Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 35 KIRKJUSTARF Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Pét- urskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugar- daga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. „Ár altarissakrament- isins“: Tilbeiðslustund á hverjum föstu- degi kl. 17.00 og messa kl. 18.00. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11.00 sunnudagaskóli í Landakirkju. Nýj- ar bækur, nýir límmiðar, gömlu lögin og gamli góði andinn. Biðjum saman og heyrum biblíusögu. Barnafræðarar og prestar kirkjunnar halda utan um stund- ina. Fjölmennum með börnin til kirkju. Kl. 14.00 guðsþjónusta í Landakirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guð- mundar H. Guðjónssonar. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20.30 æskulýðsfundur í Landakirkju. Hvernig gengur að selja kirkjukaffi? Allir unglingar velkomnir. Fyrsti fundur á nýju ári. Hulda Líney og sr. Þorvaldur. LÁGAFELLSSÓKN: Messa í Lágafells- kirkju sunnudaginn 16. janúar kl.14. Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Org- anisti: Jónas Þórir. Kór Lágafellssóknar leiðir sönginn. Sunnudagaskóli kl.13 í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3. Umsjón Hreiðar Örn Stefánsson og Jónas Þórir. Bænastundir í Lágafellskirkju á mánu- dögum kl.19.30. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu á fimmtudögum kl. 10–12. Ath.! breyttan tíma. Tíu til Tólfára starf í safnaðarheimilinu á fimmtudögum kl.16.30 og æskulýðsstarf á sunnudög- um kl.17 í umsjón Hreiðars Arnar Stef- ánssonar og Sólveigar Ragnarsdóttur. Prestarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl.11.00. Íhugunarefni: „Lifum lífinu lifandi“. Prestur sr.Þórhallur Heimisson. Organisti Antonia Hevesi. Kór kirkjunar leiðir söng. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu og Hval- eyrarskóla. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjón- usta kl. 14.00 fyrir eldri borgara í Víð- istaðasókn, Garðasókn og Bessastaða- sókn. Prestar: sr. Hans Markús Hafsteinsson og sr. Friðrik J. Hjartar. Kór Bessastaðakirkju syngur undir stjórn Úl- riks Ólasonar. Kaffiveitingar og dagskrá á eftir í boði Víðistaðakirkju. Fram koma: Unglingakór Víðistaðakirkju og Sigurður Skagfjörð einsöngvari. Boðið verður upp á rútuferð frá Hjallabraut 33 kl. 13.40 og frá Hrafnistu kl. 13.50. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Umsjón hafa Sigríður Krist- ín, Hera og Örn. Kvöldvaka við kertaljós kl. 20. Umfjöllunarefni kvöldvökunnar að þessu sinni er lífsgleðin og hamingjan. Almar Grímsson flytur hugleiðingu. Hljómsveit kirkjunnar og kórinn leiða tón- list og söng undir stjórn Arnar Arnarson- ar. Einsöngur Erna Blöndal. Kaffi í safn- aðarheimilinu að lokinni kvöldvöku. ÁSTJARNARSÓKN í Samkomusal Hauka, Ásvöllum: Barnastarfið hefst sunnudaginn 16. janúar kl. 11 og verður vikulega, að vanda. Kaffi, djús, ávextir, söngvastundir og leikir eftir helgihaldið. Guðsþjónusta sunnudaginn 16. janúar kl. 20. KÁLFATJARNARKIRKJA: Kirkjuskólinn hefst laugardaginn 15. janúar kl. 11.15 í Stóru-Vogaskóla. Guðsþjónusta sunnu- daginn 16. janúar kl. 14 í Kálfatjarn- arkirkju. Alfa námskeið hefst miðviku- daginn 19. janúar kl. 19–22. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í Álftanesskóla kl. 11:00. Nýtt og skemmtilegt efni á vorönn. Sömu skemmtilegu leiðbeinendurnir og auðvit- að sömu skemmtilegu börnin. Mætum vel. Prestarnir. Sameiginleg guðsþjónusta í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði kl. 14:00. Um er að ræða árleg safnaðarsamskipti á milli safnaða Garðaprestakalls og Víðistaða- sóknar. Í ár munu eldri borgarar úr Bessastaða- og Garðasókn heimsækja Víðistaðasókn. Að lokinni guðsþjónustu er viðstöddum boðið í hátíðarkaffi í safn- aðarheimili kirkjunnar í boði Víðistaða- sóknar. Rúta fer hringinn á Álftanesi um 13:20 og til baka að lokinni athöfn. Við athöfnina þjóna sr. Friðrik J. Hjartar, sr. Hans Markús Hafsteinsson, ásamt djáknunum Grétu Konráðsdóttur og Nönnu Guðrúnu Zoëga. Kór Bessastaða- kirkju syngur við athöfnina og leiðir al- mennan safnaðarsöng. Organisti: Úlrik Ólason. Prestarnir. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Vídalíns- kirkju kl. 11:00. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu, yngri og eldri deild. Nýtt og skemmtilegt efni á vorönn. Sömu skemmtilegu leiðbeinend- urnir og auðvitað sömu skemmilegu börnin. Kór Vídalínskirkju syngur við at- höfnina og leiðir almennan safnaðar- söng. Við athöfnina verður barn borið til skírnar. Organisti: Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson. Kaffisopi að lokinni at- höfn. Prestarnir. Sameiginleg guðsþjónusta í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði kl. 14:00. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 13:30 og frá Hleinum kl. 13:35 og til baka að lokinni athöfn. Sjá augl. Bessastaðasókn. Prestarnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Nýtt efni. Barn borið til skírnar. Guðsþjónusta kl. 14. Létt kirkjuleg sveifla með kór og hljómsveit kirkjunnar. Fermingarbörn og foreldrar sérstaklega hvött til að mæta. Stuttur fundur um fermingarstarfið í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Helgistundir miðvikudaga kl. 18. Foreldramorgnar miðvikudaga kl. 10. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Elín Njálsdóttir, umsjónar- maður. Eiríkur Valberg, Arnhildur H. Arn- björnsdóttir, Sigríður Helga Karlsdóttir, Sara Valbergsdóttir og Ólafur Freyr Her- vinsson. Kirkjudagur Faxafélaga og Róta- rýmanna. Guðsþjónusta kl. 14 í Kirkju- lundi. Prestur: Sr. Ólafur Oddur Jónsson. Ræðuefni: Sjálfræði aldraðra. Umönn- unarstéttir boðnar sérstaklega velkomn- ar. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Org- anisti og söngstjóri: Hákon Leifsson. Kirkjukaffi eftir messu. Sjá Vefrit Keflaf- víkurkirkju: keflavikurkikja.is HVALSNESKIRKJA: Laugardagurinn 15. janúar. Safnaðarheimilið í Sandgerði: Kirkjuskólinn kl. 11. Allir velkomnir. Sunnudagurinn 16. janúar: Safnaðar- heimilið í Sandgerði: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 20.30. Samúel Ingimarsson pré- dikar. Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. NTT -Níu til tólf ára starf er í safnaðarheim- ilinu í Sandgerði áþriðjudögum kl. 17. Foreldrastundir eru á þriðjudögum kl. 13.00 í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Alfa-námskeið hefst kl. 20 miðvikudag- inn 19. janúar í safnaðarheimilinu Sæ- borgu. Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagurinn 15. janúar. Safnaðarheimilið Sæborg: Kirkju- skólinn kl. 13. Allir velkomnir. Sunnu- dagurinn 16. janúar: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 16.30. Samúel Ingimarsson prédikar. Kór Útskálakirkju syngur. Org- anisti Steinar Guðmundsson. Garðvang- ur: Helgistund kl. 15.30. NTT -Níu til tólf ára starf er í safnaðarheimilinu áfimmtu- dögum kl.17. Alfa-námskeið hefst kl. 20 miðvikudaginn 19. janúar í safnaðar- heimilinu Sæborgu. Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjörug fjölskyldu- guðsþjónusta verður fyrir allt prestakall- ið sunnudaginn 16. janúar kl. 11.00 f.h. Mikill og skemmtilegur söngur í kirkju sem er full af trú og gleði á nýju ári. Óvæntir gestir koma í heimsókn. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sunnudaga- skóli kl. 11. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa kl. 11. Sameiginlegt upphaf, börn fara síðan í safnaðarsal í samveru með Ástu, Sólrúnu, Píu og Tinnu. Öll börn fá glaðning frá kirkjunni, Rebbi ref- ur og Gulla gæs koma í heimsókn. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprest- ur, þjónar. Félagar úr kór Glerárkirkju syngja. Organisti Hjörtur Steinbergsson. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 11. Ræðumaður Sigurður Ingimarsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Allir velkomnir. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. 17. jan. (mánud.) Kyrrðarstund kl. 18. 18. jan. Foreldra- morgunn kl. 10–12. Sóknarprestur. VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Kór Víkurkirkju leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org- anista. Væntanleg fermingarbörn næsta vors hvött til að mæta. Fjölmennið. Sóknarprestur. ÞYKKVABÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Skírn. Eldri borgarar í Rangárvallaprófastsdæmi eru sérstak- lega boðnir velkomnir til kirkju þennan dag. Að embætti loknu bjóða sóknar- nefndir Þykkvabæjar- og Oddasókna til kirkjukaffis í samkomuhúsinu í Þykkva- bæ. Sóknarprestur. STÓRA-NÚPSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 16. janúar kl. 11.00. Sókn- arprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sunnudagaskólinn kl. 11.15. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eft- ir. Fyrirbænir og morguntíð sungin þriðju- dag, miðvikudag, fimmtudag og föstu- dag kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldramorgnar miðvikudag kl. 11. Kirkjuskólinn byrjar miðvikudaginn 19. janúar kl. 13.30 í Félagsmiðstöðinni við Tryggvagötu. Sr. Gunnar Björnsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta og barnastarf k. 11. Hjúkrunarheimilið Ás. Guðsþjónusta kl. 14. Foreldramorgn- ar eru byrjaðir eftir hlé um hátíðir og eru alla þriðjudagsmorgna kl. 10 í safnaðar- heimilinu. Fermingartímar byrja mánu- daginn 17. janúar. Sóknarprestur. Kyrrðardagar í Skálholti UM helgina, 21.–23. janúar, efnir Skálholtsskóli til kyrrðardaga í svartasta skammdeginu. Þar gefst fólki kostur á að draga sig í hlé, fara í hvarf frá því álagi, streitu og áreiti sem margir búa við í íslensku sam- félagi. Kyrrð, helgi og söguleg vídd Skálholtsstaðar skapa umgjörð um kyrrðardagana en auk þess er boðið upp á sérstaka dagskrá til stuðnings og leiðsagnar. Þátttakendum er hins vegar í sjálfsvald sett hvort þeir notfæra sér það tilboð, enda er hvíldin, andleg sem líkamleg, ein meginforsenda kyrrðardaga. Kyrrðardagarnir hefjast á föstu- dagskvöldið, 21. janúar. Eftir kvöld- tíðir í kirkjunni er kvöldverður og síðan kynning á kyrrðardögunum, hvernig má njóta þeirra sem best og njóta sín sem best. Síðan tekur við hin hlýja þögn, þannig að kyrrðin umvefur og þátttakendur eru lausir við allt áreiti og geta hvílst og eiga til eigin ráðstöfunar þá tvo sólar- hringa sem kyrrðardagarnir vara. Boðið er upp á hugleiðingar, trúnaðarsamtöl og þátttöku í helgi- haldi staðarins, sem eru morgun- og kvöldtíðir og messa á sunnudeg- inum. Þögninni er síðan aflétt um hádegisbil á sunnudeginum 23. jan- úar og heimför sama dag. Yfirskrift kyrrðardaganna er: Ljós og myrkur í lífi og sögu. Sig- urður vígslubiskup Sigurðarson í Skálholti annast leiðsögnina og mun flytja hugleiðingar kvölds og morgna í ljósi þeirrar yfirskriftar og leiða kynningu á Skálholtsstað. Rektorshjónin í Skálholti, Rannveig Sigurbjörnsdóttir og Bernharður Guðmundsson, annast umsjón dag- anna. Kostnaði er mjög í hóf stillt, eða kr. 10.000 fyrir fæði, húsnæði og alla þjónustu. Svövusjóður hefur verið stofnaður til að styðja þá til þátttöku í kyrrðardögum sem þess þurfa. Leggja má framlög í sjóðinn á reikning 60560 í banka 0151-05, kennitala 280137-4219. Skrifstofa Skálholtsskóla veitir allar nánari upplýsingar um kyrrð- ardagana og tekur við skráningum. Síminn er 486 8870 og netfang- ið;skoli@skalholt.is. Sunnudagaskóli Þorlákskirkju SUNNUDAGASKÓLINN í Þorláks- kirkju hefur lengi verið mjög öfl- ugur og verður það vonandi áfram. Á sunnudaginn kemur byrjar hann eftir áramót með nýju og spennandi efni. Sunnudagaskólinn verður síðan hálfsmánaðarlega fram að páskum og síðan verður farið í spennandi vorferð. Krakkar eru hvattir til að vera með frá byrj- un og taka pabba og mömmu eða afa og ömmu með. Þetta er holl og heilbrigð lífsnautn seint á sunnu- dagsmorgni. Baldur Kristjánsson. Samstarf safnaða UM nokkurra ára skeið hafa Víði- staðasókn og Garða- og Bessa- staðasókn haft með sér samstarf sem fólgið er í gagnkvæmum messu- heimsóknum eldri borgara. Sunnu- daginn 16. janúar kl. 14.00 munu prestarnir í Garða- og Bessa- staðasóknum og kór Bessastaða- kirkju, ásamt eldri borgurum þar, heimsækja Víðistaðakirkju. Að guðsþjónustu lokinni verður stutt skemmtidagskrá í kirkjunni þar sem fram koma Unglingakór Víðistaðakirkju undir stjórn Ás- laugar Bergsteinsdóttur og Sig- urður Skagfjörð einsöngvari. Að lokum verða kaffiveitingar í safn- aðarheimilinu í boði sóknarnefndar Víðistaðasóknar. Boðið verður upp á rútuferð frá Hjallabraut 33 kl. 13:40 og frá Hrafnistu kl. 13:50. Alfa-námskeiðin ALFA-námskeiðin vinsælu eru að hefjast í mörgum söfnuðum víða um land. Fyrir þá sem vilja velta fyrir sér lífinu og gátum þess henta hin vin- sælu Alfa-námskeið. Þar er kafað dýpra í tilgang lífsins í fyrirlestrum og samræðum. Heimasíðan er lykill- inn að því að finna námskeið í ná- grenninu www.alfa.is. Fyrsta námskeiðið var haldið hér á landi hjá KFUM árið 1996, en síð- an þá hafa yfir 30 félög, söfnuðir og kirkjur haldið slík námskeið. Nám- skeiðin hafa farið sigurför um heim- inn. Talið er að yfir sex milljón manns hafi sótt Alfa-námskeið, og í dag eru tæplega 29 þúsund söfnuðir skráðir um víða veröld. Námskeiðið hentar öllum kirkjudeildum og er það einn af leyndardómunum á bak við vinsældir þess. Hægt er að kynna sér námskeiðin á heimasíðu Alfa-námskeiðanna: www.alfa.is. Alfa-námskeið í Kefas NÚ erum við að fara af stað með Alfa-námskeið og haldinn verður kynningarfundur fimmtudaginn 20. janúar kl. 19.00, þar sem boðið verð- ur upp á léttan kvöldverð, og síðan hefst námskeiðið sjálft viku síðar, hinn 27. janúar. Um er að ræða tíu vikna nám- skeið, einu sinni í viku, þar sem á einfaldan og þægilegan hátt er fjallað um kristna trú. Auk þess fara þátttakendur eina helgi saman út úr bænum. Tekist er á við mikilvæg- ustu spurningar lífsins í afslöppuðu og þægilegu umhverfi án þess að nokkrar kröfur séu lagðar á nám- skeiðsgesti. Hvert kvöld hefst með léttum kvöldverði kl. 19.00. Síðan er kennsla í um 45 mínútur og eftir stutt hlé eru umræður í hópum. Námskeiðinu lýkur kl. 22.00. Námskeiðsgjald er kr. 5.000 fyrir tíu vikur auk þess sem greitt er sér- staklega fyrir ferðina sem farin verður út úr bænum. Allir eru vel- komnir á kynningarfundinn og fer skráning fram á sama tíma. Kynn- ingarkvöldið er ókeypis og án allra skuldbindinga. Neskirkjuguðsþjón- usta upphaf bænaviku Á HVERJU ári efna kristnar kirkjur til alþjóðlegrar bænaviku í janúar. Bænavikan hefst með útvarpsguðs- þjónustu í Neskirkju 16. janúar. Í ár undirbjuggu fulltrúar kirkna í Sló- vakíu efni vikunnar. Samstarfs- nefnd kristinna trúfélaga þýddi efn- ið og stendur að mörgum samkomum og bænastundum í ýms- um kirkjum landsins. Í Neskirkju mun Steinunn Arn- þrúður Björnsdóttir prédika. Prest- ur er Sigurður Árni Þórðarson, kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar org- anista. Fulltrúar nokkurra trú- félaga sjá um messuliði og lestra. Þau eru Ingunn Björnsdóttir, Eric Guðmundsson, Guðný Gunn- arsdóttir, Svanhildur Sigurjóns- dóttir og Anne Marie Reinholdtsen. Sorgarhópur – Grafarvogskirkja MÁNUDAGINN 17. janúar kl. 20:00 mun Birgir Ásgeirsson sjúkra- húsprestur halda erindi um sorgina og ýmsar myndir hennar. Í kjölfarið verður boðið upp á sorgarhóp sem hefst mánudags- kvöldið 24. jan. Kl. 20:00 og verður vikulega í átta vikur. Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir sorgarhópinn. Þorvaldur í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 16. janúar kl. 20 verður guðsþjónusta með alt- arisgöngu í Seljakirkju. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar og þjónar fyrir altari og Þorvaldur Hall- dórsson tónlistarmaður leiðir okkur áfram í söng ásamt kór kirkjunnar. Verið hjartanlega velkomin! Guðsorð, trú og tilgangur FIMMTUDAGINN 20. janúar kl. 20.00 hefst Biblíunámskeið á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar og Reykjavíkuprófastsdæmis eystra í Breiðholtskirkju í Mjódd. Kennari er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hér- aðsprestur og stundakennari við HÍ. Yfirskrift námskeiðsins er Texti, trú og tilgangur og verður fjallað um þekkta texta úr guðspjöllum og bréfum Nýja testamentisins skoðað hvernig þeir hafa mótað siðferð- isvitund og mannskilning kristninn- ar. Sérstaklega verður farið í texta tengda krossfestingunni og lesnar prédikanir eftir þekkta erlenda og íslenska kennimenn í tengslum við það. Kennari á námskeiðnu er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur og hefst það kl. 20.00. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskólans www.kirkjan.is/leikmannaskoli og þar má einnig finna frekari upplýs- ingar. Alfa í Neskirkju ALFA II hefst þriðjudaginn 18. jan- úar kl. 19. Kennt verður á þriðju- dögum frá 18. jan til 22. mars kl. 19– 20, samtals tíu skipti. Ekki er nauð- synlegt að hafa áður sótt Alfa I. Engar forkröfur eru gerðar og heimanám er ekki skilyrði. Kennsluefni: Bókin Líf á nýjum nótum eftir Nicky Gumbel, sem er höfundur Alfanámskeiðanna. Bók- ina verður hægt að kaupa í Nes- kirkju á afsláttarkjörum. Kostnaður þátttakenda vegna námskeiðsins er kr. 15.000 sem er greiðsla fyrir mat og Skálholtsferð sem verður frá föstudegi til laug- ardags 18.–19. febrúar. Námskeiðið kostar í reynd mun meira en sókn- arnefnd greiðir hluta kostnaðarins. Skipta má greiðslunni t.d. á korta- tímabil. Mörg stéttarfélög end- urgreiða félagsfólki sínu kostnaðinn að hluta eða öllu leyti. Reynslan sýnir að sumt fólk hefur Morgunblaðið/Þorkell Skálholt MESSUR Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.