Morgunblaðið - 20.01.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.01.2005, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN G eorge W. Bush heillar engan með ræðu- snilld eða bókviti og virkar stundum á mann eins og hann vildi gera flest annað en tjá sig um stjórnmál. Stundum getur verið óbærilega þreytandi að hlusta á hann tönglast á gömlum frösum um gildi frelsisins en hitt er enn verra þegar stjórnmála- menn og fræðimenn gerast svo gáfaðir að þeir hunsa slíkar grundvallarspurningar. Fyrir neðan þeirra virðingu, skyldi maður halda af svipnum. Á að stuðla að frelsi og lýðræði í löndum araba eða segja að þeir hafi engan áhuga á slíkum upp- finningum, læri þetta aldrei? Það er ekki merki um innsæi og snilld að líta svo á að arabar verði um alla framtíð að búa við harðstjórn og vanþróun, það er miklu frekar merki um fordóma. Oft vildum við helst geta sleppt því að skipta okkur af flóknum samfélögum araba en við eigum ekki þann kost. Við deilum heimi með þeim. Algert afskiptaleysi lýðræðisríkja myndi einfaldlega gera hlutina enn verri og ofstækismenn færa samfélög araba aftur á miðaldir með hrikalegum afleiðingum, stanslausum átökum, fólksflótta og neyð. Bandaríkjamenn, jafnt Bush sem keppinautur hans í fyrra, John Kerry, og flestir málsmetandi stjórnmálamenn vestra, vilja snúa við blaðinu, um það eru þeir sammála. Þeir eru hættir að líta svo á að áratuga stuðningur Vesturveldanna við einræði og afturhald í arabalönd- um í nafni stöðugleikans sé lausnin. Gamla liðið, vestrænir diplómatar og sérfræðingar sem báru ábyrgð á þeirri gjaldþrota stefnu, reis auðvitað upp og fann því allt til foráttu að nú skyldi reynt að efla lýðræði í Mið- Austurlöndum. Þeim fannst þetta ævintýramennska. Stuðningsmenn Bush segja að hann hafi sýnt þor til að taka á erfiðum málum og aðrir forsetar hafi ekki heldur þurft að takast á við atburði á borð við árásirnar 2001. Hann hefði auðveldlega getað reynt að sigla lygnan sjó og látið eftirmanni sínum eftir að fást við vanda sem hefði haldið áfram að vaxa. En athyglisvert er að sjá yfirlýsingar sumra ráða- manna í stjórn Clintons sem segja að ef demókratinn Al Gore hefði unnið haustið 2000 myndu Bandaríkjamenn hafa ráðist á Írak. Bara svolítið seinna. Bush bjó ekki til vandann en það kom í hans hlut að reyna að leysa hann. En Bush hefur gert mörg skelfileg mistök í sambandi við Íraksmálin og þau verstu voru sennilega að láta gersamlega óhæfa menn á borð við Rumsfeld hafa yfirumsjón með jafn flóknu og hættulegu verki og innrásinni og eftirmálum hennar. Dæmin um klunnaháttinn og hrokann eru mýmörg. Svo getur farið að dómur sögunnar um Bush verði harður, hann verði sakaður um að hafa seinkað lýðræð- isframförum en ekki flýtt þeim. Sprengjumennirnir í Írak og stuðningsmenn þeirra gætu sigr- að í bili og þórðargleði andstæð- inga Bandaríkjamanna yrði þá ómæld. En Bush á sér málsbætur. Hann tók þá hraustlegu ákvörð- un að binda enda á ástand sem ekki var hægt að búa við lengur. Fanturinn Saddam var búinn að drepa hundruð þúsunda sak- lausra manna, var grunaður um að framleiða gereyðingarvopn og hann var stöðug ógn við lífæð efnahagskerfisins í heiminum, ol- íuna, vegna valdafíknar sinnar, styrjalda og undirróðurs. Þeir sem segja að stríðið hafi snúist um olíu hafa rétt fyrir sér en það er bjálfaleg einföldun í anda marxista að halda því fram að græðgi olíufélaga hafi ein ráðið för. Ástæður innrásarinnar voru fleiri en ein og fleiri en tvær. Vafalaust fannst sumum ráða- mönnum að olían væri aðal- atriðið, öðrum að stöðva yrði ill- virkin, enn aðrir sögðu að meint gereyðingarvopn væru svo mikil ógn að steypa yrði þessum manni. Hverjir myndu þola mestar þjáningar ef efnahagskerfi heimsins færi um koll vegna valdafíknar manns eins og Sadd- ams sem kæmist til dæmis upp með að stöðva olíuflutninga frá Mið-Austurlöndum með hótunum og stríði til að ná kverkataki á heimsbyggðinni? Auðkýfingar í Bandaríkjunum, Bush, Cheney og olíugengið? Svo sannarlega ekki, þeir myndu hafa sitt að mestu á þurru þótt þeir yrðu fyr- ir dálitlum skelli. Fórnarlömbin yrðu fyrst og fremst venjulegt launafólk og fátækasta fólkið í löndum sem treysta á aðstoð ríkra þjóða. Aðstoðin yrði vafa- laust það fyrsta sem auðug ríki myndu spara við sig ef um raun- verulega heimskreppu yrði að ræða. Þeir sem nú reyna með sprengjutilræðum að hræða Íraka frá því að kjósa eru ekki að berjast gegn Bush og Banda- ríkjamönnum þótt þeir fullyrði það. Þeir eru að berjast við landa sína. Markmiðið er að koma í veg fyrir að beitt sé einfaldri aðferð við að velja leiðtoga, lýðræð- islegum kosningum. Hvers vegna ættu þeir sem misstu völdin þeg- ar Saddam var steypt að vilja kosningar? Þeir eru nær allir úr röðum fimmtungs írösku þjóðar- innar, súnní-araba, sem hafa frá stofnun ríkisins fyrir um 80 árum ráðið þar lögum og lofum og hunsað réttindi sjía-araba og Kúrda. Lýðræði í Írak væri sögu- legur endapunktur við þessa kúg- un minnihlutans á meirihlut- anum, eins og bandaríski fréttaskýrandinn Thomas L. Friedman benti nýlega á í The New York Times. Kosningarnar sem stefnt er að í lok mánaðarins verða ófullkomnar vegna hryðju- verkahættunnar en samt skref í rétta átt. Þeir sem gera lítið úr þeim og sjá ekkert nema gallana ættu að útskýra hvað þeir vilji í staðinn. Vilja þeir Saddam aftur til valda, fleiri fjöldagrafir í nafni stöðugleikans? Sprengjur og lýðræði Þeir sem nú reyna með sprengjutil- ræðum að hræða Íraka frá því að kjósa eru ekki að berjast gegn Bush og Banda- ríkjamönnum þótt þeir fullyrði það. Þeir eru að berjast við landa sína. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HALLDÓRI Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni ætlar seint að skiljast að einhliða ákvörðun þeirra um að styðja innrás Banda- ríkjanna og Bretlands í Írak þann 20. mars 2003 mun fylgja þeim eins og skugginn það sem eftir lif- ir af stjórnmálaferli þessara tveggja manna. Stuðningurinn er hvorki geymdur né gleymdur eins og kom skýrt fram í nýlegri könn- un Gallup en hún sýndi að 84% Íslend- inga vilja ekki til- heyra stuðningsliði innrásarinnar í Írak. Nýjasta útspilið Nýjasta útspil for- sætisráðherrans í þessu máli er yfirlýs- ing gefin í kjölfar ummæla Guðna Ágústssonar, varafor- manns Framsókn- arflokksins, um að Halldór og Davíð þyrftu að verja þessa ákvörðun, ekki hann, enda hefði hann ekki tekið hana. Í yfirlýsing- unni segir Halldór Ásgrímsson að Íraksmálið hafi verið á dagskrá ríkisstjórnarfundar 18. mars 2003 og í kjölfar hans hefðu hann og Davíð Oddsson ákveðið að styðja innrásina. Nánari upplýsingar um umræður ráðherranna á þessum ríkistjórnarfundi er ekki að hafa. Gott og vel. Málið var reifað í ríkisstjórn en enn er óljóst með hvaða hætti og eftir stendur að engin formleg samþykkt var gerð á umræddum ríkisstjórnarfundi. Hvernig sem þessir menn reyna að bera í bætifláka fyrir þau stór- pólitísku mistök að styðja innrás- ina í Írak þá er niðurstaða máls alltaf hin sama: Ákvörðun ráð- herranna tveggja um að styðja innrásina var aldrei borin undir Alþingi, aldrei borin undir utan- ríkismálanefnd (þrátt fyrir lög þar um), og þar að auki tekin í óþökk þorra landsmanna. Sannleikurinn um utanríkismálanefnd Halldóri Ásgrímssyni hefur orðið tíðrætt um að Íraksmálið hafi ver- ið margrætt þennan örlagaríka vetur á Al- þingi. Staðreyndin er sú að málefni Íraks voru rædd tvisvar á fundi utanríkismála- nefndar fyrir innrás- ina. Fyrst 19. febrúar 2003 sem dag- skrárliður um stöðu málsins í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og skýrslu Hans Blix um framgang vopna- eftirlits í Írak. Og svo 12. mars þegar þings- ályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar – Græns framboðs var afgreidd í nefndinni. Tillaga um að styðja innrásina í Írak var aldrei borin upp á fundi utanríkismálanefndar. Það var svo þegar Íslendingar höfðu frétt það frá útlöndum að þeir væru á „lista hinna viljugu og vígfúsu“ að stjórnarandstaðan bað um fund í nefndinni og fékk, 21. mars 2003. Vendipunkturinn? Í fréttaviðtali 17. mars 2003, dag- inn fyrir nefndan ríkisstjórn- arfund, sagði þáverandi utanrík- isráðherra: „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það ætti að gefa vopnaeftirlitsmönnunum meiri tíma til þess að vinna sín verk. Það er hins vegar augljóst að Bretar og Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að þessi tími sé útrunninn…“. Var þetta vendi- punkturinn? Að Bandaríkjamenn og Bretar teldu tímann út runn- inn? Er íslensk utanríkisstefna ekki veigameiri en svo að þegar vinaþjóðir og stórveldi komast að einhverri niðurstöðu þá hljótum við að komast að henni líka. Ráð- herrarnir hafa hins vegar í stuðn- ingsákafa sínum gleymt einu grundvallaratriði, sem stjórnvöld í Washington og London gleymdu ekki: Að fá stuðning löggjafans við ákvörðun sinni og gjörðum. Þannig virðist gangvirki lýðræð- isins hafa, þrátt fyrir allt, virkað hjá Bush og Blair en uppi á Ís- landi þurftu ráðherrarnir tveir engan að spyrja um þá ákvörðun að styðja innrásina í Írak. Innrásin í Írak og gangvirki lýðræðisins Þórunn Sveinbjarnardóttir fjallar um utanríkisstefnu Íslands ’Ráðherrarnir hafahins vegar í ákafa sín- um gleymt einu grundvallaratriði, sem stjórnvöld í Washington og Lond- on gleymdu ekki: Að fá stuðning löggjaf- ans við ákvörðun sinni og gjörðum.‘ Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur situr í utanríkismálanefnd Alþingis. ALLNOKKRIR aðilar víðsvegar að af landinu hafa komið sér upp eignum á Seltjarnarnesi og telja að við það eitt hafi þeir gerst Seltirn- ingar. Þar með hafi þeir talsvert um það að segja hvernig byggja á upp byggðarlagið. Þessir aðilar fara mikinn og skrifa greinar, líkt og þeir og þeirra kynslóðir hafi mikið hertoga- dæmi að verja. Ljósastaur fær ekki rætur þótt hann sé fluttur á milli garða. Hann verður áfram ljósastaur og getur borið ljós. Ég á því láni að fagna að vera Seltirn- ingur borinn og barnfæddur, reyndar í nokkra ættliði, er og hef að sjálfsögðu verið stoltur af. Börnin mín eru fædd hér á Nesinu og uppalin. Nú er vá fyrir dyrum; veit ekki hvort börnin mín og þeirra afkomendur fái hér að búa. Hópur manna, sem sumir hverjir kalla sig Seltirninga og eru hér í raun sem tímabundnir íbúar, hafa lagst gegn því að börnin mín – og annarra sem í mínum sporum eru – fái tækifæri til að byggja sér bú í okkar góða byggðarlagi. Þeir hinir sömu hafa sem sagt lagst gegn því að hér verði byggt frekar, að minnsta kosti ekki í ná- grenni við þá. Hvað með unga fólkið sem hér býr og hefur talið sér sóma að að vera í vari í for- eldrahúsum á Seltjarnarnesi en vill gjarnan halda hér áfram búsetu? Hvað á það að gera? Þetta unga fólk hefur nú undanfarið horft von- araugum til Hrólfsskálamels sem hugsanlegs upphafs að frekari byggð og með þá von að þar væri hægt að byggja sam- félag sem þau hefðu „efni“ á að stofna til. Þann vonarneista reyna menn nú að slökkva vegna ein- hverra dularfullra eig- inhagsmuna, sem erfitt er að festa hendi á. Mér er umhugsunar- efni sá málaflutningur í pólitískum stíl að „fagna“ að ekki verði byggt. Og að „við“ Sel- tirningar sem og aðrir íbúar fáum í hausinn himinháar greiðslur vegna ímyndaðra skuldbindinga núverandi stjórnenda Seltjarn- arnesbæjar, sem til stjórnunar voru löglega kosnir af íbúum sam- félagsins. Hugmynd sá ég um að nýta mætti stærri lóðir sem í dag standa á „lítil“ (?) hús og byggja á þeim t.d. fjölbýlishús (mbl.is 12.1. ’05). Hér er e.t.v. átt við Nýlendu, Pálsbæ, Hauksstaði, Sólvang, Sæ- ból, Berg, Bollagarða, Hrólfsskála, Reyn, Fagurhól, Höfn, Breiðablik, Sætún, Akra, Lambastaði, sem og fjölda annarra eldri húsa á Sel- tjarnarnesi. Er verið að ýja að einhvers kon- ar eignarnámi? Mín ósk er að við Seltirningar, sem og aðrir íbúar þessa góða bæjarfélags, tökum höndum saman og búum í haginn fyrir niðja okkar, gefum okkur sjálfum eða þeim sem það kjósa möguleika á að fara í gönguferð til barnanna okkar á heimili þeirra innan Seltjarnarnesbæjar. Það, að fá að búa í þessu samfélagi okkar, er forréttindi. Að vera borinn hér og barnfæddur er sérréttindi. Þar sem lognið fer mishratt yfir … Jón Snæbjörnsson fjallar um Seltjarnarnes ’Það, að fá að búa íþessu samfélagi okkar, er forréttindi. Að vera borinn hér og barn- fæddur er sérréttindi.‘ Jón Snæbjörnsson Höfundur er Seltirningur og íbúi á Seltjarnarnesi. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.