Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 29 UMRÆÐAN KOSTIR og gallar þeirrar fisk- veiðistjórnunar sem við búum við virðast óþrjótandi umræðuefni þótt sjávarútvegsráðherra hafi bent á að sú umræða sé að baki og nú eigi að snúa sér að öðrum við- fangsefnum. Það er þó ljóst að margir eru ósáttir við aflamarks- kerfið sem við búum við og mun svo verða. Ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína að ég tel að við búum við betra kerfi en nokkur hefur getað bent á en innan Fiski- félags Íslands, þar sem ég starfa, finnast gagnstæðar skoðanir. Þótt allt sem máli skipti hafi sjálfsagt verið sagt finnst mér ástæða til þess að nefna tvö at- riði sem ég vildi gjarnan fá rökstutt svar gegn, ef þau finnast. Í fyrsta lagi finnst mér úr öllu samhengi að tala annars vegar um kvótakerfi og hins vegar um sóknarmark. Sóknarmark og aflamark eru hvort tveggja kvóta- kerfi – skömmtunarkerfi. Í öðru til- fellinu er verið að skammta ákveðið magn af fiski, sem veiða má, og í hinu ákveðna daga sem stunda má veiðar. Ég ætla ekkert að gera grein fyrir þeim muni sem á þessum kerfum er og hverjir eru kostir þeirra og gallar, heldur aðeins að benda á að bæði kerfin eru kvótakerfi og margir gall- ar eru þeim sameiginlegir. Hitt sem ég vildi minna á er sú margtuggða staðhæfing að afla- markskerfið hafi farið illa með byggðarlög og hafi stuðlað að eyðingu sumra þeirra. Ég þarf að sjá betri rök en ég hef hing- að til séð til þess að taka undir þessa kenningu. Er einhver í landinu sem trúir því að ekki þurfi að takmarka sókn í fiski- stofna? Er einhver sem með gildum rökum getur bent á að eitthvert annað veiðistjórnunarkerfi hefði tryggt betur bú- setu, jafnframt því að skapa skilyrði fyrir lífvænleg fyr- irtæki? Ég hef ekki tekið eftir því. Staðreyndin er sú að þegar grípa þarf til skömmtunar á aðgangi að veiðum – sama hvernig farið er að því – kom- ast einhverjir aðilar í þá stöðu að geta tekið ákvarðanir sem varða framtíð búsetu á ákveðnum stöðum. Þegar sú staðreynd blasir við til viðbótar að rekstrareiningar þurfa að stækka til þess að geta staðið undir þeim lífs- kjörum sem gerð er krafa um, bitnar það óhjákvæmilega á einhverjum byggðarlögum. Við þessar stað- reyndir byggju menn á sama hátt, þótt veiðum væri stjórnað með sókn- armarki eða öðrum þeim aðferðum sem nefndar hafa verið. Með þessu er ég ekkert að forsmá vanda þeirra byggðarlaga, sem þróunin hefur bitn- að á og ég tel það samfélagslegt verk- efni að bregðast við þeim vanda. Ég hef hins vegar miklar efasemdir um að það verkefni eigi að fela sjávar- útveginum, þegar það er augljóst að það bitnar á þeim lífskjörum sem við búum og viljum búa við. Ég vek á því athygli að þótt ég styðji aflamarks- kerfi er ég ekki í þessari grein að tala fyrir því sérstaklega. Ég er að benda á að aflamark og sóknarmark eru tveir valkostir kvótakerfa og byggða- leg áhrif beggja eru þau sömu. Sam- anburður á göllum og kostum afla- marks og sóknarmarks er annað mál. Kvóti og byggðamál Pétur Bjarnason fjallar um fiskveiðistjórnun ’Ég vek á því athygli aðþótt ég styðji afla- markskerfi er ég ekki í þessari grein að tala fyrir því sérstaklega. ‘ Pétur Bjarnason Höfundur er sjávarútvegs- fræðingur og framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu for- setans að löggjafarstarfi.“ Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara. Ég segi okkur af því að ég er þol- andinn í „Prófessorsmálinu“.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskrifta- söfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugs- un?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar FIMMTUDAGINN 6. janúar sl. í þættinum Ísland í býtið var Reykjavík- urumræða á dagskrá þar sem Vilhjálmur Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokks og Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri voru að ræða skatta- mál Reykjavík- urborgar og þær hækkanir sem þar hafa verið á fast- eignasköttum og út- svari á undanförnum misserum. Við þá um- ræðu benti Steinunn Valdís á að þjónustan hjá Reykjavíkurborg væri mun meiri en hjá öðrum sveit- arfélögum og sagði m.a. annars að Reykjavíkurborg væri umfram önn- ur sveitarfélög að veita fötluðum börnum aðgengi að frístundaheim- ilum sem ekkert annað sveitarfélag er að gera. Vegna þessara um- mæla Steinunnar Val- dísar langar mig að taka upp hanskann fyrir mitt sveitarfélag og benda á að öllum börnum á Sel- tjarnarnesi í 1.–4. bekk, stendur til boða aðgengi að skólaskjóli eftir venjulegan skólatíma og skiptir þá engu hvort þau eru fötluð eða ófötl- uð og hefur þetta verið í boði í mörg ár. Ekki nóg með það, einnig er boðið upp á það fyrir fatlaða nemendur sem eru komnir lengra en í 4. bekk að halda áfram í skólaskjólinu. Þess- um nemendum fylgja aðstoðarmenn eftir þörfum og þurfa sumir mann- inn með sér en þessi þjónusta hefur verið greidd af Seltjarnarnesbæ af Félagsþjónustu og Skólaskrifstofu bæjarins án þess að aukakostnaður leggist á foreldra. Mér þykir því ósanngjarnt að borgarstjórinn í Reykjavík sé að slá sig til riddara með því að fullyrða að þjónusta í Reykjavík sé betri en í nokkru öðru sveitarfélagi til að af- saka hækkanir á opinberum gjöldum í borginni. Þessi þjónusta er líka í boði hjá Seltjarnarnesbæ og hér hef- ur þótt góð þjónusta við fötluð börn í leikskólum, grunnskólum og skóla- skjóli og hefur þó álögum verið hald- ið í lágmarki. Það þurfa aðrar skýr- ingar að koma til. Hlúð að fötluðum á Seltjarnarnesi Sigrún Edda Jónsdóttir fjallar um félagsþjónustu ’Mér þykir því ósann-gjarnt að borgarstjór- inn í Reykjavík sé að slá sig til riddara með því að fullyrða að þjónusta sé betri en í nokkru öðru sveitarfélagi…‘ Sigrún Edda Jónsdóttir Höfundur er formaður félagsmálaráðs Seltjarnarness. inniheldur plöntustanólester sem lækkar kólesteról Rannsóknir sýna að dagleg neysla Benecols stuðlar að lækkun kólesteróls um allt að 15%. nýjung Canon vörur fyrir fyrirtæki og heimili Ti lb oð fá st að ei ns ív er sl un N ýh er ja ·T ak m ar ka ð m ag n ·T ilb oð gi ld a á m eð an bi rg ði r en da st Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Þú sparar kr. 7.000 Glæsileg Canon nýárstilboð Canon i990 Öflugur og hagkvæmur • 7-lita ChromaPLUS tryggir frábær litgæði. • 4800x2400 punkta upplausn og 2pl Micro-Nozzles. • Prentar A4 á u.þ.b. 37 sek. • Single Ink tækni lækkar rekstrarkostnað. • Beintenging við ljósmynda- vélar með PictBridge. Nýárstilboð aðeins 29.900 kr. Verð áður 39.900 kr. Þú sparar kr. 10.000 Þú sparar kr. 7.000 Þú sparar kr. 30.000 Þú sparar kr. 10.000 Canon PowerShot A75 Auðveld en öflug • 3.2 milljón punkta/pixla myndflaga. • Hægt að prenta út myndir í allt að A4 stærð. • Með 3x aðdráttarlinsu. • Fjölmargar tökustillingar. • Allt að þriggja mínútna myndskeið með hljóði. Nýárstilboð aðeins 22.900 kr. Verð áður 29.900 kr. Canon PowerShot Pro1 8.0 milljón punkta myndavél • Hægt að prenta út myndir í allt að A2 stærð. • Canon 7x L-Series USM linsa fyrir fagmannlegar ljósmyndir. • Háþróað sjálfvirkt kerfi fyrir hraðan og nákvæman fókus. • 12 sjálfvirkar tökustillingar og tvær handvirkar tökustillingar. • Mikið úrval af aukabúnaði. Nýárstilboð aðeins 89.900 kr. Verð áður 119.900 kr. Canon B180C Hraðvirkt fax með litaprentun • A4 fax og afritun. • Bleksprautuprentun. • Mikið minni - 42 síður. • 100 síðna blaðabakki. Nýárstilboð 19.900 kr. Verð áður 29.900 kr. Canon MP390 Fjölnotatæki með mikla möguleika • Prentun, skönnun, ljósritun og fax í frábærum gæðum. • Hágæða ljósmyndaupplausn. • Hraðvirkur í prentun/ljósritun. • Super G3 fax mótald: 33.6Kbps, 16MB. • Beintenging í myndavél og rauf fyrir minniskort. • Rammalaus prentun/ljósritun. Nýárstilboð 22.900 kr. Verð áður 29.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.