Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Paul Erik Sím-onarson, eða Páll, eins og hann var ævinlega nefnd- ur, fæddist í Reykja- vík 8. ágúst 1948. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri að morgni 4. janúar síð- astliðins. Foreldrar hans eru báðir danskir en móðir hans, Doris Jelle, f. í Danmörku 12. októ- ber 1928, giftist Símoni Ingvari Kon- ráðssyni, f. 17. júní 1919, sem ættleiddi Pál og gekk honum al- gerlega í föðurstað. Systkini Páls eru: Olga Karen, f. 1950, Bryndís, f. 1953, Sigríður Guð- rún, f. 1954, d. 1999, Rögnvald- ur, f. 1956, Einar, f. 1959, Birgir, f. 1961, Díana, f. 1963 og Helen, f. 1972. Páll kvæntist Sigríði Júl- íusdóttur, f. 12. september 1948, Synir þeirra eru: a) Trausti, f. 30. janúar 1967, dóttir hans er Sandra Mjöll og b) Júlíus Símon, f. 8. febrúar 1971, maki Konný B. Viðars- dóttir, þau eiga þrjú börn, Viðar Pál, Atla Þór og Lisbet Kötlu. Páll og Sig- ríður skildu. Sambýliskona Páls er Guðrún Ragna Krüger, f. 4. júní 1954, þau eiga tvíburasynina Val- geir og Bergþór, f. 6. maí 1988. Páll lauk prófi í málaraiðn og starfaði við það stóran hluta starfsævi sinnar. Hann var þó vel liðtækur í flest- um iðngreinum og tók því að sér ýmis önnur störf. Páll var bóndi í nokkur ár á Flögu í Breiðdal. Bjó eftir það í fjölmörg ár í Kópa- vogi og Reykjavík. Sumarið 2000 flutti hann að Grýtu í Eyjafjarð- arsveit og bjó þar til dauðadags. Útför Páls fer fram frá Grund- arkirkju í Eyjafjarðarsveit í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jæja gamli, þá kom að því, að þrjóska þín, dugnaður, bjartsýni og þrautseigja dugði ekki til. Þessi óút- reiknanlegi sjúkdómur sýndi tenn- urnar, eina ferðina enn. Nú með þeim afleiðingum að ég er að rita þér mín kveðjuorð. Þegar ég vinn í því þessa dagana, að taka saman bú þitt að Grýtu í Eyjafjarðarsveit, rifjar maður upp hve laginn verkmaður þú varst. Það byggðust upp borgir af jákvæðum hlutum og tilfinningalegum gildum af smíðum þínum og gjörðum. Alltaf varst þú boðinn og búinn til að hjálpa þínu fólki í verki og vinsemd. Það er ég viss um að það er það fyrsta sem ættingjar þínir, vinir og þeir fjölmörgu kunningjar hugsa þegar við syrgjum þig sáran. Hve mikið þú átt í að hjálpa okkur að byggja upp okkar heimili. Með því að smíða, mála, gera við rafmagn, jafnvel gera við bílana okkar og baka eða elda eftir á. Í rauninni hvað sem er því þú varst sá sem hreinlega kunni það allt. Langar mig að þakka þér þær stundir með þér sem við áttum saman. Alltaf gátum við unnið vel saman og verið félagar líka. Minnist ég þess þegar við unnum saman við að mála Leik- skólann á Flateyri. Hve andinn var alltaf góður, alltaf mikill hlátur, létt- ur vinnuandi og samt rokgekk verk- ið þó svo brandararnir og grínið fylltu vinnustaðinn. Góður vinur varstu í raunum, alltaf gast þú hjálpað mér þegar eitthvað var að hrjá mig. Þetta var sá styrkur sem gerði þig að því ljóni sem þú varst, já konungi ljónanna. Hrókur alls fagnaðar! Takk fyrir mig, elsku pabbi minn, þú verður alltaf hjá okkur. Þinn son- ur og vinur, Júlíus. Að morgni 4. janúar sl. lést tengdafaðir minn, Paul Erik Sím- onarson, 56 ára að aldri. Háði hann ótrúlega baráttu við krabbamein, sem að lokum hafði betur. Raunar var það kraftaverki líkast að meinið hafði ekki lagt hann fyrr, þvílíkur var lífsviljinn. Er fregnin barst, kom mér strax í hug er ég hitti þennan mann í fyrsta skipti. Vorið 1992 var ég 18 ára og nýbúin að kynnast eig- inmanni mínum, næst elsta syni Palla og ekki hvarflaði að mér þá, að hann ætti ég eftir að eiga að lengi. Þetta vor beið ég útí bíl meðan Júlli skrapp inn til að kasta kveðju á pabba sinn, sem þá bjó í Hjalta- bakkanum. Ekki var kallinn að sætta sig við að stelpan kæmi ekki inn, svo ég var sótt frekar treg og eilítið feimin til að hitta þennan til- vonandi tengdaföður minn. Ekki get ég sagt að það hafi reynst erfitt því Palli gekk beint til mín og sagði: „Ætlaðirðu bara að hanga úti í bíl?“ síðan skellihó hann. Hann hafði ógleymanlegan hlát- ur, hlátur sem aldrei gleymist í hug- um þeirra sem þekktu hann. Alltaf var mikið hlegið og magn minninga er óendanlegt. Palli var gæddur einstökum hæfi- leikum og vel hægt að segja að hann hafi verið þúsundþjalasmiður. Allt lék í höndunum á honum, alveg sama hvað. Eitt það eftirminnileg- asta var þegar þeir feðgarnir gerðu upp hús, sem við höfðum keypt, á aðeins 10 dögum. Allt var rifið út, nýtt sett inn, kviss bæng og Palli farinn suður aftur. Lagði hann oft á sig svipaða hluti fyrir aðra, marga aðra og held ég meira að segja að Palli hafi fáa þekkt sem hann hafði ekki aðstoðað á einn eða annan hátt. Palli tilheyrði stórri fjölskyldu, elstur í stórum systkinahóp, faðir sjö drengja og afi lítilla grísa. Best- ur þótti mér hann í afahlutverkinu. Hélt hann á nafna sínum, Viðari Páli, undir skírn og var litli guttinn ekki nema 17 daga gamall þegar keyrt var frá Ísafirði til Reykjavík- ur, svo að afi Palli fengi að sjá frum- burð okkar. Var hann búinn að taka upp úr geymslu rúm, rólu og ým- islegt annað dót sem tvíburarnir höfðu átt, svo litli „happatappinn“ hefði það nú sem allra best. Áttu afi og afastrákur margar stundir sam- an, bara þeir tveir og héldu þeir mikið upp á hvor annan. Tíminn í sveitinni hjá afa og tvíburunum er sérstakur í huga drengsins, sem saknar afa sárt nú. Ég veit að Palli var ekki sáttur við að yfirgefa samkvæmið, því sjálfur var hann samkvæmisljón hið mesta, hrókur alls fagnaðar og sá sem mest bar á í fjölmenni. Engu að síður verðum við að kveðja hann og aldrei hefur mér þótt neitt eins erf- itt. Lokaorð á lokastund, þá get ég verið þakklát fyrir að hafa þekkt þennan mann, því mikið hefur hann gefið og mun ég ylja mér og mínum með sögum af honum í framtíðinni. Elsku Palli minn, ef þú hefur náð áfangastað, líður vel og ert laus við þjáningar, má ég þá biðja þig um að vaka yfir okkur öllum, vernda eftir mætti og styrkja þegar við söknum þín sárast. Sú tilhugsun gerir þetta aðeins skárra. Þakka þér sam- veruna elsku kall, megi drottinn taka vel á móti þjóni sínum, er þjón- að hefur vel, hvíl í friði elsku Palli minn. Öllum þeim er elskuðu þig sendi ég mínar hjartadýpstu samúðar- kveðjur. Þín tengdadóttir, Konný Björk Viðarsdóttir. Paul Erik Símonarson lést langt um aldur fram nú í janúar eftir erfið og löng veikindi. Mitt í hörðustu rimmunni var Palla rétt lýst: ,,Hvar er fólkið sem ég þekki?“ Hann þekkti nánast alla. Og næstum allir þekktu Palla. Ég kynntist ekki Palla frænda fyrr en ég var kominn á unglingsár, hann bjó þá ásamt fjöl- skyldu sinni í næstu blokk í Breið- holti. Þá loks vissi ég hver þessi ægilegi maður var sem kom í heim- sókn til mömmu og pabba í Stykk- ishólm mörgum árum áður og hló og ærslaðist í stofunni þar til ég varð eiginlega hræddur og forðaði mér. Upp úr því komust einhver sam- skipti á milli okkar bræðra og Palla sem enduðu með að hann varð ábyrgðarmaður á sumarvinnu okk- ar. Þar er Palla rétt lýst, við bræður frændur hans erum jafnir sonum hans til að ábyrgjast. Palli gaf okkur líka fyrsta bílinn, gamlan og þreytt- an Datsun sem stóð úti á plani. Það voru miklar væntingar gerðar til tryllitækisins, meira urðu draumar en verk. Smátt og smátt fór ég að kynnast Palla í gegnum vinnuna þar sem hann vann að ýmsum viðhaldsverk- um fyrir okkur feðga í fyrirtækinu okkar. Þá kom berlega í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Glaðleg- an, verklaginn frásagnarsnilling. Ég er enn að hlæja að mörgum þeim sögum sem frá honum komu. Sér- staklega þeim sem ég náði að inn- byrða á nokkurra vikna tímabili þegar Palli við annan mann vann að endurbótum fyrir okkur feðga í Gallerý fiski hér um árið. Þá vann ég með þeim í 6 vikur í feðraorlofi eftir fæðingu dóttur minnar og því- líkur tími. Alltaf stund til að hlæja, alltaf hægt að segja nýja og óheyrða sögu, alltaf hægt að gera betur. Merkilegt fannst mér þó alltaf hvernig hægt var að hnoða tygg- jóinu milli fingra sér meðan sögð var saga, líklega svo það færi ekki ofaní háls þegar hlegið var. Sama fannst mér eiga við um handverkið hjá Palla, hvar sem bor- ið var niður hafði hann einhvern tímann reynt og sigrast á verkinu. Palli var málari, múrari, pípari, smiður, vélsmiður, hugmyndasmið- ur, kokkur, leiðbeinandi og fyrst og fremst frændi minn sem alltaf hafði bros á vör. Fjölskyldu og vinum sendi ég samúðar- og saknaðarkveðjur. Kristófer Ásmundsson. Mig langar til að minnast Páls frænda míns í örfáum orðum. Það kom engum á óvart hvernig Páll tókst á við þann banvæna sjúkdóm sem krabbamein er. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að vinna bug á sjúkdómnum og var strax bjartsýnn á að það myndi takast. Þegar talið barst að heilsufari hans var hann strax farinn að tala um eitthvað annað og maður fór að trúa að hann myndi komast í gegnum þetta eins og svo margt annað sem á daga hans hafði drifið. En þetta lýs- ir Páli einmitt svo vel, orð eins og vandamál, óyfirstíganlegt og von- laust voru ekki algeng í hans orða- forða, einungis miserfið verkefni sem þurfti að ráðast í og leysa. Enda var hann laginn við að leysa vandamál sem upp komu, sérstak- lega ef það var eitthvað sem þurfti verksvit við og var óragur við að prófa hin marvíslegustu verksvið. Og þar sem Palli var einnig kraft- mikill og duglegur með afbrigðum nutu margir hjálpsemi hans. Þó má segja að helsti kostur Páls hafi verið hversu jákvæður, glað- lyndur og uppörvandi hann var, átti auðvelt með að hrífa aðra með sér og sjá spaugilegar hliðarnar á mál- unum. Kærar þakkir fyrir samfylgdina, ég vonaði auðvitað að hún yrði mun lengri en hún varð. Ég votta að- standendum mín innilegustu samúð. Konráð Guðmundsson. Fallinn er frá í blóma lífsins Páll Erik Símonarson, félagi minn og fyrrum mágur. Ég kynntist Palla á unga aldri þegar hann hóf sambúð með systur minni. Varð hann strax sem einn af fjölskyldunni enda mikl- um mannkostum búinn. Palli var einn af þessum verklögnu mönnum sem allt lék í höndunum á og var alltaf boðinn og búinn að aðstoða þá sem verr stóðu í þeim efnum. Lærði hann og vann lengi við múrverk en söðlaði svo um og nam og vann við húsamálun síðari hluta ævinnar sem var fag föður hans. Jafnframt stóð hugur hans til búskapar og bjó hann fyrst að Flögu í Breiðdal en síðar á ævinni fluttist hann að Grýtu í Eyja- firði og bjó þar síðustu árin. Eftir að ég lauk menntaskóla, bauð hann mér að koma og vinna sem handlangari í múrverki með sér austur á landi. Voru þetta skemmti- legir tímar, var ég fljótlega munstr- aður uppí aðstoðarmann og var kall- aður assistant fúsk. Meistarinn fékk hins vegar viðurnefnið múrmester fixtrix. Þarna var unnið dag og nótt og hús múruð utan sem innan. Í verklok var oft mætt með gítarinn og tekinn tappi úr gleri. Brá meist- arinn sér þá í líki trommara og lék hið fínasta slagverk á allt sem hönd á festi, tunnur, kassa og einangr- unarplast. Bergmálaði þá hin æsi- legasta hljómasinfónía í nýmúruðum húsunum í gleði yfir vel unnu verki. Eftir að þau systir mín slitu sam- vistum hittumst við sjaldnar en þó slitnaði aldrei strengurinn. Hjálpuð- um við oft hvor öðrum, hann bjarg- aði mér þegar þörf var á handlögn- um manni en ég gat hjálpað uppá í reiknikúnstum lífsins. Gott var að leita til Palla því verk hans og gjörð- ir voru alltaf með hug hins hagleika verkmanns. Á síðasta ári greindist hann síðan með þann vágest sem lagt hefur margan góðan mann. Varð hann að lokum að lúta þrátt fyrir hetjulega baráttu. Páll eignaðist fjóra vörpulega syni, þar af eina tvíbura. Bera þeir reisn og mannkosti föður síns, dugn- að og harðfylgi. Þeim og öðrum ást- vinum og ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarki Júlíusson. Páll E. Símonarson lést aðafara- nótt 4. janúar 2005. Hann var hlát- urmildur, innilegur, glaðvær, hjálp- samur og geislandi af kátínu, skrifar Rúnar bróðir minn. Þessa eiginleika Páls gamla vinar míns, tek ég svo sannarlega undir. Rúnar bróðir heimsótti Palla norður rétt fyrir andlát hans. Ég hef ekki haft mikil tengsl við Palla síðustu árin vegna þess að ég bý erlendis. Þar sem Rúnar bróðir sagði að Palli hafi verið leitandi í trúnni og það hafði ég einnig verið í mörg ár áður en ég fann það sem máli skiptir, það traust og von sem bíblían gefur þeim sem trúa því að sú bók sé orð Guðs. En það eru skiptar skoðanir á því eins og mennirnir eru margir. Ég gerðist vottur Jehóva fyrir 10 árum og hefði kannski getað rætt þessi mál við hann gamla vin minn Palla ef við hefðum hist oftar, við spjölluðum oft saman um mismu- nadi efni. Hvaða von er þá fyrir þá sem deyja að fá að sjá sína nánustu aftur? Upprisuvonin er von þeirra sem sofna inn í dauðann og að öðlast líf að nýju, það getum við lesið í Jóh. 5:24-29, og ástand þeirra sem eru í gröfinni, Pre. 9:10, ástandið á jörð- inni fyrir þá sem fá nýtt líf lesum við um í Jes. 25:8. Þeir sem fá nýtt líf, þurfa ekki að þjást af sjúkdómum Jes. 33:24. Það hefði verið traust fyrir þenn- an gamla vin minn ef við hefðum rætt saman og ég hefði sagt honum frá trú minni og von, að við vottar byggjum ekki trú okkar á nokkurri augnabliks tilfinningasemi heldur rannsóknum á hinu skrifaða orði í Biblíunni og kærleik manna að tala um það sem Guð hefur lofað frá ald- anna öðli Jes. 45:18, þar sem eig- inleikar Páls geta notið sín að fullu um langan aldur. Því það sem Guð hefur lofað, lætur hann standa. Það er innihaldið í nafninu Jehóva. Hilmar Sædal Þorvaldsson, Svíþjóð. Vinur okkar Páll Símonarson er látinn. Enn og aftur hefur tíminn hlaupið frá manni, við vonuðum að tími gæfist til fleiri gleði- og sam- verustunda. Góðar minningar og skemmtileg augnablik koma upp í hugann þar sem þessi ógleymanlegi karakter lék stórt hlutverk. Í kring- um Palla var sjaldan lognmolla og annaðhvort var að forða sér úr kall- færi eða taka þátt í umræðum um allt milli himins og jarðar. Palli gat komið víða við enda reynt margt í lífinu en þrautseigja hans og lífs- gleði gerðu erfiðleikana bara einn af þröskuldunum sem þurfti að komast yfir. Palli ætlaði ekki að tapa fyrir þessum sjúkdómi og háði mikla bar- áttu en eins og margir aðrir varð hann að lúta í lægra haldi. Við vott- um börnum hans og sambýliskonu okkar dýpstu samúð, blessuð sé minning hans. Anna Bryndís og Þorsteinn, Freyvangi. Þegar fundum okkar Palla, eða Paul Erik fullu nafni, bar fyrst sam- an þá voru þau Birgir bróðir hans og Elísabet að undirbúa það að ganga í hjónaband. Nauðsynlegt var að taka svolítið á Birgi áður en hjónabandið yrði innsiglað og þar var gengið vasklega fram undir stjórn þeirra Palla og Smára. Ekki svo að skilja að hrekkjabrögð hafi gengið þar úr hófi fram, enda var alls ekki til slíks stofnað. Palli var geysilega sterkur per- sónuleiki, teinréttur og virðulegur í fasi og þar fór maður sem auðveld- lega gat hrifið fólk með sér, að því er virtist án þess að hafa nokkurn skapaðan hlut fyrir því. Hann var mikill selskapsmaður og hafði mikla ánægju af dansi og var vafalítið leit- un að öðrum eins dansherra og Palla. Tónlistin var honum í blóð borin og eftir að hann fluttist norður í Eyjafjörð þá settist hann þar á bekk í tónlistarskóla til þess að læra betur nótnalestur og harmonikku- leik. Palli lét það líka eftir sér sem mörgum reynist erfiðara, að fara sínar eigin leiðir og vera hann sjálf- ur. Ég skynjaði það fljótlega eftir að hann fluttist norður að Grýtu að nú var hann kominn heim. Alltaf féll eitthvað til að gera í umhverfinu fyrir slíkan verkmann og var Palli eftirsóttur í alls konar verkefni, enda var hann með afbrigðum út- sjónarsamur og verklaginn. Þarna gat hann líka verið út af fyrir sig með sínar hænur, endur, kálfa, roll- ur, hunda og kött án þess að standa í nokkru þrasi við umheiminn. Það var engu líkt að snæða hjá honum þar kvöldmat, þar gat til dæmis að líta heimareykt bjúgu eða væna síðu af fullorðnu. Og að sjálf- sögðu voru jarðeplin heimaræktuð sem á borðum voru. Og svo var smá- vegis tekið í harmonikkuna eftir matinn. Vafalítið eru sigggrónar hendur aufúsugestir á æðri tilverustigum þótt varla sé þar unnið að múrhúð- un, smíði eða málun. Gæti þó allt eins verið að innan um strengja- hljóma þar frá hörpuspili megi greina ljúfa tóna harmonikku fram- an úr Eyjafjarðarsveit. Við fráfall Palla vil ég votta að- standendum hans mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning hans. Úlfar Jónsson. Einn af stuðningsmönnum okkar og hjálparhella, Páll Símonarson, er látinn. Alltaf var hægt að hringja í Palla þegar mikið lá við, hvort sem þurfti að smíða eða mála eitthvað. Við gátum jafnvel fengið hann til að stíga á svið og leysti hann það vel af hendi eins og annað sem hann tók að sér. Honum leiddist óstundvísi og talaði oft hátt um það að þegar fólk var boðað á ákveðnum tíma þá átti að mæta á réttum tíma og var þá enginn óhultur fyrir ávítum hans- ,hvort sem það var smiður, leikari eða leikstjóri. Palli á ófá handtökin hér í Freyvangi við smíðar á leik- myndum síðastliðin ár og ýmsa aðra greiðasemi við félagið. Öll hans sjálfboðavinna og hjálp verður aldr- ei fullþökkuð en eftir lifir minning um góðan dreng og félaga. Aðstand- endum hans vottum við okkar dýpstu samúð. Félagar í Freyvangsleikhúsinu. PÁLL SÍMONARSON  Fleiri minningargreinar um Pál Símonarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Sigríður og Kristinn, Sigurður og Selma og Rúnar S. Þor- valdsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.