Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Ákve›i› hefur veri› a› vi›hafa allsherjar- atkvæ›agrei›slu um kjör stjórnar og trúna›arrá›s Verzlunarmannafélags Reykjavíkur fyrir ári› 2005. Frambo›slistum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 1. hæ›, eigi sí›ar en kl. 12:00, mánudaginn 31. janúar 2005. Kjörstjórnin GÓÐUR undirbúningur er afar mik- ilvægur við einkavæðingu Landssíma Íslands, að sögn Klaus-Dieter Scheurle, framkvæmdastjóra hjá Credit Suisse First Boston, en hann var á sínum tíma formaður nefndar sem starfaði að einkavæðingu þýska símafyrirtækisins Deutsche Tele- kom. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að ýmsir möguleikar væru fyr- ir hendi varðandi einkavæðingu Landssíma Íslands. „Meðal annars er hægt að selja fagfjárfestum eða bjóða hlutinn út í frumútboði. Þetta fer eftir því hvaða markmiði ríkisstjórnin vill ná. Það er hins vegar afar mikilvægt að einkavæðing Símans sé undirbúin mjög vel svo hægt sé að bregðast við vandkvæðum sem kunna að koma upp.“ Spurður hvort einkavæðing Deutsche Telekom hafi haft góð áhrif á rekstur fyrirtækisins sagði hann svo vera. „Tekjurnar hafa aukist mik- ið og starfsemin er orðin mun skil- virkari. Þar með hefur hagnaður fyr- irtækisins aukist verulega. Auk þess er fyrirtækið í dag mun þjónustu- vænna gagnvart notendum og fram- boð á nýjum lausnum hefur einnig aukist verulega í starfseminni.“ Aðspurður segir hann að sam- keppni á fjarskiptamarkaði í Þýska- landi sé veruleg en fyrir tíu árum hafi hún ekki verið til staðar. „Markmiðið með einkavæðingunni var að hluta til að koma á samkeppni á markaði. Nú er markaðshlutdeild Deutsche Tele- kom í beinum símtölum 90% en í öll- um fjarskiptum um 70%. Á farsíma- markaði er markaðshlutdeild félagsins um 40%,“ að sögn Scheurle. Hér á landi hefur umræðan að hluta til snúist um fjarskiptanetið sjálft, sem er í eigu Símans. Scheurle sagði að það hefði verið ákveðið að Deutsche Telekom skyldi halda eign- arhaldi á fjarskiptanetinu en hins vegar hefðu verið sett ströng lög sem tryggja aðgang allra fyrirtækja til að tryggja sanngjarna samkeppni. Þýsk-íslenska verslunarráðið og Verslunarráð Íslands stóðu í gær fyr- ir hádegisverðarfundi sem bar yfir- skriftina Einkavæðing fjarskiptafyr- irtækis. Scheurle var aðalræðumaður á fundinum en hann rakti þar í stuttu máli ferli einkavæðingarinnar allt frá því að ákvörðun um einkavæðinguna var tekin þar til þriðja útgáfa á hluta- bréfum fór fram í júní 2003. Í máli hans kom fram að einkavæðingarferl- ið hefði skipst í þrjá hluta. Í fyrsta lagi var undirbúningstímabil, sem að sögn Scheurle tók tvö ár en á því tímabili fór meðal annars verðmat fyrirtækisins og verðlagning hlutar- ins fram. Í öðru lagi var útboðstímabilið, sem náði yfir tvo mánuði og í þriðja lagi var það sem Scheurle nefndi „eft- irsölutímabilið“ en á því tímabili var hluthöfum, sem ekki höfðu reynslu af því að kaupa hlutabréf, veitt ýmis að- stoð og ráðgjöf. Sagði hann að þörf hefði verið á þessu þar sem hug- myndin hefði verið að skapa almenn- ingshlut, þ.e. hlut sem væri frekar í eigu hins almenna borgara en fag- fjárfesta, en hlutafjáreign hefði ekki verið almenn meðal almennings í Þýskalandi á þessum tíma. Í fyrir- spurnatíma að erindi hans loknu kom fram að aldrei hefði staðið til að leyfa að stór valdablokk myndaðist meðal hluthafa. Í máli Scheurle kom fram að mikill áhugi var á bréfum í Deutsche Tele- kom en hægt var að kaupa hlutinn á þremur mörkuðum, í Frankfurt, New York og Tókýó. Umframáskrift að hlutabréfunum var sexföld og var því ákveðið að auka hlutaféð. Mikilvægt að undir- búa einkavæðingu vel Morgunblaðið/Árni Torfason Skilvirkara Klaus-Dieter Scheurle segir Deutsche Telekom mun skilvirk- ara fyrirtæki eftir einkavæðingu þess. Úrvalsvísitalan hækk- aði í Kauphöllinni ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu samtals 10,4 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 2,1 milljarð og hækk- aði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 0,9%. Mest viðskipti voru með hlutabréf KB banka, eða fyrir um 800 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 1,1%. Af félögum í úrvalsvísitölunni hækkuðu bréf Öss- urar mest, um 3,7%, en bréf Flug- leiða lækkuðu mest, um 2,5%.  !" #!$ !% "% #&"%%'(&%)$'*%+  %       ! "# $ %#%!  & %"' (" ) (" )#" *"' (" & %"' +!% +!' ! %# ,#  -./! -. ! "#($ 0    . & %"' "' 1. " 1 2 $ 34 / " 5 6(" *7 8" 4 "" 9:/! -& -% ;%# -%"' -%.  / 2 /$ <2## "#.  " = "" % " 3.4 .. 5-8(!#  ! "# ( !%' >2 *"' 7. & %"' <8 8 "$% & ?@>A -7  $!       5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 !2 "# 2  $! 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 B CD B CD B CD B CD B 5CD B CD B CD 5 B 5 CD B CD 5 B CD 5 B CD B CD 5 B CD 5 5 5 5 B CD 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 1! %'  '# " < %( 7 % '# E ) -% $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ $ 5 $ 5 5 5 5 $ 5 5 5 5 5 5 5 $ 5 5                       5     =  7 FG $ $ <1$ H /#"% %'     5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 <1$5 I . ./%'"' % /% $ <1$5 -2%' % %!## . 2 %( /!  " $ ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Aukin sala hjá Geest ● SALA breska matvælafyrirtækisins Geest jókst um 5% á síðasta ári. Tals- menn fyrirtæksisins segja að áætl- anir gangi eftir á þessu ári, þrátt fyrir mikla samkeppni á matvörumarkaði. Fyrirtækið segir að verulega hafi verið dregið úr kostnaði á síðasta ári, eða um 22 milljónir punda, og á þessu ári muni nást frekari sparn- aður með því að fækka í yfirstjórn um 10%. Reutersfréttastofan segir sérfræð- inga hafa spáð því að hagnaður Geest yrði 75-77 milljónir punda fyrir afskriftir og fjármagnskostnað (EBITDA) og hagnaður fyrir skatta yrði 35-37 milljónir punda samanborið við 38,8 milljónir árið 2003. Geest segir að búast megi áfram við samkeppni á matvælamarkaði og að verð kunni að lækka um 1-2%. Viðræður standa nú yfir um að Bakkavör Group yfirtaki Geest en fé- lagið gerði 496 milljóna punda tilboð í Geest í desember sl. Íslenskir bankar enn tengdir við yfirtöku KB banki og Landsbankinn voru aft- ur í gær, eins og í fyrradag, nefndir í breskum fjölmiðlum sem hugsanleg- ir bjóðendur í breska fjárfestingar- bankann Durlacher. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vilja tjá sig um þessi skrif. Í sama streng tók Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri al- þjóðasviðs Landsbank- ans, en hann sagði að bankinn tjáði sig ekki um einstök verkefni sem unnið væri að, sem er það sama og haft var eft- ir honum í Morgun- blaðinu í gær vegna þessa máls. Á vefmiðli breska blaðsins Guard- ian segir að fram komi í yfirlýsingu frá Durlacher að viðræður um yfir- töku á bankanum séu í gangi. Yfir- lýsingin sé hins vegar ekki ítarleg og ekki fáist staðfest við hvern eða hverja verið sé að ræða. Orðrómur sé um að verðbréfafyrirtækið Arb- uthnot, sem er dótturfélag Secure Trust Banking Group, sé líklegt til að yfirtaka Durlacher. Mikil hækkun á gengi hlutabréfa Secure Trust í Kauphöllinni í London hafi ýtt undir þennan orðróm. Hins vegar er stað- hæft í frétt Guardian að íslensku bankarnir KB banki og Landsbanki séu einnig mögulegir bjóðendur í Durlacher, en báðir hafi verið á hött- unum eftir því að fjárfesta á fjár- málamarkaði í London. Markaðsvirði Durlacher er nú um 21 milljón punda, um 2,4 milljarðar íslenskra króna. LEIÐRÉTTING Í frétt í Morgunblaðinu í gær af skattadegi Deloitte í fyrradag urðu þau mistök að eftirnafn Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, féll niður. Beðist er vel- virðingar á þessum leiðu mistökum. Toyota semur við Eimskip ● TOYOTA hefur samið við Eimskip til tveggja ára um flutning á bílum til landsins. Samskip hefur undanfarin tvö ár annast flutningana. Það er Toyota í Evrópu sem býður út flutninga til Ís- lands en P. Sam- úelsson hefur um- boð fyrir Toyota á Íslandi og kaupir bílana með flutningum. Í útboði á síðasta ári var gerður samningur við Eimskip frá og með síðustu áramót- um og gildir samningurinn til tveggja ára. Á síðasta ári voru fluttar hingað til lands tæplega 3.600 Toyota- bifreiðar og reiknar Emil Grímsson, forstjóri P. Samúelssonar, með að fjöldinn verði svipaður á þessu ári. Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, segir að auðvitað sé allt- af leiðinlegt að missa góða við- skiptavini en félagið muni ekki þurfa að grípa til sértakra ráðstafana vegna þessa. Atlantsskip hefja sigl- ingar til Vlissingen ● ATLANTSSKIP hefja í dag vikulegar viðkomur í Vlissingen í Hollandi. Með þessu eiga viðskiptavinir Atl- antsskipa að fá traustari farveg fyrir farm sinn. Þetta var meðal þess sem skýrt var frá á útflutningsdegi Atl- antsskipa sem haldinn var í gær. Eggert H. Kjartansson, sölustjóri útflutnings hjá Atlantsskipum segir ástæður þessarra breytinga vera nokkrar. Atlantsskip fái betri þjón- ustu við skipakost fyrirtækisins, styttri siglingaleið, skemmri af- greiðslutíma við losun og lestun. Einnig sé tenging við meginland Evr- ópu betri, hvort sem litið er til inn- eða útflutnings en í Vlissingen öðlist Atlantsskip aðgengi að öflugri frysti- geymslu sem og dreifingu afurða. ♦♦♦ 9 'J -KL  ! "# "#$ C C <-> M N % % & "#% "#! C C @ @ ,+N & !! '%& "#! "#' C C )N 9 ! ( %& "#& "#' C C ?@>N MO 6"! & !!& !! "#( "#! C C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.