Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 33 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MIG langar til að þakka Ragnari Önundarsyni viðskiptafræðingi og bankamanni fyrir mjög þarfa hug- vekju í Morgunblaðinu 13. janúar: Sápukúlur springa að lokum. Hann bendir á uppganginn í fjármálalífi samfélagsins og beinir sérstaklega aðvörunarorðum til einstaklings- ins. Ragnari þykir ástæða að ótt- ast efnahagslegar kollsteypur enda margir fjárfest ótæpilega og það sem verra er, hafa ef til vill ekki nóga þekkingu né innsýn í þessi flóknu mál. Margir hafa efnt á sama tíma til mikilla skulda og eru Íslendingar ótrúlega skuldsettir nú í gróðatíðinni. Ragnar dregur fram hættumerkin í 15 liðum og ótrúlegt er hve mörg þeirra eiga við nú. Sem gamall skólafélagi Ragnars úr MH vil eg þakka Ragnari fyrir þarfa hugvekju og vænti þess að hann riti meira um fjármál og miðli óspart af fræðum sínum. GUÐJÓN JENSSON, Arnartanga 43, Mosfellsbæ. Sápukúlur efnahagslífsins Frá Guðjóni Jenssyni, bókfræðingi, leiðsögumanni og tómstundablaða- manni: STUNDUM þarf að mála hlutina í sterkum litum til að fá fram við- brögð. Segja má að Ragnari Árna- syni prófessor hafi tekist það í umræðu um Evrópumál að undanförnu. Umdeild ummæli hans um ágæti EES samstarfs- ins í Viðskiptablaðinu nýlega hafa hleypt lífi í frekar daufa um- ræðu um tengsl Ís- lands við umheiminn og á Ragnar hrós skil- ið fyrir að þora að varpa fram jafn rót- tækri hugmynd eins og að segja EES- samningnum upp. Það breytir því hins vegar ekki að ég tel hug- myndir hans algjörlega óraunhæfar og gersamlega gegn hagsmunum Íslands í alþjóðasamstarfi. Það er í sjálfur sér góðra gjalda vert að vilja skoða EES-samning- inn og ágæti hans fyrir íslenskt þjóðfélag eins og prófessorinn held- ur fram. Ragnar virðist hins vegar gleyma því að Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og hin virta norska alþjóðamálstofnun NUPI gerðu vandaða úttekt á sam- skiptum Íslands við Evrópusam- bandið og birtust niðurstöðurnar í bókinni ,,Ísland og Evrópusam- bandið: EES, ESB-aðild eða ,,sviss- nesk lausn? í júní 2003. Þar kemur skýrt fram að ef Ísland kysi að segja sig úr EES væri það einfald- lega óhugsandi að vera algerlega samningslausir við Evrópusam- bandið. Aðstæður í dag væru þann- ig að hagsmunir Íslands væru það nátengdir aðstæðum á innri mark- aði Evrópusambandsins að annað kæmi ekki til greina. Það er ljóst að ef við segðum upp samningnum myndi gamli frí- verslunarsamningurinn frá 1973 taka gildi. Þar var einkum samið um lækkun á tollum á fiskafurðum en EES-samningurinn nær yfir miklu víðtækara svið og er engan veginn sambærilegur. Við þyrftum þá að ná samningum við ESB um frjálsar fjárfestingar, frjálst flæði vinnuafls, menntamál, vísindamál og margt fleira. Ljóst er að við værum ekki í mjög sterkri samn- ingsstöðu í slíkum við- ræðum því þegar við gerðum EES- samninginn nutum við góðs af aðstæðum í heiminum á þeim tíma og gátum fleytt okkur inn með sterkum EFTA-löndum. Nú eru aðstæður hins vegar allt aðrar og jafnvel Norðmenn gengnir í ESB eins og Ragnar hefur sjálfur sagt að gerist líklega. Ragnar hefur tekið dæmi um Sviss um land sem hefur staðið ut- an EES og spjarað sig vel. Stað- reyndin er hins vegar sú að Sviss- lendingum hefur ekki gengið of vel síðan þjóðin felldi samninginn í at- kvæðagreiðslu árið 1992 með 50,3% atkvæða. Hagvöxtur hefur verið lít- ill og störfum í landinu fækkaði á áratugnum 1992–2002. Það tók Svisslendinga 9 ár að ná tvíhliða samningum við ESB og samt eru þeir eitt mikilvægasta viðskiptaland Evrópusambandsins. Þessir samn- ingar ná ekki nema til hluta af þeim málefnum sem EES- samningurinn tekur til og eru á margan átt mun lakari kostur EES. Vert er að hafa í huga að Svisslendingar hafa aldrei dregið umsókn sína um Evrópusambands- aðild, sem þeir lögðu inn árið 1992, til baka. Ef tvíhliðasamningarnir reynast Svisslendingum ekki vel má alveg búast við að ESB-aðild verði aftur komin upp á borðið inn- an einhverra ára. Ragnar orðaði það ágætlega í Kastljósþætti nýlega að Ísland reki smám saman í átt að Evrópusam- bandinu. Það getur hins vegar varla talist heppilegasti ferðamát- inn því þá hefur maður enga stjórn á skútunni! Miklu betri ferðamáti er að vera bæði með rá og reiða og stýrið í lagi og þannig vita hvert fleyið stefnir. Langlíklegasta höfn til að stefna að er Evrópa en þar gætu hugsanlega bæði Sviss og Noregur verið í hafnarstjórninni. Hvar stæði Ísland þá? Myndi Ragnar halda því í alvöru fram að Ísland ætti við þær kringumstæður að snúa baki við Evrópuhöfninni og reyna frekar að beina Íslandsskút- unni með manni og mús til Am- eríku? Eða Asíu? Rekur okkur í átt að ESB? Andrés Pétursson svarar Ragnari Árnasyni ’Ætti Ísland við þærkringumstæður að snúa baki við Evrópuhöfninni og reyna frekar að beina Íslandsskútunni með manni og mús til Am- eríku? Eða Asíu? ‘ Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. SKIPULAGSSTOFNUN hefur sent tillögu meirihluta sjálfstæðis- manna á Seltjarnarnesi um breyt- ingar á aðalskipulagi bæjarins aftur til frekari vinnslu vegna galla á efnismeðferð málsins. Hlýtur það að telj- ast áfellisdómur yfir meirihlutanum og þá einkum bæjarstjóra, sem hefur gengið fram af mikilli óbil- girni fram að þessu. Í bréfi Skipulags- stofnunar kemur fram að áður en stofnunin getur af- greitt tillöguna til staðfestingar umhverfisráðherra þarf bæjarstjórn að skýra frá öðr- um uppbyggingarkostum í sveitarfélaginu sem og að bregð- ast við athugasemdum frá 1.100 bæjarbúum sem mótmæltu tillög- unni. Ljóst er því að nokkuð vantar upp á að unnt sé að afgreiða að- alskipulag bæjarins. Þá leggur Skipulagsstofnun til að sett verði ítarlegri ákvæði um hæðir húsa, húsagerðir og annað yfirbragð fyrirhugaðrar byggðar þannig að bindandi forsendur liggi fyrir við útfærslu deiliskipu- lagsins. Á þessi atriði bentu fulltrúar Neslistans í bókunum í bæjarstjórn og í skipulags- og mannvirkjanefnd þegar þeir greiddu atkvæði gegn tillögunni um breytingu á aðalskipulaginu. Efnismeðferð málsins gagnrýnd Kjarni málsins er að 1.100 bæj- arbúar og Áhugahópur um betri byggð á Seltjarnarnesi hafa skilað inn athugasemdum við fyrirhug- aða breytingartillögu á aðalskipulagi, sem meirihluti sjálfstæð- ismanna hefur hingað til látið sér í léttu rúmi liggja og sýnt lítinn samstarfsvilja við bæjarbúa. Á því strandar mál- ið nú, þar sem efnis- meðferð hefur ein- faldlega ekki uppfyllt kröfur skipulagslaga. Það er því frjáls- lega farið með stað- reyndir þegar því er haldið fram að Skipu- lagsstofnun hafi aðeins beðið um smávægilegar viðbótarupplýs- ingar. Afstaða Neslistans skýr Fulltrúar Neslistans greiddu at- kvæði gegn tillögu um umsögn vegna athugasemda rúmlega 1.100 bæjarbúa og bentu á að tillögur um breytingar á aðalskipulagi gengju ekki nægilega langt miðað við eðli og fjölda þeirra at- hugasemda sem borist höfðu frá bæjarbúum. Neslistinn benti í bókunum á að skipulagsmál skuli vinna í samráði við bæjarbúa og mikilvægi þess að virða skoðanir bæjarbúa og þann lýðræðislega rétt þeirra til áhrifa sem skipu- lagslög kveða á um. Á þetta hefur ekki verið hlustað. Meirihluti sjálfstæðismanna hefur nú verið gerður afturreka af Skipulags- stofnun vegna þessara vinnu- bragða. Tillögur Neslistans um samráð felldar Íbúar á Seltjarnarnesi hafa áður lent í andstöðu við meirihluta sjálfstæðismanna vegna skipulags- mála. Bæjarbúar mótmæltu mikl- um byggingaráformum við Nes- stofu fyrir rúmlega tíu árum. Það tókst að koma í veg fyrir þau þökk sé Neslistanum, bæjarbúum og þeim sjálfstæðismönnum sem beittu sér í málinu. Nú er sam- bærileg staða komin upp á ný. Fyrir síðustu kosningar leysti meirihlutinn skipulagsmálin með því að lofa íbúaþingi um skipu- lagsmálin og keypti sér með því frið. Í nóvember 2002 var íbúaþing haldið sem var mjög vel sótt. Þar var áhugasömum bæjarbúum boð- ið til frekara samstarfs við bæj- aryfirvöld um skipulagsmálin. Þessi hópur hefur ekki enn verið kallaður saman. Neslistinn lagði, eftir íbúaþing- ið, fram í bæjarstjórn tillögu um skipan samráðshóps í tengslum við aðalskipulagsvinnuna, sem skyldi vinna með skipulagsnefndinni. Tillögunni var vísað til skipu- lags- og mannvirkjanefndar, en þar var tillagan felld af meirihluta sjálfstæðismanna. Skipaður var starfshópur, með einum fulltrúa frá minnihluta og tveimur frá meirihluta auk bæjarstjóra sem stýrði hópnum. Sá hópur átti að skila sínum til- lögum til skipulags- og mann- virkjanefndar. Ein tillaga var lögð fyrir skipulags- og mann- virkjanefnd eftir margra mánaða vinnu starfshópsins. Í apríl 2004 voru bæjarbúar boðaðir á kynningarfund um deili- skipulagstillögu Hrólfskálamels og Suðurstrandar. Þar var bæj- arfulltrúum og fulltrúum í skipu- lags- og mannvirkjanefnd ekki leyft að taka til máls. Nú á að stofna svokallaðan rýni- hóp ef marka má orð meirihlutans. Hér er um algjöran viðsnúning að ræða þar sem meirihlutinn hefur áður fellt tillögur Neslistans um stofnun samráðshóps um skipu- lagsmálin. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort hugur fylgi máli. Rétt er að geta þess að skipulagsvinnan hefur nú staðið í tvö ár og kostað bæjarsjóð rúm- lega 50 milljónir króna. Opinn íbúafundur og samráðshópur Athugasemdir Skipulagstofnunar við aðalskipulagið kalla á heildar- endurskoðun á málinu. Annað stríðir gegn fyrirmælum skipulagsreglna og góðum stjórn- sýsluháttum. Fulltrúar Neslistans í bæj- arstjórn munu krefjast þess að haldinn verði opinn fundur með bæjarbúum um skipulagsmál á næstu vikum þar sem bæjarfulltrúar og nefndarmenn í skipulags- og mannvirkjanefnd geri grein fyrir afstöðu sinni í máli þessu. Í framhaldi af þeim fundi verði stofnaður formlegur samráðshópur um verkefnið. Bæjarbúar eiga skýlausan rétt á að fá afdráttarlaus svör frá bæj- arfulltrúum um hver sjónarmið þeirra séu. Skipulagsmál eru sam- starfsverkefni sveitarstjórnar og íbúa. Meirihluti sjálfstæðismanna þarf að virða þær leikreglur, ekki bara í orði heldur og á borði. Skipulagsklúðrið á Nesinu Guðrún Helga Brynleifsdóttir fjallar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi ’Athugasemdir Skipu-lagsstofnunar við að- alskipulagið kalla á heildarendurskoðun á málinu.‘ Guðrún Helga Brynleifsdóttir Höfundur er oddviti Neslistans. 4. flokki 1992 – 44. útdráttur 4. flokki 1994 – 37. útdráttur 2. flokki 1995 – 35. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 2005. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.