Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FLESTIR þeir sem fylgst hafa með umræðunni um hugsanlega að- ild Íslands að ESB hafa heyrt eða séð þá fullyrðingu að Íslend- ingar taki hvort eð er upp 80% af tilskip- unum og reglugerð- um ESB í gegnum EES-samninginn og því sé alveg eins gott fyrir Ísland að stíga skrefið til fulls og ganga í Evrópusam- bandið og hafa þá ein- hver svolítil áhrif á efni þessara tilskip- ana. Á þessu hafa áróðursmenn fyrir ESB-aðild lengi klifað í ræðum og greinum. Nýlega var þó upplýst að Norð- menn hefðu innleitt innan við 20% af regluverki Evrópusambandsins og „samkvæmt upplýsingum ís- lenska utanríkisráðuneytisins má ætla að hlutfallið sé svipað hér á landi og í Noregi eða væntanlega örlitlu lægra“ eins og sagði í frétt Morgunblaðsins 13. janúar sl. Klisj- ur ESB-sinna um áttatíu prósentin reyndust grófar ýkjur. Þær tilskipanir sem Íslendingar hafa innleitt í tengslum við EES- samninginn eiga misjafnlega við að- stæður hér á landi; sumar henta okkur ágætlega, lang- flestar hafa ekki skipt okkur neinu máli til né frá, og enn aðrar henta ekki okkar aðstæðum. Nýlegt dæmi mætti nefna um samkeppni í dreifingu raforku. Sú tilskipun hentar hugs- anlega vel í Mið- Evrópu en miklu síður á eylandi sem býr við einfalt orkudreifing- arkerfi og er ekki í neinum tengslum við raforkukerfi annarra landa. Ekki fékkst þó undanþága frá þessari tilskipun og virðist hún skapa hér fleiri vandamál en hún leysir. Slíkt gerist öðru hvoru á því afmarkaða sviði sem EES-samningurinn nær til. En tjónið sem af þessu hlýst er að sjálfsögðu smámunir einir hjá því sem gæti gerst ef ESB fengi til- skipunarvald í mikilvægum mála- flokkum sem EES-samningurinn nær ekki til svo sem í íslenskum sjávarútvegsmálum. Þá gæti stutt- orð tilskipun um tilhögun veiða sem miðaðist við hagsmuni meginlands- ríkjanna orðið að stórslysi á Íslandi. Hræðsluáróður Önnur vafasöm fullyrðing sem oft heyrist er sú að Íslendingar yrðu í miklum háska staddir og á köldum klaka ef Norðmenn gengju í ESB og fylgir þá oftast með eins og óve- fengjanleg staðreynd að það muni þeir örugglega gera innan fárra ára. Afleiðingin verði síðan sú að EES-kerfið hrynji og Íslendingar standi uppi samningslausir við ESB. Út af fyrir sig má vel vera að líf- dagar EES-samningsins færu að styttast ef Norðmenn gengju í ESB. En þá kæmu aðrir samningar milli Íslands og ESB í staðinn. Ís- land var með ágætan samning við ESB í tuttugu ár áður en EES- samningurinn kom til og engin ástæða er til að ætla að ekki næðust tvíhliða samningar við ESB um markaðsmál, þ.á m. um sameig- inlegan vinnumarkað. Eiríkur Bergmann, hinn „óháði“ sérfræðingur þjóðarinnar sem fréttastofa Ríkisútvarpsins leitar oft til þegar samskipti Íslands og ESB ber á góma og um skeið var launaður starfsmaður áróðurskerfis ESB á Íslandi, gaf reyndar í skyn í útvarpsviðtali um þá ábendingu Ragnars Árnasonar prófessors, hvort ekki væri tímabært að velta fyrir sér kostum og göllum EES- samningsins og segja honum upp ef gallarnir sýndust vega þyngra, að útrás íslenskra fyrirtækja á Evr- ópumarkað myndi stöðvast og kalla yrði heim íslensku bankamennina sem þar starfa í íslenskum útibúum ef EES-samningurinn félli niður. Eiríkur virtist ganga út frá því sem gefnu að forystumenn ESB væru slíkir þjösnar að þeir myndu þá sjá til þess að lokað yrði á viðskipti Ís- lendinga í ríkjum ESB. Að sjálfsögðu er hræðsluáróður af þessu tagi út í bláinn. Ef Norð- menn gengju í ESB en Ísland og Liechtenstein væru ein eftir í EES er ég sannfærður um að for- ystumenn ESB tækju því fegins hendi að gera tvíhliða samning við Íslendinga til að losna við það óhag- ræði sem fylgir stofnanakerfi EES- samningsins. Staðreyndin er sú að við Íslendingar höfum það nokkurn veginn í hendi okkar hversu lengi við viljum að EES-samningurinn gildi. ESB getur ekki sagt honum upp nema fá til þess samþykki þjóð- þinga allra aðildarríkja ESB. Ís- lensk ríkisstjórn myndi því fá tóm til að tryggja að viðunandi tvíhliða samningar yrðu gerðir áður en EES-samninginn félli úr gildi og þyrfti einungis að fá eitt ríki, t.d. Dani, Svía eða Finna, til að bíða með að staðfesta niðurfellingu EES-samningsins þar til nýir samn- ingar milli Íslands og ESB væru í höfn ef svo ólíklega vildi til að for- ystumenn ESB reyndust þeir tillits- lausu þverhausar sem ekki væru til viðræðu um eitt né neitt eins og Ei- ríkur Bergmann gefur í skyn. Svo er það annað mál að ekkert bendir til þess að Norðmenn séu á leið inn í ESB á næstu árum. Stuðningsmenn ESB-aðildar í Nor- egi munu ekki taka þá áhættu að innsigla ósigur sinn endanlega með þriðju þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar skoðanakannanir sýna að meirihluti Norðmanna er ýmist með eða á móti aðild og þjóðin þver- klofin í afstöðu sinni. ESB og Evrópa er sitt hvað Að lokum vil ég nefna enn eina áróðursklisju sem oft heyrist og Andrés Pétursson, form. Evrópu- samtakanna, hefur klifað á að und- anförnu. Hún er sú að styrkir úr Evrópska kvikmyndasjóðnum og öðrum menningarsjóðum séu aðeins tilkomnir vegna EES-samningsins og myndu hverfa með honum. Það eru líka grófar ýkjur. Samningurinn um Evrópska kvikmyndasjóðinn varð til áður en EES-samningurinn kom til sögu og ESB hafði þar enga forystu. Samið var um stofnun Grófar ýkjur um Ísland og EES Ragnar Arnalds fjallar um Evrópumál ’Íslendingar geta áframtekið mjög mikinn þátt í evrópsku samstarfi án þess að gerast aðilar að ríkjablökk sem hefur m.a. þá ófrávíkjanlegu meginreglu að sölsa auðæfin á fiskimiðum aðildarríkjanna undir sína stjórn. ‘ Ragnar Arnalds Náttúruverndarnefndir hafa lögbundnum hlutverkum að gegna samkvæmt náttúruverndarlögum. Á vegum hvers sveit- arfélags eða héraðs- nefndar starfar 3–7 manna náttúruvernd- arnefnd sem er kosin af sveitarstjórn eða héraðsnefnd til fjög- urra ára. Hlutverk nátt- úruverndarnefnda er að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um nátt- úruverndarmál, að stuðla að nátt- úruvernd, hver á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir sem líkleg er til að hafa áhrif á náttúruna og að gera tillögur um úrbætur til sveit- arstjórna og Umhverfisstofnunar. Stofnun náttúruverndarnefnda byggir á nálægðarsjónarmiði, það er að taka eigi ákvarðanir eins ná- lægt vandanum og hægt er þar sem þeir sem búa á svæðinu vita best hvar úr má bæta og hvar mestar líkur eru á að ná fram já- kvæðum breytingum. Að vera sveitarstjórn til ráð- gjafar um náttúruverndarmál Náttúruverndarnefndunum er ætlað almennt ráðgjafarhlutverk um náttúruverndarmál. Ákvæðið er mjög opið en gert er ráð fyrir að sveitarstjórn geti bæði leitað til náttúruverndarnefnda en einnig að náttúruverndarnefndir geti komið fram með beinar tillögur eða ábendingar t.d. um stofnun eða um stuðning við útivist- arsvæði. Kynna almenningi réttindi sín og skyldur Náttúruverndarnefndir eiga að stuðla að fræðslu um efni nátt- úruverndarlaganna með sérstaka áherslu á réttindi og skyldur al- mennings. Dæmi um efni sem ávallt er mikilvægt að kynna er al- mannarétturinn og þá bæði fyrir þeim sem eiga réttinn til óheftrar farar um landið en einnig til þeirra sem eiga landið. Hér er rétt að hafa í huga mismunandi reglur sem gilda þegar um er að ræða ræktað og óræktað land og að al- mannarétti fylgir einnig skyldan um að ganga vel um landið. Gera tillögur til úrbóta til sveitar- stjórna og Um- hverfisstofnunar Náttúruvernd- arnefndir hafa einnig rétt á að koma með beinar tillögur til úr- bóta til sveitarstjórna og Um- hverfisstofnunar. Byggist þessi til- löguréttur á að náttúruverndarnefndunum ber að hafa virkt eftirlit með ástandi lands og vita því hvar ástæða er til að taka til hendinni t.d. varð- andi fegrun nánasta umhverfis. Náttúruverndarnefndirnar hafa hér mikið svigrúm til að láta til sín taka en verða þó að hafa í huga að fara ekki inn á valdsvið annarra nefnda á vegum sveit- arstjórnar. Skylda til að veita umsagnir Náttúruverndarnefndum ber að gefa umsagnir vegna tillagna að svæðis- og aðalskipulagi og vegna úrskurða um mat á umhverfis- áhrifum. Þeim ber einnig að veita umsögn áður en framkvæmda- og byggingarleyfi er veitt til fram- kvæmda sem hafa í för með sér röskun jarðmyndana og vistkerfa. Að lokum ber náttúruvernd- arnefndum að veita umsögn um framkvæmdarleyfi vegna efn- istöku á landi, af eða úr hafsbotni innan netlaga. Mjög mikilvægt er að náttúruverndarnefndir sinni þessu hlutverki sínu og komi fram ábendingum á sínu sviði. Þessi skylda sem hvílir á náttúruvernd- arnefndum setur einnig nokkrar skorður á heimildir sveitarstjórna til að sameina nefndir þar sem sömu nefndinni getur ekki bæði verið falið að veita leyfi til fram- kvæmda og gefa umsögn um það með hagsmuni náttúrunnar í huga í samræmi við náttúruverndarlög. Samráð við Umhverfisstofnun Gert er ráð fyrir að náttúruvernd- arnefndirnar séu tengiliðir Um- hverfisstofnunar við sveitarfélögin og íbúa þess hvað varðar nátt- úruvernd. Stuðningur við útivist í sveitarfélaginu Náttúruverndarnefndum ber að styðja við útivist með því að halda opnum göngustígum, strand- svæðum til sjóbaða, vatnsbökkum, öðrum stígum o.s.frv. Það er ljóst að Náttúruvernd- arnefndir gegna viðamiklu hlut- verki í náttúruverndarmálum. Til þess að aðstoða þær við að sinna við því mikilvæga starfi hefur Um- hverfisstofnun nú opnað upplýs- ingaveitu á heimasíðu sinni www.ust.is/Natturuvernd/ natturuverndarnefndir sem til- einkuð er náttúruverndarnefndum. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi almannarétt, umsagnir, verklag, kynningarefni og fleira. Hlutverk náttúru- verndarnefnda Hrefna Guðmundsdóttir fjallar um náttúruvernd ’Það er ljóst að nátt-úruverndarnefndir gegna viðamiklu hlut- verki í náttúruvernd- armálum. ‘ Hrefna Guðmundsdóttir Höfundur er fræðslu- og upplýs- ingastjóri hjá Umhverfisstofnun. NÚ ER komin fram hugmynd sem Kristján Möller og Davíð Oddsson virðast hafa brætt með sér að frumkvæði Kristjáns en með reynslu Davíðs. Þetta er hugmyndin um eitt heildstætt hátækni- sjúkrahús í Reykja- vík. Margir hafa orð- ið til þess að henda þessa góðu hugmynd á lofti og hampa henni eins og vera ber. Mig langar þó að biðja Kristján Möller, Davíð Oddsson og gjörvallan þingheim og ríkisstjórn að hafa eftirfarandi í huga: Víða um landið eru sjúkrastofnanir sem vel gætu notað meira fjármagn til þess að veita íbúum lands- byggðarinnar enn betri og tryggari þjónustu auk þess aukna öryggis sem í því fælist. Ekki má gleyma að skjóta styrkari stoðum undir það sem fyrir er, ekki síst í innra starfi heil- brigðisstofnana, áður en enn meiri steypa verður færð á milli staða í höfuðborginni. Svo dæmi sé tekið er enn beðið eftir því að unnt verði að hefja hjartaþræðingar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Og annað vil ég gjarnan að stjórnvöld muni, þegar rætt er um hvað eigi að gera við peningana sem „frúin í Hamborg“ gefur fyrir Símann, og hér skal vitnað í inn- gangsorð Davíðs Oddssonar, þá- verandi forsætisráðherra, að stefnu ríkisstjórnarinnar um upp- lýsingasamfélagið 2004–2007 þar sem segir m.a.: „Á nokkr- um sviðum hefur þró- unin þó orðið hægari en væntingar stóðu til. Víða um landið er enn takmarkaður að- gangur að há- hraðatengingum við fjarskiptakerfið og í sumum tilvikum eng- inn. Úr þessu þarf að bæta með markvissum aðgerðum.“ Síðar í þessu merka riti segir í almennum texta: „Aðgengi að háhraðatengingum og greiðri og öruggri fjarskiptaþjónustu er lykilatriði fyrir þróun upplýsingasamfélags og byggðar í landinu. Það er langtímamark- mið að allir lands- menn, sem þess óska, eigi möguleika á há- hraðatengingu til að geta sem best nýtt sér kosti upplýsinga- samfélagsins, rafrænnar þjónustu og annarrar þjónustu sem slíkur aðgangur veitir.“ Þetta er gott markmið en það verður að vera komið í fram- kvæmd innan skamms tíma, ekki langs, og helst „í gær“. Mörg dreifbýlissamfélög hafa orðið að þola íbúafækkun, ekki síst vegna Tryggja verður háhraða- gagnaflutninga í dreifbýli Jóhann Guðni Reynisson fjallar um gagnaflutninga Jóhann Guðni Reynisson ’Dreifbýlið berafar skarðan hlut frá borði samanborið við þéttbýlið hvað varðar aðgengi að háhraðaflutn- ingskerfum.‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.