Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 49 DAGBÓK ÞÝSKUNÁMSKEIÐ GOETHE ZENTRUM www.goethe.is 551 6061 TRÉSKURÐUR Námskeið í myndskurði og öskjugerð hefst 25. janúar. Kennt verður á gamalgrónu verkstæði á Laugavegi 100. Örn Sigurðsson myndskeri og húsgagnasmíðameistari. Skráning og nánari upplýsingar í síma 848 8659. Alliance Francaise býður nú aftur tilfranskrar kvikmyndahátíðar í Há-skólabíói, en opnunarsýning hátíð-arinnar á myndinni A very long en- gagement, eftir Jean Pierre Jeunet, fór fram í gær. Á hátíðinni, sem hefst fyrir alvöru í dag verða sýndar níu kvikmyndir, blanda af alvöru, gamni og spennu, allt frá myndum úr meg- instraumnum til sjálfstæðra mynda. Hátíðin stendur til 31. janúar, en sumar af myndunum verða sýndar lengur. „Ég vona að hátíðin gangi eins vel og hún gekk í fyrra,“ segir Olivier Dintinger, fram- kvæmdastjóri Alliance Francaise í Reykjavík, en í fyrra sóttu um 12.000 gestir frönsku kvik- myndahátíðina. „Það er erfitt að skilgreina franska kvik- myndagerð sem einstakt fyrirbæri. Kvikmyndir okkar eru afar fjölbreyttar, frá meginstraums- myndum eins og Taxi og Asterix, þar sem leik- stjórar eins og Luc Besson eða Alain Chabat halda um taumana til mun innilegri kvikmynda þar sem sífellt bætist í hóp hæfileikaríkra leik- stjóra eins og Patrice Chéreau, Francois Ozon, Mathieu Kassovitz, Catherine Breillat, Cedric Klapisch og Marion Vernoux eru meðal þeirra sem bjóða áhorfendum upp á sína persónulegu alheima. Það er ekkert fyrirbæri í dag eins og Nouvelle vague á sjöunda áratugnum, sem er al- gjörlega nýi stíllinn, hins vegar er fjöldi og fjöl- breytileiki nýrra kvikmynda afar mikill og það sýnir að það er til frönsk nálgun á kvikmynda- gerð sem listgrein og sérstakt hlutverk höfund- arins. Tveir helstu eiginleikar franskrar kvik- myndagerðar eru þannig fjölbreytileiki hennar og afar lifandi frásagnarstíll.“ Hvers vegna er mikilvægt fyrir Íslendinga að kynna sér evrópska kvikmyndagerð?Að mínu mati er afar mikilvægt að viðhalda menningar- legum fjölbreytileika á tímum hnattvæðingar. Því er mikilvægt að hafa aðgang að myndum frá ólíkum menningarheimum, ekki aðeins evrópsk- um kvikmyndum, heldur einnig asískum, afr- ískum og suður-amerískum. Íslenskir áhorf- endur verða að eiga þess kost að sjá þessar myndir. Endalaus listi staðlaðra afþreying- armynda einokar nú afar mörg bíóhús og sjón- varpsskjái og veldur því að fólk fær staðlaða, gagnrýnislausa og einsleita sýn á samfélagið.“ Er eitthvað fleira á döfinni í ár? „Nútímasirkusinn Oki Haiku Dan mun koma fram í Borgarleikhúsinu í lok janúar. Þá eru nokkrir lifandi tónleikar í bígerð á Nasa: No- jazz, Von Magnet, sem er elektrónísk Flamenco- sveit, Malic Magic orchestra, Elios og Boulou Ferré. Síðan verður fjöldi sýninga í Háskólabíó tileinkaður frönskum teiknimyndum, stutt- myndum og bestu frönsku auglýsingunum, auk ráðstefna um franska rithöfunda og hugsuði.“ Kvikmyndir | Frönsk kvikmyndahátíð stendur til 31. janúar í Háskólabíói Varðveita verður fjölbreytnina  Olivier Dintinger er fæddur árið 1971 í Sav- erne í Frakklandi. Hann lauk B.A. gráðu í forn- leifafræði og listasögu frá Háskólanum í Strasbourg, meistara- gráðu í borgarsögu frá sama skóla, með við- komu í Trinity College í Dublin auk rekstrar- fræðigráðu frá Institut d’administration des entreprises de Paris/ Poitiers. Olivier hefur starfað við fram- kvæmdastjórn og mennta- og háskólakennslu, meðal annars sem lektor í frönsku við HÍ. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Alliance Francaise í Reykjavík síðan 2001. Unga fólkið ÉG varð þess vör daginn eftir þrett- ándann að 2 drengir á grunn- skólaaldri gengu um og sprengdu smáflugelda. Leið þeirra lá framhjá gæsahóp. Gæsirnar hafa haldið til á túni nokkru í Hafnarfirði und- anfarna vetur, fólki til mikillar gleði og ánægju. Þarna sáu drengirnir sér leik á borði og byrjuðu að henda flugeldunum í átt að gæsunum í von um að hræða þær í burtu. Þegar það virtist ekki takast tóku þeir sig til og hentu flugeldinum inn í miðjan gæsahópinn! Mátti litlu muna að þar hefði orðið slys. Gæsirnar forðuðu sér hið snarasta og hafa ekki sést hér síðan. Hversu oft þarf að segja svona óvitum að hrella ekki dýrin sem geta enga björg sér veitt? Flugeldar eru ekki leikföng, heldur varasamir hlut- ir og ættu ekki að lenda í höndum barna, hvað þá óvita, nema að áreið- anlegir foreldrar eða forráðamenn séu viðstaddir. Bryndís Hrund Brynjólfsdóttir. Verði ljós við Sogaveg ÞAÐ gerðist um helgi í miðjum nóv- ember að einhver asnaðist til að aka á ljósastaur hér við Sogaveginn á móts við sundið og hann var skakkur á eftir og ljósið datt af honum. Strax á mánudagsmorgni koma menn til að rétta hann af og þeir gengu frá honum eins og hann var áður og voru búnir seinni partinn. En ljósið kom ekki og um miðjan desember hringdi ég í Orkuveituna að spyrja um ljósið. Sá fyrsti sem ég talaði við kom af fjöllum og vissi ekki neitt en eftir að fá samband við nokkra hitti ég á rétta manninn sem sagði mér að ljós myndi vera sett í strax. Nú er komið undir miðja jan- úar og ekki er ljósið komið hvað sem því veldur. Mér finnst forkastanlegt að hafa svarta myrkur á stóru svæði við Sogaveg í svartasta skammdeginu. Ég er að vona að þetta sé einstakt tilfelli en ekki viðtekin hefð en það getur verið að svo sé víða um borg- ina án þess að ég viti en ég veit bara þetta af því að ég sé það út um eld- húsgluggann hjá mér. Ég vil að síðustu senda þeim hjá Orkuveitunni bestu nýjárskveðjur og vona að þeir standi sig betur í ljósastauramálum á þessu nýja en á árinu 2004. Verði ljós á Sogavegi. Guðmundur Bergsson, Sogavegi 178. Snjókall týndist STÓR upplýstur snjókall hvarf úr garði við Sogaveg um miðjan desem- ber. Skilvís finnandi hafi samband í síma 663 4945. Kisur vantar nýtt heimili TVÆR bröndóttum læður, 3 ára, vantar nýtt heimili, annaðhvort sam- an eða í sitt hvoru lagi. Þær eru litlar og sætar. Upplýsingar í síma 824 1719. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. h4 c5 4. dxc5 Ra6 5. Dd4 Raxc5 6. Rc3 Rxc3 7. Dxc5 Re4 8. Dd5 Rxg5 9. hxg5 Db6 10. O-O-O Dxf2 11. Hh3 e6 12. Dd2 Be7 13. Rf3 Dc5 14. e4 d6 15. e5 dxe5 16. Hh4 O-O 17. Bd3 h6 18. Hc4 Dd5 19. gxh6 g6 20. Dc3 b5 Staðan kom upp á lokuðu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Reggio Emilia. Gríski stórmeistarinn, Igor Miladinovic (2611) hafði hvítt gegn búlgarska koll- ega sínum, Boris Chatalbashev (2554). 21. Bxg6! b4 hróksfórnin gekk út á óvenjulegt stef þar eð eftir 21... Dxc4 22. Dxe5 f6 23. Dg3! Kh8 24. Bh7!! væri svartur óverjandi mát. 22. De1! Heldur sama stefi áfram. 22...Da5 23. Be4 Kh8 24. Bxa8 hvítur er nú hróki yfir og held- ur sókn sinni sleitulaust áfram. 24...Ba6 25. Hd5! Dxa2 26. Dxe5+ f6 27. Dg3 Hg8 28. Hg4 Hc8 29. h7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hittingur. Norður ♠74 ♥G2 ♦Á109 ♣ÁKD973 Vestur Austur ♠Á952 ♠D1086 ♥104 ♥D983 ♦8763 ♦G542 ♣862 ♣5 Suður ♠KG3 ♥ÁK765 ♦KD ♣G104 Suður verður sagnhafi í sex gröndum og fær út tígul. Spurningin „Hvernig er best að spila?“ á kannski ekki alveg við hér, því þetta er í grundvallaratriðum hittingur í spaða – sagnhafi er með 11 toppslagi og þarf einn á spaðann. Hann getur hvort sem er spilað á gosann eða kónginn, enda líkur jafnar á því að austur sé með drottningu eða ás. En þótt rétt og rangt eigi ekki bein- línis við hér, þá má færa rök fyrir því að betra sé að spila á kónginn, sérstaklega ef það er gert snemma spils. Ástæðan er þessi: Ef vestur er með ásinn en ekki drottninguna, þá býst hann við að sagn- hafi eigi KDx eða jafnvel KD10. Og þá er besta vörnin iðulega sú að dúkka og neyða sagnhafa til að giska næst. Annað til: Jafnvel þótt vestur drepi með ásnum, er ekki auðvelt fyrir hann að spila spaða um hæl. En það verður hann að gera eins og liggur í spilunum hér, því ella þvingast austur með spaða- drottningu og lengdina í hjarta. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 35ÁRA afmæli. Í dag, 15. janúar,er 35 ára Dagmar Ósk Helga- dóttir hárgreiðslumeistari, búsett í Skanderborg í Danmörku. Hún er að heiman á afmælisdaginn en verður þess í stað hjá mömmu sinni í Garðabænum. Árnaðheilla dagbók@mbl.is FIMMTÍU og fimm manna sinfón- íuhljómsveit frá Tufts-háskóla í Boston í Bandaríkjunum kom til landsins í gær og heldur tvenna tónleika hér á landi. Þeir fyrri verða í Grafarvogskirkju í dag kl. 16, en þá mun Alda Ingibergs- dóttir sópran syngja með sveit- inni. Sveitin mun síðan leika í Bláa lóninu á morgun kl. 15 og einnig í íþróttahúsi HK í Kópavogi fyrir skólabörn á mánudag kl. 10. Hljómsveit Tufts-háskóla er skipuð ungum hljóðfæraleikurum á aldrinum 18–22 ára, en stjórn- andi hennar er Malka Sverdlov Yaacobi. Á efnisskrá tónleikanna í Graf- arvogskirkju verður m.a. verkið Overture to Candide eftir Leonard Bernstein, Aría úr Candide eftir Bernstein, Aría úr Leðurblökunni eftir Johann Strauss og aría úr Kátu ekkjunni eftir Lehar. Þá verður leikin svíta númer 1 úr Carmen eftir Bizet og Scherezade eftir Rimsky-Korsakov. Að sögn talsmanna sveitarinnar eru meðlimir afar spenntir fyrir því að koma hingað til lands og leika fyrir Íslendinga, enda brenn- ur unga fólkið í skinninu að kynn- ast landi og þjóð. Háskólasinfóníuhljómsveit frá Boston í Grafarvogskirkju Miðaverði er stillt í hóf og er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir elli- og örorku- lífeyrisþega og námsmenn. Frítt er inn fyrir 12 ára og yngri. Sinfóníuhljómsveit Tufts-háskóla í Boston leikur í Grafarvogskirkju í kvöld og í Bláa lóninu á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.