Morgunblaðið - 20.01.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 19
DAGLEGT LÍF
Vers l un Odda • Hö fðabakka 3 • S ím i 515 5105
www.oddi.is
Af öllu bleki og dufti
15% afsláttur Oddi hf -
L7
94
7
Vers l un Odda • Hö fðabakka 3 • S ím i 515 5105
www.oddi.is
Verð áður: 21.899 kr.
14.900 kr. Oddi hf
-L
79
47
Vers l un Odda • Hö fðabakka 3 • S ím i 515 5105
www.oddi.is
Verð áður: 7.890 kr.
4.690 kr. Oddi hf -
L7
94
7
„ÍSLENSKIR neytendur hafa
sennilega helst vitneskju um að til
séu umhverfismerkt hreinsiefni,
hreinlætispappír, pappír og máske
prentþjónusta,“
segir Sigrún Guð-
mundsdóttir hjá
Umhverf-
isstofnun en hún
hefur umsjón með
norræna um-
hverfismerkinu,
Svaninum, á Ís-
landi. Svanurinn
er fimmtán ára
um þessar mund-
ir.
Annaðhvert ár er gerð Gallup-
könnun þar sem skoðað er hversu vel
Norðurlandabúar þekkja Svaninn. Á
Íslandi þekkja um 50% Svaninn en
hversu vel þeir vita fyrir hvað hann
stendur er svo óræðara, að sögn Sig-
rúnar. Þekking fólks á Svaninum er
minnst á Íslandi en mest í Svíþjóð
þar sem yfir 90% þekkja merkið.
Íslendingar
virðast ekki láta
sig umhverf-
ismerkingar svo
ýkja miklu skipta. Það
hefur heldur farið minnkandi að fólk
athugi hvort vörur sem það kaupir
eru umhverfisvænar, samkvæmt
könnununum sem gerðar eru annað
hvert ár. Og þeim sem athuga aldrei
hvort vörurnar í innkaupakörfunni
eru umhverfisvænar hefur fjölgað
frá árinu 2000 og er hlutfall þeirra
orðið svipað og árið 1997, eftir að
hafa lækkað á árunum 2000 og 2002.
Í Noregi vita þrír af hverjum fjór-
um fyrir hvað merkið stendur og á
norskum matvörumarkaði er veltan
með Svansmerktar vörur yfir fjórtán
milljarðar íslenskra króna. Að sögn
Sigrúnar liggja slíkar upplýsingar
ekki fyrir á Íslandi.
Markmiðið með Svaninum var
m.a. að auðvelda neytendum að velja
umhverfisvænar vörur. Upphafið að
merkinu má rekja til samstarfs nor-
rænna ráðherra neytendamála á veg-
um Norðurlandaráðs. Litið er til
áhrifa viðkomandi vöru bæði á ytra
umhverfi og á heilsu fólks þegar met-
ið er hvort hún á að hljóta umhverf-
ismerkið. Skerpt er reglulega á kröf-
unum og þannig verða umhverfis-
merktu vörurnar æ betri m.t.t.
umhverfisins. Gæðakröfur eru einnig
gerðar til að tryggja að vörurnar séu
ekki lélegar, að sögn Sigrúnar.
„Þannig er þvottaefni t.d. sett í
þvottapróf, það verður jú að hreinsa
og vera umhverfisvænt því það er
ekkert mál að búa til umhverfisvænt
efni sem hefur enga þvottavirkni.“
Að sögn Sigrúnar eru viðmið-
unarreglur Svansins tæplega 60 og
sumir vöruflokkarnir sem Svanurinn
hefur viðmið fyrir eru ekki fram-
leiddir hér á landi. „Ef við tökum
dæmi um vöruflokka sem íslensk fyr-
irtæki hafa áhuga á þá er það ræst-
ingaþjónusta, hótel og farfuglaheim-
ili, prentþjónusta og síðast en ekki
síst hreinsiefni fyrir iðnað og mat-
vælaframleiðslu en slík viðmið eru
einmitt nýfarin í umsögn hér á landi“
Á síðustu árum hefur Svanurinn
einnig náð til þjónustugreina eins og
hótela, framköllunarstofa og versl-
ana. Sú tillaga hefur komið upp að
umhverfismerkja hús sérstaklega og
verið er að skoða möguleika á að
setja Svaninn á umhverfisvænstu bíl-
ana.
UMHVERFISVERND
Sigrún
Guðmundsdóttir
steingerdur@mbl.is
TENGLAR
.....................................................
www.ust.is
www.ecolabel.no
= = = =
= = = = = = = = = = = = = = = = ,8',
3,,., *1 23%
4 &
5
2114 2
6 7 1 1
Láta sig umhverf-
ismerkingar ekki
miklu skipta
Sveitastúlkan Heiðrún KristinsdóttirMeldal eða Heiða eins og hún er oft-ast kölluð, er engin tepra. Henni þyk-ir fátt betra en þorramatur og súr-
metið er í uppáhaldi. Eftir að hún flutti til
borgarinnar hefur hún fundið út hvar besta
þorramatinn er að fá. „Hákarlinn og harðfisk-
inn kaupi ég alltaf í Svalbarða, því þeir eru
með svo vel verkaðan fisk. Súrmetið kaupi ég
aftur á móti í Melabúðinni, því þar er það oft-
ast nægilega súrt fyrir minn smekk.“
Rækilega súrt er eina vitið
Þegar komið er að kjötborðinu segist Heiða fá
vatn í munninn við það eitt að berja þorramat-
inn augum. Hún krefst þess að fá að smakka
hvert einasta fyrirbæri sem hún ætlar að
kaupa. „Ég kaupi aldrei ósmakkaðan súrmat
því ég hef engan áhuga á að borða það sem er
ekki almennilega súrt, þá er það bara ónýt
ánægja.“ Hrútspungarnir, hvalurinn, lifr-
arpylsan, bringukollarnir og lundabaggarnir
voru nægilega súrir fyrir hana en blóðmörinn
fannst henni ekki rífa nógu kröftuglega í.
Heiða lét sig hafa það að kaupa nýja sviða-
sultu en ekki súra, af tillitssemi við vinkonu
sína sem hún ætlaði að bjóða til sín í þorra-
marineruðu. En ég verð líka að
kaupa karrýsíld fyrir hana vin-
konu mína, ég veit að henni þyk-
ir hún svo góð og líka rauðrófu-
salat.“ Rófustappan er
ómissandi og síðan rekur Heiða
augun í laufabrauð að norðan
með kúmeni og afræður að bæta
því í trogið hjá sér.
Lifrarpylsa er rómantísk
„Heima á Molastöðum í Fljótum
í Skagafirði var þorrablótið allt-
af mikil hátíð og þegar fullorðna
fólkið fór með sín trog á dans-
iballið fengum við krakkarnir
okkar þorramat í sértrog og svo
gæddum við okkur á þessu fram
eftir öllu. Ég á mjög góðar
bernskuminningar tengdar
þorra og þorramat og eiginlega
er þorramatur minn jólamatur,
því ég er minna fyrir hangikjöt
og reyktan jólamat.“
Heiða segist þó enn vera að bæta við sig
tegundum í þorramatnum og hún segist ný-
lega vera farin að borða augun úr sviðunum og
bringukollana hefur hún líka nýlega lært að
borða. Hráverkaður ærvöðvi sem heitir Græn-
ingi, heillar Heiðu og hún laumar honum í
körfuna.
Að lokum segist Heiða alltaf eiga ósúra lifr-
arpylsu í ísskápnum heima og borða hana dag-
lega. „Ég býð hana líka í morgunmat ef ég er
með næturgesti, því mér finnst lifrarpylsa
eitthvað svo rómantísk.“
segir það ævinlega hafa verið heimagert í
hennar æsku. „Þá komu þær allar saman kell-
urnar og gerðu sitt flatbrauð sjálfar, sem mér
finnst auðvitað betra en allt annað flatbrauð.
En nú hafa þær lagt þennan sið af og ég sé
það í hendi mér að ég þarf að nálgast upp-
skriftina og fara að tileinka mér þessa flat-
brauðsgerð, svo ég geti haldið alvöru þorra-
blót.“ Rúgbrauð verður hún líka að kaupa og
velur þéttan hlunk, en ekki kerlingabrauð í
sneiðum. „Rúgbrauðið er ómissandi með síld-
inni, en síldin finnst mér best án aukabragða,
ég hef einfaldan smekk og vel þessa klassísku
Þorrinn eru jólin
fyrir Heiðu
HVAÐ ER Í MATINN? | Heiða Kristinsdóttir Meldal
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Súrmeti í trogi er uppáhald Heiðu: Hrúts-
pungar, bringukollar, slátur, rúllupylsa,
magáll, lundabaggar, harðfiskur.
Morgunblaðið/Þorkell
Sælan er mikil þegar Heiða bragðar á sviðakjamma í Mela-
búðinni: Síldin í seilingarfjarlægð að baki.
mat, en sú hin sama hefur ekki eins mikla
reynslu og Heiða í að snæða súrmeti.
Brennivínið borið fram í sokk
„Vegna þess hvað maður drekkur mikið vín á
þorrablótum er svo gott að borða allan þennan
feita mat, því fitan fóðrar magann svo vel að
innan. Með hákarlinum verð ég að hafa ís-
lenskt brennivín og alveg ískalt, beint úr frysti
og borið fram í sokk, það er mjög mikilvægt.“
Flatbrauð má ekki vanta í trogið en Heiða khk@mbl.is