fyrir brösugt gengi var þessi ferð hin skemmtileg- asta og höfum við oft skemmt okkur með þessum ferðasögum. Eftir að ég giftist og flutti til Siglu- fjarðar komu Jóhann og Halldóra oft á sumrin og alltaf var komið við í Fljótunum og helst rennt fyrir í Stífluvatninu, ekki endilega til að veiða, heldur bara rétt til að rifja upp gamlar minningar. Ferðin sl. sumar er mér þó kærust í minningunni þeg- ar Jóhann og Halldóra komu á pæju- mótið með Bylgju, Heiðdísi og Írisi Ösp ásamt Magnúsi syni þeirra og Helgu tengdadóttur. Þeir feðgar fóru þá í Fljótin renndu fyrir og fóru yfir Skarðið til baka, en þá leið fannst Jó- hanni skemmtilegt að fara. Eftir þessa norðurferð var eins og Jóhann fengi aukakraft. Hann hresstist það mikið eftir að hann kom heim á Ísa- fjörð að hann fór til berja í heilan mánuð og tíndi heil ósköp af berjum, svo mikið að hann gaf ber í saft og sultu í allar áttir og nutum við fjöl- skyldan þess ríkulega. Kannski varð það ferðin í Fljótin sem gerði honum svo gott. En orkan úr Fljótunum og berj- unum þvarr þegar leið á haustið og heilsu Jóhanns hrakaði á ný. Enda þótt verulega hafi dregið af Jóhanni auðnaðist honum að vera heima með fjölskyldu sinni um jól og áramót eins og hann þráði svo heitt en á síðasta degi jóla var hann fluttur á sjúkra- húsið á Ísafirði og andaðist þar morg- uninn eftir. Blessuð sé minning mágs míns Jó- hanns Magnússonar og hafi hann þökk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Halldóra, Dagný, Elva, Magnús, Heiða, Ari og fjölskyldur, missir ykkar er mikill. Megi Guð vera með ykkur á erfiðum stundum. Hvíl í friði kæri mágur. Oddný Hervör. Sumarið líður. Ævin eitt sinn dvín, þá enginn getur minnsta fingri bifað. (Þóroddur Guðmundsson.) Látinn er á Ísafirði svili minn Jó- hann Magnússon bifreiðaskoðunar- maður rétt tæplega sextugur að aldri. Ég kynntist Jóhanni fyrir 30 árum þegar ég dvaldist í Bolungarvík við kennslu. Jóhann og kona hans Hall- dóra voru þá að byggja á Ísafirði hús sem þau keyptu frá heimabæ mínum Siglufirði, svokallað Húseiningahús, og tveir sveitungar mínir voru komn- ir vestur til að reisa húsið fyrir þau hjónin. Þar sem svo háttaði að kenn- arar voru um tíma í verkfalli gat ég lagt nokkur lóð á vogarskál við bygg- inguna, aðstoð sem aðallega var fólg- in í handlangi til iðnaðarmannanna. Þau Jóhann og Halldóra hafa búið síðan í þessu húsi, að Móholti 12, og ófá eru handtök Jóhanns í húsinu og umhverfi þess og þá alveg sérstak- lega í tvöfalda bílskúrnum sem iðaði af lífi við störf Jóhanns við bíla og bílaviðgerðir. Á þessum tíma stundaði Jóhann einnig sjómennsku á flaggskipi flot- ans hinum aflasæla skuttogara Guð- björgu ÍS. Aflinn hjá þeim og dugn- aðurinn var með ólíkindum og eru mér minnisstæðar sögur Jóhanns um hinn mikla afla, skipið og áhöfnina sem hann var svo stoltur af. Stöðugur mikill afli, landað reglulega á Ísafirði og aflinn unninn þar og allt á „full sving“ í landi þegar togararnir komu til löndunar hver á fætur öðrum. Tekjurnar ævintýralegar og mikill uppgangur. Já, sú var tíðin. Þetta líkaði Jó- hanni vel og hann var stoltur Vest- firðingur. Síðar ræddum við Jóhann oft um þær miklu breytingar sem orðið hafa með tilkomu kvótakerfisins og breyttum atvinnuháttum í framhaldi af því og það var mér, landkrabban- um, góður skóli að ræða við Jóhann um þessi mál og skiptast á skoðunum við hann. Báðir vorum við jafnóhressir með hina óheillavænlegu þróun lands- byggðarinnar, stöðugan samdrátt og fólksfækkun. Jóhann var mikill landsbyggðar- maður og stoltur af heimabæ sínum og Ísfirðingum. Þegar hann hætti á sjónum tók hann við starfi bifreiðaskoðunar- manns á Ísafirði og þjónaði nær öll- um Vestfirðingum í starfi sínu. Þar var Jóhann líka í essinu sínu. Nú kom í ljós hin mikla þjónustulipurð hans og kynni af nær öllu fólki sem til hans leitaði. Hann vildi alltaf greiða götu allra og það var í raun og veru ótrú- legt að hann gat sinnt öllum einn því ekki hafði hann aðstoðarmann hjá bifreiðaeftirlitinu á þessum tíma. Leggja aðeins meira á sig og sleppa eða stytta matar- og kaffitíma frekar en að láta fólk bíða, það var hans hátt- ur. Á Ísafirði þekkja nær allir alla og það nýttist Jóhanni vel í sínu starfi og ófáar sögurnar hefur hann sagt mér, flestar spaugilegar, af mönnum á Ísa- firði. Ég held að heimsókn með bílinn í skoðun þar hafi verið mörgum manninum hin mesta gleðistund og uppspretta ýmissa skondinna sagna um menn og málefni. Það er margs að minnast í upprifj- un um hinn látna vin, sem orðið hefði sextugur hinn 22. apríl nk. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð … (Davíð Stefánsson.) Nú þegar Jóhann er allur eftir erf- ið veikindi er ég viss um að hann er hvíldinni feginn. Það var ekki hans stíll að vera upp á aðra kominn eða geta ekki sinnt hugðarefnum sínum, s.s. við að gera upp gamla bíla sem öðluðust fyrri glæsibrag þegar hann hafði farið um þá sínum fimu hönd- um. Það var ekki heldur í hans anda að geta ekki stundað sína vinnu og umgengist fólk. Að sjá á eftir rétt tæplega sextugum manni er öllum erfitt og alveg sérstaklega nánustu fjölskyldumeðlimum en þrautaganga hans í baráttu við illskeytt krabba- mein síðustu fjögur ár var honum erf- ið og sársaukafull. Ég á góðar minningar um Jóhann Magnússon. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Halldóru, börnum þeirra og barna- börnum svo og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hvíl í friði, kæri vinur. Kristján L. Möller. Börnin sem fæddust í stríðslok og verða 60 ára á þessu ári, kveðja nú skólafélaga sinn Jóhann Magnússon. Á Ísafirði, þar sem við ólumst upp, var húsvörður í barnaskólanum sem allir elskuðu og gekk undir nafninu afi, öllum fannst þeir eiga hann. Þessi afi var alvöru afi hans Jóa Magg og okkur býður í grun að Jói hafi líkst þessum ljúfa afa sínum, því það sem prýddi Jóa helst var ljúfmennskan. Jói var oft í skóla að teikna myndir, í einni kennslustund var hann að rissa mynd af hnakka eins kennarans, sá var með skalla og smá hárkraga í kring. Kennarinn gekk snöggt að honum og spurði; hvað teiknar þú? ,,Þetta er Vatnajökull.“ Þá sagði kennarinn: ,,Þú ert drátthagur vel, en viltu ekki frekar fylgjast með?“ Lítil atvik segja oft mikið um fólk en Jói var síðustu árin starfsmaður Bifreiðaeftirlitsins á Ísafirði og þar nutum við prúðmennsku hans. Einn skólafélaginn var staddur í Bifreiða- eftirlitinu þegar kona kom þar með bíl til athugunar með öll sín bílamál í ólestri. Jói lagði sig í líma við að leið- beina henni og gefa henni tækifæri til að lagfæra málið án þess að greiða sektir með tilheyrandi veseni. Konan jós úr sér skömmunum og rauk á dyr með hurðaskellum. Jói sagði ekki orð við konuna, en sneri sér að skóla- félaganum og sagði ,,þetta finnst mér ósanngjarnt,“ svo var það ekki rætt meir. Jói mætti alltaf á þær samkomur sem árgangurinn stóð fyrir. Á síðasta vori var Jói ákveðinn í að mæta, en veikindi hans gripu þá í taumana. Við kveðjum góðan skólafélaga og sendum eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Skólafélagarnir á Ísafirði. Með Jóhanni Magnússyni er geng- inn góður drengur. Við viljum þakka allt það samstarf, sem við og allt fé- lagið hefur notið í áraraðir. Jóhann, eða Jói Magg eins og allir þekktu hann, var einn af stofnendum Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á Ísafirði og sat í stjórn félagsins frá stofnun þess. Við fengum mislangan tíma með honum og flest allt of stutt- an. Aldrei var langt í húmorinn og var Jói fremstur í flokki við að segja gam- ansögur af sjálfum sér. Hann var mjög áhugasamur og ötull í öllum stöfum fyrir félagið og eldmóðurinn geislaði af honum. Við viljum enn og aftur þakka hans mikla starf og fórn- fýsi í gegnum árin í þágu okkar og fé- lagsins og sendum Halldóru eigin- konu hans og fjölskyldunni allri, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa þau. Blessuð sé minning góðs drengs. Stjórn Krabbameinsfélagsins Sigurvonar á Ísafirði. JÓHANN MAGNÚSSON  Fleiri minningargreinar um Jóhann Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Þórður Svein- björnsson. 42 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.