Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 24
Ljós Ólafs Elíassonar ljá forsalnum líf, birtu og sterkan karakter urinn er sveigður og lakkaður á sama máta og gert er í fiðlusmíð Henning Larsen er einnþekktasti arkitektDana, og höfundur Óp-eruhússins sem vígt var þar í borg á laugardagskvöld. Lar- sen sem er kominn á níræðisaldur stóð þó fjarri því einn í stórræð- unum, því á bak við hann stendur arkitektastofa hans sem hefur á að skipa tæplega 40 arkitektum auk annars starfsfólks – alls milli 60 og 70 manns. Afrekaskrá Hennings Larsens og starfsmanna hans er orðin löng, allt frá því stofan var stofnuð, árið 1959. Hann var þá þegar orðinn kunnur arkitekt og hafði meðal annars unnið á stofu Arne Jakobsens snemma á sjötta áratug aldarinnar, að loknu námi í Konunglegu akademíunni í Kaup- mannahöfn. Árin fram að því að hann stofnaði eigin stofu, hafði hann rekið stofu með kollegum sín- um, þeim Max Brüll, Gehrdt Bornebusch og Jørgen Selchau. Meðal þekktustu verka Larsens eru Háskólinn í Þrándheimi, Freie- háskólinn í Berlín og bygging utan- ríkisráðuneytisins í Sádi Arabíu. Árið 1965 hreppti Henning Larsen Eckersberg-orðuna, fyrir framlag sitt til byggingarlistarinnar og þremur árum síðar varð hann pró- fessor í arkitektúr og hönnun við Konunglegu akademíuna í Kaup- mannahöfn. Teiknistofa Hennings Larsens hefur margoft borið sigur úr býtum í forvali og samkeppni um stórar og veglegar byggingar. Við- urkenningar og verðlaun sem teiknistofa Hennings Larsens hef- ur hreppt gegnum tíðina fyrir unn- in verk skipta líka hundruðum og bara nýja Óperuhúsið í Kaup- mannahöfn hefur eitt og sér aflað stofunni margvíslegra viðurkenn- inga og verðlauna. Og enn er kapp- inn að. Nú örfáum dögum eftir að Óperan var vígð, var tilkynnt að teiknistofa Hennings Larsens hefði sigrað í hugmyndasamkeppni um nýtt háhýsi og umhverfi þess í mið- borg Tirana í Albaníu, þar sem mikil uppbygging stendur fyrir dyrum. Á mánudagsmorgun, tveimur dögum eftir vígslu hússins, bauð einn af arkitektum stofunnar og meðeigandi, Peer Teglgaard Jeppesen, blaðamanni með sér í skoðunarferð um Óperuna. Hann segir við upphaf skoðunarferð- arinnar að Henning Larsen og arkitektalið hans sem vann með honum að húsinu séu mjög ánægð með hve húsið reynist þegar góður vinnustaður og að Konunglega leik- húsið skuli vera jafn ánægt með ár- angurinn. Það sé grundvöllur þess að ópera Konunglega leikhússins geti gert sitt besta og notið sín sem best til listrænna starfa. „Við erum himinlifandi yfir því hvernig til hef- ur tekist með forsalinn. Þetta eru lifandi salarkynni. Markmið í hönn- un forsalarins var að skapa rými þar sem fólk gæti sýnt sig og séð aðra, og það hefur tekist. Áheyr- endasalurinn skapar andstæðu við opið og svífandi rými forsalarins – þú sérð það þegar við komum þang- að. Þar var það markmið að skapa kraftmikið rými, þar sem nálægð áheyrenda við sviðið væri það mikil að þeir gætu auðveldlega orðið gagnteknir af því sem þar fer fram. Hljómburðurinn í salnum er frá- bær og var hannaður af fólki sem ég tel meðal þriggja bestu í heim- inum á því sviði. Við höfum átt náið samstarf við frambærilegustu sér- fræðinga heims í öllu því sem lýtur að sviðstækni, hljómburði og lýs- ingu – sérfræðinga sem A.P. Möller fékk til liðs við okkur. Við erum ekki í nokkrum vafa um að þessi salur verður heimsþekktur. Óperan er nú þegar farin að laða að sér er- lenda gesti og alþjóðlega listamenn sem hafa ekki komið hingað áður. Þetta er hús sem fólk mun hafa áhuga á að sjá, koma í og starfa í. Þetta finnst mér í grundvall- aratriðum það sem uppúr stendur og er okkur sem hönnuðum húsið mjög mikilvægt.“ Það er rétt að fólk á eftir að vilja sjá þetta hús, og meðan Teglgaard Jeppesen sækir aðgangskort okkar til húsvarðarins heyri ég tvo söngv- ara tala um það í nokkrum áhyggjutón, að sennilega þurfi að bæta inn aukasýningum í hverri viku fram á vor. Það er semsagt uppselt á allar sýningar í húsinu fram í september – á allar sýningar sem skipulagðar hafa verið og aug- lýstar. Steinsteypan dýrust Við Teglgaard Jeppesen göngum inn úr starfsmannaanddyrinu, eftir löngum gangi. Það er líf og fjör í húsinu, hvarvetna er fólk að þakka fyrir síðast – sem var auðvitað vígslukvöldið – og andinn er léttur. Gráir veggir vekja athygli mína og Teglgaard Jeppesen segir mér – mér til mikillar furðu, að þetta sé nú bara steinsteypa. En hún er flauelsmjúk! „Það er notuð sérstök aðferð til að ná fram þessari mýkt í steypunni, og silkikenndri áferð, en steypan er sennilega langdýrasta byggingarefnið sem notað er í þetta hús.“ Þetta kemur Íslendingnum sem er alinn upp við að steinsteypa sé nánast frumefni, verulega á óvart. Það vekur líka athygli hve dagsbirtan leikur fallega um vegg- ina, en arkitektinn segir að það hafi verið eitt af markmiðum þeirra við hönnunina að hún fengi að leika um allt húsið. Aðeins eitt íverurými hússins er án dagsljóss, en það er eitt fyrsta rýmið sem Teglgaard Jeppesen sýnir mér – æfingasalur hljómsveitarinnar á hæðunum neð- an jarðar. Þar er tækninni hins vegar þannig háttað að meðfram lausu loftinu skín hvítt ljós, meðan mikil og jöfn lýsing í bylgjulaga lausa loftinu er gul og hlý. birtan í þessum sal er stilla þannig að hægt er að ráða hvít hún verður. Þetta er g þess að hægt sé að líkja sem eftir birtustigi úti, til dæmi árstíðum. Það er líka mikil sal sem þessum að lýsingin kröfur löggjafar og vinnue þar sem nótnalestur er erf krefst mikillar birtu. Lýsin stenst þessar kröfur og nok hundruð lúxum betur. Hér engan að svíða í augu af þv í litlar svartar nótur.“ Æfin hljómsveitarinnar er stór o legur, og í honum var einni að skapa sem bestan hljóm æfingasalnum er gengt inn stóra lyftu, hljóðfæralyftu, notuð er til að færa þung h milli hljómsveitargryfju og ingarýmis. Lyfta sem flytu færaleikara á milli er sérst hraðskreið. Fyrir framan æ ingasalinn, sem jafnframt e fullkomnasta upptökustúd dagstofa hljóðfæraleikaran sófum og þægilegum stólum „Mátuleg“ hljómsveitar Allt svæðið er fullkomleg einangrað. „Sjálf hljómsve argryfjan er svo þannig úr gerð að það er hægt að dýp og hækka eftir þörfum. Þa til þess að rýmið í henni sé mátulegt fyrir þann fjölda færaleikara sem leikur hve sinni, og ekki skapist tóma neins staðar sem gæti haft áhrif á hljómburðinn.“ Sviðið sjálft er búið öllum Óperan þekkt o Tveimur dögum eftir vígslu nýja óperu- hússins í Kaupmanna- höfn átti Bergþóra Jónsdóttir þess kost að skoða húsið í fylgd arkitektsins Peers Teglgaards Jeppesens sem er einn þeirra arkitekta á stofu Hennings Larsens sem unnu hvað mest að hönnun þess. 24 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STOFNFRUMUGJÖF GETUR SKIPT SKÖPUM Blóðbankinn hefur nú hafiðskráningu á sjálfboðaliðum ístofnfrumugjafaskrá, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Skráin er unnin í samstarfi við norsku stofnfrumugjafaskrána, en al- þjóðleg tengsl eru á milli slíkra skráa sem þýðir að hægt er að leita um heim allan að heppilegum gjafa fyrir hvern sjúkling. Þeir sem einkum þurfa á slíkri gjöf að halda eru sjúklingar með illkynja blóðsjúkdóma eða eitlaæxli, auk þeirra sem eru með meðfædda ónæm- isgalla. Á heimasíðu Blóðbankans kemur fram að besti stofnfrumugjaf- inn er systkini sjúklingsins sem er með sömu vefjaflokkun. Almennt eru líkurnar á því að finna gjafa í fjöl- skyldu sjúklingsins þó ekki nema um það bil 30%. Margir hafa því þörf fyr- ir gjöf frá óskyldum einstaklingi en möguleikar á að finna réttan gjafa aukast í hlutfalli við fjölda þeirra sem finnast í stofnfrumugjafaskrám. Á því sviði er til mikils að vinna því á vef Blóðbankans kemur fram að gjafir úr óskyldum einstaklingum fyrir tilstilli slíkra skráa skipta sköpum fyrir marga sjúklinga og segir þar að ef „gjöf með stofnfrumum stæði þessum sjúklingum ekki til boða væru engin sambærileg úrræði tiltæk fyrir þá“. Blóðbankinn greinir ennfremur frá því að mikil þörf sé á fleiri gjöfum á skrá „því breytileiki vefjaflokka er mikill og fjöldi samsetninga þeirra skiptir milljónum“. Ennfremur er bent á að „meiri líkur eru á að finna gjafa meðal fólks af sama uppruna, og því er mikilvægt fyrir íslenska sjúk- linga að hægt sé að leita að gjafa á meðal Íslendinga og auka þannig lík- urnar á að gjafi finnist. [...] Með stofnun skrár á Íslandi aukast líkur enn frekar á því að sjúklingar hér á landi geti fengið stofnfrumur ef á þarf að halda“. Þessi tækni í læknavísindum hefur þegar sannað sig sem mikilvægt úr- ræði við mjög þungbærum og illvíg- um sjúkdómum. Þátttaka Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði, stuðlar ekki einungis að því að lík- urnar á að sjúklingar hér á landi fái bót meina sinna eins og rakið var hér að ofan, heldur einnig að því að stofn- frumugjafar héðan geti lagt sitt af mörkum til að bjarga mannslífum annarsstaðar. Slík þátttaka er því ekki einungis hluti af nauðsynlegri framþróun læknavísinda hér á landi, heldur einnig liður í því að axla ábyrgð á þessu sviði í alþjóðasam- félaginu. Hún sýnir að afrakstur framþróunar í læknisfræði er loks orðinn hnattrænn – að því marki sem þjóðir hafa efni á að njóta hans, en það höfum við sem betur fer. Það eru blóðgjafar á aldrinum 18- 45 ára sem geta látið skrá sig á stofn- frumuskrá Blóðbankans, en ákveðið var að skráin yrði einskorðuð við blóðgjafa, þar sem „þeir eru heilsu- hraustir og vitað er að þeir eru til- búnir til að gefa í þágu sjúkra“, eins og segir í upplýsingum um þetta ferli. Vonandi munu sem flestir er full- nægja skilyrðunum láta skrá sig, því rétt eins og við líffæragjöf munar um hvern einasta einstakling sem er tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að bjarga mannslífi. Milljónir ein- staklinga þarf á skrá til að finna stofnfrumugjafa fyrir viðkomandi sjúklinga – og hver veit hvenær þeirra vefjaflokkun færir einhverjum óvænta von. RANNSÓKN Á ÁFENGISSÝKI Íslenzk erfðagreining og SÁÁ hafatekið höndum saman um rann- sóknir á erfðafræði áfengissýki og hefur ÍE fengið 330 milljóna króna styrk til verkefnisins frá ESB. Þetta verkefni er liður í evrópsku sam- starfsverkefni um rannsóknir á líf- fræðilegum orsökum áfengisfíknar- innar. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að markmiðið með rannsókninni væri að öðlast nýjan skilning og þekkingu á tilurð áfengissýki og hvernig sá sjúkdómur fer á milli kyn- slóða. Af þessu tilefni sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, í sam- tali við Morgunblaðið í gær: „Við höfum ekki komizt nákvæm- lega að því, hvað það er í erfðunum, sem gerir menn veikari, en ef við komumst nær um það, þá mun það auðvitað nýtast okkur í forvörnum og meðferð.“ Þetta er spennandi verkefni. Sú skoðun hefur lengi verið almenn á meðal alþýðu manna á Íslandi, að áfengissýki erfist. Margir eru þeirrar skoðunar, að þetta fari ekki á milli mála. Kynslóð eftir kynslóð í sömu fjölskyldum er veik fyrir víni og kann ekki með það að fara. Aðrir bregðast við vitneskju um áfengissýki í eigin fjölskyldu með strangri bindindis- semi, sem er skynsamlegt. Áfengi er böl. Þær fjölskyldur eru fáar á Íslandi, sem hafa ekki kynnzt því böli. Sennilega er ekkert, sem hefur valdið jafn mikilli eyðileggingu í fjölskyldum og skaðað einstaklinga jafn mikið og áfengi og í mörgum til- vikum eyðilagt líf þeirra, sem hafa orðið háðir því. Það væri mikill áfangi í baráttunni gegn áfengisbölinu, ef hægt væri að sýna fram á það með rannsóknum, sem alþýða manna telur vera satt og rétt, að áfengissýki liggi í ættum. Að ekki sé talað um, ef takast mætti að finna leiðir til þess að yfirvinna áfengissýkina. Bezt fer á því að bragða ekki áfenga drykki en ofneyzla áfengis hefur lengi fylgt þjóðum á norður- hjara veraldar. Ef rannsóknir Kára Stefánssonar, Þórarins Tyrfingsson- ar og samstarfsmanna þeirra geta orðið til þess, að bæði Íslendingum og öðrum þjóðum takist að ná stjórn á drykkju sinni hafa þeir félagar lagt grunn að einhverjum mestu þjóð- félagsumbótum á síðari tímum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.