Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 57 FYRSTA kvikmyndahátíð nýstofn- aðs fyrirtækis, Iceland Film Festiv- al ehf., sem hefur þann tilgang að standa fyrir alþjóðlegum kvik- myndahátíðum, verður haldin í apr- íl. Það eru Samfélagið sem rekur Sambíóin og Háskólabíó, Skífan sem rekur Regnbogann og Smára- bíó, Myndform sem rekur Laug- arásbíó og loks Græna ljósið sem hefur sérhæft sig í dreifingu óháðra kvikmynda, sem standa að baki hinu nýja fyrirtæki. Ísleifur B. Þórhallsson, eigandi Græna ljóssins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja félags. Ísleifur hefur margra ára reynslu af starfi sem þessu og stóð m.a. að vel heppnuðum hátíðum, Breskum bíó- dögum og Bandarískum indí- bíódögum í samstarfi við Há- skólabíó. Stefnt er að því að halda eina stóra hátíð árlega og þrjár til fimm minni á hverju ári. Fyrstu stóru há- tíðinni verður hleypt af stokkunum 7. apríl næstkomandi og hafa þrjár myndir verið staðfestar, Vond menntun eftir hinn þekkta spænska leikstjóra Pedro Almódovar, Gard- en State í leikstjórn Zach Braff úr Scrubs með Natalie Portman í aðal- hlutverki og nýjasta mynd hins um- deilda sænska leikstjóra Lukasar Moodysson, Hola í hjarta mínu. Nýja starfið leggst vel í Ísleif. „Mér finnst ótrúlega gleðilegt að þessir aðilar séu búnir að snúa bök- um saman. Það er augljóslega þörf fyrir þetta. Það virðist vera mikill vilji fyrir því í þjóðfélaginu að við sýnum ekki bara bandarískar Hollywood-myndir og það sé ekki einhæft úrval bíómynda,“ segir hann. „Markmiðið með þessari hátíð er með tíð og tíma að byggja upp al- þjóðlega kvikmyndahátíð sem laðar að erlenda áhugamenn og fagfólk. Til að byrja með einbeitum við okk- ur að íslenskum áhorfendum og reynum að byggja upp markaðinn fyrir öðruvísi kvikmyndir upp á nýtt,“ útskýrir hann. Öllu tjaldað til „Trompin verða ekki spöruð og það verður öllu tjaldað til svo fyrsta há- tíðin verði sem flottust,“ segir Ís- leifur en alls verða um 30 myndir sýndar á hátíðinni, sem fram fer í öllum kvikmyndahúsum í Reykjavík samtímis. Til viðbótar verða sýndar myndir á Selfossi, Akureyri og í Keflavík, sem er nýmæli með svona hátíð. Kvikmyndaáhugafólki verður auðveldað að sjá sem flestar mynd- ir, með sýningum allan daginn í Há- skólabíói og Regnboganum á meðan á hátíðinni stendur. „Mjög margir vilja sjá margar myndir en eiga erf- itt með það því þetta tekur svo fljótt af. Þess vegna ætlum við að hafa þetta í heilar þrjár vikur,“ seg- ir Ísleifur. Til viðbótar ítrekar hann að úrvalið verði breitt og fjölbreytt með lengri sýningartíma og fleiri myndum en alls verða átta flokkar á hátíðinni. Stefnt er á að setja á keppni í tengslum við keppnina. „Það er lík- legast að það verði veitt verðlaun fyrir bestu myndina að mati áhorf- enda,“ segir hann en þetta er enn í bígerð. Moodysson til landsins? Ísleifur lofar því að tveir til þrír heimsþekktir kvikmyndagerð- armenn sæki fyrstu hátíðina heim. Verið getur að Lukas Moodysson verði einn þeirra. „Það er ekki ólík- legt og er farið í gang. Myndin er nú þannig að það er nauðsynlegt að leikstjórinn svari fyrir hana. Hún er svo umdeild.“ Ísleifur segir aðspurður að hátíð- inni sé ekki beint gegn einhverrri annarri hátíð. „Við viljum nota þetta sem tækifæri til að starfa með öllum öðrum sem hafa hug á því að halda hátíðir. Þetta er fyrirtæki sem starfar allan ársins hring og það er eitthvað sem hefur vantað.“ Kvikmyndir | Iceland Film Festival hefur göngu sína Fleiri myndir á lengri tíma Morgunblaðið/Golli Ísleifur B. Þórhallsson er framkvæmdastjóri nýs fyrirtækis sem ætlar að standa fyrir alþjóðlegum kvikmyndahátíðum hérlendis. ingarun@mbl.is Fréttir í tölvupósti TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! illingurin Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumy d ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1, 2.10, 3.30 og 6. Ísl.tal. / 3, 5.30, 8 og 10.30. Enskt tal. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2.30, 5. Ísl.tal. / 5 og 7.30. Enskt tal. KEFLAVÍK kl. 3 og 5.30. Ísl. tal. HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE  S.V. Mbl. „Algert augnayndi“ Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES KRINGLAN Sýnd kl. 7.30 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.20. Hva er mÆli me Alfie? Pott Øtt r mant sk gamanmynd me JudeLaw sem n lega var kosinn kyn okkafyllsti karlma urinn. FrÆb r t nlist. ÁLFABAKKI 4, 6.15, 8.30 og 10.40. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.30 og 10.40. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2.15, 4.30, 6.45, 9 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. AKUREYRI Sýnd kl. 3 og 5.40. Ísl. tal. Hádegisbíó Kr. 400 YFIR 29.000 ÁHORFENDUR  H.L. Mbl..L. bl.  DV  Rás 2ás 2  Kvikmyndir.comvik yndir.co Kvikmyndir.is INCREDIBLES ER VINSÆLASTA JÓLAMYNDIN, YFIR 29000 ÁHORFENDUR FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG J I , I . ÁHORFENDUR  Ó.H.T. Rás 2. .T. ás 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.