Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar EF FÖRINNI er heitið til Bergen, annarrar stærstu borgar Noregs, er sérstaklega mælt með að regnhlíf sé með í för. Sagan segir að í borginni rigni vel á þriðja hundrað daga á ári. Í þriggja daga stikkprufu í byrjun nóvember var þó bara einn hellirign- ingardagur, annar með smáskúrum og sá þriðji heiðskír. Þessi fallega borg naut sín þá afar vel og í ljós kom að hún hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn. Björgvin, eins og borgin er nefnd á íslensku, er á vesturströnd Nor- egs, umkringd fjöllum og hinum frægu norsku fjörðum. Sérstaklega að sumri eru norsku firðirnir skemmtilegur staður að heimsækja og boðið er upp á ýmsar skipulagðar ferðir í nágrenni Bergen. Hægt er að sigla um firðina, keyra, ganga eða hjóla. Borgin er umkringd sjö fjöllum þar sem tvö eru þekktust, Ulriken (642 m y.s.) og Fløyen (320 m y.s.). Upp á þau liggja járnbrautir eða kláfar og er Fløyen einn af vinsæl- ustu ferðamannastöðunum í Bergen. Ferðin upp með Fløibanen járn- brautinni tekur varla meira en fimm mínútur og útsýnið þegar upp er komið stórkostlegt. Höfuðborg Skandinavíu áður fyrr Upphaf Björgvinjar sem bæjar má rekja til elleftu aldar og á þrettándu öld varð borgin höfuðborg Noregs og í raun höfuðborg Skandinavíu um langa hríð, sem ein helsta verslunar- og hafnarborg þessa heimshluta. Allt fram á miðja nítjándu öld var borgin sú stærsta í Noregi. Núver- andi höfuðborg Noregs er þó orðin tvöfalt stærri en Bergen en íbúar Björgvinjar eru nú um 230 þúsund. Hansakaupmenn voru fyrirferð- armiklir í Bergen og eru ýmsar minjar um veru þeirra enn varð- veittar í borginni. Heilt safn er til- einkað þeim og Bryggen, miðbæj- arkjarninn, hefur verið endurbyggður í upphaflegri mynd síðan á miðöldum, þ.e. dögum Hansakaupmanna. Bryggen er nú á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna. Húsin eru úr timbri og hafa brunnið oftar en einu sinni. Í stór- brunanum árið 1702 brann allur bærinn til ösku en strax var hafist handa við endurbyggingu og lögð hefur verið áhersla á viðhald síðan. Það er eins og að taka skref aftur á bak í tíma að ganga um myrka timburganga á Bryggen en það er jafnframt aðlaðandi að sjá hvernig minjar um sögu bæjarins eru ekki í hvarfi, heldur eru þær í notkun. Listamenn, handverksbúðir og alls kyns verkstæði og verslanir hafa starfsemi í gömlu timburhúsunum. Bryggen er því ekki safn heldur staður þar sem er líf og fjör. Líf og fjör á fiskitorgi Í nágrenninu er Fisketorget þar sem fisksalar koma sér daglega fyrir og selja fisk í soðið, rækjusamlokur, kavíar, reyktan lax og ýmsar sæl- keravörur úr sjónum. Rigningin hindrar engan, hvorki kaupmenn né viðskiptavini, og líf og fjör er á fisk- markaðnum. Ker með lifandi fiski eru við hvern bás þannig að fisk- urinn er ætíð ferskur. Á fiskitorginu er líka selt grænmeti og ávextir, auk handverks og listmuna. Í nágrenni fiskitorgsins eru líka margir góðir veitingastaðir þar sem áhersla er lögð á sjávarrétti. Sædýrasafn, Akvariet, er í Berg- en og dregur að bæði börn og full- orðna. Þar eru ýmis sjávardýr og önnur dýr í vel búnu safni. Bíósalur er í safninu og sérstakur sýning- arsalur einnig. Ýmis fróðleikur um dýrin og lifnaðarhætti þeirra er enn- fremur settur fram á skemmtilegan hátt. Bergen var menningarborg Evr- ópu árið 2000 líkt og Reykjavík og þar er auðugt listalíf. Alþjóðleg listahátíð er þar haldin á hverju vori, um langt skeið undir stjórn íslensks framkvæmdastjóra. Håkonshallen er einn af nokkrum tónleikastöðum í borginni en hana lét byggja Hákon Hákonarson konungur sem ríkti í Noregi á þrettándu öld. Bergen er auk þess fæðing- arstaður Edvards Grieg, tónskálds- ins heimsþekkta. Húsið sem hann bjó í, Troldhaugen, er nú orðið að safni þar sem innanstokksmunir og persónulegir munir þeirra hjóna eru til sýnis. Húsið er á einum fallegasta útsýnisstað í borginni. Grieg er m.a. þekktur fyrir að hafa samið tónlist- ina í leikriti Ibsens um Pétur Gaut og eftir hann liggja ennfremur mörg falleg tónverk. Fyrir utan húsið er stytta af tón- skáldinu í réttri stærð og það kemur á óvart hversu lítill Grieg var, þ.e. undir 160 cm. Grieg lét byggja húsið á þessum ákveðna stað og þar bjó hann ásamt konu sinni Ninu til ævi- loka. Þegar hann lést árið 1907, 64 ára að aldri, var hann þegar búinn að skipa svo fyrir að jarðneskar leifar hans yrðu jarðsettar á ákveðnum stað í nágrenninu og það stóðst, þeim var komið fyrir inni í berginu við ströndina. Enn fleiri staði er hægt að heim- sækja, ótal söfn eru í borginni og bæjarlífið getur verið litskrúðugt með ýmsum kaffihúsum og veit- ingastöðum. Snorri Sturluson horfir m.a.s. út á sjóinn frá Bryggens Mus- eum, þ.e. stytta Gustav Vigelands af honum, sú sama og stendur í Reyk- holti. Lifandi bryggja í Bergen  NOREGUR Í timburhúsunum í miðbæjarkjarnanum Bryggen eru listamenn komnir með vinnuaðstöðu og þar eru líka litlar handverksbúðir. Fløyen/Fløibanen Vetrlidsalmenningen 21 Tel: +47 55336800 www.floibanen.no Bryggen/Bryggens Museum Dreggsalmenningen 3 Tel: +47 55588010 www.visitbergen.com/bryggen Akvariet Nordnesbakken 4 Tel: +47 55557171 www.akvariet.com Håkonshallen Tel: +47 55316067 www.hd.uib.no/haakon.htm Edvard Grieg Museum, Trold- haugen Tel. +47 55922992 www.troldhaugen.com Morgunblaðið/ Steingerður Á Fisketorget koma fisksalar sér daglega fyrir og selja fisk í soðið, rækju- samlokur, kavíar, reyktan lax og ýmsar sælkeravörur úr sjónum. Fløibanen-járnbrautin á leiðinni niður. Píanóið er á heimili Griegs. steingerdur@mbl.is FERÐASKRIFSTOFA Guðmundar Jónassonar ætlar í sumar að bjóða u pp á tvær nýjungar fyrir Íslendinga. Báðar fela þær í sér vikuferðir til Grænlands, annars vegar á silungs- veiðar og hinsvegar á sauðnauta- veiðar. Ferðaskrifstofan hefur til fjölda ára boðið upp á silungs- og hrein- dýraveiðar til Grænlands, en í sumar verður efnt til tveggja ferða á glæ- nýjan stað til að stunda stangveiðar. Flogið verður til Narssarssuaq og gist í Narssaq í eina nótt. Daginn eftir verður haldið til Ketilsfjarðar og upp að Miklavatni í Paradísardal. Við vatnið verður gist í tjöldum, siglt á vatninu og rennt fyrir fisk í fjóra daga. Síðustu tvær næturnar verður svo gist í Narssaq. Settar hafa verið upp tvær svona ferðir, 5. og 9. ágúst, og verður Bjarni Olesen fararstjóri. Ferðin kostar tæpar 120 þúsund krónur með flugi, sköttum, gistingu, siglingum, veiðileyfi og íslenskri leiðsögn. „Þarna er stórkostleg nátt- úrufegurð og urðum við sérstaklega vör við áhuga Íslendinga á ferðalög- um til Ketilsfjarðar í kjölfar sjón- varpsmyndar um þetta svæði ekki alls fyrir löngu,“ segir Emil Örn Kristjánsson, forsvarsmaður utan- landsdeildar Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar. Jafnframt stendur til að efna til vikuferðar á sauðnautaveiðar til Ivittuut á Suður-Grænlandi þann 19. júlí í sumar. Að sögn Emils ganga sauðnautin villt og er árlegur kvóti um fimmtán dýr. Þar af fengju ís- lensku ferðamennirnir skotleyfi á fimm dýranna. Boðið verður upp á vikuferðir til Grænlands, annars vegar á silungsveiðar og hinsvegar á sauðnautaveiðar.  FERÐALÖG | Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar Silungs- og sauðnauta- veiði á Grænlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.