Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 23
sjóðsins á vegum Evrópuráðsins sem er samstarfsvettvangur allra Evrópuríkja, óháður Evrópusam- bandinu. Íslendingar hafa gert 170 slíka Evrópusamninga að frum- kvæði Evrópuráðsins um marg- vísleg málefni, ekki síst á þeim svið- um sem heyra undir menntamála- ráðuneytið. Sama gildir um Mannréttindadómstól Evrópu svo annað dæmi sé nefnt. Að vísu er það svo að for- ystumenn Evrópusambandsins og samkór stuðningsmanna þess víða um lönd reyna ákaft að telja okkur trú um að ESB sé Evrópa og þeir sem vilji ekki vera í ESB-klúbbnum séu að afneita Evrópu og teljist varla til Evrópumanna. Á sínum tíma tók Evrópusambandið upp fána Evrópuráðsins og gerði að sín- um og það hefur auðvitað stuðlað mjög að því að rugla fólk í ríminu. Í fjölmiðlum, m.a. í fréttum Rík- isútvarpsins, heyrist iðulega rætt um „Evrópuráðið“ þegar átt er við Ráðherraráð ESB en rétt hugtak er óhjákvæmilegt að nota til aðgrein- ingar frá Evrópuráðinu í Strass- borg sem miklu fleiri ríki eiga aðild að og ber það nafn samkvæmt ís- lenskum lögum. Samningarnir 170 sem Evrópuríki hafa undirritað – ekki ESB – og hver og einn getur kynnt sér á vef utanríkisráðuneyt- isins ættu að minna okkur á að Ís- lendingar geta áfram tekið mjög mikinn þátt í evrópsku samstarfi án þess að gerast aðilar að ríkjablökk sem hefur m.a. þá ófrávíkjanlegu meginreglu að sölsa auðæfin á fiski- miðum aðildarríkjanna undir sína stjórn. Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. þess að íbúarnir láta ekki bjóða sér mismunun í grundvallarlífs- gæðum eins og aðgengi að góðum gagnaflutningskerfum – ekki frek- ar en í heilbrigðisþjónustu eða menntakerfinu. Þetta þarf allt saman og meira til að vera í góðu lagi á landsbyggðinni eins og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru nokkrar af helstu undirstöðum fjölþætts atvinnulífs sem aftur er ein af meginforsendum fyrir byggð í landinu öllu. En þetta með gagnaflutningana er einmitt lykilatriði og því ber að fagna framangreindum orðum Davíðs Oddssonar. Og ég man ekki betur en í umræðu um sölu Símans hafi verið alvarlega rætt um að nota fjármagn sem þar félli til, einmitt til þess að byggja upp fjarskiptakerfi sem gerði stefnu ríkisstjórnarinnar um aðgang að háhraðatengingum fyrir íbúa landsbyggðarinnar gerlega. Hér má að auki bæta við áhyggjum undirritaðs af sölu Símans og þeirri þróun sem orðið hefur á fjarskiptamarkaði vegna sam- keppnishamlandi rekstrarum- hverfis Símans, en það verður ekki rakið frekar hér. Varðandi gagnaflutninga er hverjum manni ljóst að dreifbýlið ber afar skarðan hlut frá borði samanborið við þéttbýlið hvað varðar aðgengi að háhraðaflutn- ingskerfum fyrir gagnaflutninga og aðgang að Netinu. Og það þrátt fyrir að ljósleiðarar og önn- ur kerfi liggi fyrir fótum okkar en við megum ekki nota þau! Allir, sem áhuga hafa fyrir að nýta sér Netið og möguleika þess við leik, nám og störf í dreifbýli, nefna einmitt þessa mismunandi stöðu dreifbýlis og þéttbýlis þegar rætt er um framtíðina og núverandi stöðu. Og þess má einnig geta að ef isdn-tenging telst úrelt fyrir íbúa í þéttbýli þá er hún einnig úrelt fyrir íbúa í dreifbýli. Þingeyjarsveit, Aðaldæla- hreppur og Húsavíkurbær starfa nú saman í verkefni sem iðn- aðarráðuneytið setti á laggirnar undir merkjum Rafræns sam- félags. Verkefnið ber heitið Virkjum alla. Þar er von á mörg- um skemmtilegum nýjungum í framboði á rafrænni þjónustu á næstu misserum og við erum afar þakklát Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og Byggða- stofnun fyrir þetta góða framtak. En það kemur engum á óvart að íbúarnir nefna undantekningalítið hversu lítill tilgangur er með því að reyna að virkja alla þegar fæst- ir hafa aðgang að almennilegri tengingu. Um leið og ég óska íslensku heilbrigðiskerfi allra heilla vonast ég til þess að orð Davíðs Odds- sonar og ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu gagnaflutningskerfa á landinu öllu standi, verkefninu verði hrundið í framkvæmd og hafist handa strax á þessu ári. Höfundur er sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, formaður Héraðs- nefndar Þingeyinga og stýrihóps Virkjum alla – rafrænt samfélag. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 23 UMRÆÐAN Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jakob Björnsson: „Mannkyn- ið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdra- brennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okk- ur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunn- laugssonar í stöðu hæstarétt- ardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Pró- fessorsmálinu“.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóð- félaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverfis- vina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar Leiðrétting á greiðsluáskorun innheimtumanna ríkissjóðs sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 18. janúar 2005. Eftirfarandi innheimtumenn ríkissjóðs féllu niður vegna mistaka og bætast hér með við greiðsluáskorunina: Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Reykjavík 18. janúar 2005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.