Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÞÚ ERT SVO GÓÐUR KÖTTUR NALLI! NALLI, MÁ ÉG NOKKUÐ EIGA VIÐ ÞIG EITT ORÐ ÞAÐ ER EINS GOTT FYRIR ÞIG AÐ VERA EKKI BETRI KÖTTUR EN ÉG EF ÞÚ VILT EKKI ENDA Í RUSLINU FRÆGI TENNIS- LEIKARINN GENGUR INN Á VÖLLINN ÉG ÞOLI EKKI ERFIÐAR UPPGJAFIR NEI, ÉG ÞARF EKKERT AÐ FARA Í BAÐ! ÉG GET HALDIÐ MÉR HREINUM! SJÁÐU! ÉG SLEIKI MIG BARA TIL ÞESS AÐ HREINSA MIG. ÞETTA ER ÞAÐ SEM HOBBES GERIR, ÉG ÞARF EKKERT AÐ FARA Í BAÐ! KÆRAR ÞAKKIR Abrakadabra - galdraskólinn JÆJA ÞÁ HELD ÉG AÐ ALLIR SÉU KOMNIR OG BEST AÐ LESA UPP! © DARGAUD ANNA! JÁ, HÉR! STEINI JÁ, HÉR! GRANI JÁ, HÉR! PÍ OG PÚ JÁ, HÉR! KOLLI! JÁ HÉR! SIGGI! EKKI KISI! KOMDU! LÁTTU HANN VERA! HV ... HVER GERÐI ÞETTA!! MJÁ! VIÐ, HANN ULLAÐI Á OKKUR! MAMMA! Dagbók Í dag er laugardagur 15. janúar, 15. dagur ársins 2005 Rokkhundurinn Vík-verji gaf frá sér rokna ýlfur að morgni fimmtudags er hann stillti á stöðina sína Skonrokk á leið til vinnu og heyrði bara suð. Ýlfrið varð hærra þegar sama tómasuð hljómaði úr viðtækinu (farsímanum) þegar stillt var yfir á hina rokkstöðina, X-ið. Hvað var eiginlega að gerast? Ekkert rokk í frjálsu íslensku út- varpi lengur? Ekkert nema það sem kostað er af skattgreiðendum? Skatta- rokkið? Getur virkilega verið að rokkið sé hætt að selja, sé búið að tapa stríð- inu við hipp-hoppið, r&b-ið, allt þetta blöðrupopp og skallapopp? Svo virðist sem þeir hjá Íslenska út- varpsfélaginu telji að svo sé – segj- ast hafa lesið það út úr bókhaldinu. Og ekki lýgur bókhaldið. Þetta sama bókhald segir að ráð- legra sé að prófa heldur nýja „tal- málsstöð“ – eins og þær eru stund- um kallaðar stöðvarnar þar sem mannsins mál er fyrirferðarmeira en tónlistin. Lítil reynsla er reyndar komin á slíkar stöðvar hér á landi. Við höfum Rás 1, sumpartinn Rás 2, og síðan Útvarp Sögu. Og af hinni síðast- nefndu að dæma, einu einkareknu talmáls- stöðinni, virðist slíkur rekstur ekki vera neitt sérstaklega arðbær. En spennandi verð- ur að sjá hvernig til tekst, hvort Illuga Jökulssyni tekst að búa til talmálsstöð sem skilar eigendum hagnaði. Ekki kann Víkverji þó við vinnuheiti nýju stöðvarinnar, sem ku vera „Gufan“. Þetta gamla viðurnefni sem í ár og daga hefur verið notað um Rás 1, „gömlu gufuna“. Við eigum eina „Gufu“ fyrir og viljum halda áfram að geta notað það viðurnefni yfir okkar ástkæra Ríkisútvarp án þess að það valdi nokkrum misskilningi. Þetta er eins og ef nýtt dagblað myndi taka sér nafnið „Mogginn“. Nokkuð sem myndi alltaf valda ákveðnum ruglingi, fyrir utan það að slík nafngift ætti í reynd að varða einhvers konar höfundarrétt eða í þessu tilfelli hefðarrétt. Góðvinur Víkverja hefur lagt til mun heppilegra nafn fyrir nýju stöð- ina hans Illuga; hvernig líst þér á nafnið „Talstöðin“? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Hafnarfjörður | Húsnæði Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar hefur undanfarin ár verið vinnustaður fjölda listamanna af mörgum sviðum, en nú stendur til að rífa þetta gamla og sögufræga hús, enda er það farið að láta allnokkuð á sjá. Hópur listamanna mun í dag kl. 14 kveðja húsið og þakka fyrir sig með myndlistarsýningum, ljóðaupplestri, smásöguupplestri, videóverkum, leik- list, tónleikum og léttum veitingum, en í ár eru 50 ár liðin frá því að fyrsta skóflustungan var tekin að húsinu. Meðal þeirra listamanna sem fram koma eru hljómsveitirnar Úlpa, Botnleðja og Han Solo, myndlistarkonurnar Krist- ín Helga Káradóttir og Kristín Elva, ásamt leikfélaginu Hermóði og Háðvör, svo fáir séu nefndir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bæjarútgerðin kvödd MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. En ég bið til þín, Drottinn, á stund náðar þinnar. Svara mér, Guð, í trúfesti hjálpræðis þíns sakir mikillar miskunnar þinnar. (Sálm. 69, 14.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.