Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11.00, gítar- leikari Pétur Þór Benediktsson, organisti Kári Þormar, prestur sr. Karl V. Matthías- son. Guðsþjónusta kl.14.00, félagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þor- mar. Prestur sr. Karl V. Matthíasson. HRAFNISTA: Guðsþjónusta kl. 15.30 í Helgafelli. Sóknarprestur. BÚSTÐAKIRKJA: Barnamessa klukkan 11.00. Gott tækifæri fyrir alla fjölskyld- una að eiga innihaldsríka stund með öðrum fjölskyldum. Léttir söngvar, bibl- íusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Allir velkomnir. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkór- inn syngur. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og unglinga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Altarisganga. Árni Gunnarsson syngur einsöng. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til bágstaddra eftir jarðskjálftann og flóð- in á Indlandshafi. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Lárus Halldórsson messar. Félag fyrrum þjónandi presta. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11.00. Sr. Sigurður Pálsson pré- dikar og þjónar ásamt sr. Jóni Dalbú Hró- bjartssyni og Magneu Sverrisdóttur. Fermingarbörnin verða messuþjónar, lesa ritningarorð og bænir. Organisti Hörður Áskelsson. Fræðslustund fyrir fermingarbörnin eftir messu. Þorsteinn tollvörður kemur í heimsókn með hund- inn Bassa og fræðir um fíkniefni og skaðsemi þeirra. Fræðslunni lýkur með ratleik um kirkjuna, en þar fá börnin að kynnast kirkjuhúsinu og búnaði þess. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Umsjón Ólafur J. Borgþórs- son. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Landakot: Guðsþjónusta kl. 11.30. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Hrafnhildur Ólafsdóttir syngur einsöng. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarf í safnaðar- heimilinu. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Börn úr Laugaborg fjölmenna til kirkju og taka lagið ásamt foreldrum og leikskólakennurum. Sunnu- dagaskólinn er í umsjá Hildar Eirar Bolla- dóttur, Heimis Haraldssonar og Þorvalds Þorvaldssonar. Gunnar Gunnarsson leik- ur á orgelið, Kór Laugarneskirkju syngur, sr. Bjarni Karlsson og Sigurbjörn Þorkels- son meðhjálpari þjóna og messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að messu lokinni. Guðsþjónusta kl. 13.00 í sal Sjálfsbjargar á höfðuborgarsvæðinu. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Guð- rúnu K. Þórsdóttur djákna, Gunnari Gunnarssyni, organista og hópi sjálf- boðaliða. NESKIRKJA: Guðsþjónusta og barna- starf kl. 11.00. Upphaf alþjóðlegrar bænaviku. Kór Neskirkju leiðir safnaðar- söng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prédik- ar. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Guðsþjónustan er í samvinnu við sam- starfsnefnd kristinna trúfélaga og munu fulltrúar nokkurra trúfélaga sjá um messuliði og lestra. Börnin taka þátt í messunni framan af en fara síðan í safn- aðarheimilið og fá þar fræðslu við sitt hæfi. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Pavel Manasek. Prestur Sigurður Grétar Helgason. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Minn- um á æskulýðsfélagið kl. 10.00. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðsþjónusta kl.11.00. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta. Í lok guðsþjónustu verða fermingarstörf- in rædd sem og dagsetning athafna. Tónlistina leiða þau Carl Möller og Anna Sigríður Helgadóttir ásamt Fríkirkjukórn- um. Fríkirkjuprestur predikar og þjónar fyrir altari. ÁRBÆJARKIRKJA: Tónlistarguðsþjón- usta kl. 11. KK sér um tónlistarflutning. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Organisti Keith Reed. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prest- ur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digranes- kirkju, B hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu. (sjá nánar www.digranes- kirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messa með altarisgöngu kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir safnaðar- söng, organisti er Lenka Mátéová. Sunnudagaskóli er í safnaðarheimilinu á sama tíma. Umsjón Sigríður Rún Tryggvadóttir. GRAFARHOLTSSÓKN: Messa í þjónustu- salnum, Þórðarsveig 3, Grafarholti, kl. 11. Kirkjukaffi. GRAFARVOGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Fermingarbörn mæti ásamt foreldrum sínum. Sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. Lena Rós Matthíasdóttir þjóna. Organ- isti: Hörður Bragason. Kór kirkjunnar syngur. Fundur vegna fermingarstarfsins að messu lokinni. Sunnudagaskóli kl. 11.00 í kjallara kirkjunnar. Hjörtur og Rúna ásamt sr. Elínborgu Gísladóttur. Sunnudagaskóli í Borgarholtsskóla kl. 11.00. Sr. Vigfús Þór Árnason ásamt sunnudagaskólakennurum. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Barn borið til skírnar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18 og Opið hús á fimmtudag kl. 12 (sjá einnig áwww.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnað- arsöng. Organisti Julian Hewlett. Kaffi- sopi eftir guðsþjónustu. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30 í umsjón Önnu Krist- ínar, Péturs Þórs og Sigríðar Stefáns- dóttur. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Lindaskóla kl. 11. Sunnudagaskóli fer fram í kennslustof- um á meðan guðsþjónustu stendur. Fermingarbörn í Salaskóla taka þátt í helgihaldinu. Félagar úr kirkjukórnum syngja undir stjórn Hannesar Baldurs- sonar organista. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, sögur, ný bók og myndir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kirkjukór Seljakirkju syngur. Organisti Julian Edwards. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng ásamt kór kirkjunnar. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl.11.00. Alþjóðleg, sam- kirkjuleg bænavika hefst. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Ásdís Blöndal kennir um bænina. Samkoma kl. 20.00 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prestur í Grafarvogskirkju predikar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ er kl.13.30 á Ómega. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11.00. Bænastund alla miðvikudaga kl. 20.00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út- varp Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel- komnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma sunnudag kl. 20.30. Allir velkomn- ir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Samkoma kl. 20. Umsjón Anne Marie og Harold Reinholdtsen. Mánudagur: Heim- ilasamband kl. 15. Allar konur velkomn- ar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagrahvarfi 2a: samkoma kl. 14.00. Helga R. Ármanns- dóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tví- skipt barnastarf fyrir 1–5 ára og 6–12 ára börn á samkomutíma. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Allir eru velkomnir. Þriðjudaginn 18. jan. er bænastund kl. 20.30. Fimmtudaginn 20. jan. er kynn- ingarfundur vegna Alfa námskeiðs kl. 19.00. Föstudaginn 21. jan. er unglinga- starf kl. 20.00. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl.11.00. Ræðum. Vörður Leví Traustason. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lof- gjörð. Fyrirbænir í lok samkomu. Barna- kirkja á meðan samkomunni stendur. Eftir samkomu er Kökubasar til styrktar Biblíuskólans, en þau eru á leið í Trú- boðsferð til Paragvæ. Allir eru hjartan- lega velkomnir. Mánud. 17. jan. kl. 19 er ALFA 2. Nýtt Alfa hefst Þriðjud. 18. jan. Kl. 19.00. Miðvikud. 19. jan. kl. 18.00 er fjölskyldusamvera - „súpa og brauð“. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fimmtud. 20 jan. Kl. 15 er Samvera eldri borgara. Bænastund alla laugar- daga kl. 20.00. Bænastundir alla virka morgna kl. 06.00. www.gospel.is – Ath.! Hægt er að horfa á beina útsendingu á www.gospel.is eða hlusta á útvarp Lindina fm 102.9. Ath.! Samkoman sunnudeginum áður er sýnd á Omega kl. 20.00. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Sunnudaginn 16. janúar verður sakramentisguðþjónusta kl. 9.00 árdeg- is á ensku, og kl. 12.00 á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Mánudaginn 17., miðvikudaginn 19. og föstudaginn 21. janúar er einnig messa kl. 8.00 (á latínu). Jóhannes Páll II páfi boðaði það heimskirkjunni allri við hátíðlega messu í Róm á dýradag, 10. júní á þessu ári, að sérstakt ár yrði hald- ið sem „ár altarissakramentisins“. Við viljum gjarnan fylgja þessari hvatningu páfans. Þannig verður frá októbermánuði á þessu ári haldin tilbeiðslustund í Kristskirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Reykjavík, Maríukirkja við Rauf- arsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. „Ar alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19.00 til 20.00. Rift- ún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnar- fjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár altarissakramentisins“: Til- beiðslustund á miðvikudögum kl. 17.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykk- ishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Guðspjall dagsins: Er þér biðjist fyrir. (Matt. 6.) Morgunblaðið/Jim Smart Neskirkja ÍSLENSKT MÁL – 43 Jón G. Friðjónsson 43. þáttur Hugtökin dvöl (á ein-hverjum stað) oghreyfing (á einhvernstað eða af ein- hverjum stað) skipta miklu máli í íslensku og þau koma fram í ýmsum myndum. Ætla má að Ís- lendingar drekki þessi atriði í sig með móðurmjólkinni, með öðrum orðum: þau eru runnin þeim í merg og blóð. Allir eru t.d. sam- mála um að við leggjum dúk á borðið, að því loknu er dúkurinn á borðinu uns við kjósum að taka hann af því. Með sama hætti geta stjórnvöld lagt skatt á þegna sína eða á tiltekinn vöru- flokk (bækur) og slíkur skattur er þá á vörunni (bókum) uns stjórnvöld ákveða að aflétta hon- um af vörunni/bókunum. — Með vísan til þess kemur það nokkuð á óvart er svo er komist að orði að stjórnvöld hyggist lækka virð- isaukaskatt á matvæli (28. 11. 2004). Hér hefði verið eðlilegt og í samræmi við málkerfið að tala um að lækka virðisaukaskatt á matvælum (enda er sá skattur nú þegar á þeim sem öðru). Af svipuðum toga eru orða- samböndin hafa trú á ein- hverjum og lýsa trausti á ein- hvern. Í fyrra tilvikinu felur orðasambandið í sér kyrrstöðu en í því síðara er um að ræða breytingu eða hreyfingu — alveg eins og allir eru væntanlega sammála um að við segjum: Maðurinn lýsir (með ljósi) á vegginn. Þessi merkingarmunur kemur fram í notkun fallanna eins og sjá má. Íslendingar eru í langflestum tilvikum sammála um notkun falla í orðasam- böndum hliðstæðum þeim sem að ofan gat. Þó er rétt og skylt að geta þess að skilningur manna getur breyst og sagan sýnir okkur að hann hefur oft breyst. Sem dæmi má nefna að í nútímamáli tölum við um að hjakka í sama farinu (vísar til kyrrstöðu) en áður var sagt hjakka í sama farið (vísar til þess er sláttumaður slær linku- lega). Umsjónarmanni finnst ým- islegt benda til þess að málskiln- ingur manna á sögnunum lýsa yfir og lýsa kunni að vera mis- munandi. Sjálfum finnst honum eðilegt að lýsa yfir trausti á ein- hverjum og lýsa trausti á ein- hvern. Af þessu leiðir að hann gerir mun á samböndunum lýsa yfir trausti á einhverjum og lýsa trausti á einhvern og orða- sambandið lýsa trausti á ein- hverjum tæki hann sér aldrei í munn. Það er engan veginn víst að allir geti fallist á þetta. — Nýlega var borgarstjórinn í Reykjavík í brennidepli og þá var ýmist að menn lýstu trausti á Þórólfi eða Þórólf eins og um- sjónarmanni finnst eðlilegt, mál- farslega að sjálfsögðu þar sem stjórnmál eru ekki til umræðu í pistli um íslenskt mál. Önnur dæmi af svipuðum toga eru t.d.: ræða (um) traust á ein- staka ráðherra [þ.e. á einstökum ráðherrum]; lýsa vantrausti á allri stjórninni [þ.e. á alla stjórn- ina] og aflétta ferðabanni á pal- estínumönnum [þ.e. létta ferða- banni af palestínumönnum]. — Innan hornklofa er sýnd sú mál- beiting sem umsjónarmaður hef- ur vanist og tamið sér en hverj- um og einum ætti að vera í lófa lagið að bera þetta undir sína eigin málkennd. Umsjónarmaður las nýlega í Morgunblaðinu að talið væri að þrjár tegundir skæruliða væru að störfum í Írak, þ.e. tækifær- issinnar, glæpagengi og öfga- menn (Mbl. 24.9.04). — Hér er talað virðulega um svívirðilegt athæfi en auðvitað ber umsjón- armanni að vera jákvæður. Sums staðar er gerður starfslokasamn- ingur við óæskilega starfsmenn. Hver veit nema gera mætti rausnarlegan starfslokasamning við þessa kauða? Í Fréttablaðinu (18.11.04) var fjallað um mann sem var svo ör- væntingarfullur eftir slys sem hann lenti í að hann var á barmi sjálfsmorðs eins og þar stóð. — Þetta þekkir umsjónarmaður ekki en hefur hins vegar oft heyrt menn komast svo að orði að þeir séu á barmi glötunar með vísun til þess að þeir séu nærri því að steypast í glötun. Orðasambandið vera á barmi glötunar er reyndar af erlendum rótum en á sér íslenska sam- svörun, að vísu í nokkuð annarri merkingu, oft með vísun til fjár- hagslegra þrenginga, t.d.: vera á heljarþröminni (vera á heljar þremi) og koma landinu á helj- arþrömina. Hér merkir þröm, kvk. (+þrömur, kk.) ‘brún, barm- ur’ og bein merking er þá ‘vera á barmi/brún glötunar’. Svipuð hugsun liggur að baki ýmsum orðasamböndum, t.d. steypa e-m/ sér í glötun. — Flestir ættu því að vera sam- mála um að það er frá- leitt að tala um að ein- hver sé á barmi sjálfs- morðs en enn hlálegra er þó orða- sambandið vera á barmi heimsfrægðar (Mbl. 20.5.2001). Orðasambandið það er djúpt á einhverju ‘lengi þarf að bíða e-s eða leita að e-u; e-ð kemur seint fram’ vísar trúlega til dýpt- armælinga, þ.e. lóðað er á ein- hverju. Guðbrandur Þorláksson kvartar t.d. yfir því að djúpt sé á sannleikanum hjá manni nokkr- um. Andstæða þessa orða- sambands er það er grunnt á einhverju og flestir munu t.d. kannast við að grunnt geti verið á því góða (með einhverjum/á milli einhverra) en hér er vísað til þess að vinátta einhverra standi grunnt eins og segir í Eg- ils sögu. — Í öllum tilvikum vísa líkingarnar til kyrrstöðu, þ.e. grunnt/djúpt á einhverju. Eft- irfarandi dæmi styðst því ekki við málvenju: Þeir töldu að djúpt væri á þessar upplýsingar í bók- haldi félaganna (Fréttabl 13. 11. 04). Úr handraðanum Sögnin að tróna ( < d. trone, sbr. trónn ‘hásæti’ ) beygist jafn- an svo: tróna-tróndi/-trónaði- trónað. Nútíð eintölu beygist ýmist: ég tróni; þú trónir; hann/ hún/það trónir eða ég tróna; þú trónar; hann/hún/það trónar. Af því leiðir að við segjum t.d.: Lið- ið trónir/trónar eitt á toppnum. Þátíðin er einnig, eins og fram hefur komið, tvöföld í roðinu, oft- ast er sagt hann/hún tróndi en einnig hann/hún trónaði. — Það er auðvitað engin tilviljun að mörgum finnst nútíðin trónir eðlilegri en trónar. Ætla má að það sé merkingin sem hér togar í, sbr. gnæfir, vakir, starir, gapir og ýmsar aðrar ir-sagnir sem vísa til ástands. Hins vegar enda fjölmargar sagnir í íslensku á -aði í þt.et. (tónaði, prjónaði o.fl.) og allar enda þær á -ar í 3.p.et.nt. (tónar, prjónar). Það er því við því að búast að sumum finnist aðeins myndin trónar vera rétt og í fullu samræmi við þátíðarmyndina trónaði. En hér er á ferðinni áhrifsbreyting, sem felst í því að sögnin tróna er lög- uð að beygingarmynstri stærsta flokks íslenskra sagna, þ.e. ar- sagna (trónir > trónar). Hér sem oftar er það málvenja og málkennd sem ræður ferðinni. Umsjónarmaður hefur vanist myndinni trónir og þátíð- armyndin trónaði er honum tam- ari en tróndi. Í Íslenskri orðabók er lýsingin önnur: tróna -aði/(-di) (nt. trónar/(-ir)). Hér kemur því tvennt til greina trónir eða trón- ar og hafa formælendur hvors um sig nokkuð til síns máls. Umsjónarmanni finnst ýmislegt benda til þess að málskiln- ingur manna á sögnunum lýsa yfir og lýsa kunni að vera mismunandi. jonf@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.